Morgunblaðið - 17.10.1957, Síða 16

Morgunblaðið - 17.10.1957, Síða 16
16 MORGinVBI AÐID Fimmtudagur 17. oltt. 1957 !A l i ustan Edens eítir John Steinbeck 158 □- —□ stálbogi. En hún gætti líka alltaf yel heilsu sinnar. — Neytú aldrei brennivíns, hressti sig aldrei á eiturylfjum og nýlega var hún hætt að drekka kaffi. Og það borg aði sig. Hún hafði hreinasta eng- ilsútlit og ásjónu. Hún hélt spegl- inum lítið eitt hærra, þannig að hrukkurnar á hálsinum sáust ekki. Henni kom í hug annað engils andlit, svo líkt henni. Hvað hét hann nú aftur" Hvern fjandann hét hann, Alec? Hún sá hann svo greinilega fyrir sér, þar sem hann gekk hægt framhjá í hvíta rykki- iíninu með knipplingrunum, með á- lútt höfuð og hárið glansandi í bjarmanum frá kertaljósunum. — Hann hélt eikarstafnum með málm krossinum hátt á lofti fyrir fram- an sig. Það var eitthvað kulda- legt við fegurð hans, eitthvað ó- snertanlegt. Hafði yfirleitt nokk- uð eða nokkur snortið Kate — náð henni á vald sitt og atað hana? Nei, vissulega ekki. Aðeins hin harða úthverfa hafði fengið ör og ákomur eftir snertingu. Þar fyr- ir innan var hún ósnortin — jafn Þýðing Svertn Haialdsson □------------------□ hrein og björt og þessi Jrengur, þessi Alec — eða hét hann það kannske ekki? Hún fór allt í einu að hlæja. — Að hugsa sér annað eins. Móðir tveggja vaxinna sona — og sjálf var hún líkust bami. En ef ein- hver hefði séð hana með ljóshærða piltinum — hefði hann þá getað verið í nokkrum vafa. Hún hugs- aði um hvernig það myndi vera að standa við hlið hans í mann- þröng og láta fólkið sjálft upp- götva hið sánna. Hvað myndi Aron — já, hann hét einmitt Ar- on — hvað myndi hann gera, ef hann fengi að vita það? Bróðir hans vissi það. Þessi skynsami, litli tíkarsonur. — Ó, nei, sá var nú sannarlega enginn tíkarsonur — fæddur í löglegu hjónabandi. — Eate hló hátt. Henni lei* vel. — Hún var í ágætu skupi. Sá skynsamari — þessi dökki — var henni til skapraunar. Hann var líkur Charles. Hún hafði bor- ið virðingu fyrir Charles — og Charles hefði líklega drepið hana, ef hann hefði getað.. uá, þetta var alveg dæmalaust meðal. Það lækn aði ekki einungis kvalirnar í fingrum og liðamótum, heldur gaf henni einnig kjark og þrótt að nýju. Áður langt liði myndi hún geta selt allt draslið og farið til New York, eins og hana hafði alltaf dreymt um. Kate minntist þess, hversu mjög hún hafði ótt- azt Ethel. Mikið hlaut hún að hafa verið veik og kjarklaus — að hræðast þessa útslitnu og heimsku druslu. Hvernig væri það annars að kála henni af tómri góð mennsku? Þegar Joe fyndi hana, hvemig væri þá — já, hvemig væri þá að taka hana með sér til New York? Hafa hana hjá sér. Þessi hugmynd kom Kate til að brosa. Það myndi vera óvenjulegt og dularfullt morð, morð sem eng- an myndi gruna og aldrei yrði uppgötvað. Súkkulaði og kon- fekt — fullir kassar af konfekti, svínsflesk — mjúkt og feitt, port- vín og smjör — smjör og rjómi í öll mál, ekkert grænmeti, engir ávextir — og ekki heidur neinar skemmtanir. Vertu heima, vina mín. Ég treysti þér. Gættu húss og hluta. Þú ert þreytt. Farðu að hátta. Leyfðu mér að hella í glas- ið þitt. Hérna er nýtt konfekt sem ég keypti handa þér. Viltu ekki hafa kassann hjá þér, þegar þú ert komin í rúmið? Ef þér líð- ur ekki alveg sem bezt, þá skaltu bara taka inn hægðapillur. Þessi sykrungur er góður, heldurðu það ekki? Gamla nomin myndi springa í loft upp áður en sex mánuðir væru liðnir. En hvernig væri að nota bandorm? Hafði það nokkum tíma verið gert? Hvaða maður var það, sem aldrei gat fengið vatn að drekka, vegna þess að hann hafði einungis sáld til að ausa vatninu með — Tantalus? Kate brosti yndislega og skap hennar fór stöðugt batnandi. Eig- inlega ætti hún að halda sonum sín um