Morgunblaðið - 17.10.1957, Side 8
8
MonnrNn* 4ðið
Fimmtudagur 17. okt 1957
Stúika við sauma í Gagnfræðaskóla verknáms.
Ragnar Jóhannesson, skólastjóri:
Gildi gagnfræðanáms og
gagnfræðaprófs
Hugleidingar v/ð upphaf skóláárs
Löng og dýr skólaganga
Nú þessa dagana, þegar hinir
mörgu skólar eru að hefja vetr-
arstarf sitt að nýju, hlýtur mönn-
um að vera það hugstætt við-
fangsefni hvert gildi og gagn öll
þessi mikla skólaganga hafi.
Enda starfar allverulegur hluti
þjóðarinnar við skóla, ýmist sem
nemendur eða kennarar. Öll heil-
brigð börn eru skólaskyld frá
7 ára aldri til 14 ára, og allmikill
hluti þeirra hefir setið í skóla
áður en þau ná sjö ára aldri, því
að svo virðist sem mörgum for-
eldrum þyki skólaskyldan ekki
nógu löng. Eftir að börnin hafa
lokið unglingaprófi 15 ára og
þar með skólaskyldunni, fara þau
flest í framhaldsnám: í miðskóla-
og gagnfræðanám, iðnnám, verzl-
unar- og menntaskólanám o. s.
frv.
Eins og kunnugt er, eru
kennslumál einn fyrirferðarmsst
ur liður á íslenzkum fjárlögum,
og er þá ótalinn sá hluti kostn-
aðarins, sem bæja- og sveitafélög
leggja fram.
Engum velviljuðum og víð-
sýnum manni kemur til hugar að
telja það eftir, þótt framlög til
kennslumála séu einna kröfu-
hörðust af útgjöldum ríkisins, kerfi er látið ráða. Þessum náms
komið? Hvaða kennslugreinar
hæfa bezt hverju aldursskeiði?
Ófrelsi landsprófsfyrir-
komulagsins
Ég hefi gert grein fyrir ýms-
um sjónarmiðum mínum þetta
varðandi í allýtarlegri ritgerð
fyrir nokkrum árum. „Erum vér
á réttri leið í skólamálunum",
og skal sneiða hjá að endurtaka
margt af því hér, en skoðanir
þær, sem þar eru settar, eru að
mestu óbreyttar enn.
Ég er enn þeirrar skoðunar, að
hið svokallaða landsprófsfyrir-
komulag sé óheppilegt í almenn-
um skólum. í minni skólum hlýt-
ur það að leggja óeðlilega og ó-
æskilega hlekki á kennsluna og
hefta einstaklingsframtak og
hugkvæmni í kennslu. í bók-
námsdeildunum verður að miða
kennslu allra nemendanna við
hugsanlegt landspróf miðskóla
og skal þá fara eftir hárnákvæm-
um forskriftum fámennrar nefnd
ar í höfuðstaðnum. Ekki skal í
efa dregið, að í nefndinni séu vel
hæfir menn, en víðar er nú guð
en í Görðum og valið hlýtur
alltaf að bindast ákveðnum og
þröngum reglum, meðan þetta
teiknun, skrift, vélritun,
íþróttir o. fl.“
„í bóknámsdeild skal þrem-
ur fjórðu hlutum námstím-
ans hið minnsta varið til bók-
náms, en allt að fjórða hluta
til verknáms".
Eftir þessum fyrirmælum hafa
flestir gagnfræðaskólar reynt að
fara, enda er hér um að ræða eitt
merkasta og þarfasta fyrirmæli
fræðslulaganna, og er sjálfsagt
að leyfa hér valfrelsi, þ.e. leyfa
börnunum og foreldrunum að
ráða því að mestu, hvora deild-
ina barnið velur sér, enda þótt
óhjákvæmilegt sé að taka um leið
tillit til einkunna og ráða kenn-
aranna í barnaskólanum, sem
nemandinn kemur úr, og eins
álits skólastjóra og kennara gagn
fræðaskólans, sem við tekur.
