Morgunblaðið - 22.11.1957, Síða 9
Fostudagur 22. nóv. 1957
moRcr\Ttr4niÐ
«
Nauðsyn aukinna ráðsfafana vegna
__ a .- . . . . .. ., ^
útflutningsframleiðslunnar
Setningarræða Sverris Júliussonar
íorm. L.Í.Ú. á 18. aðalfundi
sambandsins, sem hófst i gær.
ÞESSI aðalfundur, sem við nú
sitjum, er hinn 18. í röðinni að
fráteknum stofnfundi. Frá því að
samtök vor voru stofnuð 1944,
hefir svo hagað til ,að þessir
fundir hafa, auk venjulegra agal-
fundastarfa, orðið að semja um
grundvöll fyrir sjávarútveginn
fyrir komandi starfsár, og hefja
baráttu fyrir leiðréttingum á mis-
rétti, sem hann mætir. Þessi
fundur verður að þessu leyti ekki
undantekning. Vandamálin, sem
við okkur blasa, eiga meðfram
rætur sínar að rekja til þess, hve
aflabrögð á þessu ári hafa verið
fádæma rýr.
Vandamál utvegsins —
Verðuppbætur
Mér vinnst ekki tími til þess
1 þessum ávarpsorðum að rekja
þessa sögu til neinnar hlítar.
Samt þykir mér rétt að víkja að
nokkrum höfuðþáttum vegna
þeirra skipulagsbreytinga, sem á
voru gerðar um s. 1. áramót í
sambandi við verðlagsmál sjávar-
útvegsins.
Menn minnast, þess, að þrátt
fyrir hið hagstæða verðlag, sem
almennt skapaðist á árum síðari
heimsstyrjaldarinnar, sótti fljótt
í það horf, að sjávarútvegurinn
yrði aðþrengdur. Kom þar tvennt
til fyrst og fremst.- Verðþensla
innanlands varð mikil af alkunn-
um átsæðum, og einnig brugðust
síldveiðar fyrir Norður- og Aust-
urlandi. Afleiðingin varð sú, að
gripið var til verðuppbótanna
frá áramótum 1945—1947 og var
við þær notazt alit fram í marz
1950. í samabndi við þær kom
í ljós það, sem síðar varð full-
reynt, að atvinnuvegur, sem er
upp á náð þjóðfélagsins kominn
sem „styrkþegi“, getúr ekki þró-
ast með eðlilegum hætti. Þróun-
in varð sú, að sjávarútveginum,
bátaútveginum fyrst í stað, og
togaraútveginum síðar, var svö
þröngur stakkur skorinn, að
hann komst í alger þrot. Þá, og
þá fyrst, var farin sú leið, að
fella gengi íslenzku krónunnar.
Þá leið hefði átt að fara löngu
áður, eða þegar er verðuppbæt-
ur voru upp teknar.
Gengisbreytingin 1950
Um gengisbreytinguna hefir
verið mikið deilt. Svo sem kunn-
ugt er, reyndist hún ekki full-
nægjandi Sú skoðun er mjög út-
breidd, að ástæðan fyrir því, að
þessi ráðstöfun dugði ekki, sé sú,
að gengisbreyting sé almennt
óskynsamleg. Ég get ekki fall-
izt á þetta sjónarmið og tel, að
skýringarinnar sé að leita í því,
að um þær mundir, er gengis-
breytingin var gerð, skeðu tvenn
óhöpp. Afurðaverð, þ. e. verð á
fiskafurðum, féll mjög mikið er-
lendis og vegna Kóreustyrjaldar-
innar, sem skall á 1951, hækkaði
verð erlendra vara mjög mikið
og þar með kaupgjaldsvísitala.
Þetta tvennt, sem almenningur
gerði sér ekki ljóst, var síðan
notað til þess að telja honum trú
um, að gengisbreyting væri bein-
línis skaðleg og haft sem tilefni
til þess að hleypa af stað miklum
grunnkaupshækkunum.
Þegar lögin um gengisbreyt-
ingu o. fl. voru sett, var verð á
nýjum, sl. þorski með haus kr.
0,75 með verðuppbótum. Reiknað
var með því, að hin nýja gengis-
skráning leiddi til þess, að af-
nema mætti verðuppbætur og að
fiskverðið gæti orðið kr. 0,93.
Vegna verðfallsins á sjávarafurð-
um ytra fór þó svo, að verðið
varð á árinu 1950 áfram kr. 0,75,
en verðuppbæturnar voru að
vísu afnumdar. Verðið, kr. 0.93
var það, sem talið var, að út-
vegsmenn þyrftu að fá og var
gengisbreytingin miðuð við það.
Vegna verðlagsþróunarinnar,
sem lýst hefir verið, varð afkoma
bátaútvegsins árið 1950 miög
léleg.
