Morgunblaðið - 22.11.1957, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.11.1957, Qupperneq 23
Föstudagur 22. nóv. 1957 MOnninSEL 4010 23 Vel heppnuð bókmennta- kynning A.B. í gœrkvöldi í GÆRKVÖLDI hafði Almenna Bókafélagið kynningu á verkum Guðmundar Friðjónssonar í há- tíðasal Háskólans. Salurinn var þéttskipaður á- heyrendum, en bókmenntakynn- ingin hófst á því, að dr. Þorkell Jóhannesson háskólarektor flutti snjallt og skemmtilegt erindi um skáldið. Karl Kristjánsson alþm., sýslungi skáldsins, las kvæðið Bréf til vinar míns og sagði nokk- ur orð um Guðmund og kynni sín af honum. Þessu næst las dr. Broddi Jóhannesson upp rit- gerðina: Steindór í Dalhúsum; frú Finnborg Örnólfsdóttir las 2 kvæði, Ekkjuna við ána og Litið um öxl. Þá léku þeir Fritz Weisshappel, Jóhannes Eggerts- son og Þorvaldur Steingrímsson íslenzk þjóðlög. Þorsteinn Ö.Step hensen leikari las því næst upp söguna Fífukveik og Helgi Hjör- vár las kvæðið Þú fórst aleinn þinnar leiðar og kvæðið Kristján ferjumaður, en það eru hvort- tveggja eftirmæli. Að lokum las Karl Kristjánsson alþm., erindið Niðurstöðu, sem er eitt af síðustu kvæðum skáldsins. Þóroddur, rit- höfundur, sonur Guðmundar, sagði að lokum nokkur orð og þakkaði Almenna bókafélaginu, ræðumanni og upplesurum vel heppnaða bókmenntakynningu. Kvígo fyríi 4 fonna vömbíl í gær ÓVENJULEGUR árekstur varð í gærmorgun uppi í Mosfellssveit, á veginum fyrir neðan Lágafell. Þar var á ferð 4 tonna vörubill, en einnig lagði þá leið sína um þjóðveginn kvíga. Nú vildi svo óheppilega til, að bíllinn rakst á kvíguna, en mjög hált var. Féll kvígan samstundis til jarð- ar. Til þess að skepnan þyrfti ekki að kveljast lengi á þjóð- brautinni eftir slysið, var þegar undinn bráður bugur að því að fá byssu til þess að skjóta kvíg- llm 60 fulltrúar sœkja aðalfund L. í. Ú. EINS og getið var hér í blaðinu í gær hófst aðalfundur Lands- sambands ísl. útvegsmanna hér í bænum kl. 2 í gærdag. Sverrir Júlíusson, formaður sambandsins setti fundinn með ýtarlegri ræðu. í upphafi minnt- ist hann sjómanna, sem Iátið hafa lífið við störf sín, síðan síðasti aðalfundur var haldinn og þeirra útvegsmanna, sem látizt hafa á sama tíma. Risu fundarmenn úr sætum til þess að votta minn- ingu þeirra virðingu sína og vandamönnum þeirra samúð. Setningarræðan er birt á öðr- um stað hér í blaðinu. Að lokinni ræðu Sverris Júlíus- sonar fóru fram kosningar fund- arstjóra, sem kjörinn var Jón Árnason, útgerðarmaður á Akra- nesi, fundarritara og nefnda. Þá var lesin skýrsla sambands- stjórnar. Er hún mjög skilmerki- leg og fjallar um störf stjórnar- innar frá því að síðasti aðalfund- ur var haldinn, auk þess sem í henni eru rakin þau höfuðvanda mál, sem við sjávarútveginum horfa og samtökin telja að leysa þurfi í sambandi við rekst- ur fiskiskipanna á næsta ári. í ársskýrslunni er auk þess að finna víðtækar upplýsingar, sem verðlagsráð L.f.Ú. hefir gert í þessu sambandi. Að loknum lestri skýrslu sam- bandsstjórnar, hófust umræður um hana. Þegar blaðið síðast frétti, var þeim umræðum ekki lokið. Búizt er við, að aðalfundur- inn standi fram á laugardags- kvöld ,eða sunnudag. Fulltrúar munu flestir vera mættir. Eru þeir um 60 auk sambandsstjórn- ar, og að auki sitja fundinn fram- kvæmdastjóri L.Í.