Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Þrlðju'dagur 31. ðes. 1957 — Aramót Framii. af bls. 13 óskir þeirra og fyrirmæli, eins og forsætisráðherra sagði í útvarpsræðu skömmu eftir að hann myndaði stjórn. Sá vinnufriður og verð- bólgustöðvun eru að sönnu með eitthvað óvenjulegum hætti. Sjaldan eða aldrei hafa verkföll verið tíðari en í ár, né vinnustöðvanirnar lengri eða þjóðhættulegri. Úr verð- bólgunni hefur svo verið dregið með því, að hinar vinn- andi stéttir, þ. e. a. s. þær lægstlaunuðu, hafa verið látn- ar sætta sig við óbreytt kaup en stórversnandi afkomu, og þá sér í lagi vegna geysilegr- ar fölsunar á vísitölunni, sem stjórnin stendur fyrir og hæl- ir sér af. Til bragðsbætis hafa svo láglaunamennirnir fengið að horfa á um 15 þúsundir „félaga", einkum úr röðum þeirra hæstlaunuðu, fá kaup- hækkanir og kjarabætur allt upp í 60—70%. Ofan á þetta bætir svo stjórnin því að staðhæfa, að við Sjálfstæðismenn, sem ekki þóttum samstarfshæfir vegna fylgisleysis hjá launa- stéttunum, höfum róið undir og öllu ráðið um kaupkröfurn ar, líka í þeim félögum, þar sem allir stjórnendurnir eru kommúnistar. Það er eins og lífið liggi við að sverja af sér allar kauphækkanir, líka þær, sem eru réttmætar. Svona er þá fyrir köppun- um komið. Þeir þora ekki einu sinni að meðganga það, sem þeir hafa vel gert, kannske af því að þeim geng- ur orðið illa að skilja á milli góðs og ills. Einfær stjórn! Hér var sögu komið, þegar stjórnin í maílok sendi heim lengsta og dáðlausasta þing, sem hér hefur setið og kvaðst nú vera einfær um afganginn. Sagt er, að lengi geti vont versnað, og svo reyndist að þessu sinni. Hófst nú öld ó- friðar, vinnustöðvana og kaup hækkana, sem að framan get- ur. Er hlutur ráðherranna í þeim atburðum fremur ó- skemmtilegur. Létu sumir þjóðarfleyið reka á reiðanum. Aðrir reyndu að skakka leik- inn, en tókst það með þeim endemum, að þeir eiga mikla sök á lengstu verkföllunum. Að öðru leyti var tíð- indalítið á austurvígstöðv- unum, þar til þingmenn mætt ust að nýju snemma í októ- ber. Skuggi féll á fjármála- ráðherra í þingbyrjun voru að venju lögð fram fjárlög. Voru þau með 70 millj. kr. greiðsluhalla og þó 20 milljónum betur, þar eða í frumvarpið vantaði þær 20 milljónir, sem með þarf til að standa undir þeim niður- greiðslum, sem nú eru á land- búnaðarafurðum. Þetta voru mikil afvik frá venju margra undanfarandi ára og þóttu ill tíðindi. Vissu menn, að fjármálaráðherra taldi með þessu skugga á sig felldan. Myndi ýmislegt á undan gengið, áður en hann sætti sig við að leggja fram slíkt plagg. í greinargerð frumvarpsins var reynt að draga úr sviðanum með því að skýra frá því, að stjórnin teldi sér nauðsyn að hafa „samráð“ við þingflokka sína, áður en hún legði fram til- lögur sínar um, hvernig jafna skyldi hallann. Þótti mönnum sem risið lækkaði, en hækk- aði ekki við þessar skýringar, þegar svo var gengið af stjórn landsins, að sjálf taldi hún sig ekki svo mikið sem tillögu- færa í aðalmálum þjóðarinn- ar. Skildu og allir, að stjórn- in hafði auðvitað haft í hendi sér allt samráð við þingflokka sína og gat að sjálfsögðu kvatt þá saman til skrafs og ráðagerða, hvenær sem henni sýndist allt sl. sumar. Nei, það sem hér var verið að sýna þjóðinni framan í, var mynd af ríkisstjórn, sem var sjálfri sér sundurþykk og þess vegna algjörlega ráðþrota, jafnt í þessu stórmáli sem öðrum. í iráðinu var nuddazt og níðzt Hófst nú langur og dýr leið- indaleikur. í meira en tvo mánuði sat Alþingi og gerði ekkert að heitið gæti. Fyrstu 9 vikur þingsins voru fundir örstuttir, aðeins rúm hálf klukkustund samtals á viku, eða alls í 9 vikur einar 5 stundir, þegar sleppt er brennivínsræðunum svo- nefndu. Eru slíks engin dæmi fyrr. Nefndarfundir voru að sama skapi fáir og nauða ó- merkilegir. Ætla mætti því, að stjórninni hafi gefizt