Innflutningsréttindi báta-
útvegsmanna
Um áramótin 1950—1951 var
ljóst, að enn þyrfti að gera ráð-
stafanir til þess að koma í veg
fyrir stöðvun bátaflotans. Var þá
tekið upp „bátagjaldeyriskerfið",
eða innflutningsréttindi bátaút-
vegsmanna. Það var, svo sem
kunnugt er, í því fólgið, að út-
vegsmönnum var heimilað, að
verja ákveðnum hluta af verði
útflutningsvara sinna til inn-
flutnings á vissum, nánar ákveðn
um vörum, og selja þær á mark-
aðsverði. En þess var jafnhliða
gætt, að eigi væri um brýnar
nauðsynjar að ræða. Þessi rétt-
indi seldu svo útvegsmenn inn-
flytjendum og hefir S.I.B. ætíð
annast þau viðskipti, varðandi
bátaafurðir, sem fluttar voru út
af öðrum aðilum en S.Í.S.
Þetta fyrirkomulag var löng-
um mjög umdeilt. Ég leyfi mér
að fullyrða, að margt af því, sem
um þetta mál hefir verið rætt í
blöðum og manna á meðal, sé á
misskilningi byggt. Sk"l ég hér
eigi rekja það nánar. Þó vil ég
leyfa mér að benda á örfáar stað-
reyndir:
1. Að gjaldeyrir, sem fór til
kaupa á þessum vörum, nam
aðeins 15—17% af heildar-
gjaldeyrissölu bankanna.
2. Þessar vörur voru ekki meðal
þeirra vara, sem teljast brýn-
ar nauðsynjar.
3. Það var mikill kostur, að
tekjur útvegsmanna af inn-
flutningsréttindunum miðuð-
ust, auk markaðsverðs, við
vörumagn og vörugæði, gagn-
stætt því sem gilti um verð-
uppbóta-fyrirkomulagið.
4. Frá sjónarmiði okkar útvegs-
manna var það og þýðingar-
mikið, að við gátum haft í
hendi okkar verð þeirra vara,
sem inn voru fluttar eftir
þessari leið, þ. e. hækkað álag
á skírteinum þeim, er heimil-
uðu innflutning þennan. —
Þannig höfðum við í hendi
okkar vopn, sem beita mátti
gegn óeðlilegum og óréttmæt-
um verðhækkunum irínan-
lands. Að sjálfsögðu var þessu
vopni ekki beitt, nema í einu
neyðartilfelli, eins og síðar
verður vikið að.
f fáum orðum má segja, að út-
vegsmenn hafi allvel mátt una
við þá leiðréttingu, sem fékkst
með innflutningsréttindunum,
þrátt fyrir nokkra galla, aðallega
þann, að ekki var heimilaður
nægilega víðtækur og mikill inn-
flutningur til þess að tryggja
sölu þeirra skírteina, sem inn-
flutningsréttindin tóku til. Þess
má og geta, að flest þau ár, sem
þetta fyrirkomulag ríkti, var
verðiag í landinu stöðugt, en
heildar-andvirði réttindanna var
að vísu misjafnt og fór það að
mestu eftir aflamagni, en einnig
nokkuð eftir því til hvaða lands
sjávarafurðirnar voru seldar.
Meðan innflutningsréttindin
voru við lýði, og verðlag hélzt
nokkuð stöðugt í landinu, urðu
ekki miklar breytingar í hækk-
unarátt á útgjöldum útvegsins.
Starf L.Í.Ú. beindist þá helzt að
því að fá bætt lánskjör, og ávallt
var hörð barátta um að fá inn-
flutningslistann svo aukinn, að
eftirspurnin svaraði til framboðs
skírteinanna. Það er skoðun mín,
að meðan við erum neyddir til
þess að notast við margfalt gengi,
hafi innflutningsréttindin verið
bezta fyrirkomulagið bæði fyrir
útveginn og þjóðarheildina, sem
haft hefir verið, ef samkomulag
hefði náðst um að sníða af því
nokkra ágalla. Illu heilli taldi Al-
þýðusamband íslands, að hlutur
Sverrir Júlíusson.
launþega væri ekki góður, og
boðaði miklar kauphækkunar-
kröfur í árslok 1954. Þáverandi
ríkisstjórn taldi nauðsynlegt að
sporna eftir mætti við kauphækk
unum, og er það skoðun mín að
vegna þeirra hafi hún staðið svo
fast á lækkun réttindanna í árs-
byrjun 1955, sem raun varð á.
Lækkumnni var að sjálfsögðu
mjög harðlega mótmælt af L.Í.Ú.,
en þau mótmæli báru ekki ár-
angur. Varð þetta til þess að
réttindin voru rýrð um 10% yfir
vetrarvertíðar-tímabiilð, en á
þeim tíma aflast um 80% af bol-
fiski bátaflotans.
