Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 8
8 MORGVIS BLÁÐIÐ Þriðjudagur 31. des. 1957 DAVIÐ ÓLAFSSOIM, FISKIIUALASTJÓR8: SJÁVARtiTVEGURINIM 1957 ÞAÐ er alkunna, að um níu tíundu hlutar þess, sem sjávar- útvegurinn framleiðir er flutt til sölu á erlendan markað. Verðlag það, sem fæst fyrir þessar afurð- ir hefur því úrslitaþýðingu um afkomu útvegsins. Ekki er hægt að vænta þess, að til muna hærra verð fáist fyrir íslenzkar afurðir en greitt er fyrir sambærilegar afurðir frá öðrum löndum á hin- um sömu mörkuðum. Á öllum mörkuðum verða íslenzkar afurð-' ir því að standast samkeppni við sambærilegar afurðir frá öðrum löndum og sú samkeppni hlýtur undir öllum eðlilegum kringum- stæðum að ráða því hvaða verð við fáum fyrir okkar afurðir. Hvert verð í íslenzkum krónum, framleiðendur sjávarafurðanna fá, fer svo að sjálfsögðu eftir því hvaða gehgi er á íslenzku krón- unni gagnvart hinum erlenda gjaldeyri, sem afurðirnar eru seldar fyrir. Gengisskráningin hefur því á sína vísu einnig úr- slitaþýðingu um afkomu útvegs- ins. Út frá þessu sjónarmiði var gengisskráningunni breytt snemma á ári 1950 og miðaðist SÚ breyting við það, að við þær aðstæður, sem þá voru um verð- lag á helztu sjávarafurðum á heimsmarkaðnum og kostnað, sem útgerðin verður að greiða, ætti framleiðsluaðstaða útgerðar- innar að vera a. m. k. sæmileg, miðað við aðrar atvinnugreinar í landinu. Versnandi verzlunarkjör út á við, þegar á árinu 1900, m. a. sem afleiðing styrjaldarinnar í Kóreu, leiddu þó brátt til þess, að gengis lækkunin ein gat ekki tryggt út- gerðinni þann rekstursgrundvöll, sem henni var nauðsynlegur. Átti þetta fyrst og fremst við báta- útveginn. Var þá, í ársbyrjun 1951 gripið til bátagjaldeyris- kerfisins, að því er bátaútveginn snerti. Var þessari grein útvegs- ins næstu sex árin, til ársloka 1956, gert kleift með bátagjald- eyriskerfinu, að auka tekjur sín- ar til að vega upp á móti vax- andi kostnaði við reksturinn. Á þessu timabili seig einnig mjög á ógæfuhlið fyrir togara- útgerðinni, af hinum sömu ástæð um og enda þótt aðrar leiðir væru farnar í því skyni að bæta þeim upp versnandi hag, miðuðu þær að hinu sama þ. e. að tryggja þeim tekjur í viðbót við pað, sem fékkst fyrir afurðir þeirra í íslenzkum krónum. Var það gert með beinum styrkjum mið- að við hvern úthaldsdag. Því er minnst á þetta hér nú, að við upphaf þessa árs, sem nú er að líða urðu ýmsar breyting- ar í sambandi við þessi mál. Hin mikilvægasta var sú, að báta- gjaldeyriskerfið var afnumið með öllu. í stað þess voru ákveðnar útflutningsuppbætur á allar af- urðir bátaútvegsins af þorsk- veiðum, nema lýsi og síðar einnig framleiðsluuppbætur á saltsíld og síld til bræðslu. Af því er togarana snerti var haldið hinu sama fyrirkomulagi með greiðslur miðað við hvern úthaldsdag en auk þess voru ákveðnar útflutningsuppbætur á helztu afurðir úr afla togaranna. Til þess að standa undir þeim greiðslum, sem nauðsynlegar voru til að standa straum af hinu nýja kerfi og þeim eftirstöðvum, sem eðli málsins samkvæmt hlutu að vera af bátagjaldeyris- kerfinu við lok ársins, var sett- ur á stofn Útflutningssjóður. Tekna í þennan sjóð var aflað í meginatriðum með því að leggja gjöld á innfluttar vörur svo og á yfirfærslu gjaldeyris. Áætlað hefur verið, að greiðsl- ur úr sjóðnum vegna framleiðslu sjávarútvegsins á þessu ári muni nema um 237 millj. kr. Fær sjávarútvegurinn þannig að allverulegum hluta greitt fyr- ir framleiðslu sína í gegnum þetta uppbótarkerfi og fer sá hluti vaxandi. Það er ekki ætlun mín hér í þessu stutta yfirliti að meta og vega þær leiðir, sem valdar hafa verið til að brúa hið mikla og vaxandi bil, sem er á milli fram- leiðslukostnaðar sj ávaráfurðanna og útflutningsverðsins. Um það hafa að sjálfsögðu verið skiftar skoðanir og eru enn. Aðeins vildi ég