Morgunblaðið - 23.10.1957, Qupperneq 8
8
MORCUNBT AÐIÐ
MiíSvikudagur 23. okt. 1957
June Jabo, Kenneth Wanen, Roy Lawler og Mauge Uyan í „Summer of the Seventeenth Doll“.
Leikfréttir frá Lundúnum -;
EINN AF BEZTU leikritaskáld-
um Englendinga heitir John Os-
borne. Hann var óþekktur, ung-
ur og fátækur leikari, sem skrif-
aði í frístundum sínum. Einn góð-
an veðurdag var einu af leik-
ritum hans: „Líttu til baka í
reiði“, (Look back in Anger),
veitt athygli og tekið til með-
ferðar af English Stage Leikfé-
laginu og sýnt í Royal Court leik-
húsinu í London, vordag í maí
1957. Því var tekið svo vel að höf-
undurinn varð ekki aðeins fræg-
ur á einni nóttu, heldur líka stór-
ríkur!
Leikritið er mjög berort og
fjallar um ungan mann, sem er
reiður við tilveruna, sjálfan sig,
fátækt og átti í vandræðum með
sitt eigið kynferðislíf. Höfundin-
um virðist mjög létt að skrifa um
raunverulegt fólk, sem lifir og
hrærist í hversdagsleikanum, ber
sögult og er sjálfu sér trútt. Að-
alhlutverkið var leikið af ungri
ljóshærðri leikkonu, sem heitir
Mary Ure. Hún er núna eigin-
kona John Osborne’s, en hann
hefur verið giftur einu sinni áð-
ur. Leikritið: „Líttu til baka í
reiði“, er nú sem stendur leikið
á Broadway í New York, með
Mary Ure í aðalkvenhlutverk-
inu. Það hefur fengið mjög góða j
dóma. Vonir standa til að það
verði aftur sýnt í Royal Court
leikhúsinu í London í lok þessa
mánaðar, með nýjum leikurum.
John Osborne var kósinn bezta
leikritaskáld Englendinga fyrir
árið 1957, i blaðaverðlauna-
keppni, sem átti sér stað sl. vor.
Stuttu síðar kom Sir Laurence
Olivier að máli við hann og bað
hann um að skrifa leikrit fyrir
sig. John féilst á það og skrifaði
annað leikrit: „Gamanleikarinn“,
(The Entertainer), sem hefur ver
iS sýnt í London við fádæma
vinsældir. Sir Laurence, sem
leikur aðalhlutverkið, Archie
Rice, sýnir ennþá einu sinni hví-
líkum afburða leikhæfileikum
hann á yfir að ráða. Þetta hlut-
verk er ólíkt öllum hans fyrri
hlutverkum. Gamanleikarinn,
sem hann leikur, er ekki mikill
eða happasæll í list sinni og hon-
um mistekst allt. Sir Laurence
dansar og „steppar" fyrir framan
hljóðnemann og segir lélega
fyndni sem missir marks í hvert
skipti, nákvæmlega á sama hátt
og fimmta flokks gamanleikari
myndi gera. Þess á milli er okk-
ur leyft að skyggnast inn í hans
eigið heimilislíf. Við fylgjumst
með honum heim þar sem hann
bregður yfir sig blæju kæruleys-
sé tvímælalaust bezt með farið
leikrit í leikhúsum Lundúnaborg-
ar, sem stendur. í ráði er að
fara með „Gamanleikarann“ til
Broadway í New York með vor-
inu, en Sir Laurence er önnum
ka'finn við kvikmyndun „Mac-
beth’s", með Vivien Leigh sem
Lady Macbeth.
Annað athyglisvert leikrit hér
í borg heitir: „Sumar sautjándu
brúðunnar", (Summer of the
seventeenth Doll (New The-
atre)), eftir ástralskan höfund,
Ray Lawler. Áströlsk mállýzka
ber einkennilegan keim af ame-
rísku og cockney-ensku, saman-
blönduðum. Ray Lawler hefur
ekki reynt að dylja þetta heldur
er leikritið skrifað fyrir Ástralíu
búa og leikið af áströlskum leik-
urum. Ray Lawler cr einnig
leikari og leikur í sínu eigin leik-
riti. Hann er lítill vexti og snar-
legur í hreyfingum. Hann er af
fátæku fólki kominn og var einn
af átta systkinum. Þegar hann
var þrettán ára að aldri varð
hann að hætta námi og hjálpa
til þess að vinna fyrir heimilinu.