Verkföllin 1955 — Hækkun
skirteinisgjalda
Þótt útvegsmenn yrðu að sætta
sig við að færa þessa fórn, kom
það ekki í veg fyrir kaupgjalds-
styrjöldina 1955. Forustumenn al-
þýðusamtakanna knúðu fram
mjög miklar kauphækkanir, sem
kostuðu langvinnt verkfall á há-
vertíð, þótt þátttaka í því væri
minni en til var stofnað.
Þegar ljóst var, að A.S.Í. myndi
leggja út í hækkunarbaráttuna,
var boðað til fulltrúaráðsfundar
L.Í.Ú. 26. febrúar 1955, og gerði
hann ályktun, sem send var dag-
blöðunum í Reykjavík, þar sem
gerð var grein fyrir afkomu
sjávarútvegsins næstu árin á und-
an, og sýnt fram á hina bágu
afkomu hans, jafnframt því sem
bent var á að kaupgjaldshækk-
anir hyltu óhjákvæmilega að
leiða til þess, að hann þyrfti að
krefjast þess að fá stuðning frá
ríkisvaldinu til þess að fá þær
uppbornar.
Þessari aðvörun var ekki sinnt.
Hækkaði því, eins og fyrr segir,
svo til allt kaupgjald í landinu
stórkostlega um og eftir mitt ár
1955 og síðar, og varð það til
þess að rýra stórlega afkomu
sjávarútvegsins. Óhjákvæmilegt
var því að grípa til einhverra
úrræða til þess að vega á móti
þessum hækkunum. L.Í.Ú. ákvað
að neyta réttar útvegsmanna til
hækkunar á innflutningsréttind-
rnum, þannig að álag á E.P.U.
gjaldeyri hækkaði úr 61% í 71%
ag á gjaldeyri jafnvirðiskaupa-
landanna úr 26% í 36%. Ákvörð-
un þessi vakti eigi lítinn úlfaþyt,
sem aðallega kom fram í sumum
dagblöðum höfuðstaðarins, og
var þar gefið í skyn, að þessi
hækkun álagsins hefði haft stór-
felld áhrif í hækkunarátt á verði
þeirra vara, sem inn voru flutt-
ar samkvæmt hinum skilorðs-
bundna frílista.
Sannleikurinn var hins vegar
sá, að þessar vörur hækkuðu af
þessum ástæðum aðeins um sem
svarar tæpl. 4% til 5,5%. Sézt
bezt af þessu, að áhrif þessarar
hækkunar á almennt verðlag í
landinu voru sáralitlar þegar
þess er gætt, að skilorðsbundni
frílistinn tók aðeins til um
15—17% af heildargjaldeyris-
sölunni eins og áður er á bent.
í sambandi við þetta er rétt
að vekja athygli á þeim höfuð-
galla, sem var á kerfinu frá
sjónarmiði útvegsmanna. Hann
var sá, að þær vörur eða vöru-
flokkar, sem inn mátti flytja
samkvæmt því, voru ekki nægi-
lega margar til þess að gjaldeyrir
inn seldist jafnskjótt og hann féll
til. Þetta leiddi að sjálfsögðu til
þess, að tekjurnar komu seint
inn, og gerði það þrautpíndum
framleiðendum mjög erfitt fyr-
ir. En þetta varð aftur til þess,
að álagshækkunin sem ákveðin
var í nóvember 1955, tók til allra
réttindanna á því ári. Ég vil ein-
mitt benda á þetta hér vegna
þess að margir útvegsmenn álös-
uðu sambandsstjórninni fyrir
það, að nota ekki hækkunar-
heimildina fyrr en svo löngu eft-
ir að hin skaðlegu áhrif kaup-
hækkananna fyrst á árinu komu
fram.
Framleiðslusjóður
í beinu framhaldi af þessu ber
að geta þess, að hækkun rétt-
indanna hrökk engan veginn fyr-
ir þeim tilkostnaðarauka, sem
aratvinnuvegi, að eigi var nég
að gert. Um s. 1. áramót þurfti
því enn að gera ráðstafanir ti4
þess að vega upp á móti hinni
óeðlilegu verðlagsþróun innan-
lands. Voru í því skyni sett lög-
in um Útflutningssjóð o. fl.
