Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. des. 1957 NOT VET...1'LLSEE HIAA TOAAORROW WHEN WE LEAVE... THAT'LL BE TIME . ENOUGH SINCE á HE’S ALREADV 2 OUTFITTED f -Jl VOU /IAEAN VOU ^ HAVEN'T fAET THE DUY YOU’RE GOING —OUT WITH? WELL., SIT DOWN AND HAVE A LITTLE DRINK WITH gS, FRANK... IF VOU’RE GOING Tö THE TALKEETNAS, VOU'LL NEED »T / Smásaga eiiir Edward Thybo ist með þeim Leo og Marianne. Sannarlega kunni strákurinn að dansa, því varð ekki neitað. Frú Larsen kom inn með whisky-soda handa mér: — „Er- uð þér ekki þyrstur, prófessor?", spurði hún lágt, eins og hún vildi ógjarnan fipa mig í hugsunum mínum. „Þyrstur er ég“, sagði ég og bætti svo við: — „Kannske er ég líka ofurlítið ástfanginn". Hún klappaði mér lélt á hönd- ina: — „Ég veit það", svaraði hún og brosti blíðlega. Ég fann, að hún myndi verða uppleysari ástar minnar — svo að ég taki mynd úr heimi efnafræð- innar — og ég gat ekki annað en brosað að tilraunum Leos, til að þóknast Mariamie. Við dvöldum á heimili frú Lars en í fimm daga og það var sann- kallaður hamingjutími. Öðru hverju talaði ég viö Marianne og mér virtist helzt sem hún væri alvarlegri og áhugasamari, þeg- ar við vorum saman, en þegar Leo þvaðraði við hana. Ég fann, að það var einhvers konar leyni- legur skilningur að myndast á milli okkar — sem að nokkru leyti byggðist á sameiginlegum áhuga okkar á hinum eilífu, efna fræðilegu sannindum og þegar ég íhugaði aðstæðurnar vísindalega og nákvæmt, komst ég að þeirri niðurstöðu, að hamingja mín væri sköpuð. Síðasta kvöldið hafði frú Larsen boðið öllum heldri persónum þorpsins til sam sætis, okkur til heiðurs og ég á- kvað að bera fram bónorð mitt. Ég kynnti Leo alla málavexti og þegar honum varð það ljóst, að ég ætlaði að ganga að eiga Marianne, trúði hann mér fyrir því, að hann væri sjálfur mjög hrifinn af henni. En hann viður- kenndi það samtímis að hann þyrði ekki að framkvæma stökk ið út á það 50.000 faðma dýpi — hann óaði við hugsuninni um hjónaband og hann hét því að hjálpa mér, ef hann á nokkurn hátt væri þess megnugur. Hann var góður vinur, enda þótt fæt- ur hans væru, eins og áður hefur verið sagt, alltof stórir. Ég ákvað að bera málið fyrst undir móður Marianne. Ég stakk upp á því við hana, að við skyld- um ganga sem snöggvast út í garðinn og féllst hún strax á þá tillögu mína. „Frú“, sagði ég. „Það er dá- Fást allstaðar iiiu COK 3)458. ■ 5404 lítið, sem ég þarf að tala um við yður“. „Er það?“, sagði hún og leit til hliðar. „Ég er ástfanginn. .. Og þér vitið líka hver stúlkan er. „Hvernig ætti ég að komast hjá því, að vita það?“ Og nú vil ég spyrja yður: „Er ég henni samboðinn?" „Þér samboðinn. Ó, Maise pró- fessor. — Þetta er nú að hafa endaskipti á hlutunum". „Þér megið ekki gera mig vandræðalegan. Hvað haldið þér að hr. Larsen muni segja?“ „Hann verður áreiðanlega jafn hamingjusamur og ég“. Það hafði orðið að samkomu- lagi, að Leo skyldi koma með Marianne skömmu eftir að við frú Larsen værum farin út í garð inn og hann kom líka. Undir einu eða öðru yfirskini gat hann feng- i£ frú Larsen með sér inn í húsið og við vorum tvö ein eftir í garð- inum. „Marianne", sagði ég. „Eruð þér búinn að bera fram bónorðið?“, spurði hún. „Já,“ svaraði ég undrandi. — „Hafið þér alltaf vitað það?“ „Já, við mamma höfum ekki um annað talað“. Hún brosti til mín og það glitr- aði á rakar tennurnar. En hvað hún var dásamleg. Hér voru öll orð óþörf. Ég tók hana í faðminn og kyssti hana beint á munninn". „Nei, heyrið þér mig nú próf- essor", sagði hún. — „Þetta er nú dálítið undarlegur koss til að gefa dóttur sinni“. „Dóttur?", hváði ég alveg for- viða, en brátt fór mig að renna grun í allar aðstæður. í einfeldni minni, eða hvað þér nú viljið kalla það, hafði mér ekki skilizt, að frú Larsen hélt að það væri hún sjálf, sem ég var að biðla til. „En faðir yðar, hr. Larsen yfir- verkfræðingur", sagði ég er við höfðum leitt hvort annað í allan sannleikann. „Hr. Larsen er móðurafi minn. Bæði hann og mamma eru fædd Larsen og mamma var einnig gift Larsen. Pabbi dó fyrir fimmtán árum. ..“ „Já, en hamingjan góða. Móðir yðar heldur þá, að ég. ...