Morgunblaðið - 17.10.1957, Síða 11

Morgunblaðið - 17.10.1957, Síða 11
Fimmtudagur 17. okt. 1957 MORCVIS'BT 4 ÐIÐ 11 Algert öngþveiti í efnahags- og fjármálum ^ 4V BV JT ® BB ® Jt ^ troríCut' q?í qíIq 'finr* +il ari ffrPÍSfl eftir 15 manaoa vmstri st/orn Yfir 90 milljón kr. greiðsluhalli — mikil lœkkun fjárveitinga til verklegra framkvœmda Ræða Magnúsar Jónssonar við 7. umræðu fjárlaga fyrir árið 1958 Herra forseti. ÞAÐ er nýlunda, að kvöldfundur er haldinn við 1. umræðu fjár- laga. Fjármálaráðherra hefir sér- staklega óskað þessarar tilhögun- ar nú á þeirri fosendu, að fáir hafi aðstöðu til þess að hlusta á útvarp að deginum. Sjálfstæðis- flokkurinn hefir auðvitað ekkert á móti því, að sem flestum lands- mönnum gefist kostur á að hlýða á fjárlagaumræður, þótt í fljótu bragði kunni að vera erfitt að átta sig á, hvers vegna fjármála- ráðherra hefir ekki fyrr sýnt þennan áhuga á að auðvelda al- menningi að fylgjast með fjár- lagaumræðum. Þegar betur er að gáð verður þó þessi mikli á- hugi ráðherrans að ná eyrum sem flestra landsmanna skiljanlegur. Ef goðsögn Framsóknarmanna um yfirburðafjármálasnilli nú- verandi hæstv. fjármálaráðherra á ekki að verða efni í næsta hefti af íslenzkri fyndni, þá mun ekki veita af ræðusnilli hans til þess að fegra með einhverju móti það furðulega plagg, sem lagt hefir verið fyrir Alþingi og kallað frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1958. Vettvangurinn er líka hinn hentugasti fyrir þá, sem eiga hinn erfiða málstað að verja, því að í þessum umræðum hefir fjármálaráðherra ótakmarkaðan ræðutíma, og stuðningsflokkar hans sinn hálftímann hvor, en stjórnarandstaðan hefir aðeins einn hálftíma. Mér er þó nær að halda, eftir það sem af er þess- ari umræðu, að hinn margfaldi ræðutími muni ekki nægja til þess að draga hulu yfir það fen, sem ráðleysi núverandi hæst- virtrar ríkisstjórnar er að leiða þjóðina út í. Þegar vinstri stjórnin svokall- aða lagði fram fyrsta fjárlaga- frumvarp sitt í fyrra, vakti ég athygli á því, að þar örlaði lítið á þeirri algeru stefnubreytingu, sem af yfirlæti hefði verið boð- uð með tilkomu þessarar ríkis- stjórnar. Því var til svarað, að ríkisstjórnin hefði ekki haft tíma til að marka fjármálastefnu sína áður en það fjárlagafrum- varp var lagt fram, en þegar næsta fjárlagafrumvarp yrði lagt fram skyldum við Sjálfstæðis- menn fá að sjá, að traustum höndum væri haldið um stjórn- völinn. Og sjálfur hæstvirtur nú- verandi fjármálaráðherra Ey- steinn Jónsson lýsti með dökk- um litum því stjórnleysi, sem orðið var á fjármálum þjóðar- innar í tíð fyrrverandi fjármála- ráðherra, Eysteins Jónssonar. Komst hann svo að orði við 1. umræðu fjárlaga sl. haust: „Það hlaut að vera blindur maður, sem ekki sá að farið var að reka og það á ekki við Fram- sóknarmenn að sætta sig við slíkt, ef annars er kostur. Þess vegna vildu þeir eiga þátt í að báturinn væri mannaður upp.“ Nei, það á ekki við Framsókn- armenn að láta reka! Og til þess að tryggja örugga stjórn á þjóð- arskútunni settu þessir miklu stjórnvitringar með sér til skip- stjórnar menn, sem hvað eftir annað höfðu orðið sannir að sök um að hafa reynt að sökkva skútunni. Nú hefir hæstvirtur fjármála- ráðherra siglt með þessari nýju skipshöfn í nær 15 mánuði, og maður skyldi ætla, að nú væri ekki látið reka. Það er því fróð- legt fyrir farþegana á skútunni áð líta yfir farinn veg og reyna að skyggnast svolítið fram á leið, þótt lítið verði greint í þeim sorta, sem verið er að sigla inn í. Þegar hinn nýi skipherra, hæst- virtur forsætisráðherra, tók um stjórnvölinn, lýsti hann því við mörg tækifæri, hversu ægilegur viðskilnaður væri hjá fyrrver- andi stjórn, þar sem Framsókn- arflokkurinn