Morgunblaðið - 22.11.1957, Side 22
22
*WWL,l.4'u^.iuNRHppt 1lOnCTliyfíT 4*>*Ð
Föstudagur 22. nðv. 1957
Alþingi ræðir um
íslenzkt járnbræðsluver
Á ÞINGFUNDI á miðvikudag
var rætt um ályktunartillögu,
sem Pétur Pétursson hefur lagt
fram um hagnýtingu brotajárns.
Vill flutningsmaður fela ríkis-
stjórninni að láta athuga í sam-
ráði við Iðnaðarmálastofnunina,
hvort tiltækilegt sé að koma upp
járnbræðslu hér á landi.
Flutningsmaður minntist í
ræðu sinni á álitsgerð, sem gerð
var af Jóni Brynjólfssyni verk-
fræðingi hjá Iðnaðarmálastofnun
inni, en árið 1955 fól Ingólfur
Jónsson, þáverandi iðnaðarmála-
ráðherra, stofnuninni að rann-
saka þetta mál. Verkfræðingur-
inn taldi, að stofnun járnbræðslu
gæti verið hagkvæm, en frekari
athuganir þyrftu að fara fram.
Gert er ráð fyrir, að nú falli
til árlega 5—10.000 tonn af
brotajárni hér á landi og er veru-
legur hluti þess fluttur út. Eftir
3 ár er líklegt, að til falli árlega
nægilegt hráefni fyrir járn-
bræðslu, sem vinnur úr 10.000
tonnum á ári. Kostnaður við að
koma henni upp yrði væntanlega
15—20 millj. kr. Til greina kæmi
að reisa helmingi minna iðjuver,
en það yrði mun óhagkvæmara
í rekstri og tiltölulega dýrara.
fslenzk járnbræðsla myndi vænt-
anlega aðallega framleiða steypu
styrktarjárn.
Ingólfur Jónsson tók næstur til
máls og sagði m.a.:
Um þetta mál hefur áður verið
rætt á Alþingi. Árið 1955 var til-
lögu um það vísað til ríkisstjórn-
arinnar, og þá var Iðnaðarmála-
stofnuninni falin rannsókn þess.
Fóru síðan fram ýtarlegar athug-
anir og skýrslan, sem samin var
að þeim loknum, styður þá skoð-
un, að í byggingu járnbræðslu
eigi að ráðast. Síðan skýrslan
barst, er nú liðið rúmt ár, og er
ekki vitað, að málinu hafi þokað
áleiðis. Ríkisstjórnin hefði átt að
láta frekari rannsóknir fara fram,
og er gott, að málinu hefur nú
Sfarfsemi Hraun-
verið hreyft og þar með ýtt við
ríkisstjórninni.
Gylfi Þ. Gíslason sagði, að leit-
að hefði verið álits ýmissa aðila
um málið, en skoðanir þeirra
væru nokkuð skiptar. Kvaðst
hann mundu gefa þingnefndinni,
sem fær tillöguna til athugunar
þær upplýsingar, sem nú liggja
fyrir.
Verðlnun fyrír ritgerðir um
úfengisnuutn og umferðurmúl
BINDINDISFÉLAG ísl. kennara
efndi á s.l. vetri til samkeppni í
barnaskólunum um ritgerðir, er
fjalla skyldi um áféngisnautnina
og umferðarmálin. Barnaprófs-
og fullnaðarprófsbörn víðs vegar
um landið tóku þátt í samkeppn-
inni, flest af Austurlandi, næst-
flest af Norðurlandi. Alls bárust
Ýmis luguúkvæði um byggingur-
somvinnufélög duuður békstufur
HAFNARFIRÐI. — Kvennadeild-
in Hraunprýði hélt fund 12. nóv-
ember s.l. Á fundinum voru rædd
ýmis slysavarnamál.
Ágóði af bazar félagsins og dans
leik fyrsta vetrardag var með
ágætum. Ákveðið var að fjölga
útsölustöðum minningarspjalda
og bætast nú við Blómabúðin
Sóley og Pallabúð í Hafnarfirði,
en jólakort Hraunprýði verða seld
í öllum bókaverzlunum Hafnar-
fjarðar.