Hann byrjaði sem sendisveinn á
vélaverkstæði, og seinna meir
kynti hann ofnana. Hann fór
brátt að fást við leiklist og leik-
ritagerð í frístundum sínum og
fljótlega varð honum ljóst að
hann myndi ekki langa til þess
að verða vélsmiður.
Hann skrifaði sjö leikrit á
I þessu tímabili, sem öll voru stað-
J sett í Englandi og ekkert þeirra
j fékk viðurkenningu. Árið 1948,
I þá 27 ára að aldri var honum
j boðin vinna, að ferðast með Will
í Mahoney, amerískum gamanleik-
ara, og skrifa endurminningár
hans. Ray Lawler tók því boði
fegins hendi og árið eftir var
hann ráðinn sem leikstjóri við
Þjóðleikhúsið í Melbourne. Þar
vann eitt af leikritum hans:
„Cradle of Thimder", sigur í
leikritasamkeppni. Þetta var
fyrsta leikritið, sem hann lét
gerast í Ástralíu, þótt hann hafi
ekki getað stillt sig um að hafa
persónurnar enskar. Eftir þetta
byrjaði hann að skrifa fyrir börn
og notaði þá jafnan ástralskar
persónur úr þjóðsögum. Hann
varð brátt vinsæll og þá varð
honum fyrst ljóst að honum féll
bezt að skrifa á sinni eigin mál-
lýzku fyrir sína eigin þjóð. Hann
sagði upp starfi sínu við Mel-
bourne leikhúsið og fór á hverj-
um morgni í bókasafnið og skrif-
aði á hálfu öðru ári, tvö leik-
rit. Annað þeirra var „Sumar
sautjándu brúðunnar“, sem nú
gefur honum 60.000 pund í aðra
hönd, fyrir kvikmyndaréttinn.
Leikritið fjallar um tvo sykur-
uppskerumenn, sem vinna baki
brotnu sjö mánuði ársins og koma
niður á suðurlandsundirlendið í
íimm mánaða frí, sumarfrí (þeg-
ar jól og vetur eru hjá okkur
Evrópubúum), og dveljazt hjá ást
meyjum sínum í friði og sælu. A
hverju sumri kemur annar þeirra
með brúðu og gefur vinkonu
sinni. Á jólunum erú brúðurnar
hengdar upp á vegg til skreyting-
ar og það er einhver helgidómur
yfir þeim, eitthvað sem táknar
ást og hamingju, og þetta
sautjánda sumar færir hann
henni fallegri brúðu en nokkru
sinni fyrr. En það hefur orðið
skarð í hópinn, önnur ástmærin
hefur gifzt í millitíðinni og í stað
hennar hefur verið fengin siða-
vönd ekkja, sem lætur sér fátt
finnast um frjálsa ást!
Allt fer á annan veg en ætlað
var. Heimilishamingjan, sem
ríkti, smýgur út um dyrnar og í
hennar stað kemur m'islyndi, af-
brýðisemi og lygar. Hin trygga
ástmær getur ekki skilið þessi
snöggu umskipti, hún lifir í for-
tíðinni og sínum brúðuheimi, og
kennir ekkjunni um, sem hún
hafði valið í stað vinkonu sinn-
ar, sem giftist. Elskhugi hennar
biður hana um að giftast sér, svo
að þau geti alltaf verið saman.
Hann ætlar að afneita uppskeru-
starfi sínu, sem er hans líf og
yndi, og vinna í verksmiðju. Með
því lagi heldur hann að hann
geti höndlað þá horfnu hamingju,
sem þau eru öll að leita að. Ást-
mærin verður frá sér numin og
afneitar, það eina sem hún þráir-
er að endurheimta þá hamingju,
sem hún hefur hlotið öll liðnu
árin og hún grátbiður hann um
að ge-fa sér hana aftur. Það er
ekki fyrr en í lok leiksins, að
Emma gamla vinnukona hittir
naglann á höfuðið og skýrir fyrir
þeim að allt taki einhvern tíma
enda og þeir geti ekki alla sína
ævi hagað sér eins og ungir menn
þegar farið sé að halla undan
fæti. Eina leiðin sem liggur opin
fyrir þá félaga er að hverfa fyrir
fullt og allt og leita norður í
uppskerulöndin. í tilfinninga-
stríði sínu rífur elskhuginn brúð-
una i tætlur, sem hann hafði fært
vinkonu sinni og með henni hryn-
ur til grunna heimilishamingja
hans.