átti þrjá ráðherra af sex. Nú skyldi hreinsað til og tekin upp ný vinnubrögð. Hreinsunin hefir verið í því fólg- in að reyna með öllum ráðum að koma Sjálfstæðismönnum úr ýmsum trúnaðarstöðum til þess að tryggja stjórnarliðum veg- tyllur og óspart hafa verið bún- ar til nýjar stöður og embætti. „Úttektin“ gufaði upp Þá boðaði skipherrann „út- tekt“ á þjóðarbúinu, sem gerð yrði fyrir augum alþjóðar. Út- lendir sérfræðingar voru fengnir til þess að sannfæra þjóðina um hinn illa arf frá fyrrverandi stjórn. En nú gerðust mikil und- ur. Skipherrann lýsti yfir á Framsóknarfundi, að úttektin hefði sannað allar sínar ákærur, en mánuðir liðu, og „úttektin" var ekki birt. Þá tóku hinir á- kærðu sjálfir að krefjast þess, að dómurinn væri birtur. Svör hæstvirts forsætisráðherra voru þá þau ein, að ekki væri hægt að birta álit hinna erlendu sér- fræðinga nema að breyta því, en í athugun sé að gefa það þann- ig út. Enn í dag hefir hæstvirt ríkisstjórn ekki getað gert þær breytingar, að hún telji sér fært að láta þjóðina sjá úttektina miklu og allt tal um hinn slæma arf hefir hljóðnað. Þannig fór um þá sjóferð. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum gaf hún tvö veigamikil loforð, auk margra minni. Ann- að var að koma varnarliðinu sem skjótast úr landi. Allir þekkja efndir þess loforðs. Hitt var að leysa efnahagsvandamál þjóðar- innar til frambúðar. Efndir þess loforðs var „jólagjöfin“ svo- nefnda, 250—300 millj. kr. nýir skattar á þjóðina. En þær ráð- stafanir ætla ég ekki að ræða sérstaklega, en nauðsynl. er að minna þjóðina vel á það nú við þessar fjárlagaumræður, að sú lausn vandamála atvinnuveganna og tekjuöflunin fyrir ríkissjóð átti að vera til frambúðar. Var alveg sérstaklega tekið fram af hálfu stjórnarinnar og blaða hennar, að þessar ráðstafanir og fjármálastefna ríkisstjórnarinnar yfirieitt væri við það miðuð, að engar frekari ráðstafanir þyrfti að gera um næstu áramót. — Atti þetta að sýna önnur vinnu- brögð en hjá fyrrverandi ríkis- stjórn. Loforðin gleymdust En til þess að gera þjóðinni enn betur Ijóst, að hún lifði nú nýja og betri tíma, var ríkisstjórn in óspör á margvísleg loforð. Lofað var strax í fyrrahaust 15 nýjum togurum til þess að fryggja atvinnu við sjávarsíð- una. Ekki er vitað, að enn sé farið að smíða þá togara. Lofað var stórauknu fé til íbúðabygg- inga. Miklar vanefndir eru á því loforði og nú fyrst er verið að setja reglugerð um framkvæmd skyldusparnaðarins, sem átti að verða ein helzta tekjulindin. Út- gerðinni var lofað, að nú þyrfti ekki að bíða eftir útflutnings- Magnús Jónsson. uppbótunum. Miklar vanefndir eru á því loforði. Lofað var að taka lán til hafnargerða. Ekk- ert bólar enn á því fé, og þannig mætti lengi telja. Þegar bjargráðatillögur ríkis- stjórnarinnar voru til meðferðar á Alþingi fyrir síðustu áramót, leyfðum við Sjálfstæðismenn okkur að halda því fram, að með þeim ráðstöfunum væri ekki fundin nein frambúðarlausn held ur stefnt út í ófæru. Fyrrver- andi ráðherra úr stjórnarliðinu, Aki Jakobsson, komst þá svo að orði: „Sú stórfellda skattheimta, sem hér er lögfest, mun valda truflunum, sem munu leiða til stöðnunar í atvinnu- og viðskipta lífi þjóðarinnar.