“ Marianne hló. Hún virtist sann arlega ekki líta neitt alvarlegum augum á málið. Ég hafði öðlazt allt annað, en ég ætlaði mér í upphafi. Hér eft- ir væri mér með öllu ómögulegt að vinna ástir Marianne, sérstak- lega þar sem hún virtist skemmta sér hið bezta yfir ó- heppni minni. Hún var mér nú alveg eins og Leo — þér vitið, þessi með stóru fæturna — góð- ur vinur, sem hjálpaði mér til að laumast í burtu, án þess að móð- ir hennar sæi til ferða minna“. Prófessorinn þagði um stund, en hélt svo áfram: — „Ég öðl- aðist sem sagt enga hjónabands- hamingju, en helgaði mig aðeins yísindastörfum mínum, eftir það. Ég sá Marianne í síðast^. skipti við brúðkaup Leos“. „Og móðirin", spurði ég. — „Var hún ekki líka í brúðkaups- veizlunni, eins og dóttirin?" „Jú, þó það nú væri", svaraði prófessorinn. — „Hún var sem sé brúðurin. Sko, það var allt sem Leo græddi á töfrum sínum. Frú Larsen vildi endilega giftast. Nei, maður getur ekki afnumið ást- MARKUS Eftir Ed Dodd aitttvarpiö ÞriSjudagur 31. desember: ( Gamlársdagur). Fastir liðir eins og venjulega. 16.30 Nýjárskveðjur. 18,00 Aftan- söngur í Laugarneskirkju (Prest- ur: Séra Árelíus Nielsson. Organ- leikari: Helgi Þorláksson). 19,10 Tónleikar: íslenzk þjóðlög og önn ui þjóðleg lög, sungin og leikin (plötur). 20,20 Ávarp íorsætisráð herra, Hermanns Jónassonar. — 20,40 Lúðrasveit Keykjavíkur leik ur; Paul Pampichler stjórnar. — 21,10 Glens á gamlárskveldi: — Nokkur stutt skemmtiatriði. Tón- leikar. 22,00 „Gamlar minningar“ (Guðmundur Jónsson kynnir) : a) Alfreð Andrésson syngur. b) Bjarni Böðvarsson og hljómsveit hans leika. c) Bjarni Björnsson syngur. 23,00 K.K.-sextettinn leik ur dans- og dægurlög. Scngkona: Sigrún Jónsdóttir. 23,30 Annáll ársins (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 23,55 Sálmur. — Klukknahringing. Áramótakveðja. Þjóðsöngurinn. — (Hlé). — 00,10 Danslög, þ. á. m. leikur hljóm- sveit Gunnars Sveinssonar. Söngv ari með hljómsveitinni: Skafti Ólafsson. 02,00 Dagskrárlok. Miðvikudugur 1. junúar: (NýársdaiU/r). 10,45 Klukknahringing. — Ný- árssálmur. 11,00 Messa í Dóm- kirkjunni (Biskup Islands, herra Ásmundur Guðmundsson, prédik- ar; séra Jón Auðuns dómprófast- ur þjónar fyrir altari. Organleik- ari: Páll ísólfsson). 13,00 Ávarp forseta Islands (útvarpað frá Bessastöðum). — ÞjóðsÖngurinn. 14 00 Miðdegistónleikar (plötur). 15.30 Kaffitíminn: Hafliði Jóns- son og félagar hans leika vinsæl lög. 17,00 Messa í Hallgríms- kirkju (Prestur: Séra Jakob Jóns son. Organleikari: Páll Halldórs- son). 18,30 Miðaftantónleikar. —• 20.15 Frá liðnu ári: Samfelld dagskrá úr fréttum og fréttaauk- um (Högni Torfason tekur sam- an). 21,00 Tónleikar (plötur). —- 122,00 Veðurfregnir. — Danslög (plötur. 24,00 Dagskrárlok. Finuutudugur 1. janúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 „Á frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). -— 18.30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Framburð arkennsla í frönsku. 19,05 Har- monikulög (plötur). 20,30 Kvöld- vaka: a) Séra Sigurður Einarsson í Holti bregður upp myndum og minningum frá Jerúsalem. b) Is- lenzk tónlist: Lög eftir Friðrik Bjarnason (pl.). c) Guðbjörg Þor- bjarnardóttir leikkona les úr Skál holtsljóðum eftir Þórodd Guð- mundsson. d) Gísli Kristjánsson ritstjóri flytur frásöguþátt: „Jól í Danmörku" eftir Þorbjörn á Geitaskarði. 21,45 Islenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson kand. mag.). 22,10 Erindi með tónleik- um: Dr. Hallgrímur Helgason talar öðru sinni um músikuppeldi. 23,00 Dagskrárlok. Fbstudagur 3. janúar: Fastir "iði. eins og venjulega. 13.15 Lesin dag-skrá næstu viku. 18.30 Börnin fara í heimsókn til merkra manna (Leiðsögumaður: Guðmundur M. Þorláksson kenn- ari). 18,55 Harmonikulög (pl.). —- 20.30 Daglegt mál (Árni Böðvars- son kand. mag.). 20,35: Erindi: Áhrif iðnaðarins á stöðu kvenna í þjóðfélaginu; fyrra erindi (Sig- ríður J. Mag iússon). 21,00 Tón- leikar (plötur). 21,30 Upplestur: „Litla dúfan“, smásaga eftir Anton Tjekhov, í þýðingu Mál- fríðar Einarsdóttur (Margrét Jónsdóttir). 22,00 Erindi: Olympíu leikar og Olympíuþingið 1957 (Benedikt G. Waage forseti Iþróttasambands Islands). 22,30 Frægir hljómsveitarstjórar (pl.). 23,05 Dagskrárlok. 1) — Hvað meinarðu, hefurðu ekki enn hitt manninn, sem þú átt að fylgja? — Nei, ekki enn, ég á að hitta hann á morgun. Það er nógur tímý þar sem allt er tilbúiö. 2) — Fáðu þér sæti Friðrik. Ef þú ert að fara í langferð, þarftu að fá þér svolítinn drykk 3 — Þeir sitja langt fram á nótt og drekka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.