Hinu verður ekki neitað, að
verknámsdeildir vorar eru víst
flestar ófullkomnar og illa bún- 1
ar kennslugögnum, að undan
skildum verknámsskólanum í
Reykjavík. Víða brestur húsnæði,
sem hentugt er til slíkrar
kennslu, kostnaður er mikill og
skólar fátækir, og loks kreppir
fámennið víða að, svo að minni
kostur er að krefjast dýrs og
fullkomins útbúnaðar. Fjöl-
breytni og valfrelsi verður því
minna, og um hið síðarnefnda
er varla að ræða í flestum skól-
um vorum. Veldur því fæð og
smæð.
I verknámsdeildum er náms-
skrá frjálsari og óbundnari en í
bóknámsdeildunum, vegna þess
að þar er ekki keppt að neinu
alls herjar landsprófi, enda ætti
við að halda fram annarra skýr- fræðslumálastjórnin ekki að fara
ingum og kenningum, þótt hann út á þá braut að binda verknáms-
kunni sjálfur að hafa aðrar sjálf- deildirnar með ákveðinni náms-
stæðar skoðanir á sama atriði. * áætlun frekar en orðið er, þó að
Óski hann að taka annað náms-
efni til meðferðar en það, sem
fyrirskipað er, þá er hvort
tveggja til hindrunar: að ekki
gefst tími til þess vegna fyrir-
skipaðs kennsluefnis og eins hitt,
að öll slík aukageta er afar illa
séð af nemendum, sem er raunar
auðskilið og eðlilegt um önnum
kafna unglinga.
V erknámsdeildirnar
og kostir þeirra
Segja má, að það sem hér að
framan er ritað, eigi nær ein-
göngu við bóknámsdeildar gagn-
fræðaskólanna, en nái ekki til
verknámsdeildanna. Annars geri
ég ráð fyrir, að hugmyndir um
verknámsdeildir í skólum vorum
séu allþokukenndar hjá mörgum
vissum kröfum verði að sjálf-
sögðu að fullnægja og hafa eftir-
lit með því, að skólar og kenn-
því að hvernig yrði þjóðartekjun
um betur varið en til menningar
og þroska ungu kynslóðarinnar.
Hitt er svo eðlilegt, að skatt-
borgararnir geri kröfu til, að
þessum miklu fjárfúlgum sé með
þeim hætti fyrir komið, að til
sem mests gagns og nytsemdar
megi koma öldum og óbornum.
Þrátt fyrir það þótt gætt sé
sparsemi og hagsýni til hins
ýtrasta, hlýtur okkur, sem um
skólamálin fjöllum, oft að of-
bjóða, hversu eyðslufrek skóla-
málin eru, og eru litlu skólarnir
og miðlungsskólarnir sennilega
sízt kröfulægri en þeir stærri,
vegna þess áð í þeim minni eru
íjöldahlutföUin oft óhaganlegri.
Á okkur, forstöðumenn og kenn-
ara, hlýtur því stöðugt að stríða
spurningin um það, hverning
þessi dýra kennsla og þetta dýra
skólahald fái komið unga fólkinu
að sem mestu og varanlegustu
gagm og þroska. Hvaða náms-
greinar á að velja til kennslu og
hvernig verður þeirri kennslu
sem haganlegast og bezt fyrir
áætlunum telja flestir bóknáms-
kennarar sér skylt að fylgja sem
mest út í æsar og öll frávik eru
dauðadæmd, enda er landsprófs-
áætlunin svo tímafrek fyrir nær
alla nemendur, að ekki stbðar
annað en að rembast eins og rjúp-
an við staurinn að komast yfir
hana, enda byrja víst flestir
kennarar, að einhverju leyti, að
feta sig eftir henni þegar í fyrsta
bekk bóknámsdeilda.