Það athyglisverðasta við þetta
leikrit og leik leikendanna er ein-
faldleikinn og einlægnin. Tækni-
lega séð eru engir þeirra vanir
leikarar, en þau bæta það upp
með því að hafa hjartað á réttum
stað.
The Old Vic leikfélagið sýnir
um þessar mundir „Hamlet“, við
frekar lélegar undirtektir. John
Neville, sem í dag er einn af
fremstu yngri Shakespeare-leik-
urum Englendinga, leikur
Hamlet. Hann talar frekar en
leikur og á ekki heima á svið-
inu. Leikstjóri er Michael Bent-
hall. Æfingar á Henry VI.
standa yfir og frumsýning verð-
ur væntanlega þann 16. október.
London, 13. okt. 1957.
Krf.
Rannsakar sambandið milli íslenzku
fœreysku og norskra mállýzkna
Samtal vi*í máltrœðinginn dr. Qskar Dandlz
Oskar Bandle nefnist ungur
Svisslendingur, doktor að
nafnbót, sem nú liefur dvalizt
nokkra mánuði hérlendis við
mállýzkuathuganir. Hann er
að vinna að veigamikilli rit-
gerð um útbreiðslu vissra orða
á íslandi, Færeyjum og Norcgi.
Hefur hann valið sér sem við-
fangsefni nöfn á húsdýrum og
á veðri og himni. Lokastigið í
athugunum hans hér á iandi
verður að senda spurninga-
Iista til 150—200 manns hér á
landi. Síðan ætlar hann að
vinna úr þessum gögrium með
sérstakri málvísindaaðferð,
sem ekki hefur verið mikið
notuð hér á landi en er vinsæl
í Svisslandi, það er hin svo-
nefnda máliandafræði.
Fréttamaður Mbl. hafði fyrir
skömmu tal af þessum svissneska
málfræðingi. Varð það úr, að allt
samtalið fór fram á íslenzku. Var
það aðdáunarvert, hve þessi
svissneski maður talaði íslenzk-
una hárrétt. Þegar hann hefur
verið að ferðast um landið að
undanförnu hefur fólk líklega
rekið í rogastanz yfir því að þessi
maður sem talar málið svo vel,
skuli vera kominn hingað aðeins
sem gestur frá fjarlægu landi.
Ritgerð um Guðbrandsbibliu
Oskar Bandle sagði mer, að
það væru nú nokkur ár síðan
hann byrjaði að lesa íslenzku.
is og léttleika og tekur þátt í' Hann var að nema germönsl; mál
ofdrykkju fjölskyldunnar, sem j og komst að þeirri niðurstöðu, að
aldrei rennur af. Eini sigur ; mjög áríðandi væri fyrir hann að
hans er að hann hefur komizt: kynnast íslenzku, því að hún
undan að borga útsvar í 21 ár! I geymdi svo mikíð af frumeigin-
Brenda de Banzie leikur eigin- j leikum germönsku málanna.
konu hans, erfitt hlutverk, af-1 Hann hafði ágætan kennara, próf.
bragðsvel. Það má segja að þetta i Dieth í Zúrich, sem hafði dvalizt
tvisvar á Islandi og talaði nútíma
íslenzku.
— Eftir þetta beindist áhugi
minn enn meir að íslenzku sem
og öðrum Norðurlandamálum. Ég
fékk tækifæri til að komá til fs-
lands 1948, vegna vinnu í sam-
bandi við hina ágætu orðabók
Alexanders Jóhannessonar. Var
ég aðstoðarmaður hans í sam-
bandi við viðbótina um tökuorð-
in. í mörg ár vann ég svo að
doktorsritgerð, sem fjallar um
málið á Guðbrandsbiblíu. Það er
á eins konar millistigi milli forn
málsins og nútíma-málsins og
rannsakaði ég þetta einkum út
frá hljóðfræði og beygingarfræði.
