Morgunblaðið - 23.10.1957, Page 10
10
MORGVNBT 4 ÐJÐ
Miðvikudagur 23. okt. 1957
«1
RtfttttfttfjfðMft
Ctg.: H.l. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtyr Steíánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og algreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjald kr 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr I..50 eintakið.
1
i
SÍLOGANDI
r
IDAG er þess minnzt, er
ungverska þjóðin reyndi
að hrista af sér ofurvald
rússnesku heimsveldissinnanna,
hrekja her þeirra úr landi og
losna undan alræði kommúnista
í innanlandsmálum. Eftir kenn-
ingum kommúnista átti að vera
óhugsandi, að slíkt bæri að hönd-
um. Þeir höfðu einir ráðið öllu
1 Ungverjalandi um langt bil og
þóttust hafa náð fullnaðartökum
á þjóðlífinu og 'huga yfirgnæfandi
meirihluta einstaklinganna ekki
sízt meðal æskunnar og verka-
manna.
Af mörgu markverðu við at-
burðina, sem hófust fyrir einu
ári, er e. t. v. athyglisverðast,
að það voru einmitt æskumenn-
irnir, sem ásamt verkalýðnum,
höfðu forystuna og áttu drýgst-
an þátt í því, sem gerðist.
★
Frjálshuga menn höfðu óttazt,
að æskulýður, sem fékk ekki
aðra fræðslu og fréttir frá upp-
hafi vega en þær, sem kommún-
istar skömmtuðu honum, mundi
verða fastur í blekkingarvefnum.
En áróðurinn hafði öfug áhrif.
Unglingarnir sáu og fundu, að
það, sem þeim var sagt, kom ekki
heim við staðreyndirnar. Þeir
voru fjötraðir af lyginni, eins og
unglingsstúlka sagði við rann-,
sóknarnefnd Sameinuðu þjóð-
anna. Það var sá fjötur, sem
æskulýðurinn vildi brjóta af sér.
Á sama veg var með verka-
lýðsfélögin. Kommúnistar sneru
tilgangi þeirra við. í stað þess
að vera tæki verkamanna í bar-
áttunni fyrir betri lífskjörum,
var þeim breytt í kúgunartæki
valdhafanna gegn verkalýðnum.
Þegar ríkisvaldið er eini atvinnu-
rekandinn, sem nokkuð kveður
að, og bætir þar á ofan þvíiík-
um kúgunaraðferðum, skapast
verkalýðnum meira ófrelsi en í
nokkru öðru þjóðfélagi, sem
þekkt er.
Til viðbótar þessu urðu Ung-
verj ar að þola, að með land
þeirra var farið sem nýlendu. —
Auðlindirnar voru hagnýttar fyr-
ir Rússa og arðurinn af striti
fjöldans fluttur úr landi, svo að
Rússar gætu eflt iðnað sinn og
uppbyggingu. Rússar reyndu og
síður en svo að dyíja yfirráð sín.
Styttan mikla af Stalin var sýni-
legt tákn veldis þeirra, einkennis-
búningur ungverskra hermanna
var apaður eftir rússneskri fyrir-
mynd og rússneska var skyldu-
námsgrein í æðri skólum.
★
Ræða Krúsjeffs um Stalin, at-
burðirnir í Poznan 1 Póllandi og
nokkur linkind í stjórninni á Pól-
verjum, allt varð þetta til þess
að vekja von hjá Ungverjum um,
að þeir gætu losnað undan kúg-
unarokinu eða a. m. k. létt þvi
nokkuð af sér<-
Svo virtist um skeið sem þetta
mundi takast. Einhugur og
frelsisþrá ungversku þjóðarinnar
varð kúgunaröflunum yfirsterk-
ari. Ungverski herinn gekk í lið
með frelsishetjunum. Rússneska
herstjórnin beindi raunar her-
sveitum sínum gegn Ungverjum,
þegar áður en frelsisbaráttan
náði verulega að magnast, en síð-
an létu Rússar undan siga og virt
ust ætla að sætta sig við orðinn
hlut. Samt héldu þeir ýmsum
LEIÐARLJÓS
þýðingarmestu stöðvum í sínum
höndum og mjög fór tvennum
sögum af þeim herflutningum, er
allir urðu varir við.
★
Rússar þóttust vera seiðubúnir
til að semja um algera brottför
herja sinna, enda lýsti ungverska
stjórnin yfir algeru hlutleysi
landsins.