Ú., Sigurður H. Egilsson, og nokkrir aðrir starfsmenn samtakanna. í dag mun fundur hefjast að nýju kl. 14. Ávarpar þá sjávarút- vegsmálaráðherra, Lúðvík Jósefs son, fundarmenn, en að loknu á- varpi hans mun Finnbogi Guð- mundsson, form. verðlagsráðs, gefa skýrslu um störf ráðsins. — Grein Ben. Jakobssonar Framh. af bls. 17 þjálfun á næsta keppnistíma- bili og komist hann það.varir hámarksgetan aðeins stuttan tíma, og því skemur sem við- komandi er eldri. Engin þraut verður unnin án • fórna, segir í indverskri speki. Meira er um það vert að sigra sjálfan sig en aðra. Hvorki guðir Mára, né Brama, gætu snúið í ósigur sigri þess manns, sem tam- ið hefur sjálfan sig og iðkar sjálfs stjórn. Og ég vil leyfa mér að bæta við. Lærðu fyrst að sigra sjálfan þig — þá munt þú líka læra að sigra keppinauta þína. Síðan mun Sigurður H. Egilsson framkvæmdastjóri lesa og skýra ársreikninga sambandsins og inn- kaupadeildar þess. Loks munu nefndarálit verða lögð fram og þau rædd. MOSKVA 18. nóv. — Rússneskur eldflaugasérfræðingur að nafni Petrov ritar grein um eldflaugar og gervitungl í nýútkomnu „Len ingrad Pravda“. Hann skýrir þar frá því, að þess hafi aldrei verið að vænta, að hægt yrði að ná tungltíkinni lifandi til jarðar. Það sé meira vandamál en almenning- ur geri sér grein fyrir að flytja heila hluti úr gervitunglum til jarðarinnar. Petrov segir í greininni, að hugsanlegt væri að skjóta um 10 kg kúlu frá gervihnetti til jarðar. Henni yrði skotið út með út- varpsmerki. Tæki það hana 20 ‘ mínútur að falla til jarðar. una. En þeir, sem sendir höfðu verið af stað, höfðu að eins skammt farið, þegar kvígan reis á fætur og gekk á sínum ófimu fótum eftir svelluðum veginum, áleiðis heim til sín, og var ekki að sjá að henni hefði orðið meint af, aðeins rotazt snöggvast. Stóri vörubílinn aftur á móti var ekki í ökufæru ástandi á eftir, því vatnskassinn hafði lagzt inn á vélina. Hann varð að draga langar leiðir á verkstæði. Bátarnir komast ekki út SKAGASTRÖND 21. nóv. Sæmi- leg aflabrögð hafa verið hjá bát- unum undanfarið, eða 3—7 lestir í róðri. Fiskur, sem veiðzt hefur á djúpmiðum hefur verið bæði stór og feitur, en sá, sem veiðzt hefur á grunnmiðum, hefur ver- ið mjög smár og mikið um hring- orma í honum. Það hefur hamlað róðrum veru lega, að skipshafnir hafa legið í inflúenzunni. Núna eru tveir bát- ar í landi vegna veikinda skips- hafnanna. Annars eru gæftir all góðar. —jón. Stjérn Sjómannaiéiagsms sjólf- kjörin — Komraar bnðn ekki iram SJÓMANNAFÉLAG Reykjavík- ur er eitt þeirra félaga sem komm únistar hafa frá upphafi sótt að, og haldið uppi miklum áróðri gegn stjórn félagsins. Við stjórn- arkjör þar hafa kommúnistar jafnan haft lista í framboði, gegn lista þeim, sem lýðræðissinnar innan vébanda Sjómannafélags- ins hafa stutt. Hefur fylgi komm- únista í félaginu farið minnkandi hin síðari ár. Við stjórnarkjör nú, sáu kommúnistar, að tilgangs- laust var fyrir þá að blóða fram lista, — þeir gáfust upp, svo að listi trúnaðarráðs félagsins varð sj álfkjörinn. í gærkvöldi sendi stjórn Sjó- mannafélagsins út eftirfarandi f réttatilkynningu: Eins og lög Sjómannafélags Reykjavíkur ákveða var þann 5. nóv. s.l. auglýst eítir listum til stjórnarkjörs og skyldi framboðs frestur vera til kl. 22 þann 20. nóvember. Þegar framboðsfrestur var lið- inn hafði aðeins 1 listi borizt, bor- inn fram af trúnaðarráði félags- ins. Kjörstjórn úrskurðaði þann lista sjálfkjörinn samkv. 31. gr. félagslaga og verður því stjórn félagsins árið 195j3 skipuð eftir- töldum mönnum: Stjórnin: Formaður Garðar Jónsson, Skipholti 6, Varaform.: Hilmar Jónsson, Nesveg 37, Rit- ari: Jón Sigurðsson, Kvisthaga 1, Gjaldkeri: Sigfús Bjarnason, Sjafnargötu 10, Varagjaldkeri: Sigurður Backmann, Hólmgarði 2. Meðstjórnendur: Steingrímur Einarsson, Framnesvegi 61, Ólaf- ur Sigurðsson, Laugateig 26. Varamenn: Jón Júlíusson, Meðalholti 10, Karl E. Karlsson, Rauðalæk 21, Þorsteinn Rangars- son, Hrísateig. Aðalfundur félagsins verður haldinn í janúar næstkomandi. — Afhugasemd Framh. af bls. 17 falla ýmislegt frá þeim, og