betra næði til hins langþráða sam- ráðs við stuðningsflokkana. En hér var annað á seyði. Sannleikurinn er sá, að innan veggja stjórnarinnar var nuddast, stangast og níðst. En „samráðsmönnunum“ var haldið utan við. Þeir vissu minnst af því, sem þar fór fram, og þaðan af síður, hvað til stóð. Kveikt á kertunum? Bezt kom þetta í ljós í fjár- veitinganefnd. Þar hefur í haust að venju verið gott sam starf. Nefndarmenn hittust oft, þótt aðrar nefndir héldu nær enga fundi. Röbbuðu um fjárlögin, en fóru sér að engu óðslega. Framan af vissi eng- inn, hvort fjárlög skyldu af- greidd fyrir áramót, en því lengra sem leið, því minni lík- ur voru á því taldar og því hægari urðu vinnubrögðin. Þegar önnur vika desember rann upp, töldu menn, að óhætt myndi að kveikja á jólakertunum. Úr því myndi tæplega hægt að afgreiða fjár lög á þinglegan hátt. En viti menn! Á tólftu stundu rumsk- aði ríkisstjórnin. Hún gerði sínum mönnum boð án „sam- ráðs“, lagði fyrir þá að af- greiða fjárlög og gaf fyrirskip anir um málsmeðferð alla. Kom þetta allt stjórnarlið- um á óvart og mun mörgum þeirra hafa þótt sinn vegur lítill gerr, er þeir fyrir opnum tjöldum voru sýndir sem brúður á leiksviði, sem hreyf- ast, þegar kippt er í spotta. Mest í blindni Sjálf vinnubrögðin við af- greiðslu fjárlaganna eiga sér víst ekki fordæmi í þingsög- unni. Brugðið var frá öllum venjum; hvorlci embættis- menn ríkisins, þeir, er sérstak an hlut eiga að máli, né þing- menn fengu nauðsynlegan og tilskilinn tíma til að athuga málin, svo að auðið væri að gera skynsamlegar tillögur um meðferð ríkisfjár, verk- legar framkvæmdir og fleira. Stjórnarliðar gerðu það, og gerðu það eitt, sem af þeim var krafizt, mest í blindni, annars var ekki kostur. Og Sjálfstæðismönnum gafst naumast næturfrestur til að athuga tillögur eða öllu held- ur valdboð stjómarinnar og ganga frá nefndaráliti. Er allt þetta til leiðinda og eykur ekki virðingu fyrir Alþingi og störfum þess, svo hóflega sé mælt. Hafa blöðin skýrt frá þessu að undanförnu og skal því ekki frekar rakið hér. ,Þeir einir eigast hér við’ En hví eru þessi vinnu- brögð viðhöfð? Hvers vegna er verið að þessu? spyrja menn. Kunnugir þekkja svarið. Fjármálaráðherra hefur allt- af lagt mikla áherzlu á sam- þykkt fjárlaga fyrir áramót og að þau séu greiðsluhalla- laus. Er hvort tveggja lofs- vert. En tókst þetta þá? Mönnum er ætlað að trúa því. Til þess er íeikurinn gerð ur. En það er því miður hreinn hugarburður. Sannleikurinn er þessi: Þófið í stjórnarráðinu, og hinn mikli dráttur á af- greiðslu fjárlaga stafar af þvi, að ekki var auðið að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög án stórfelldra nýrra skatta. Ofan á þessar þarfir ríkissjóðs bættist svo þörf útflutn- ingssjóðs fyrir nýjar tekjur. Var talið, að ef jafna ætti halla útflutningssjóðs og ríkis sjóðs 1957 og tryggja halla- lausan rekstur þeirra 1958, mundi þurfa 250 til 300 millj kr. Svo háa nýja skatta þorði stjórnin ekki að nefna nú, vegna sveitar- og bæjar- stjórnarkosninga í næsta mán uði. Stóð nú lengi í þófi. Fjár- málaráðherra heimtaði fjár- lög afgreidd, og það greiðslu- hallalaus, en útvegsmálaráð- herra krafðist að útflutnings- sjóður fengi þá sitt. Einhverja ákvörðun varð að taka. Útvegsmálaráðherra sætti sig á elleftu stundu við að láta í minni pokann. Út- flutningssjóður skyldi bíða. Utan veggja stjórnarráðsins fór hann þó ekki dult með, að hlutur fjármálaráðherra skyldi sízt verða betri. í það skipti reyndist hann sann- sögull. Blekking en ekki fjárlög Eftir nægileg „samráð“ eru fjárlög að sönnu afgreidd. Að nafninu til eru þau greiðslu- hallalaus. Sú útkoma fékkst sem kunnugt er með því að hækka tekjuáætlunina úr hófi að dómi fjármáláráðherra. Um þetta sagði fjármálaráð- herra í þingræðu 19. þessa mánaðar m. a. þetta: „Hér er því komið á fremstu nöf um