Morgunblaðið - 17.10.1957, Side 6

Morgunblaðið - 17.10.1957, Side 6
MORCryfíTAÐIÐ Fimmtudagur 17. okt. 1957 VESTUR-ÞJOÐVERJAR OG JÁRNTJALDSLÖNDIN IVestur-Þýzkalandi er sam eining vestur og austur- hlutans það mál, sem er efst í huga almennings. Öllum stjórnmálaflokkunum kemur líka saman um, að sameiningin sé það mark, sem fyrst og fremst beri að keppa að. Allir flokkarnir hafa líka sameiningu landshlut- anna efst á stefnuskrá sinni. En þar með má segja að samkomu- laginu sé lokið, því um leiðir greinir menn á og eru þó andstæð urnar einkum áberandi milli jafnaðarmanna annars vegar og þeirra flokka hins vegar, sem styðja Adenauer. ★ í kosningabardaganum risu öldurnar hátt, út af þessu máli. Jafnaðarmenn héldu því fram eins og áður, að stefna Adenauers væri beinlínis hindrun fyrir sam- einingu landshlutanna. Aden- auer svarði í sömu mynt og kom fram með þá staðhæfingu, sem mikla athygli vakti, að það væri skoðun sín, að ef jafnaðarmenn kæmust til valda, væri úti um Þýzkaland. Með því átti hann fyrst og fremst við það, að til- lögur jafnaðarmanna um hJut- leysi og um að losa vesturhlut- ann úr tengslum við Atlantshafs- bandalagið gegn því að stofnað væri hið svonefnda öryggisbanda lag Evrópu, sem Rússar ættu að- ild að, mundi í reyndinm verða til þess að Vestur-Þjóðverjar glötuðu stuðningi Vesturveld- anna og yrðu ásókn Rússa að bráð. Það verður hlutverk hins nýja þings, sem kom saman í Ber- lín á þriðjudag að marka stefnuna í sameiningarmálunum en kosn- ingaúrslit urðu, eins og kunnugt er þannig, að stefna Adenauers' hlaut mikla traustsyfirlýsingu hjá þjóðinni. Náskylt hinu eigin- lega sameining armáli er af- staða Vestur- Þjóðverja til Rússa og járn- tjaldslandanna. Utanríkisráð. herrann, Von Brentano ,hefir nú látið á sér skilja, að hann vilji ekJti einn bera ábyrgð á stefnu stjórnar innar í þessum efnum, heldur vilji hann að stjónarflokkarnir marki þá stefnu, þannig að ljóst sé, að hann sem ráðherra, hafi sterkan þingvilja á bak við sig. ★ Það kom eins og reiðarslag yfir Vestur-Þjóðverja, þegar Júgóslav ar viðurkenndu austur-þýzku stjórnina fyrir stuttu. Vestur- Þjóðverjar hafa haldið uppi stjórnmálasambandi við Júgó- slava, en það hefur hingað til verið föst og ófrávíkjanleg regla í utanríkisstefnu V-Þjóðverja að hafa ekkert stjórnmálasamband við þau ríki, sem viðurkennt hafa leppstjórn Rússa í Austur-Þýzka- landi. Nú rís þess vegna sú spurn- ing, hvort V-Þýzka stjórnin eigi að halda fast við þessa stefnu, en afleiðingin hlyti að verða sú, að stjórnmálasamabandinu við Júgóslava yrði slitið. Fram að þingbyrjun hafði von Brentano ekki rætt þetta mál við Aden- auer kanslara, vegna þess hversu önnum kafinn hann var í sam- bandi við myndun nýrrar stjórnar og ýmis vandasöm innanríkismál. Fyrir utanríkisráðherranum liggja nú greinargerðir um þetta mál frá sérfræðingum ráðuneytis ins en von Brentanovillekkitaka ákvörðun einn, heldur heyra vilja von Brentano þingsins, sem bera yrði ábyrgð á þeirri stefnu, sem tekin yrði. ★ Mikið hefur að undanförnu verið rætt bak við tjöldin í Bonn um hver afstaðan skuli vera til Pól- verja. Ýmsir hallast að því að Vestur-Þjóðverjum beri að taka upp nánara samband við Pól- verja en verið hafi. í því sam- bandi er á það bent að lítinn ár- angur hafi það borið,- þegar V- Þjóðverjar tóku upp stjórnmála- samband við Rússa, og hafi sam- bandið milli landanna verið fullt af úlflúð og haft í för með sér ýmiss konar „nálarstungur“ eins og það hefur verið orðað. Þeir, sem á þetta minna, benda á að fyrst af öllu beri að koma sam- bandinu við Rússa í betra horf og Adenauer kanslari hefur látið í ljós mikil vonbrigði yfir þeim ýfingum, sem komið hafa upp milli Vestur-Þjóðverja og Rússa í ýmsum samböndum. Þegar Júgóslavar viðurkenndu austur-þýzku stjórnina, var sendi herra V-Þjóðverja Pfleiderer að nafni, þegar kallaður heim til viðtals. Hann var taiinn meðal kunnugustu manna, sem Þjóð- verjar hafa á að skipa varðandi mál járntjaldslandanna. Pfleider- er gaf stjórninni skýrslu og álits- gerð um málið, en fáum dögum síðar andaðist hann úr hjarta- slagi. Pfleiderer hafði áður ráðið til þess aðV-Þjóðverjartækjuupp stjórnmálasamband við Pólverja, því með því eina móti gætu þeir náð frumkvæði á sviði utanríkis- mála og orðið á undan þeirri viðurkenningu Júgóslava á aust- ur-þýzku stjórninni sem von væri á. Pfleiderer var þeirrar skoðunar að v-þýzka stjórnin yrði að verða sveigjanlegri í af- stöðu sinni til járntjaldslandanna en verið hefði, og ekki líta alltof einstrengingslega á þá lagalegu þýðingu, sem stjórnmálaviður- kenning hefði. En svo eru aðrir á gersamlega öndverðri skoðun, og meðal þeirra er Walter HaJl- stein, sem er háttsettur rnaður í utanríkisráðuneytinu þýzka. Hall Hallstein stein hefur ver ið talinn einn helzti ráðgjafi Adenauers í utanríkismál- um og jafnan verið í fylgd með kanslaran. um í hinum þýðingarmeiri ferðalögum. Var Hallstein t.d. í fylgd með kanslaranum í Ameríku-ferðinni, þegar hann kom við hér í Reykja vík. Hallstein er þeirrar skoðunar að ef Vestur-Þjóðverjar tækju upp stjórnmálasamband við Pól- verja og haldi áfram stjórnmála- sambandinu við Júgóslava, eftir það sem gerzt hefur, þá muni það bráðlega leiða til þess, að fleiri þjóðir muni viðurkenna leppstjórn Rússa í Austur-Þýzka- landi. Hingað til hafa Vestur- Þjóðverjar látið það skýrt koma í ljós í öllum samningum við vestræn ríki, að þeir væru einir í forsvari fyrir hina þýzku þjóð, en sú afstaða mundi bíða hnekki, ef austur-þýzka stjórnin hlyti við urkenningu fleiri ríkja en þeirra, sem tilheyra austurblokkinni. En ef svo færi mundi útlitið enn versna fyrir sameingu landshlut- anna. Þessum skoðunum Hall- steins og fleiri er mótmælt af öðrum og á það bent, að þótt Vestur-Þjóðverjar tækju upp stjórnmálasamband við Pólverja, mundi það engu breyta um af- stöðu vestrænna þjóðar til aust- ur-þýzku stjórnarinnar. Þá er það líka dregið í efa að gagnlegt væri að slíta stjórnmálasamband- inu við Júgóslava. Af hálfu þess- ara manna er því haldið fram, að nýtt stjórnmálasamband við Pólverja og áframhaldandi shm- band við Júgóslava mundi engin áhrif hafa til hins verra á samein ingarmálin. Hið nýja vestur-þýzka þing tekur vafalaust afstöðu ál þess- ara mála, sem eru hin þýðingar- mestu fyrir V-Þjóðverja og raun ar alla Evrópu og friðinn í ueim- inum um leið. Það er almennt viðurkennt að klofning Þýzka- lands í tvo hluta sé eitthvert hið erfiðasta og afdrifaríkasta vanda mál, sem til sé nú í alþjóðamál- um. Enda er fylgzt mjög vel með því sem gerist í sambandi við þetta stórmál. Kvikmyndaklúbbar fyrir börn og unglinga sfofnaðir ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að stofna tjl 2ja klúbba fyrir börn og unglinga. er gefi þeim kost á að sjá holl- ar og fræðandi kvikmyndir. Er hér um tilraun að ræða, sem væntanlega mun verða gerð í víðtækari mæli, ef vel gefst nú. Klúbbar þessir munu hafa fast- ar