of margir gera það sér að leik að brjóta flöskur undir bekkjum. Aðstaða öll er frumstæð í þessu húsi, sem byggt var til bráðabirgða fyrir 15 árum, en reynt hefur verið að halda því svo vel við, sem kostur hefur verið, og er það mál þeirra, sem sótt hafa húsið um árabil, að á- sigkomulag þess hafi ekki áður verið betra. Með þökk fyrir birtinguna, Sigurgeir Guðmannsson, framkvæmdastjóri Í.B.R. SKAGASTRÖND 21. nóv. Fyrir nokkru tók allan snjó upp hér í nágrenninu og var jörð orðin alauð. í nótt tók að fenna aftur og var kominn talsverður snjór í morgun. Vegir eru þó færir enn þá. f dag hefur ekki snjóað. Jón Margir fjölskyldumenn á Siglufirði atvinnulausir Siglufirði, 21. nóv. UM MIÐJAN mánuðinn fór hér fram í bænum atvinnuleysis- skráning meðal siglfirzkra verka manna og létu þá 25 menn skrá sig. Af þessum mönnum voru 19 fjölskyldufeður er gáfu þær upp- lýsingar að á framfæri þeirra væru alls 37 bör*. Það sem einkum veldur at- vinnuleysi hér í bænum um þess- ar mundir er að um þó nokkurt skeið hafa togararnir ekki lagt upp afla sinn hér, heldur selt hann á markað erlendis. Þá er þess einnig að geta, að bátur sá sem fisknastur er hér í bænum og sex duglegir sjómenn eiga, hefur ekki verið sjófær um alllangt skeið. Þeir félagar þurftu að end- urnýja vélina 1 hann, fengu til þess öll leyfi gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar, en nú fá þess- ir menn, sem búnir eru að landa marg-hundraðföldu verði vélar- innar, ekki að leysa hana út, því bankinn stöðvar framgang þess og er borið við gjaldeyrisörðug- leikum. Loks er svo þess að geta, að hingað kemur enginn hinna nýju austur-þýzku stálbáta. Um- sóknum tveggja manna hér um báta var synjað og eins hefur fjárveitingarvaldið ákveðið að ekki skuli hingað veittur einn eyrir af atvinnubótafé. Er vissu- lega langt um liðið síðan jafn þunglega hefur horft um atvinnu sem nú á þessum gormánuði, sem senn er á enda liðinn. — St. Öllum þeim sem minntust mín á 90 ára afmæli mínu þakka ég hjartanlega. Jóhanna Einarsdóttir. Öllum vinum og kunningjum fjær og nær er sendu okkur kveðjur á 50 ára hjúskaparafmæli okkar, þökkum við hjartanlega. Guð blessi ykkur öll. Friðrikka og Jón Brynjólfsson, Eskifirði. Lokað í dag vegna jarðarfarar Kristinn Jónsson Vagna- og bílasmiðja Móðir okkar VIGFÚSÍNA VIGFÚSDÓTTIB Sólvallagötu 4, Keflavik andaðist 20. nóv. 1957 í Sjúkrahúsi Keflavíkur. Börn hinnar látnu. Eiginmaður minn og faðir okkar SIGURÐUR GUÐMUNDSSON andaðist að heimili sínu Gilsbakka, Miðdölum, 20. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Jóna Valdemarsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson. Jarðarför móður minnar og tengdamóður ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR fyrrum húsmóður Eystra-íragerði, Stokkseyri, fer fram laugardaginn 23. þ.m. og hefst með bæn að heimili henn- ar kl. 1,30. Jón K. Kristinsson, Margrét Eyjólfsdóttir. Móðir okkar MATTHEA MATTHÍASDÓTTIR andaðist 13. þ.m. Útförin fór fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Þökkum innilega ölli’m þeim, er auð- sýndu henni hjálp og góðvild fyrr og síðar, og samúðar- kveðjur við andlát og útför hennar. Guðrún Sveindóttir, Matthías Sveinsson. Jarðarför móður okkar ÞORGERÐAR ÞÓRODDSDÓTTUR fer fram laugardaginn 23. þ.m. og hefst með bæn að heim- ili hennar Faxabraut 3, Keflavík kl. 1 e.h. Guðmundur, Sigurþór, Sigurgeir Guðfinnssynir. Þökkum innilega samúð og vináttu við andlát og jarð- arför móður og tengdamóður okkar GUÐRÚNAR ÞORSTEINSDÓTTUR Jóhann Eiríksson, Helga Björnsdóttir. Þökkutn samúð og velvild við andlát og jarðarför EINARS ÁSGEIRSSONAR Hagamel 4. Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.