Rit þetta kom út í fyrra í Bih,-
liotheca Arnamagnæana í Kaup-
mannahöfn.
Ný ritgerð
Oskar Bandle hefur dvalizt
bæði í Svíþjóð, Noregi og í Dan-
mörku. Á síðarnefnda- staðnum
hafði hann samband við Jón
Helgason prófessor og telur sig
hafa haft mikið gagn af beim
kynnum.
Eitt árið vann hann svo við
örnefnasöfnun í svissnesku kan-
tónunni Thurgau og nú er hann
að sækja um dósentsembætti við
háskólann í Zúrich í Norður-
landamálum. Til þess að fá þá
stöðu þarf hann að skrifa sér-
staka ritgerð á sviði málvísinda.
Valdi hann sér það viðfangsefni
að athuga orðasambandið milli
íslenzkunnar, færeyzkunnar og
norskra málýzkna, sérstaklega
þó að athuga útbreíðslu orðanna.
Nú yrði almenn rannsókn á þessu
alltof mikið efni og því verður
valið í tvo flokka orða. í fyrsta
lagi orð í sambandi við húsdýr
og í öðru lagi orð í sambandi við
himintungl, veður og vind.
Hér er vissulega athyglisvert
rannsóknarefni. Tökum serfi eitt
lítið dæmi íslenzka orðið tungl.
Á öðrum Norðurlöndum er yíir-
leitt notað orðið máni. En hvað
skyldi orðið tungl þekkjast viða
t.d. í vestanverðum Noregi?
Mikið verk að safna gögnum
Og Oskar Bandle skýrir svo
frá:
— Mikið verk liggur að baki
slíkri ritgerð. Ég hóf starfið af
fullum krafti í Noregi. Safnaðí
þar sjálfur efni og samdi tvo
ýtarlega spurningalista, sem
sendir voru um allt land til um
700 manna. Þar spyr ég t.d. hvaða
orð menn þekki yfir logn, lítinn
vind, storm o. s. frv., hvaðg orð
séu notuð yfir karldýr og kven-
dýr hestsins o. s. frv.
Á leiðinni hingað kom ég við
skamma stund í Færyjum og í
samstarfi við Þjóðminjasafnið
þar sendi ég út sömu spurninga-
listana.
íslenzkar mállýzkur
Síðan ég kom hingað fyrir um
þremur mánuðum, hef ég ferð-
azt um landið og safnað orðum.
Ég hef farið til Hornafjarðar,
Fljótsdalshéraðs og um Norður-
landið. Ég hef orðtekið Blöndals-
orðabókina. Á ferðum mínum hef
ég veitt því athygli eins og fleiri,
að jafnvel þótt sumir tali um að
íslendingar tali allir eitt mál, er
talsverður munur á því, eftir
héruðum. Hér eins og annars
staðar eru ýmsar mállýzkur. Tök-
um t.d. jafneinfalt dæmi eins og
köttinn. Karldýrið er kallað
högni norðanlands, en fress sunn-
anlánds og steggur á Vestfjörð-
dr. Oskar Bandle
um. Kvendýrið er kallað læða
sunnanlands en bleyða norð-
anlands. Og afkvæmið sem er
kallað kettlingur víðast, er að
jafnaði eða að minnsta kosti oftar
nefnt grislingur á Austurlandi.
Ótalmörg dæmi væri hægt að
tilfæra um slíkt hérlendis.
íslenzkir spurningalistar
Á næstunni kveðst Oskar
Bandle munu undirbúa íslenzka
spurningalista. Vinnur hann þetta
í samráði við Orðabókarnefnd
Háskólans. Býst hann við að
senda spurningalista til 150—200
manns hér á landi og kveðst
hann vona, að undirtektir verði
góðar.
Það er ætlun Oskars, þegar
efnið hefur safnazt saman að
skýra frá rannsóknunum, gera
kort yfir útbreiðslu einstakra
orða og setja hinar málfræðilegu
niðurstöður í samband við byggð-
ar- og menningarsögu íslands.
Vonast hann til að þessar athug-
anir og ritgerð hans geti orðið
fróðleg og gagnleg fyrir íslenzk
málvísindi. Þ. Th.