benda á þær staðreyndir, sem nefndar eru hér að framan, svo menn geri sér Ijóst hvar við höf- um staðið á árinu 1957, en Ijóst er, að á komandi ári mun það bil, sem brúa verður, enn hafa breikkað, vegna aukins kostnað- ar. Hefur þessi þróun orðið þrátt fyrir nokkra hækkun á verðlagi á sumum þýðingarmiklum út- flutningsafurðum. Fiskaflinn Það atriði í rekstri sjávarút- vegsins, sem einna mest óvissa hlýtur að jafnaði að vera um, er aflinn. Veðurfar og fiskigöngur ráða þar mestu um og fiskimað- urinn fær lítið að gert. Á þessu ári hefur þetta enn sannast áþreifanlega. Aflabrögð- in á vetrarvertíðinni voru mönn- um mikil vonbrigði, bæði að því er snerti vélbátana og togarana. Sérstaklega átti þetta við um línubáta við Suðvesturland, en hins vegar var útkoman sæmileg að því er netjabátana snerti. í heild kom vertíðin þannig út, að aflinn var við lok maímánaðar um 8,4% minni en á sama tíma árið áður, en afli bátaflotans var um 1,8% minni og afli togar- anna um 20% minni en árið áður. Skýrslur um heildaraflann liggja nú fyrir til loka október- mánaðar og sýna þær eftirfar- andi: Fiskaflinn jan.—okt. 1957 og 1956 1957 1956 Bátar: smál. smál. Þorskveiðar 154.392 167.109 Síldveiðar 104.186 86.655 Togarar: Þorskveiðar 132.864 148.572 Síldveiðar 2.204 2.230 Alls 393.646 404.566 Heildaraflinn er þannig aðeins úm 3% minni en á sama tíma í fyrra og má gera ráð fyrir að það hlutfall hafi ekki mikið breyzt það sem eftir var ársins. Hins vegar hafa orðið breytingar á milli þorskveiðanna og síld- veiðanna þannig, að aflinn á þorskveiðunum, og er þá talinn allur annar afli en síld, hefur minnkað um 9%, þar sem aftur á móti síldaraflinn hefur aukist um 20%. Minnkandi afli á þorsk- veiðunum hefur orðið bæði hjá bátum og togurum og hefur afli bátanna minnkað um 7,6% en afli togaranna heldur meira eða um 10,6%. Mjög lélegur afli hefur verið hjá togurunum á þessu hausti og má gera ráð fyrir, að þetta hlutfall hafi enn versnað. Af heildaraflanum á þorskveið- unum hafa togararnir aflað um 46% en bátarnir um 54% og er það svipuð skifting og var árið áður. Hins vegar hafa bátarnir eins og að venju aflað langsam- lega mestan hluta síldarinnar, eða um 88%. Sé athuguð skiftingin á heild- araflanum milli báta og togara kemur í ljós, að bátarnir hafa aflað um 65,6% en togararnir um 34,4%. Hefur þetta hlutfall breyzt frá fyrra ári bátunum í vil, sem stafar af auknum afla á síldveiðunum aðallega, en þá var hlutur bátanna í heildarafl- anum 62,7% en togaranna 37,3%. Davíð Ólafsson Eftir fisktegundum skiftist heildaraflinn eins og hér segir, miðað við októberlok bæði árin: 1957 1956 smál. % smál. % Þorskur 185.994 47,2 215.889 53.4 Síld 106.389 27.0 88.885 22.0 Karfi 55.173 14.0 54.072 13,4 Ýsa 16.551 4.2 14.001 3.5 Ufsi 10.336 2.6 16.597 4.1 Steinbítur 8.479 2.2 5.407 1.3 Keila 2.917 0.7 2.949 0.7 Langa 2.426 0.6 2.863 0.7 Annað 5.380 1.5 3.903 0.9 Enn kemur hér í ljós, að það er þorskaflinn, sem hefur minnk- að verulega frá árinu áður og nemur það um 14%. Frá sama tíma 1955 hefur þorskaflinn minnkað um 19%. Aftur á móti hefur síldin aukist að sama skapi eins og áður var getið. Ekki hafa orðið miklar breytingar á sam- setningu aflans að öðru leyti. Þó hefur ýsuaflinn enn haldið áfram að aukast, en hann hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár, enda hafa sérstaklega bátarnir lagt sig eftir ýsunni í vaxandi mæli, bæði fyrrihluta vetrarvertíðar- innar, aðallega í og við Faxa- flóa og einnig á haustin. Afla- brögðin hafa þó oft viljað vera æði misjöfn, en í heild hefur aflinn verið sæmilegur að vöxt- um. Ufsaaflinn hefur minnkað nokkuð og stafar það að mestu leyti af því, að mjög lítið var nú veitt við lok síldarvertíðar- innar fyrir Norðurlandi, en þax veiddust á þriðja þús. smál. sumarið 1956. Eins og áður var getið hefur afli