Eitt af áhugamálum kvenna-
deildarinnar hefir verið það, að
settur verði slmi á suður-hafnar-
garðinn í Hafnarfirði, en deildin
lítur svo á, að það sé veigamikið
öryggismál að þar sé komið fyrir
síma svo að fljótlega sé hægt að
ná í hjálp, ef slys ber að höndum.
Þeim mótbárum hefur verið
hreyft, að slíkur sími myndi ekki
fá að vera í friði fyrir skemmdar
æði þeirra manna, sem . ekki
hugsa út í afleiðingar óprúttni og
skemmda. Þó að því beri ekki að
neita að nokkur hætta kunni að
vera á í þessum efnum, þá eru
það ekki svo þung rök, að þau
vegi upp alvöruþunga þess, að fá
neð slíkum síma afstýrt slysum.
Allir Hafnfirðingar vita hve
.uðurgarður hafnarinnar er af-
skekktur og þess vegna neitar eng
inn maður þeirri nauðsyn sem hér
um ræðir.
Það verður að taka þá áhættu
sem skemmdaræðinu fylgir og
vona að mönnum lærist að ganga
með lotningu um, þar sem slysa-
varnatæki eru staðsett.
í trausti þess skorar deildin á
ráðandi aðila, að setja nú bráð-
lega síma á suðurgarðinn.
(Frá slysavarnadeildinni
Hraunprýði
Á FUNDI sameinaðs Alþingis á
miðvikudag kom til umræðu til-
laga þeirra Magnúsar Jónssonar
og Jóhanns Hafsteins um endur-
skoðun lagaákvæða um bygging-
arsamvinnufélög.
Magnús flutti ræðu og skýrði
tillöguna. Hann benti á, að í
núgildandi lögum um byggingar-
samvinnufélög
er gert ráð fyr-
ir því, að þeir,
sem gerast fé-
lagar, njóti
verulegra rétt-
inda. Þannig er
gert ráð fyrir
ríkisábyrgð á
lánum fyrir
allt að 80% af
byggingarkostn
Magnús Jónsson aði íbúða fé-
lagsmanna. Er
ætlazt til, að félögin annist lán-
tökuna, en endurláni síðan fé-
lagsmönnum. Þá er gert ráð fyr-
ir, að félögin sjái um byggingar-
framkvæmdirnar að verulegu
leyti.
Gegn því að fá þessi fríðindi
verða menn að takast ýmsar
skyldur á hendur. Lögin tala
þannig um samábyrgð allra, sem
eru saman í byggingarflokki, á
lánum til íbúða í flokknum. Þá
eru ýmsar kvaðir í sambandi við
sölu íbúða, bæði um forkaupsrétt
og verð. Loks er skv. lögunum
óheimilt að veðsetja íbúðirnar
fyrir hærri upphæðum en nem-
ur upphaflegu kostnaðarverði
þeirra. Þessar skyldur allar eru
svo víðtækar, að vafasamt er, að
íbúðir byggðar á vegum bygg-
ingarsamvinnufélags séu almennt
veðhæfar, ef tekið er fullt tillit til
bókstafs laganna.
Lagaákvæði þau sem nú hafa
verið rakin, hafa sum hver aldrei
verið framkvæmd, og önnur hafa
verið dauður bókstafur að undan-
förnu. Gildir þetta bæði um þau,
er mæla fyrir um réttindi og um
skyldur félaga í byggingarsam-
vinnufélögum. Má hér til nefna
ákvæðin um samábyrgð og veð-
setningar. Þá er ríkisábyrgð nú
ekki jafnhár hundraðshluti af
kostnaðarverði og gert er ráð
fyrir í lögunum, og félögin hafa
vegna fjárskorts orðið að láta
lánaútvegun og byggingarfram-
kvæmdir í hendur einstakra fé-
lagsmanna. Þá eru ýmis ákvæð-
andi varðandi eignayfirfærslur
óljós.
Af þessum ástæðum er full-
komin ástæða til, að lagaákvæð-
in um byggingarsamvinnufélög
verði endurskoðuð, og er eðlileg-
ast, að það sé gert í samráði við
stærstu byggingarsamvinnufélög-
in í landinu.
