Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 31. des. 1957 MORCVNíiL AÐVD 13 Óicsfur Thors: A IVfl T UNDANFARNA daga hefur bókaflóðið streymt yfir land- ið. Fjöldi innlendra og er- lendra rithöfunda og skálda hafa kvatt sér hljóðs, knúð dyra og fengið inngöngu á flest íslenzk heimili og skemmt fólkinu yfir jólin. Sumir hafa lokið lestrinum og segja nú: Vel sé þeim, sem veitti mér. Aðrir eru í mið.i- um lestri og hlakka til að halda áfram. Þeir eru ekkert öfundsverð- ir, sem við þessar aðstæður ber skylda til að biðja þjóð- ina að líta um öxl og hlusta á stjórnmálaannál ársins, langa, leiðinlega og ljóta sögu sem flestir auk þess hafa heyrt a. m. k. mikið af áður En þetta er hlutskipti for- manna íslenzku stjórnmála- flokkanna við hver áramót. Viðburðarík saga Á árinu 1956 var saga ís- lenzkra stjórnmála um margt með endemum. En hún var þó a. m. k. viðburðarík. Framsóknarílokkurinn hafði þá snemma árs rofið stjórnar- sáttmálann við Sjálfstæðis- flokkinn og ákveðið samnings slit, enda þótt kjörtímabilið væri aðeins rúmlega hálfnað og stjórnin hefði af alefli og ágreiningslítið unnið að efnd- um þeirra fvrirheita, er gefin voru í stjórnarsáttmálanum og náð meiri árangri en bjart- ar vonir stóðu til. Þetta atferii Framsóknai- flokksins leiddi til kosninga til Alþingis, er fram fóru í lok júnímánaðar 1956 Vann þá Sjálfstæðisflokkurinn meiri kosningasigur en nokkru sinni fyrr, allt frá ár- inu 1933. Jók hann kjörfylgi sitt frá síðustu kosningum. 1953, úr 37,1% í 42,4% gildra atkvæða, eða um meira en 14%. Þetta eru sögulegir burðir, en þeir þó ótaldir, sem meiri tíðindum sæta. Snemma árs 1956 var Hræðslubandalagið myndað. Er það siðlausasta tilraun. sem gerð hefur verið héi- lendis til að ríða niður lýð- ræðið í landinu. Voru þá tveir virðulegir prófessorar við Ha- skóla íslands settir til þess að rannsaka, hvernig takast mætti að auka rangsleitni hinnar ranglátu kjördæma- skipunar, í því skyni að ná þingmeirihluta með sem næst % hluta greiddra atkvæða. Munaði mjóu, að þessi til- raun Hræðslubandalagsins tækist. Fyrirlitningin fyrir lýðræði, þingræði og réttlæti sést bezt á því, að Hræðslu- bandalagið féklc kjörna 25 þingmenn, Sjálfstæðisflokk- urinn hlaut 19 þingmenn, en bar að fá 32 til jafnréttis við Hræðslubandalagið. „Ekki er þar hins verra von, er slíkir fara fyrir“ og myndi margur ætla, að lengra yrði ekki komizt í pólitískri spillingu en hér var lýst. Þó tókst öllum núverandi stjórn- arflokkum að komast feti framar. Svik bætt með svikum Með miklum oflátungshætti lagði ónefndur ráðherra fram stóran lagabálk um húsnæðis- málin. Við athugun kom strax í ljós, að fjöllin höfðu tekið jóðsótt, en fæðzt lítil mús. Hér var búið að prenta upp laga- setningu síðustu ríkisstjórnar og lítið annað. Nokkuð gat þó oltið á framkvæmdinni og nú stjórninni, þegar hún boðaði stóreignaskattinn. Nú skyldi þeim ríku þó blæða. Rétt er það, að þeir ríku, sem eiga „skuldlausan smá- vélbát“, verða að gjalda skatt- peninginn. En hvernig? Nær engir eiga þessir menn reiðu fé. Þeim er því sá einn kostur nauðugur, að selja eignir eða minnka rekstur með öðrum hætti. Við það dregst saman atvinna almennings. Þar lend ir þunginn að lokum. Er og rétt, að menn geri sér ljóst, hvort hollt muni, að ríkissjóður láti greipar sópa þrisvar á sama áratug, svo sem gert hefur verið hér á landi, um fjárhirzlur borgar- anna, og taki þaðan ránshendi það fé, sem hæstu skattalög hafa þar eftir skilið. Mundi margur ætla, að fá- mennri þjóð, sem býr í landi hinna miklu möguleika, sem hún eigi fær hagnýtt vegna fjárskorts og því á óvenju mikið undir auknum sparnaði og fjársöfnun, væri annað hentara. Þrín* en ekki tíu ÓLAFDB TIIORS Er þessu atferli marg lýst og vita nú ailir, að um síð- ustu áramót hafði stjórnar- flokkunum tekizt að svíkja hin meiri fyrirheit sín öll, án undantekningar. Ljót saga Samanborið við afbrot stjórnarinnar á síðasta ári, sem eru svo mörg og hvert fyrir sig með slíkum ólíkind- um, að eðlilegt er að almenn ingi hætti til að trúa því, að vl< ~ sá fari með öfgar, sem sann- leikann segir, er saga ársins 1957 sviplítil en ljót. Þegar Alþingi lauk í mai- lok síðastliðnum, hafði það staðið lengur en áður voru dæmi til, eða tæpa 8 mánuði Eftir það lá ránsförin mikla. þegar á Voru lagðar 300 millj. kr. í nýjum sköttum og allir hinir fyrri til viðbótar. Að öðru leyti gekk lengst af í þófi. Var svo komið um miði- an maímánuð, að stjórnarlið- ið hafði gefið