“ Og nú í dag erum við reynsl- unni ríkari. Nú þýða ekki há- stemmdar yfirlýsmgar um fram- búðarlausn. Og mér kæmi satt að segja ekkert á óvart, miðað við annan málflutning, að ríkis- stjórnin staðhæfði nú, að engri frambúðarlausn hefði verið lof- að. Fjármál og efnahagsmál óaðskiljanleg Ég hygg, að hæstvirtur fjár- málaráðherra sé höfundur þeirr- ar kenningar, sem oft er hampað í málgögnum Framsóknarmanna, að fjármál og efnahagsmál séu sitt hvað. Hlutverk fjármálaráð- herra ætti eftir þessu nánast ekki að vera annað en „passa pottinn-* og útvega í ríkissjóðinn nægilegt fé. Þótt sú leið hafi verið valin að styrkja útflutningsframleiðsi- una með beinum ríkisframlögum hefir sú kynlega tilhögun verið höfð að kröfu fjármálaráðherra að halda öllum þeim greiðslum á sérstökum reikningi og talið ríkissjóði óviðkomandi. Því er nú svo komið, að fjárlögin og ríkisreikningur gefa ekki neina raunverulega mynd af tekjum og gjöldum ríkissjóðs. Þessi kenning og framkvæmd er auðvitað fjarri öllu lagi. .Yfir- leitt mun litið svo á með öðrum lýðræðisþjóðum, að fjárlÖg túlki heildarstefnu ríkisstjórnar bæði í efnahagsmálum og fjármálum. Liggur enda í augum uppi, að fjármálastefna ríkisins á hverj- um tíma, bæði skattheimta, fjár- festing o. fl., hefir veigamikil áhrif á efnahagsþróunina. Það er því ekki hægt að leggja á háa skatta og telja sér alveg óvið- komandi áhrif þeirra á atvinnu- lífið. Með öðrum þjóðum er því fjárlagafrumvarps beðið með óþreyju, því að þar er jafnan að finna stefnu þá í fjármálum og efnahagsmálum, sem ætlunin er að fylgja. Ég hygg ekki of- mælt, að aldrei hafi verið lagt fyrir Alþingi íslendinga fjárlaga- frumvarp, sem er mótað af jafn algeru stefnuleysi og ráðþrotum og þetta annað fjárlagafrumvarp vinstri stjórnarinnar. Það er auð- vitað góðra gjalda vert að leggja fjárlagafrumvarpið fram í þing byrjun, en sem grundvöllur að fjárlögum hefir frumvarpið harla lítið gildi eins og það er úr garði gert. Frv. sem þetta gátu starfsmenn ráðuneytisins samið án allra afskipta ráðherra, en innlegg ríkisstjórnarinnar er að finna í hálfrar blaðsíðu greinar- gerð, þar sem m. a. getur að líta þessa eftirtektarverðu yfir- lýsingu: Gjaldþrotayfirlýsing „Ríkisstjórnin telur sér engan veginn fært að ákveða það, án náins samráðs við þingflokka þá, sem hana styðja, hvernig leysa skuli þann vanda, sem við blas- ir í efnahagsmáium landsins, þ. á m. hvernig mæta skuli þeim mikla halla, sem er á fjárlaga- frumvarpinu. Ríkisstjórnin hefir ekkert tækifæri haft til þess að ráðgast við stuðningsflokka sína á Alþingi um fjárlagafrumvarp- ið né viðhorfið í efnahagsmálun- um eins og það er nú eftir reynsl- una á þessu ári.“ Öllu greinilegri gjaldþrotayfir- lýsingu er naumast hægt að gefa. En hver er þessi mikli vandi, sem ríkisstjórnin stendur ráð- þrota andspænis, munu menn spyrja. Voru ekki vandamálin leyst til frambúðar um síðustu áramót? Vandinn er sá, að bjargráð ríkisstjórnarinnar um síðustu áramót hafa reynzt alger óráð Skattpíningin, jafnhliða lamandi afskiptasemi ríkisvaldsins, stór- felldum vanskilum á lofuðum framlögum til útflutningsat- vinnuveganna og stóraukinni verðbólgu vegna nýju skattanna er farin að segja til sín. Og nú skýrir Alþýðublaðið frá því fyr- ir nokkrum dögum, að hæstvirt- ur menntamálaráðherra hafi sagt í ræðu, að aðalvandamál ríkis- stjórnarinnar nú væri ekki varð- andi framtíðina heldur að standa við gefin loforð um fjárframlög til atvinnuveganna. Frumvarpið, sem lofað var að skyldi sýna hina nýju fjármála- stefnu í framkvæmd liggur nú fyrir framan okkur. Greiðsluhalli er 71,4 millj. kr., en auk þess sr tekið fram í athugasemdum, að enn vanti 20 millj., ef halda eigi áfram niðurgreiðslum á verð- hækkun landbúnaðarvara á þessu hausti. Greiðsluhalli er því raun- verulega rúmar 90 millj., að ó- breyttri fjármálastefnu. Miðað við reynslu hlýtur frumvarpið að hækka verulega í meðferð þingsins. Er því ekki ósennilegt, að raunverulega vanti um 130 millj. Þá er upplýst af ríkis- stjórninni, að útflutningssjóð vanti mikið fé til þess að standa við skuldbindingar sínar. Hvað sú upphæð er há, veit ég ekki, en ekki myndi koma á óvart, þótt nú vantaði samtals aftur svip- aða