Vilja að siglt sé með
aflann í fregffski
Á FUNDI stjórnar og trúnaðar-
ráðs Sjómannafélags Hafnarfjarð
ar var eftirfarandi ályktun varð-
andi sigling/ togaraflotans sam-
þykkt samhljóða.
„Vegna ályktana er nokkur
verkalýðsfélög hafa gefið út um
siglingar togarflotans, vill stjórn
og trúnaðarráð Sjómannafélags
Hafnarfjarðar taka fram að í
tregfiski eins og verið hefur und-
anfarið eru tekjur sjómanna
minni þegar afla er landað heima.
Þess vegna er eðlilegt að sjó-
menn æski frekar eftir að sigla
með aflann.
Ef um takmarkanir á siglingu
er að ræða krefst stjórn og trún-
aðarráð Sjómannaf. Hafnarfj.
þess að siglingum sé skipt jafnt
á milli skipa hvort sem um er að
ræða togara bæja*útgerða eða
einkaaðila.
(Frá stjórn Sjómannafélags
Hafnarfjarðar).
AÐEINS ein umferð er nú ótefld
á haustmóti Taflfélags Reykja-
víkur, og fer hún fram nk. sunnu
dag. Er hér átt við tvo hærri
flokkana, þar eð lokið er keppni
í 2. flokki og drengjaflokki.
Eftir tólf umferðir er staða
efstu manna í meistaraflokki
þannig: Kári Sólmundarson hef-
ur 9 vinningá, Gunnar Gunnars-
son og Sveinn Kristinsson 8 vinn
inga hvor, og Gunnar Ólafsson
TVz vinning.
í 1. flokki er Sigurður Gunn-
arsson hæstur með 11 vinninga,
annar Stefán Briem með 9Vz og
síðan Grétar Á. Sigurðsson með
SVz og biðskák (sem hann á vinn-
ingslíkur í).
í 2. flokki urðu úrslit þau, að
Björn Þorsteinsson varð sigurveg
ari með 10. v., Guðjón Jóhanns-
son hlaut 8 Vz v. og Björn V. Þórð
arson, Júlíus Loftsson og Þórður
Sigfússon fengu 7 Vz v. Þessir 5
'menn ganga allir upp í 1. flokk.
Næstir á eftir þeim koma fjórir
menn jafnir með 7 vinninga.
í drengjaflokki varð Ágúst
Guðjónsson sigursælastur, hlaut
10% vinning í 13 skákum, en síð-
an komu Bragi Kristjánsson og
Jón Björnsson með 9Vz v. hvor.
Þeir þremenningarnir fá nú rétt-
indi til keppni í 2. flokki, en þar
kepptu nú tveir dréngir, en áður
höfðu öðlazt réttinn til slíks, Jón
Hálfdánarson (10 ára) og Viggó
Þorsteinsson (11 ára), og-,hlutu
þeir báðir 50% vinninga, en það
má kallast vel af sér vikið.
Eins og fyrr segir verður loka-
umferðin í meistaraflokki og 1.
flokki tefld á sunnudaginn kem-
ur og hefst kl. 2 síðd. í Þórscafé.
Þá eigast við þessir meistarar
(þeir, sem fyrr eru taldir, hafa
hvítt): Guðmundur Aronsson og
Gunnar Gunnarsson, Kristján
Theódórsson og Kristján Sylver-
lusson, Guðmundur Ársælsson og
Ragnar Emilsson, Reimar Sigurðs
son og Ólafur Magnússon, Hauk-
ur Sveinsson og Gunnar Ólafs-
son, Kári Sólmundarson og
Sveinn Kristinsson. Þrír menn
hafa ennþá möguleika til að
hreppa titilinn „Skakmeistari
Taflfélags Reykjavíkur 1957“, og
gæti svo farið að þeir yrðu jafn-
ir með 9 vinninga og yrðu þá
að tefla aukalega til úrslita um
titilinn. Til þess að svo verði,
þarf Gunnar Gunnarsson að
vinna sína skák og Sveinn að
sigra Kára, en Kára dugar hins
vegar jafntefli til sigurs á mót-
inu. Verður því fróðlegt að fylgj-
ast með því, hverju fram vindur
að þessu leyti, auk þess sem mjög
víða er teflt um jöfn sæti, bæði
í meistaraflokki og í 1. flokki.