En einmitt þegar samningarnir
um brottför herjanna virtust
ganga bezt, og samninganefnd-
irnar sátu að fagnaði af því til-
efni, kom einn alræmdasti út-
sendari stjórnendanna í Kreml og
lét handtaka samningamennina,
sem í góðrj trú höfðu farið í er-
indum þjóðar sinnar til hinna
rússnesku bækistöðva. Þar með
var gengið á orð og eiða, og enn
einu sinni kom á daginn, að hlut-
leysisyfirlýsing án valds til þess
að halda hlutleysinu uppi, er
einskis verð vörn.
Frelsi ungversku þjóðarinnar
var á fáum dögum kæft í ægi-
legu blóðbaði. Til þess voru not-
aðir herskarar úr Mið-Asíu, sem
talin var trú um, að þeir væru
komnir til Súez í því skyni að
verja Egypta fyrir árás ísraels-
manna, Breta og Frakka! Rúss-
arnir, sem áður höfðu dvalizt í
Ungverjalandi voru taldir ung-
versku þjóðinni of vinsamlegir
og e. t. v. smitaðir af frelsishug-
sjón hennar. Þess vegna höfðu
þeir verið fluttir á brott og ör-
uggir liðsmenn sendir í staðinn.
Fáeinir ungverskir ógæfumenn
gerðust verkfæri hinna erlendu
harðstjóra. Blind trú á úreltar
kennisetningar marxismans hefur
gert þá að böðlum eigin þjóðar.
Afsökunina finna þeir í því að
ásaka aðra fyrir það, sem þeir
eru sjálfir sekir um. Þeir bera
óafmáanlega ábyrgð á atlögu
gegn sinni eigin þjóð, frelsissvipt
ingu hennar og kúgun.
★
Neyðaróp ungversku þjóðar-
innar hljómuðu um heiminn, en
lýðræðisþjóðirnar töldu sig ekk-
ert geta aðhafzt henni til hjálpar.
Heimsstyrjöld var sögð óhjá-
kvæmileg afleiðing þess, ef skor-
izt væri í þennan ójafna leik. —
Þess vegna hefur verið látið sitja
við orðin ein, fordæmingartillög- |
ur að visu samþykktar, en engar
ráðstafanir gerðar til þess að
fylgja þeim eftir.
Israelsmenn, Englendingar og
Frakkar létu undan síga frá Súez
fyrir ályktunum Sameinuðu þjóð
anna. En Rússar hafa sýnt sams
konar ályktunum varðandi Ung-
verjalandi algera fyrirlitningu.
Krúsjeff sagði fyrir skemmstu,
að Rússar væru reiðubúnir að
koma sínum sósíalísku vinum
hvenær sem væri til sams konar
hjálpar og í Ungverjalandi var
gert. Með öðrum orðum, kúgun-
arhnefinn er enn á lofti.
★
En þrátt fyrir allt hafa atburð-
irnir í Ungverjalandi haft heims-
sögulega þýðingu. Þeir eru enn
eitt vitni þess, að kynslóð eftir
kynslóð telur frelsið þess vert að
láta lífið fyrir það. Frelsishug-
urinn verður að vísu fjötrað-
ur um sinn, ef til vill um ára-
tugi eða aldir, en að lokum sigr-
ar hann. A leiðinni að því fram-
tíðarmarki verða atburðirnir í
Ungverjalandi ætíð eitt af skær-
ustu leiðarljósunum.
llftUTAN ÖR HEIMI
«ME==;----------------/
Úr ýmsum áttum
Myndin er tekin i heimili Krúsjeffshjónanna. Frá vinstri:
Frú Krúsjeff, frú Kuznetsov (kona þess Kuznetsov, sem setið
hefur á Allsherjarþingi S. Þ.), Nadia og Rnda, dætur Krúsjeffs-
hjónanna og lengst til hægri Sergei sonur þeirra.>
Var kona Krúsjeffs
í Síberíu?