upp vörnina, játað svikin beint og óbeint, en hugðist nú rétta hlut sinn með lagasetningu, er sýná átti hug vinstri aflanna til „hinna vinnandi stétta“. Jafn- framt skyldi Gutti setja ofan. Nú skyldi þjarma að „auð- valdinu“. var því heitið, að greikka skyldi sporið. Menn skyldu ekki þurfa að bíða lánanna lengi. Kannske hafa vinstri úrræð in hvergi sýnt sig betur. Al- gjör straumhvörf hafa orðið í þessum efnum. í tíð fyrrvet- andi stjórnar höfðu á tveim- ur árum verið veitt löng lan til íbúðabygginga, samtals 230 millj. kr. Enn vita menn lítið um svipað afrek núver- andi stjórnar. En almenning- ur mun þó finna viðbrigðin og mun samt betur síðar sjást, hversu ótrúiega stjórninni hafa verið mislagðar hendur í þessum efnum. Mun þá stjórnin „standa á götunni“ eins og þeir mörgu, er treyst höfðu fyrirheitum hennar, og um hana næða napur gjóstur vonsvika þeirra. Hér hafa því svik verið bætt með svikum. Sjálfstæðismenn, sem allt- af hafa haft forystu í þessu stórmáli, munu enn halda uppi sleitulausri baráttu off knýja stjórnina til einhverra efnda, eigi hún sér lífs von enn um skeið. Tckið ránshendi Þá var eklci risið lágt Þá var eitt bjargráðið, að með nýrri bankalöggjöf skyldi Sjálfstæðisflokkurinn sviptur áhrifum í bönkum landsins. Að sönnu varð stjórnarlið- inu svarafátt, þegar þess var krafizt, að það nefndi þótt ekki væri nema eitt dæmi um rangsleitni ráðamanna Lands- bankans og Útvegsbankáns, en í þeim bönkum voru Sjálf- stæðismenn áhrifaríkir. En þessa þótti þá heldur ekki þörf. Stjórnarliðar töldu nægi legt að benda á, að Sjálfstæðis , menn réðu of miklu í bönk- unum. Valdið yfir bönkunum skyldi vera í réttu hlutfalli við Jtjósendafylgi flokkanna Sverðið var reitt til höggs og „jafnt er sem þér sýnist, af er fóturinn“. Valdi Sjálfstæðis- flokksins var hnekkt. En hin stóra hugsjón vinstri aflanna. lýðræðið, íklæddist samtímis þeirri mynd, að í hinum þrem ríkisbönkum fékk Hræðslu- baiídalagið þrjá bankastjóra og átta bankaraðsmenn. Sam- kvæmt því átti Sjálfstæðis- fiokkurinn að fá fjóra banka- stjóra, en fékk tvo, og tíu bankaráðsmenn, en fékk þriá. Ýmsir hæfir menn hafa slæðzt í nýja valdahópinn og er því öldungis óvíst, að stjórninni takist að ná því marki að misnota fé almenn- ings til pólitísks framdráttar valdaklíkunm. Hitt stendur eftir, að með þessu er skapað ábyrgðarstöðum, eingöngu vegna stjórnmálaskoðana. Hulduskip á kjósenda- veiðum Mikið haf skilur hér í þessu sem öðru loforð og efnd- ir stjórnarinnar. En yfir þetta mikla haf hugðist nú „stjórn hinna vinnandi stétta“ að sigla á 15 nýjum togurum, stærri og betur bún- um en áður þekktust. Enginn mun kunna skil á, hversu oft blöð stjórnarinnar hafa hælzt um af þessum miklu framleiðslutækjum, sem allra mein áttu að bæta. Hrókaræður eru fluttar um togarana, hver skyldi fá þá, hver reka þá og hvernig. Margir vilja, að ríkið reki þá, sumir til atvinnubóta, aðrir í vísindalegum tilgangi o. s. frv. Menn eru ekki á eitt sáttir, sem varla er von í slíku stór- máli. Einkum greinir þá á, sem sjálfir óska að fá yfirráð þessara skipa, og vantar til þess fátt nema samþykki stjórnarinnar og svo auðvitað auraráðin. En nú er eins og hávaðann sé tekið að lægja. I nær hálft annað ár hefur lofsöngurinn um dugnað og áhuga stjórn- arinnar verið kyrjaður, og nú sjá menn að vonum til gjalda. Ekki efa allir ríki og dýrð stjórnarinnar, en hvað er um máttinn? Hvar eru þessi miklu skip, með traustið á stjórninni innan borðs? spyr fólkið. í þinginu svaraði útvegs- málaráðherrann því, að búið væri að teikna skipin, og meira en það, það væri búið að leita tilboða hjá erlendum byggingarstöðvum, og enn væri fleira búið að gera. Það væri raunar allt búið, annað en það, að semja um bygging- una; já og svo auðvitað að út- vega peningana. En þessu þarf víst helzt að ljúka áður en skipin verða byggð, svo ekki sé nú verið að nefna að þaú hefji veiðar. Stjórnarliðar drúptu höfði — það skal viðurkennt þeim til lofs. Þeir voru auk þess sárir og vonsviknir sumir hverjir, því emnig þeir höfðu ætlað sér að gera þessi huldu- skip út á kjósendaveiðar. IHa fyrir köppum komið Er þá aðeins ónefnt af af- rekunum sá vinnufriður, sem þjóðinni var heitið úr náðar- hendi „stjórnar hinna vinn- andi stétta“, sem frá öndverðu hefur allt gert í samráði við þær stéttir og eiginlega ekk- hættulegt fordæmi um brott- • ert aðhafzt nema framkvæma vikningu hæfra manna úr| Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.