268 ritgerðir, úr sumum skólun-
um reyndar aðeins úrval.
Nokkrir skólar höfðu sýnilega
vandað ’mjög til þessa starfs og
voru margar ritsmíðarnar hinar
myndarlegustu, bæði að efni og
frágangi. Margir skólar tóku ekki
þátt í samkeppninni. Námsstjór-
um barnafræðslunnar var falin
fyrirgreiðsla á verkefninu. Verð-
launum var heitið fyrir þrjár
beztu ritgerðirnar á hverju náms
stjórasvæði, 200 kr. 125 kr. og 75
kr. Eftirtalin börn hlutu verð-
launin:
I. verðlaun: Gerður Steinþórs-
dóttir, Ljósvallagötu 8, Reykja-
vík, Anna B. Magnúsdóttir Múla-
koti, Lundarreykjadal, Borgar-
firði, Þórir Dan Björnsson, Sauð-
árkróki, Þórunn S.H. Ingólfsdótt-
ir, Skjaldþingsstöðum, Vopna-
firði, Guðríður B. Pálmadóttir,
Hvolsvelli:
II. verðlaun: Hrefna Krist-
mannsdóttir, Hjarðarhaga 30,
Reykjavík, Ingibjörg Sigurðar-
dóttir, Borgarnesi, Sigurður
Haraldsson, Akureyri, Hólmfríð-
ur 'S. Sigurðardóttir, Efra-Lóni,
Langanesi, Sigurveig Sæmunds-
dóttir Framnesvegi 14, Keflavík;
III. verðlaun: Bragi Kristjáns-
son, Melaskóla, Reykjavík, Kristj
ana Karlsdóttir, Barðastrandar-
skólahverfi, Guðmundur Krist-
jánsson, Steinnýjarstöðum, Skaga
* strönd, Magnús Gunnarsson, Nes-
kaupstað, Sigríður Halldórsdótt-
ir, Smáratúni 7, Keflavík.
Aukaverðlaun (bækur) fyrir
mjög góðar ritgerðir hlutu: Þór-
unn Stefánsdóttir, Berunesi við
Reyðarfjörð, Ragna Ólafsdóttir,
Neskaupstað, Sigrún Ádnegard,
Sauðárkróki, Björn Björnsson,
Syðra-Laugalandi, Eyjafirði, Jón
H. Jóhannsson, Víðiholti, Reykja
hverfi, S.-Þing.
Vinsæl námskeið
fyrir konur
á Akureyri
AKUREYRI, 21. nóv. — All-
mikil starfsemi er í húsmæðra-
skólanum hér í bænum. Auk þess
sem Iðnskólinn er þar til húsa,
og Gagnfræðaskólinn með nokk-
uð af starfsemi sinni, eru hald-
in þar námskeið í fatasaum, vefn-
aði, útsaum og prjóni. Eftir ára-
mótin verður þar haldið mat-
reiðslunámskeið. Öll eru nám-
skeiðin fullsetin, enda mjög vin-
sæl meðal. kvenna hér í bænum.
Húsmæður geta þar unnið ýmsa
vinnu sem þær að öðrum kosti
yrðu að kaupa. Hvert námskeið
stendur 1—2 mánuði og eru í
hverjum flokki 10—12 nemendur.
Námskeiðin standa alla daga 3—
4 klst. í senn, venjulega síðari
hluta dagsins. Námskeiðin standa
frá 14. okt. til 1. maí á vorin.
Tveir kennarar starfa á námskeið
unum og annast vefnaðarkennslu
og fatasaum. Námskeiðin kosta
þátttakendur 100 kr. Þeir sem eru
á saumanámskeiðum fá t.d. flík-
ur sniðnar og afnot af saump-
vélum. Það má því segja að þátt-
tökugjald sé lágt og að námskeið
þessi séu gott ,búsílag‘ til margra
heimila. Húsmæðraskólafélagið
gengst fyrir námskeiði nú fyrir
jólin í sælgætisgerð og brauð-
skreytingu fyrir félagskonur.
