Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. des. 1957 Gnðjón Svnvnr Vnldimarsson M i nningarorb VISSULEGA skal hlíða kalli, því Drottinn segir gakk á fund minn. Mér duttu í hug þessi orð þegar og frétti lát kunningja míns Gotta eins og hann var í daglegu tali kallaður, og flestir þekktu hann betur undir því nafni heldur en fullu nafni. Hann dó snögglega hér á Keflavíkurspítala þann 30. október síðastliðinn. Okkur sem búum í sjávar- og framleiðslu- bæjum finnst höggið skarð, þegar duglegir menn á bezta aldurs- skeiði burtkallast með fullri starfsorku eins og.nú heíur verið hér í Keflavík og í því sambandi vil ég minnast Guðna Jónssonar, sem hér var búinn að starfa sem útgerðar- og formaður um mörg ár og sjómaður til enda. Báðir þessir menn helguðu sjónum og framleiðslustörfum alla sína starfskrafta og þess vegna getur ekki annað en komið í hug okkar sem eigum alla okkar afkomu undir þessum sjómönnum, að við höfum misst mikið, þó harðast sé höggvið í knérunn ekkna, barna og annarra aðstandenda þeirra. Gotti var háseti hjá Guðna Jóns- syni mörg úthöld, og má vel vera að þeir sigli enn saman yfir hafið og lendi þar sem báran gjálfrar við lífsins strönd. Gotti var fædd- ur 15 ágúst 1919 í Holti í Garði. Óskum öllum viðskiptavinum okkar l og þökkurh viðskiptin á liðna árinu. Matstofan HVOLL Hafnarstræti 5. Einar Eiríksson. Kirkjubær við Háteigsveg félagsheimili Óháða fríkirkjusafnaðarins í Reykja- vík er til leigu fyrir menningarfélög og einstaklinga. Fundarherbergi og samkomusalur. — Upplýsingar í síma 17628. Gjaldkeri Óháða fríkirkjusafnaðarins. Sjálfstæðiskvennafélagið EDDA Kópavogi heidur Jólatrésskemmtun mánudaginn 6. janúar í Samkomuhúsinu, Kársnesbraut 21, Kópavogi. Kl. 3—7 fyrir börn innan 12 ára. Kl. 8 fyr- ir unglinga og börn 12 ára og eldri. Jólasveinninn kemur. Þeir, sem þess óska geta pantað miða í sima 19689 eða 16092. Skemmtinefndin. Jólatrésskemmtun Glímufélagsins Ármann verður haldin í Sjálfstæðis- húsinu þriðjudaginn 7. jan. kl. 3.45 síðdegis. Skemmtiatriði — Margir Jólasveinar, kvikmyndir og fl. — Aðgöngmiðar seldir í skrifstofu félagsins íþróttahúsinu sími 1-33-56 frá kl. 5—7 laugardag- inn 4. jan. Ennfremur í Sportvöruverzluninni Hellas og Bókabúð Lárusar Blöndal. Verð kr. 30.00 fyrir börn. Glímufélagið Ármann. Silfurtunglið Hinir vinsælu almennu jólatrésfagnabir verða haldnir í Silfui tungnnu dagana 3., 4. og 5. janúar. Gilj:|gaur og Góla koma í heimsókn. Riba og hljómsveit skemmta. Miðar seldir og teknir frá kl. 10—4. Silfurtunglið — Sími 19611. Þá er komið hingað til Reykjavíkur saltfisktökuskipið Her- mann Langereder, sem fyrst hlekktist á norður á Akureyrl, en síðan í höfninni á Skagaströnd. Myndin er tekin af yfir- byggingu skipsins, og sést hvernig mastrið sem heldur uppi loftneti radartækisins keng-bognaði er það rakst á sildarlönd- unarkranann í Skagastrandarhöfn. (Ljósmynd Mbl.). Foreldrar Jónína Valgerður Magn úsdóttir frá Bergi í Garði og Valdimar Guðjónsson íiskimats- maður ættaður úr Rangár/alla- sýslu. Bæði voru foreldrar hans komin af dugmiklu sjómanna- fólki, enda faðir hans sjómaður í mörg ár og talinn liðsmaður góður. Fyrstu árin, sem foreldrar Gotta bjuggu leigðu þau húsnæði hjá Guðmundi Jónssyni útgerð- armanni og konu hans í Holti, og rómar Valdimar góð samskipti þeirra hjóna. Þriggja ára gamall flutti Gotti með foreldrum sínum til Keflavíkur og ólst upp með þeim, snemma byrjaði hann að vinna þó ekki sé farið lengra aft- ur í tímann en til ársins 1928, þá var hver starfandi hönd í þjón- ustu atvinnulífsins, þó smá væri. Þetta man ég fyrst eftir Gotta stokkaði hann þá upp línu við bát sem ég vann við, þá var hann 9 ára gamall, unnið var i köldum skúrhjalli, ekki mundi slíkt þykja boðlegt barni nú, en herkjan og kappið var mikið, þó launin væru smá. Hefur slíkt eflaust örvað til sjálfsbjargar eins og síðar kom fram þegar hann stofnaði sitt eigið netaverkstæði. Ég held að Gotti hafi verið með yngstu mönn um sem byrjuðu að róa hér á vetrarvertíð strax upp úr ferm- ingu var hann háseti með afla- sælum og ágætis formönnum hér í Keflavík eins og Albert Ólafs- syni og Axel Pálssyni og fleirum. Þann vitnisburð fær hann hjá báðum, sem sjómaður, að hjá hon um hafi farið saman dugnaður og handlagni, eða sem