Krúsjeff hefur oft komið heim-
inum á óvart — og enn verður
ekkert lát á því. Ekki hefur
hann í annan tíma komið
Moskvubúum meira á óvart en
á dögunum, er hann mætti við
háííðasýningu í Cirkus í Moskvu
á dögunum, en þar fór þá fram
sýning Kadar hinum ungverska
til heiðurs. Eiginkona Krúsjeffs
var sem sé með í förinni og var
ekki laust við að það hneykslaði
marga, sem fastheldnastir eru við
reglurnar. Og ekki varð undrun
fólksins minni, er Pravda skyrði
frá þessum einstæða atburði eins
og ekkert væri eðlilegra en kona
Krúsjeffs fylgdi honum á manna-
mót. Ekki er allt búið enn: í sam
kvæmi, sem fram fór skömmu á
eftir háttðasýningunni, gerðist
kona Krúsjeffs sek um þann
glæp að yfirlýsa, að sig lang-
aði til þess að sjá sig um í heim-
inum — og þá helzt að fara til
London og New York. Margir
Rússar hafa hlotið fangelsisvist
fyrir minni glæp. Hingað til hefir
alltaf hvílt dularblær yfir fjöl-
skyldulífi rússneskra ráðamanna
— og þá jafnt fjölskyldulífi Krú-
sjeffs sem annarra. Og þess
vegna hafa margar sögur spunn-
izt um þetta dularfulla fólk. Það
er m.a. sagt, að kona Krúsjeffs
hafi um skeið dvalizt í Síberíu
— ekki á neinni skemmtiferð —
heldur vegna þess að Stalin geðj-
aðist ekki sem bezt að henni.
Hann er ekki af baki
dottinn
MARGIR voru þeirrar skoðunar,
að Poujade hefði sungið sitt síð-
asta í janúar í vetur, er flokkur
hans beið herfilegan ósigur í
aukakosningum í París. Á daginn
kom, að þetta var ekki rétt, því
að nú hervæðist Poujade öðru
sinni. Margir eru þeírrar skoð-
unar, að nýi „Poujadeisminn‘ö sé
Frökkum enn hættulegri en
hinn gamli. Stjórnmálaástandið
er nú mjög bágt í Frakklandi og
fjárhagur ríkisins slæmur. Stjórn
málasérfræðingar segja því, að
Frakkland megi nú síður en áður
við ævintýramönnum sem Pouj-
ade. Poujade hefur að undan-
förnu dvalizt í París, gengið á
milli veitingahúsa á kvöldin og
haldið þrumandi ræður. Árásir
hans beinast gegn ríkisvaldinu
sem áður. En ekki einungis vegna
þungra skatta — heldur vegna
vaxandi afskipta ríkisvaldsins af
persónulegu lífi borgaranna, dýr-
Poujade
gefur út dagblað.
tíð og ringulreið á stjórr.mála-
sviðinu. Poujade er einnig byrjað
ur að gefa út dagblað. Að vísu
| er það ekki nema átta síður og
kemur út í litlu upplagi. En hins
vegar bendir allt til þess, að fjár
sterkir menn standi að baki Pou-
jade, því að annars gæti hann
ekki eflt starfsemi sína svo mjög.
Alls ekki svo gömul
Ruth St. Denis var áður og fyrr
fræg dansmær í Bandaríkjunum.
Fyrir skemmstu kvaddi hún
blaðamenn á fund sinn vegna um
mæla, sem komið höfðu um hana
í blaði einu. Þar var m.a. sagt, að
hún væri 83 ára gömul orðin.
Denis gramdist þetta, því að
kvenfólk er nú einu sinni þannig,
að það vill ekki láta segja sig
eldra en það í rauninni er. Fyrir
framan blaðamennina steig Den-
is nokkur létt dansspor — og
sagði síðan: Þið sjáið nú, að ég
er alls ekki 83 ára. Ég er ekki
nema 79.
Myndin var tekin í París á dög-
unum, er Rainier fursti í Mon-
aco var þar á ferð. Hann var
með Carolinu litlu dóttur sína
með sér, eins og þið sjáið, en
hún er nú 9 mánaða gömul.
Myndarlegasta stúlka. Grace
furstafrú mun innan skamms
flytja ávarp * útvarp til allra
þjóða heims — á vegum Sam-
eirnuðu þjóðanna. Mun hún i
ávarpinu skora á þjóðir heims
að liðsinna þeim 53.000 flótta-
mönnum, sem eru hælislausir
í Evrópv.
Þær tru þarna saman, Margrét prinsessa og Gina Lollobrigida.
Fyrir nokkrum dögum hittust þær í „National Film Theater“
í London og fór vel á með þeim eins og myndin sýnir. Annars
er Margrét stödd í Danmörku um þessar mundir. Það er með
hana eins og fleira konungafólk: Hún hefur mikinn áhuga á
fornleifafræði og til Danmerkur fór hún einmitt til þess að
taka þátt í uppgreftri gamalla rústa á Sjálandi.