tekjuáætlun- ina, svo ekki sé meira sagt“. Það er að segja: fjármála- ráðherra telur þær tillögur, sem hann sjálfur afhenti meirihluta fjárveitinganefnd- ar og lét samþykkja, framt að því óverjandi. Þannig náð- ust 26 milljónir upp í greiðsluhallann. En betur mátti ef duga skyldi. Enn vantaði þá 90 milljónir, og nýjum sköttum til ríkissjóðs neituðu kommúnistar, úr því að útflutningssjóður fékk ekki sitt. Þá var gripið til þeirrar frumlegustu aðferðar, sem veraldarsagan þekkir, til að ná greiðslujöfnuði á fjárlög- unum. Stjórnarliðar gerðu sér lítið fyrir og kipptu 90 milljónum ofan eða neðan af þeim stöpli, sem ætlað er að standa undir niðurgreiðslum á vöruverði innanlands. Á sár- ið límdu þeir plástur, sem á stóð: „Ekki er þó ráðgert að hætta niðurgreiðslum á vöru- verði“, svo sem segir í nefnd- aráliti meirihluta fjárveitinga nefndar. Staðreyndin er þá sú, að fjárlög Islands fyrir árið 1958 eru nú afgreidd með því að áætla tekjur hærri en stjórn- arliðar telja verjanlegt, en síðan strikað út útgjaldameg- in það, sem á vantar, til þess að jöfnuður næðist. Um leið er svo lýst yfir, að greiðsi- urnar muni fara fram alveg jafnt eftir sem áður, þótt heim ildirnar til útgjaldanna, séu strikaðar út af fjárlögum. Þetta er blekking, en ekki fjárlög. Og að^vo miklu leyti, sem menn vilja kalla það fjár- lög eru það fjárlög með ó- hugnanlegum greiðsluhalla. Gengisfall í vændum? Sennilega verður að telja þessa afgreiðslu boða gengis- fall, þótt stjórnin þori ekki að játa það fyrr en eftir bæj- ar- og sveitarstjórnarkosning- arnar. Ef svona afgreiðsla fjár- laga þykir sæma, má kannske vænta þess síðar, að nægjan- legt þyki að lógfesta fyrir- sögnina eina, þótt efni vantí. Ber þar að vísu mikið á milli, frá því sem nú hefur gert verið. En þó er ekki fjarri sanni, ef sagt yrði, að lagt hafi verið inn á brautina ár- ið 1957. Öllum, sem þekkja fjár- málaráðþerra, hlýtur að vera það ráðgáta, að hann skyldi fremur kjósa slíka afgreiðslu fjárlaga, en frestun fram yfir þinghléið. Hitt veldur minni undrun, að útvegsmálaráðherrann hælist nú um yfir klækjunum og „gildrunni“ og brosir sínu þekkta brosi. „Þér ætluðuð að gera mér illt“ Utan fjárlaga verður vart sagt, að þingið hafi neinu af- kastað öðru en kosningalaga- breytingunni. Er þar ætlað með skerðingu á rétti kjós- endanna og hreinni vald- níðslu, að hnekkja valdi Sjálf- stæðisflokksins, einkum í Reykjavík. Skulu stjórnarlið- ar sanna, að slík bolabrögð bitna á þeim einum, og mun nú sigur Sjálfstæðisflokksins verða meiri en nokkru sinni fyrr, og einkum þó í Reykja- vík. Er mönnum og vel ljóst að auk alls annars mun sá sig- ur verða nagli í líkkistu rík- isstjórnarinnar. Vont versnar Svo háðulega mynd, sem meðferð fjárlaganna gefur af ríkisstjórninni, eru þó betli- farir hennar víða um lönd enn sneipulegri og fyrir það hættulegri, að þeir, sem lítið þekkja til, kunna að halda, að þjóðin sé ekki betri en stjórnin. Sogslánið bauðst Á þessi mál hefur alloft verið minnzt í blöðunum að undanförnu og því óþarft að fjölyrða. Læt ég nægja að lýsa því enn einu sinni yfir, að í tíð fyrrverandi stjórnar áttu íslendingar kost á Sogs- láninu, sem núverandi stjórn tók í Bandaríkjunum, ef við hefðum viljað fallast á að endurgreiða lánið með þeim hætti, sem núverandi stjórn hefur samþykkt. Um þetta eru til skrifleg gögn, sem síð- ar verða birt, þótt ekki sé það á valdi Sjálfstæðismanna að gera það nú. Gegnir furðu, að ríkisstjórnin skuli dirfast að neita þessum staðreyndum. í þessum efnum verða menn að trúa þeim mönnum, sem þeir treysta bezt, þar til auð- ið verður að leggja gögnin á borðið. 400 milljónir í viðbót Hitt sýnir svo blygðunar- leysi stjórnarinnar, að hún skuli þverskallast við að játa, að fyrrverandi stjórn átti kost á láni, að upphæð nær 400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.