Verður hér aðallega um að ræða
sýnikennslu og munu því margir
geta sótt það námskeið. Jafnvel
þótt öll þessi starfsemi sé rek-
in í skólanum, myndi Húsmæðra
kennaraskóli fslands, geta starfað
þar, ef þingmönnum sýndist svo
að heimila flutning hans hingað.
— vig.
Srandfirðíngar vilja hoia læhni
og lögreglnþjén yflr vertíðinn
GRUNDARFIRÐI, 13. nóv. —
Sjór hefur ekki verið sóttur frá
Grundarfirði í haust til þessa.
En nú eru tveir bátar, Farsæll
og Sæfari byrjaðir línuróðra.
Aflinn er sæmilegur, eða um 5
lestir í róðri, en róið er með
stutta línu.
Læra skipstjórn
Átta skipstjórnar-menn frá
Grundarfirði eru nú við nám í
Sjómannaskólanum og þar af eru
fimm sem sækja námskeið það,
sem er haldið fyrir skipstjóra á
vélabátaflotanum.
Verbúðir langt komnar ■
Unnið hefur verið í sumar og
haust á vegum hreppsfélagsins að
byggingu verbúða í Grundarfirði.
Er sú bygging nú að verulegu
léyti komin upp og hafin vinna
við að múrhúða hana að innan.
Vonir standa til, að hægt verði
að nota þessar verbúðir að
nokkru leyti á næstkomandi
vetrarvertíð.
Með tilkomu þessara verbúða
er bætt úr mikilli og brýnni þörf
bátaútvegsins i Grundarfirði.
Ekki er vitað um fjölda þeirra
báta, sem héðan munu ganga í
vetur, en í fyrra voru þeir 10
talsins.
Vilja löggæzlu
Síðastliðna vetrarvertíð var
læknir búsettur hér í þorpinu og
þótti íbúum byggðarlagsins að
því mikið öryggi en oft getur
verið erfitt og raunar ófært fyrir
héraðslækninn í Stykkishólmi
að komast út í Grundarfjörð þeg-
ar illa viðrar.
Undanfarna vetur hefur verið
hér mikill fjöldi aðkomufólks
bæði á bátum og við vinnslu afl-
ans í landi og væri vissulega
mikil bót, að almenn löggæzla
yrði hér yfir vertiðina. Þessum
óskum um lækni og lögregluþjón
hefur verið beint til viðkomandi
yfirvalda, en ekki vitað ennþá
um afgreíðslu þessara mála.
Drengur skaddasf
f FYRRADAG skaddaðist 7 ára
drengur á auga, en hann var þar
nærstaddur sem leikfélagar hans
báru eld að hvellhettu, sem
sprakk.
Hvellhetta þessi er notuð í byss
ur sem íþróttamenn nota til að
ræsa hlaupara eða sundmenn, og
er í litlu málmhylki. Þrír strák-
ar voru við það að bera eld að
hvellhettunni, sem sprakk. Hylk-
ið sundraðist við það. Drengur-
inn sem meiddist stóð álengdar
flís úr hylkinu lenti í auga hans.
Það er talið hreinasta mildi að
sjónin skyldi ekki skaddast við
þetta.
Um þessar munair munu vera
þó nokkur brögð að því að dreng
ir séu með hvellhettur og sprengi
pær. Þessi fregn um litla dreng-
mn ætti að vekja athygli for-
eldra, sem benda ættu drengj-
um sínum á að hér er um mjög
hættulegan leik að ræða, auk
þess sem bannað er að fara með
hvellhettur svo sem hér hefur
verið gert. Sala slíkra hvellhettna
mun ekki vera neinum skilyrð-
um háð, en afgreiðslufólk í búð-
um ætti ekki að selja börnum
þær, nema þá að færðar séu sann
anir fyrir því að þau séu að
kaupa fyrir einhvern fullorðinn
og séu aðeins í sendiferð.
2-24-80