sýningar, laugardaga og sunnudaga, í samkomusal Háa- gerðisskóla og í kvikmyndasal Austurbæjarskólans. Kvikmynda klúbburinn í Smáíbúðahverfinu mun taka til starfa um næstu mánaðamót og verður tilkynnt um stofnun hans í blöðunum síð ar. Að stofnun hans mun Æsku- lýðsráð Reykjavíkur standa í samvinnu við sóknarnefnd Bú- staðasóknar. Kvikmyndaklúbburinn, sem mun starfa í kvikmyndasal Aust- urbæjarskólans tekur til starfa nú um helgina. Á sunnudaginn kl. 3,30 e.h. fyr- ir börn 11 ára og yngri og kl. 5,30 e.h. fyrir börn og unglinga 12 ára og eldri. Klúbburinn mun starfa í tíma bilum, þannig að félögum verður gefinn kostur á 10 sýningum í flokki fram til jóla. Verður sam- in sérstök sýningarskrá, sem fé- legar fá og þar greint frá mynd- unum. Sýndar verða 2 til þrjár myndir hverju sinni, fræðslu- myndir og skemmtimyndir og verða þær skýrðar á íslenzku. Félagsgjald er ákveðið kr. 15,00 fyrir yngri hópinn og kr. 20,00 fyrir eldri hópinn fyrir allan. tímann, en það verður kr. 1,50 og kr. 2,00 fyrir hverja sýningu. Hver félagi kaupir skírteini, sem gildir sem aðgöngumiði að sýn- ingunum hverju sinni. Væntan- legir félagar að klúbbnum í kvik myndasal Austurbæjarskólans komi til skrásetningar í æsku- heimilið að Lindargötu 50 á föstudag 18. okt. kl. 4—6 e.h. og 8—9 e.h. og laugardag kl. 4—6 e.h. Alls munu 150 félagar geta orðið í hverum aldursflokki. 6ifreiðaeftiriiIstncnn vilja láta samræma um- ferSar- og öi AÐALFUNDUR Félags íslenzkra bifreiðaeftirlitsmanna var hald- inn í Reykjavík 12. okt. sl. — A fundinum voru rædd ýmis mál er snerta störf bifreiðaeftirlits- manna og ennfremur umferðar- og öryggismál almennt og gerðar ýmsar ályktanir. M a. voru eftir- farandi ályktanir gerðar á fund- inum: Fagnaði fundurinn framkomnu frumvarpi til nýrra umferðarlaga og væntir þess að það hljóti af- greiðslu á því þingi er nú situr. Þá var samþykkt áskorun á bæjarfógeta og sýslumenn um að umferðar- og öryggismerki í kaupstöðum og kauptúnum lands ins verði samræmd við umferðar- og öryggismerki í Keykjavík. Þá skoruðu bifreiðaeftirlits- menn á alla eigendur og öku- sterifar ur daglega lífinu 1 EINAR ASMUNDSSON hæstaréttarlögmaðui. Hafsteinn Sigurðsson héraðsdómslögmaður. Skrifstofa Hafnarstræú 5. Simi 15407. Kennari skrifar: EG hlýddi nýlega á fyrirlestur sem gamall skólastjóri ucan af landi hélt um menntunar- og uppeldismál í útvarpið. Minni lexiur MARGT var gott sagt í þeim fyrirlestri og sérstaklega þótti mér athyglisvert að heyra hinn aldraða skólamann segja að eftir því sem hann eltist og öðlað- ist meiri reynslu þá yrði hann því frábitnari að setja strangar lexíur fyrir til heimalesturs. Ég er alveg á sömu skoðun. Ég held að það hafi spillt námsgleði margra barna að hafa þurft að sitja yfir miklum vinnubókum og heima- vinnu eftir að hafa verið allan morguninn á skólabekknum. Svo er líka hitt að nú er ungl- ingapróf orðið skylda og þá halda börnin áfram lengur á nennta- brautinni en þau gerðu í mínu ungdæmi og þar að auki fer mik- ill hluti þeirra í langskóla að unglingaprófi loknu. Því er auð- velt að slaka til á námskröfunum í barnaskólum því nú þarf ekki að miða við að þar þurfi að kenna allt sem sæmilega uplýstur ungl- ingur þarf að vita. Því má nú eyða meiri tíma í það að efla skapgerð barnsins, lunderni þess og sjálfstæðishvöt svo sem gert hefir verið með svo ágætum árangri í brezkum skólum. Leikir og íþróttir eru þar efstir á blaði að mínu viti en ekki eingöngu leikfimin, vélrænar búksveifiur eftir skipunum kennarans svo sem allt of mikið er gert af hér á landi. ý'tf.'