Þetta fæ ég ekki kallað annað
en ofskipulag og landsprófskerf-
ið í öllum bóknámsdeildum er
sannkallaður línudans. Það kann
að vera einkar þægilegt fyrir
lélega eða hugmyndafáa kennara,
sem geta látið sér nægja að læra
vel sjálfir það, sem áætlunin
heimtar, kennsluefni og með-
fylgjandi skýringar, og ganga
síðan ríkt eftir því, að nemend-
ur geri það sama. En frjóum og
hugsjónaríkum kennara hlýtur
að finnast hann vera bundinn á
klafa; hann verður að hlíta ann-
arra fyrirskipunum um allt náms
efni, er t.d. í íslenzku bundinn
FYRRI HLUTI
sumum landshlutum eins og
vonlegt er, vegna þess að þessi
skipting hefir alls ekki komizt
á alls staðar. Sjálf höfuðborgin,
Reykjavík, mun t.d. ekki fram-
kvæma fræðslulögin á þennan
hátt í neðri deildum unglinga-
og gagnfræðaskóla sinna. Hins
vegar starfar í Reykjavík full-
komnasti verknámsskóli landsins,
prýðileg kennslustofnun, en sá
skóli tekur aðeins við nemend-
um, sem lokið haf^ unglinga-
prófi og þar með skólaskyldu.
í öðrum bæjum nær skiptingin
hins vegar til allra aldursflokka
(eða svo ætla ég að sé víðast).
Enda taka fræðslulögin sjálf af
öll tvímæli í þessu efni, því að
þar stendur svart á hvítu (Lög
um gagnfræðanám, nr. 48, 1946,
IV. kafli, 26.-28. gr.):
„Skólar gagnfræðastigsins
greinast í tvær hliðstæðar
deildir, verknámsdeild og
bóknámsdeild, eftir því sem
nánar verður ákveðið í reglu-
Ragnar Jóhannesson
arar gæti skyldu sinnar í vinnu-
brögðum og námskröfum.
Breyttar skoðanir
á gagnfræðanáminu
En ætlunin var að ræða að
þessu sinni sérstaklega um gagn-
fræðadeildina, þ.e. 4. bekk, efsta
bekk gagnfræðaskólanna. Sú
deild er víða enn í deiglunni,
skólarnir eru að leita fyrir sér,
og fræðslumálastjórnin hefir
haldið á þeim málum með hóf-
semd og skynsemi, varazt að lög-
ákveða námsefni eða setja bind-
andi regluboð, heldur leyft ein-
stökum skólum að haga gagn-
fræðakennslunni nokkuð eftir
eigin höfði og aðstæðum. Hygg
ég, að upp úr þessum frjálsu til-
raunum geti risið upp skynsam-
legt og frjálslegt kerfi gagnfræða
námsins, þegar skólamenn hafa
borið vel saman bækurnar, en
ekki ber að flýta sér að því um
of.
Afstaða almennings til gagn-
fræðaprófsins hefir af skiljan-
legum orsökum breytzt harla
gerð hvers skóla. Barnapróf j mjög við tilkomu núgildandi
veitir rétt til inngöngu í hvora , fræðslulaga. Áður voru gagn-
þessara deilda um sig“.
Og ennfremur:
„í verknámsdeild skal verja
fræðaskólarnir fáir, og loka-
próf þeirra var aðeins eitt: gagn-
fræðapróf eftir þriggja vetra
allt að helmingi námstímans j skólavist. Gagnfræðamenntun
til verknáms. Til verknáms ■ var í góðu áliti yfirleitt, gagn-
telst ýmiss konar handavinna, 1 fræðingar gengu víða fyrir öðr-
matreiðsla, þjónustubrögð, | um við stöðuveitingar og starfa.
Við gildistöku nýju fræðslu-
laganna fjölgaði þeim skólum,
sem brautskráðu gagnfræðinga.