sagt að starf- ið hafi leikið í hans höndum. Ásamt þessu var dagleg nmgengni prúð, enda var honum alltaf metnaður að minnast þessara for- manna sinna, þarna hefði hann starfað og vel gengið. Enda ætla ég að minnast atviks, sem skeði í samverutíma Axels og Gotta. Þeir eru að koma úr fiskiróðri á vetrarvertíð í hvassviðri og stór sjó. Á leiðinni til lands kemur Axel að bát, sem er sýnilega á reki og hjálparvana og liefur þá vissulega vaknað sjómanns- fórnarlundin að bjarga því sem hægt væri. Axel stýrir bát sínum að þeim hjálparvana og Gotti stekkur á milli bátana, þar með var björgun hafin, taug komið á milli bátanna og síðan bátur- inn dreginn til lands. Þó ég minn ist aðeins á þetta er þessi saga ekki nema sjálfsögð, hvað menn- irnir hafa þurft að hafa mikið fyrir þessu í sliku veðri sem var, en þarna hefur þurft samstillt traust og snarræði beggja aðila bæði formanns og háseta, en mörg viðbrögð sjómanna er Gísli Einarsson héruðsdónisiöguiaJur. Málflutniugsskrifstofa. furðu hljótt um, enda þeir ekki að trana því fram sér til álits. Gotti giftist 13. september 1943, Ástu Þórðardóttur frá Hrauns- múla í Kolbeinsstaðahreppi, dugn aðar og myndarkonu, enda hefur hún haldið sitt heimili með hrein- læti og snyrtimennsku svo sómi er að. Tvær dætur eignuðust þau hjón, sem báðar eru með móður sinni. Sigurveigu, sem komin er fram yfir fermingu 15 ára og Jónu Valgerði, sem er ári yngri og báðar eru þær efnisstúlkur. Þau hjón byrjuðu búskap í Kefla- vík hjá Valdimar föður Gotta, en árið 1944 keypti hann húseignina Kirkjuveg 32, var að endurbyggja hana og stækka, en entist ekki aldur til að það væri íullgert. Árið 1946 hverfur Gotti frá sjóstörfum, sem aðalatvinnu og setur upp eigið netaverkstæði og við það vann hann meðan líf entist. Verkefni hafði hann alltaf nóg, útgerðarmenn sóttust eftir vinnu hans. Hann var afar fljótvirkur við þessa iðju sína og afkastamikill, enda hlífði hann sér ekki við löngum vinnu- dögum, þegar þess þurfti með. Eins og ég hef áður minnzt á minntis Gotti formanna sinna með hlýju og velvild og þeirra manna sem hann vann fyrir. Þó var það Lotur Loftsson, sem hann mat mest fyrir góð samskipti og vináttu, enda vann hann öll þau ár frá því hann byrjaði að vinna á verkstæði sínu að öllum neta- útbúnaði fyrir Loft eða hans fyrirtæki (Geir Goði hf.) og virt- ust þeir bera gagnkvæmt traust hvor til annars. Gotti var nábýlis maður minn frá því hann flutti á Kirkjuveginn og við kunnir frá hans barnsárum, enda sýndi hann mér alltaf velvild, vann fyrir mig fljótt og vel, var með mér á bát mínum og var ég mjög hrifinn af vinnuafköstum hans lipurð og handlagni, enda má ég líka virða við hann þegar hann vann að aðgerð veiðarfæra minna í ágjöf og slyddu svo allt væri klárt fyrir næsta dag, þetta var gert með glöðu geði, án þess að fá borgun fyrir sérstaklega. Gotti var starfs maður mikill og afkastaði mik- illi vinnu, enda held ég að hans heimili hafi ekki vantað, meðan hans naut við, metnður hans var í því fólginn að þar væri allt sambærilegt við aðra. Hann var snyrtimenni við sjálfan og í um gengni allri, var alltaf hlýr og léttur í lund, gamansamur og gat oft komið manni í gott skap og vinfastur og tryggur sínum kunn- ingjum í þessum fátæklegu minning- arorðum mínum hef ég reynt að lýsa helztu starfsatriðum úr lífi kunningja míns Gotta úr hans stuttu ævi, þar má segja að hann liggi ekki óbættur við garð. Ég vil votta konu hans, dætrum og föður og öllu nánu venzlafólki innilegustu samúð mína, ég vil hugsa vel til ykkar allra. Jafn- framt benda til þess, að leitað sé við ljós jólastjörnunnar í endur- minningum liðins tíma er alltaf gullkorn að finna. sem hægt er að ylja sér við. Ég þakka þér Gotti það sem við áttum saman. Blessuð veri þín minning. H, G. Eyjólfsson. l.augavegi 20B. — Sími 19631. Bifreiðar teknar til geymslu Sigurður Sigtryggsson, sími 24102 Fokheld íbúð, 100—130 fermetrar, óskast til kaups milliliða- laust. Staðgreiðsla ef um semst. Tilboð leggist inn til Mbl. merkt: Reykjavík — 3612. Knattspymufélagið Þrottur ■ jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna og gesti í Silfurtunglinu laugar- daginn 4. janúar kl. 3. — Aðgöngumiðar í Fiskbúðinni, Fálkagötu 19, sími 13443.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.