veizlu áður en hún færi. Bara smáhóf, með cirkus á eftir fyrir eftiriætin hennar — augasteinana hennar. Og svo fór hún að hugsa um hið undurfagra andlit Arons, sem var svo líkt andliti hennar sjálfrar og undarlegur sársauki — óljós, óstaðbundinn sviði — hertók líkama hennar. Hann var ekki kænn eða hygginn. Hann gat ekki varið sjálfan sig eða vernd- að. Dökki bróðirinn gat orðið hættu legur. Hún hafði fundið hvað í hon um bjó. Cal hafði orðið ofjarl hennar. En hún skyidi kenna hon- um lífsregiurnar áður en hún færi í burtu. Skyndilega varð henni það ljóst, að hún vildi gefa mikið til þess að Aron feng! ekki að vita hið sanna um hana — hvað hún væri og hvað hún gerði. Kannske gæti hann komið til hennar í New York. Hann myndi halda að hún hefði alltaf átt heima í fallegu, litlu skrauthýsi á East Side. Hún myndi fara með hann í leikhúsið, óperuna og fólk myndi sjá þau saman og undrast útlitsfegurð þeirra og álykta sem svo, að ann- að hvort væru þetta bróðir og syst- ir, eða móðir og sonur. Hið sterka ættarmót hlaut hver maður að sjá. Þau gátu farið saman til jarðar- farar Ethels. Hún niyndi þurfa tvíbreiða líkkistu og sex fíleflda burðarkarla. Kate skemmti sér svo vel við þessar hugsanir sínar, að hún heyrði ekki þegar Joe drap á svefnherbergisdyrnar. — Hann lauk þeim þá mjög hljóðlega upp, til hálfs og sá glaðlegt, brosandi andlit húsmóður sinnar. „Morgunverður", sagði hann og opnaði dyrnar til fulls með því að ýta á hurðina með bakkahorninu. Svo lokaði hann með hnénu. —- „Viljíð þér borða hann þarna inni?“ spurði hann og kinkaði kolli I áttina til gráu hliðarkomp- unnar. „Nei, ég borða hann bara hérna. Og ég vil fá iinsoðið egg og snögg- bakaða jólakökusneið. Láttu eggið sjóða í fjóra og hálfa mínútu. — Horfðu vel á klukkuna á meðan“. „Yður hlýtur að líða miklu bet- ur í dag?“ „Já“, sagði hún. — „Þetta nýja meðal er hreinasta töfralyf. Þú lítur út fyrir að vera örmagna af þreytu, Joe. Ertu nokkuð lasinn?“ „Nei, það gengur ekkert að mér“, sagði hann og setti bakkann á borðið fyrir framan stóra, djúpa stólinn. — „Fjórða og hálfa mínútu?" „Já, sem næst því. Og ef gott epli er til í húsinu — rautt, safa- mikið epli —- þá skaltu líka koma með það“. „Þér hafið aldrei haft svona góða matarlyst síðan ég kom hing- að“, sagði hann. Meðan hann beið frammi í eld- húsinu, eftir því að kokkurinn syði eggið, varð hann skyndilega hrædd ur og kvíðafullur. Kannske hafði hún komizt eftir því. Hann varð að vera varkár og aðgætinn. En fjandinn hafi það, ekki gat hún refsað honum fyrir eitthvað sem hann vissi ekki. Það var ekkert afbrot af hans hálfu. Þegar hann kom aftur inn í her- bergið hennar, sagði hann: — „Kokkurinn sagði að við ættum ' engin epli, en hann fullyrti að i þessi pera væri mjög góð“. „Það er ágætt", sagði Kate. I Hann beið meðan hún tók skurn ið utan af egginu og stakk skeið- inni í hvítuna. „Hvernig er það?“ spurði hann svo. „Alveg hæfilegt", sagði Kate. „Þér lítið mjög vel út“, sagði hann. „Já, mér líður líka ágætlega", sagði Kate. — „En ég get ekki sagt það sama um þig. Það hlýtur eitthvað að ganga að þér, Joe". Hann þreifaði fyrir sér með ýtrustu varfærni: — „Ég hefði nú sannarlega þörf fyrir þessa fimm hundruð dollara", sagði hann mjög auðmjúklega. „Hver hefur ekki þörf fyrir fimm hundruð dol!ara?“ sagði hún glaðlega. „Hvað eigið þér við?“ FramtíSarafvinna Okkur vantar ungan, áhugasaman mann nú þegar við léttan iðnað. Uppl. hjá verkstjóranum, Skipholti 27. DURflSCHRRF RAKVÉLABLDDIN hafa farið sannkallaða sigurför um landið. Reynið fasan durascharf rakvélablöðin og sannfærist um gæði þeirra. Þér getið ekki dæmt um beztu rakvéla- blöðin fyrr en þér hafið reyntfasan durascharf. Einkaumboö: BJORN ARNÓRSSON Bankastræti 10, Reykjavík MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) — Ég gaf þér gott ráð, Sirrí, þegar ég sagði að þú skyld- ir ekki taka þátt í þessari keppni, en þú þóttist ætla að sigra mig. 2) — Þér hefur ekki tekizt að sigra mig, aðeins að gera sjálfa þig að athlægi. 