.í’/nV'C ,T) Glæðum ást á málinu OG nú er líka tími til þess að glæða ást barnsins á móður- máli sínu og fara með börnunum yfir langa kafla í íslenzkum bók- menntum eftir okkar höfuðsnill- inga. Til þess hefir verið lítill tími hingað tii en nú eru aðstæð- ur breyttar og á þetta atriði þarf skilyrðislaust að leggja meiri áherzlu en gert hefir verið. Því ber vitni hið hörmulega „slang- mál“ og málleysur sem mörg börn hér í Reykjavík tala. Heiðinn skóli AÐ lokum eitt. Ég varð fyrir vonbrigðum með eitt atriðið í fyrirlestri skólastjórans. Uridir lok hans minntist hann á tvö at- riði sem hann taldi einna þýð- ingarmest í skólum við uppeJdi barna. Annað var lotningin og er það orð að sönnu. Hitt var að skapa fastr venjur og er það lika rétt. En mér finnst hér aðalatrið- inu gleymt. Því að innræta börn- unum Guðstrú og kristilega breytni. Það er heiðinn skólj sem hefir það ekki efst á blaði sínu og hann elur aldrei upp góða þjóð- félagsborgara. Kristilegt uppeldi álit ég að sé aðalmarkmið skól- anna ekki síður en heimilanna en mér þótti það vera hörmu- legt tímanna tákn að einn af vorum beztu skólamönnum skyldi ekki minnast á það í erindi sínu. Við megum aldrei gleyma því að kristin trú og siðfræði er burðarás þjóðlífs okkar og grundvöllur ríkis okkar. Og ef við innrætum ekki börnun- um þá trú erum við á eyðinierkur göngu staddir. Afnueli ungversku byltingarinnar Sveinn ritar: INNAN fárra daga dregur að eins árs afmæli byltingar ung- verskrar alþýðu gegn kúgurum sínum, Rússum. Mér finnst mikil- vægt að þessara merku tímamóta verði minnzt á tilhlýðilegan hátt hér á landi. Barátta ungversku þjóðarinnar var hetjulegasta bar- átta sem veröldin hefir lengi orð- ið vitni að og það færi llla ef þau afrek sem þar voru unnin legðust í þagnargildi. menn bifreiða í landinu að hafa öryggistæki bifreiðanna ætíð í fullkomnu lagi og umfram allt ljósaútbúnaðinn. Næsta almennt mót N.B.F. (sambands norrænna bifreiða- eftirlitsmanna) verður haldið 1 Ósló 1958. í stjórn sambandsins eiga sæti: Snæbjörn Þorleifsson, Akureyri, og Haukur Hrómundsson, Reykja vík. Stjórn félagsins var endurkos- in, en hana skipa: Gestur Ólafs- son, formaður, Geir G. Bach- mann, ritari og Sverrir Samúels- son, gjaldkeri. í varastjórn: Snæ- björn Þorleifsson og Jón Sumar- liðason. Góð aðsókn að Þjóðleikhúsmu AÐSÓKN hefur verið góð að leik ritinu Horft af brúnni eftir Miller sem Þjóðleikhúsið sýnir um þess- ar mundir, og vakið hefur mikla eftirtekt. Sama máli gegnir um óperuna Tosca, að henni er enn góð að- sókn, en úr þessu mun sýningum fara að fækka, komi í ljós að mjög dragi úr aðsókn. Nýbrcytni í verzlunarháttum iÞÚFUM, N-ísafjarðarsýslu, 14. okt., — Sú nýbreytni var tekin upp í verzlunarháttum Kaupfé- lags ísfirðinga, að kaupfélagsstjór inn og annar starfsmaður félags- ins komu inn í Djúp og settu upp útsölu á vörum frá félaginu á tveimur stöðum hér, í Nauteyrar- hreppi og Reykjafjarðarhreppi, einn dag á hvorum staðnum, sem voru Melgraseyri og Vatnsfjörð- ur. Var seldur ýmiss konar varn- ingur, prjónavörur, álnavörur og ýmsar smávörur. Allar vörurnar voru seldar á niðursettu verði. — Geðjaðist félagsmönnum vel þessi nýbreytni. Var verzlunin vel sótt í báðum hreppunum og þótti fólki gott að geta skroppið að heiman í þessum erindum. — P. P.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.