togaranna á þessu hausti verið með allra lélegasta móti og svipað má raunar segja um vetr- arvertíðina, sem hefur þó ávallt verið aðaluppskerutími þeirra. Þessi þróun hefur leitt til þess undanfarin ár, að sífellt er leit- að meira á miðin beggja vegna Grænlands. Á miðunum austan Grænlands, en aðeins fá ár eru síðan veiðar hófust á þeim slóð- um, er eingöngu um að ræða karfaveiði enn, sem komið er. Hefur stundum á undanförnum árum verið þar um góðar afla- hrotur að ræða síðarihluta sum- ars og á haustin, en að þessu sinni var það ekki. Voru þó farn- ar fiskleitir með togurum bæði um sumarið og haustið en árang- urinn af þeim varð ekki mikill að þessu sinni. Brýn nauðsyn er á, að slíkum leitum verði haldið áfram og jafnvel í enn ríkari mæli en hingað til. Er þess ekki að vænta að einstök skip geti tekið sig út úr til fiskileitar vegna hins mikla kostnaðar, sem af því leiðir og óvissu um árangur. Verða slík- ir leitarleiðangrar því að greið- ast af því opinbera eins og tíðk- asþ hefur undanfarin fjögur ár. Á miðunum við vesturströnd Grænlands eru bæði stundaðar þorsk- og karfaveiðar og hefur sókn íslenzku togaranna þangað farið vaxandi undanfarin ár vegna rýrnandi afla á heimamið- um. Á árinu 1956 öfluðu togar- arnir nær 26% af heildarafla sín- um við Grænland og á þessu ári mun láta nærri, að hluti Græn- landsmiða í afla togaranna hafi orðið um 30%. Hagnýting aflans á þorsk- veiðum Undanfarin ár hefur ekki ver- ið um miklar breytingar að ræða á hagnýtingu aflans á þorskveið- unum. Hagnýting aflans á hverj- um tíma miðast að sjálfsögðu aðallega við það hvernig sölu- möguleikar eru á hinum ýmsu mörkuðum og stórbreytingar hafa engar orðið á því sviði und- anfarið. Sýnir eftirfarandi yfir- lit hvernig aflinn var hagnýttur fyrstu tíu mánuði ársins 1957 og til samanburðar er sýnt sama tímabil 1956. (Sjá töflu að neðan). Lítilsháttar aukning hefur orð- ið á ísvarða fiskinum og mundi þó koma meira fram ef yfirlitið næði til ársloka, þar sem sigling- arnar með ísvarða fiskinn eiga sér aðallega stað í nóvember og framan af desember. Þá var það einnig, að enda þótt brezki mark- aðurinn opnaðist um miðjan nóvember 1956 eftir að löndun- arbanninu hafði verið aflétt þá voru mjög litlar siglingar til Bretlands fyrr en kom fram í janúar á þessu ári. Verðlag á ís- fiskmörkuðunum bæði í Sam- bandslýðveldinu Þýzkalandi og einnig í Bretlandi var mjög hag- stætt á þessu hausti og svo hafði einnig verið framan af árinu og enda þótt afli væri rýr og farm- arnir því litlir, sem togararnir fluttu á markaðinn hverju sinni þá var útkoman yfirleitt góð og oft mjög góð fyrir togarana. Er því ekki vafi á því, að sigling- arnar hafa létt undir fyrir tog- urunum og gert rekstur þeirra auðveldari en ella hefði orðið. Það er og löngu vitað, að þegar líður fram á haustið og um miðj- an vetur er afli sá, sem togar- arnir fá þannig, bæði að því er snertir fisktegundir og magn, að hentugast er að selja hann á hin- um erlendu ísfiskmörkuðum, þeg ar það kemur svo til, að verðlag þar er þá hvað hæst einmitt á þeim tíma, enda berst þá oftast lítill fiskur þangað frá öðrum skipum. Aflinn er þá yfirleitt blandaður mörgum fisktegund- um og fiskurinn oft smár og af þeim ástæðum óhentugur til vinnslu innanlands. Það er þó augljóst af þróun undanfarandi ára, að ísfiskurinn mun ekki eiga fyrir sér að aukast neitt veru- lega á næstunni. Stefna ber að ísvarinn fiskur .... 11.139 3.9 9.395 3.0 Fiskur til frystingar 164.869 57.4 151.363 47.9 Fiskur til herzlu .. 32.089 11.2 45.935 14.6 Fiskur til söltunar 72.991 25.4 97.281 30.8 Annað 6.168 2.1 11.701 3.7 Alls 287.256 100.0 315.681 100.0 Víðir II í Garði hlaut mest aflaverðmæti á síldarvertíðinni fyrir Norðurlandi, en Snæfell á Akureyri var aflahæsta skipið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.