3) Á meðan gerist sá atburður hjá dýralækninum, að Bangsi litli sleppur út. 4) Og nú hleypu:' hann af öll- um kröftum. „Það var ekki neitt. Hvað er það annars sem þú ert að reyna að segja mér? Er sannleikurinn sá, að þú hafir ekki fundið hana? Nú, jæja. Hafirðu gert þitt bezta, þá skaltu nú samt fá þessa fimm hundruð dollara. Segðu mér nú alla söguna“. Hún tók saltglasið og sáldraði nokkrum kornum nið- ur í eggjakoppinn. Joe setti upp innilegan gleði- svip: — „Þúsund þakkir", sagði hann. — „Þér getið ekki ímyndað yður hvað þessir peningar koma mér í góðar þarfir. Jæja, þá er bezt að gefa skýrsluna. Fyrst fór ég til Pajaro og Watsonville. — Komst á slóð hennar í Watson- ville, en þaðan hafði hún farið til Santa Cruz. Þar frétti ég einn- ig um ferðir hennar, en hún var farin". Kate bragðaði C. egginu og bætti salti á það: — „Var það allur á- rangurinn af ferðinni?" „Nei“, sagði Joe. — „Ég hafði tapað öllum sporum eftir hana, en afréð samt að fara til San Luis og þangað hafði hún þá líka kcan- ið, en var farin“. „Og vissi enginn í San Luis hvert hún hafði farið?“ spurði Kate. Joe var orðinn svo órólegur að hann gat varla staðið kyrr. Öll hans ráðagerð, já, kannske allt hans líf, var komið undir næsta orði hans og hann hikaði við að segja þau. „Svona nú, út með það“, sagði hún að lokum. — „Þú hefur kom- izt að einhverju — hvað er það?“ „Tja, það er nú ekki mikið. Ég veit ekki hvort takandi er mark á því“. „Láttu mig um það“, sagði hún hvatlega. — „Segðu mér bara hvað það var“. „Já, sjáið þér til. Ég hafði tal af manni, sem þóttist hafa hitt hana. En þetta er lcannske eintóm iý&i“- „Hugsaðu ekki um það. Haltu bara áfram", sagði hún óþolinmóð. ,„Jæja, ég talaði sem sagt við mann, sem þóttist hafa hitt hana. Hann hét Joe, alveg eins og ég. .“ „Spurðirðu hann ekki líka hvað amma hans hefði heitið?" sagði hún háðslega. „Hann sagði að hún hefði drukk ið sig fulla eitt kvöldið og þá hefði hún sífellt tönnlazt á því, að hún ætlaði að fara aftur til Salinas og leynast þar. En eftir það sá hann hana aldrei aftur. Hann v>ssi ekki hvert hún hafði farið“. Kate hnykkti svo mjög við að heyra þetta, að hún gat ekki leynt geðbrigðum sínum. Joe sá hvern- ig ótti og angist spegluðust í hverj um andlitsdrætti hennar. Hver svo sem orsökin var, þá hafði Joe bersýnilega stutt á réttann takka. SHÍItvarpiö Fimmtudagur 17. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Sjöfn Sigurbjörns- dóttir). 19,05 Þingfréttir. 19,30 Harmonikulög (plötur). 20,30 Er- indi: Starfsemi Blindravinafélags Islands (Helgi Elíasson fræðslu- málastjóri og Helgi Tryggvason kennari). 20,55 Tónleikar (plöt- ur. 21,30 Útvarpssagan: „Bar- bara“ eftir Jörgen-Frantz Jacob- sen; XIII. (Jóhannes úr Kötlum). 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsakir“ eftir Agöthu Christie; XXV. (Elías Mar les). — 22,25 Sinfónískir tónleikar (plötur). — 23,05 Dagskrárlok. Föstudagur 18. október: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,05 Þingfréttir. 19,30 Létt lög (plötur). 20,30 „Um víða veröld“, Ævar Kvaran leikari flytur þátt- inn. 20,55 íslenzk tónlist: Lög eft ir Emil Thoroddsen (plötur). 21,20 Upplestur: Steingerður Guðmunds dóttir leikkona les kvæði. — 21,40 Tónleikar (plötur). 22,10 Kvöld- sagan: „Græska og getsakir" eft- ir Agöthu Christie; XXVI. lest- ur — sögulok (Elías Mar þýðir og les). 22,30 Harmonikulög: Kunnir harmonrkuleikarar leika (plötur), 13,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.