Skólar þessir urðu fjögurra vetra
skólar í stað þriggja áður. Náms-
ferli nemenda var skipt í þrennt,
og getur hvert skeið endað með
eins konar burtfararprófi: Ungl-
ingaprófi eftir tvo vetur, mið-
skólaprófi eftir þrjá og gagn-
fræðaprófi eftir fjóra. Þó er þetta
ekki á neinn hátt sundur slitið,
því að unglingapróf veitir rétt
til inngöngu í miðskóladeild, og
miðskólapróf veitir rétt til inn-
göngu í gagnfræðadeild, hvort
sem miðskólaprófið er landspróf
eða almennt.
Þessi þrískipting ruglaði ýmsa
í ríminu, og mér er nær að halda
suma skólamennina líka. Eink-
um finnst mér bera á því, að
sumir líti á miðskólaprófið, sér-
staklega ef það er líka lands-
próf, sem lokapróf, sem geri
gagnfræðaprófið óþarft. Þess eru
víst ekki mörg dæmi t.d., að
nemandi, sem lýkur landsprófi,
Ijúki gagnfræðaprófi þar á eftir,
enda þótt hann flytjist ekki í
aðra framhaldsskóla.
Þessi skilningur er algerlega
rangur. Hið mesta og endanlega
lokapróf er gagnfræðaprófið að
loknu fjögurra vetra námi; það
er víðtækast og virðulegast, og
er efsta mark hinnar almennu
skólagöngu. Landspróf er aðeins
áfangi á leið til áframhaldandi
náms, ýmist í sama skóla eða í
sérskólum. Af þessari eðlilcgu
orsök ber að vanda sem mest alla
kennslu og námsskrá í gagnfræða
deildinni síðasta veturinn, gera
námið sem fjölbreyttast, en þó
einkum sem nytsamlegast og
hagkvæmast.
Gagnfræðapróf og atvinnuvegir
Flest af því unga fólki, sem
gagnfræðaprófi lýkur, hyggur
ekki á aðra frekari skólagöngu,
a. m. k. ekki í bili, en gengur
út í atvinnulífið og fer að vinna
fyrir sér að fullu og öllu. Marg-
ir snúa sér auðvitað að fram-
leiðslustörfum og iðnaði, en all-
verulegur hluti gagnfræðinga í
bæjunum tekur upp verzlunar-
og skrifstofustörf, síma- og póst-
þjónustu o. s. frv. Það fer stöð-
ugt í vöxt, að forstöðumenn
slíkra fyrirtækja geri gagnfræða-
menntun að skilyrði og leiti jafn-
framt umsagnar og álits skóla-
stjóra viðkomandi gagnfræða-
skóla. Er þá skiljanlega einkum
spurt um hæfni og kunnáttu í
reikningi, bókhaldi og vélritun,
líka oft um réttritun og tungu-
málakunnáttu, og síðast en ekki
sizt um framkomu alla og um-
gengnismenningu.
Þetta er eðlilegur gangur mál-
anna, enda sjá atvinnurekendur
þegar, að það borgar sig bezt
að ráða til sín fólk með góðri
gagnfræðamenntun (þegar ekki
er völ á fólki með Verzlunar-
skóla- eða Samvinnuskólaprófi).
Ymsir þeirra telja líka æskilegt
að geta fylgzt nokkuð með náms-
afköstum væntanlegra starfs-
manna sínna heima í skólanum
á viðkomandi stað.
En úr því að svona er háttað
málum, þurfa skólarnir að kapp-
kosta að hafa námsskrá gagn
fræðadeilda sinna sem hagnýt-
asta, og sem flest í kennslunni,
sem komið getur nemendum að
beinum notum í væntanlegum
störfum þeirra jafnframt því sem
tekið er tillit til sjónarmiða al-
mennrar menntunar.
Skal nú vikið nokkuð að því
hvernig námi og kennslu í gagn-
fræðadeildum verði haganlegast
fyrir komið. Er þá bæði tekið
tillit til eigin reynslu í þessu
skólastarfi og eins hins, sem
æskilegt má teljast til viðbótar.