Útflutningssjóður
Þessi lagasetning stefndi m. a.
að hækkun á fiskverði til fiski-
skipa. Að öðru leyti var breyt-x
ingin í því fólgin, að innflutn-
ingsréttindi bátaútvegsmanna
voru afnumin, og þar með sá
réttur, sem þeir höfðu til þess að
hafa áhrif á fiskverð i gegn um
þau. Var nú mál þetta allt lagt
í hendur ríkisvaldsins sjálfs og
nefnda, sem það skpiar. Og vegna
þess að innflutningsréttindin
voru ekki öll seld, er lög þessi
voru sett, var ákveðið, að Út-
flutningssjóður tæki að sér að
greiða andvirði þeirra réttinda,
sem óseld voru, og kem ég að
því síðar. Samtökin töldu sig
hafa gert betri samninga fyrir
hönd útvegsins í byrjun þessa
árs, en áður höfðu náðst, hvað
verðlag snerti, en því miður
sýnir útkoman, að vegna hins
mikla aflabrests bæði á bátaflot-
anum og togurunum, er hér stór
vá fyrir dyrum, og sérstakra ráð-
stafana þörf, og mun ég skýra
aflaútkomuna síðar.
Jafnframt var gefið fyrirheit
um það, að svo vel skyldi að
tekjustofnun sjóðsins búið, að
eigi myndi standa á þeim greiðsl-
um, sem hann ætti að standa skil
á til útflutningsframleiðslunnar.
Samið var um, að útflutningsupp-
bætur yrðu greiddar einum mán-
uði eftir að gjaldeyrisskil væru
gerð í bönkunum fyrir útflutn-
ingsvöruna.
Tekjur og gjöld Útflutningssjóðs
Ég vil nú gefa ykkur, góðir
fundarmenn, þar eð ég er fulltrúi
L.Í.Ú. í stjórn Útflutningssjóðs,
yfirlit yfir tekjur sjóðsins til
þessa tíma og einnig, hve mikið
er ógreitt, en gjaldfallið, eftir
því sem næts verður komizt.
Tekjur Útflutningssjóðs til 19.
nóv. þ. á. námu kr. 288.580.786.43.
Af þeim hefir verið varið til
sjávarútvegsins:
Greiðslur til sjávarútvegsins.
Vegna þessa árs:
1. Rekstrarframlag til togara .. Kr. 62.751.632.15
2. Smáfiskuppbætur 8.906.057.68
3. Útflutningsuppbætur 96.367.904.67
4. Niðurgreiðslur á olíum 10.382.176.99
5. Vátryggingariðgj öld 7.148.656.00
Kr. 188.556.427.49
Keypt B-skírteini v/framl. 1955 og 1956 . ... — 34.152 702.83
Alls kr. 219.709.130.32
Auk þess hefur sjóðurinn greitt halla af
Framleiðslusjóði v/framl, 1956, um . . . Kr. 20.000.000 00
Samtals um kr. 239.709.130.32
leiddi af kauphækkununum 1955.
Þess vegna var fyrirsjáanlegt, að
vegna ársins 1956 þyrfti að gera
ráðstafanir til þess að leiðrétta
misréttið gagnvart sjávarútveg-
inum enn frekar. Stjórnarvöldin
töldu sig þó ekki geta fallizt á
það, að útvegsmenn nytu áfram
réttarins til þess að hækka skír-
teinsálagið, sem þó að mínum
dómi hefði verið æskileg lausn,
ef vöruflokkum, sem undir kerf-
ið komu, hefði verið fjölgað. Var
þá enn lagt inn á nýja braut með
setningu laganna um Framleiðslu
sjóð í janúarlok 1956, jafnframt
því að útvegsmenn héldu inn-
flutningsréttindunum. Efni þess-
ara laga var það, að afla með
hækkun á aðflutningsgjoldum
tekna, sem notaðar skyldu til
hækkunar á fiskverði, bæði til
bátaútvegsins og togaraútvegs-
ins. Kom hér enn fram, eins og
alltaf áður, þegar gerðar hafa
verið neyðarráðstafanir til þess
að viðhalda þessum grundvall-
Mismunurinn á tekjum sjóðs-
ins og þessum útgjöldum hans
hefir gengið til greiðslu á
útflutningsuppbótum til landbún-
aðar, svo og til greiðslu á kostn-
aði, auk þess, sem sjóðurinn
greiddi kr. 16.152.702.83, sem var
endurgreiðsla til innflytjenda á
andvirði B-skírteina, sem þeir
höfðu greitt til S.Í.B. áður en
innflutningsréttindin voru af-
numin.
í þessu sambandi skal þess að
lokum getið, að sjóðurinn fékk
í þessum mánuði hjá Landsbanka
íslands og Útvegsbanka íslands,
lán, að upphæð 10 millj. kr., sem
varið var til kaupa á B-skírtein-
um, en það lán verður sjóðurinn
að endurgreiða fyrir lok þessa
árs.
Greiðslur útflutningsuppbóta
1957
Greiðslur útflutningsuppbóta
vegna framl. 1957 til L.Í.Ú. og
Frh. á bls. 10