upphæð og þurfti að leggja á þjóðina um siðustu áramót. Er þó raunar enn ekki séð hvört greiðsluhallinn verði ekki enn meiri, því að einhvernveginr verður að afla fjár til að greiða hallann á ríkissjóði og útflutn- ingssjóði á yfirstandandi ári. Einn þáttur hinnar nýju stefnu átti að vera sparnaður á ríkis- rekstrinum. A undanförnum ár- um hafa kommúnistar og Al- þýðuflokksmenn verið stóryrtir um ríkisbáknið og nauðsyn þess að skera af því marga skanka. Við meðferð fjárlaga á síðasta þingi var skýrt frá því, að þriggja manna sparnaðarnefnd væri starf andi og árangur hennar starfa væri væntanlegur í fjárlagafrv. fyrir árið 1958. Eitthvað virðist hafa seinkað störfum nefndar þessarar, því að hvergi er að finna neina sparnaðartillögu varð andi ríkisreksturinn sjálfan í þessu frumvarpi. 1 greinargerð frv. er það eitt sagt, að fast hafi verið staðið gegn „útþenslu á starfrækslu- kostnaði ríkisins." Mér telst þó svo til samkvæmt upplýsingum í fjárlagafrv. að föstum ríkis- starfsmönnum fjölgi um 150 og er þó ekki meðtalin útþensla í bankakerfi og verðgæzlu. Þótt eigi hafi verið hjá komizt að auka eitthvað starfslið ríkisins, t. d. bæta við kennurum, þá full- yrði ég, að ekki hafi verið þörf allra þeirra nýju stafsmanna, sem hæstvirt núverandi ríkis- stjórn hefir ráðið til starfa. Virð- ist hæstvirtur fjármálaráðherra hafa gersamlega gefizt upp við allar tilraunir til sparnaðar, sem gleggst má sjá af því, að hann vildi ekki líta við tillögu okkar Sjálfstæðismanna á síðasta þingi um sameiningu Tóbakseinkasölu og Áfengisverzlunar ríkisins, sem hann þó sjálfur hafði áður flutt frv. um og talið leiða til veru- legs sparnaðar. Meðan hæstv. ráðherra sat í stjórn með Sjálf- stæðismönnum kenndi hann þeim um alla útþenslu í ríkisrekstrin- um. Nú erum við ekki lengur til að setja fótinn fyrir sparn- aðarviðleitni hæstv. ráðherra. — Hverjum er nú um að kenna? Eina sparnaðarúrræðið Þó væri rangt að halda því fram, að ekki væri um neina sparnaðarviðleitni að ræða. — Hæstv. fjármálaráðherra hefir fundið sömu ráð til sparnaðar og á síðasta þingi: Að skera niður framlög til verklegra fram- kvæmda. Þannig eru framlög til vcga Iækkuð um 3,9 millj. kr., til brúa um 2.9 millj., til hafna um 3.5 millj. og til skóla um 3.5 millj., eða alls lækkuð framlög til verklegra framkvæmda urr> 13.6 millj. kr. frá núgildandi fjár- lögum. Miðað við þær yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar, að hún bæri sérstaklega hag strjálbýlis- ins fyrir brjósti, hljómar sú staðreynd næsta kynlega, að eina sparnaðarúrræðið sltuli vera það að draga úr þeim framkvæmdum, sem einkum varða íbúa strjál- býlisins. Til viðbótar þessu hefir svo, að fyrirlagi hæstv. forsætis- ráðherra, verið dregið stórlega úr framkvæmdum héraðsraf- magnsveitna ríkisins, miðað við undanfarin ár. Útgjöld ríkissjóðs á næsta ári eru áætluð rúmum 40 millj. kr. hærri en í fjárlögum þessa árs, en tekjur hins vegar 31,3 millj. kr. lægri. Er þessi áætlun byggð á því, að tekjur ríkissjóðs hafi brugðizt á þessu ári. Hefir því reyndin orðið sú, að hinir vís- dómslegu útreikningar ríkis- stjórnarinnar um síðustu áramót hafa ekki staðizt. Þetta er af- sakað með því, að afli hafi brugð- izt. Þessi röksemd stenzt ekki. Útflutningur á þessu ári til ágúst- loka hefir verið 613.1 millj. Á sama tíma í fyrra var hann ekki nema 602.2 millj. og á sama tíma 1955 aðeins 498.8 millj. Þar að auki hefir ríkisstjórnin tekið er- lend lán og fengið gjafakorn frá Bandarikjunum. Hæstv. viðskipta málaráðherra sagði líka í ræðu á frídegi verzlunarmanna í ágúst í sumar: „Gjadeyriserfiðleikar okkar stafa ekki af neinu óvæntu at- Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.