Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 31. des. 1957 MORGUNBLAÐIÐ 11 Gunnar Hlíðar, símstgóri Minningamrb SÍMINN kallar! — skyldan kall- ar! Það var morguninn fyrir Þor- láksmessu — sunnudagsmorgun. Símastúlkan í Borgarnesi sezt við símaborðið kl. 10 þegar af- greiðslutíminn hefst. Skjótt verð ur hún þess vör, að talsímalínan til Vesturlands er biluð. Þetta tilkynnir hún strax símstjóranum Gunnari Hlíðar, sem býr í hús- inu. Eftir annaríkt þjónustu- starf daginn áður hafði hann um kvöldið ásamt konu sinni unnið að undirbúningi jólanna fyrir börnin sín, sem nú áttu að fá í fyrsta sinn að halda jól í nýju íbúðinni í nýja símahúsinu. Það var mikil tilhlökkun, því allt fram að þessu höfðu þau orðið að búa við lítinn og lélegan húsa- kost, þangað til nú fyrir 3 mán- uðum að smíði nýja símahúss- ins var lokið. Strax og bilunartilkynningin nær eyra símstjórans, gengur hann að símanum, gerir nokkrar skyndimælingar og skundar síð- an af stað í bíl ásamt bílstjóra með aðgerðarefni og aðgerðar tæki. Bilunarstaðurinn reynist skammt í burtu, — en stundu síðar er hann borinn sem bleikur nár heim í nýju íbúðina til eigin konunnar og barnahópsins. Með- an á aðgerðinni stóð, hafði hann fallið úr símastaurnum og beðið bana. Köld örlög! Gunnar Hlíðar var 43 ára, fædd ur 20. maí 1914 á Akureyri, einn af 5 börnum þeirra Sigurðar E. Hlíðar, yfirdýralæknis og alþing- ismanns og konu hans, Guðrúnar Finnbogason. Hann lauk stúd- entsprófi við Menntaskólann á Akureyri vorið 1936. Varð cand. phil. og stundaði læknisnám nokkur ár við Háskóla íslands. Var við dýralækningar með föð- ur sínum og gegndi þeim störfum í fjarveru hans á Alþingi. Var settur dýralæknir á Akureyri 1. febrúar 1943 til 1. maí s. á. Gjörðist bóndi og símstjóri á Krossum á Árskógsströnd 1943 1944. Ráðinn heilbrigðisfulltrúi og dýralæknir í Vestmannaeyj um 1. okt. 1944 og gengdi þeim störfum til 1952, en þá var hann skipaður símstjóri og póstaf- greiðslumaður í Borgarnesi. Með an Gunnar var við menntaskóla- nám (1930—1936), starfaði hann á sumrin við símlagningar o, símaaðgerðir með hinum góð- kunna símaverkstjóra Magnúsi Oddsyni. Árið 1942 kvæntist Gunnar Ingunni Sigurjónsdóttur (Sigur- jón og Jóhann skáld Sigurjóns- son voru systkinasynir) hjúkrun arkonu, uppeldisdóttur sæmdar- mannsins Þorsteins Jónssonar, er lengi var síma- og póstafgreiðslu maður á Dalvík, og konu hans Ingibjargar Baldvinsdóttur frá Böggversstöðum. Þau Gunnar og Ingunn eiga 5 dætur, 7 til 15 ára. Gunnar var maður stór og glæsilega vaxinn og drengur ágætur, eins og hann átti kyn til. Starf sitt rækti hann með fram úrskarandi samvizkusemi og lipurð, enda var hann hvers manns hugljúfi. Nutu þessir kostir hans sín sérstaklega í starf inu við póst og síma. Skylduræk- inn var hann fram í dauðann, eins og síðustu viðbrögð hans bera skýrastan vott, um. Við hlið slcyldustarfanna gengdi Gunnar einnig ýmsum trúnaðarstörfum f Vestmannaeyjum kenndi hann nokkuð við gagnfræðaskólann þar, og í Borgarnesi var hann Barnaverndarnefnd og formaður Barnaskólanefndar. í gær var hann til moldar bor inn hér í Reykjavík. Hér hefir þjóðin misst mætan dreng. Stofnunin, sem hann starf aði í, og starfsmenn hennar sjá með trega á bak góðum samstarfs manni og flekklausum félaga Eiginkonan og börnin, foreldrarn ir og bræðurnir, eru þungum harmi lostin og eiga örðugt að átta sig á þessu reiðarslagi ör laganna. Öllum oss mætti þó til huggunar verða, að: „aldrei er svo svart yfir sogarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú“. G. J. H. Spoinaður í ríkisiekstrinum FYRIR nokkru var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um ráðstafanir til að draga úr kostnaði við rekstur ríkis- ins. í frumvarpinu segir að enga nýja ríkisstofnun megi setja á fót nema með lögum. Þá er gert ráð fyrir að fela sérstök- um trúnaðarmönnum „aðhald og eftirlit“ varðandi ríkis- reksturinn. Þessir trúnaðar- menn skulu vera ráðuneytis stjórinn í fjármálaráðuneyt inu, einn maður tilnefndur af fjárveitinganefnd Alþingis til eins árs í senn og einn maður tilnefndur af ríkisstjórninni í heild til jafnlangs tíma. Verkefni trúnaðarmanna Verkefni þessara trúnaðar- manna skulu vera þessi: 1) Þeir skulu gera tillögur um hagfelldari vinnubrögð í ríkis stofnunum til að spara manna- hald og annan rekstrarkostnað. 2) Þeir skulu gera tillögur, áður en ríkisstarfsmönnum er fjölgað eða ráðið í stöður, sem losna. Þetta gildir ekki um stöð- ur, sem ákveðnar eru með lög- um, né um faglærða iðnaðar menn og verkamenn, sem laun taka samkvæmt sérstökum kjara samningum. 3) Þeir, skulu gera tillögur um starfsmannafjölda nýrra rík isstofnana. 4) Þeir skulu gera tillögur áður en ríkisstofnun eykur við húsnæði sitt, kaupii bifreið eða gerir aðrar ráðstafanir, sem veru lega auka rekstrarkostnaðinn. Hlusfað á útvarp Starfshættir trúnaðarmannanna Um starfshætti þessara trúnað armanna segir svo í lagafrum varpinu: „Nú kemur fram ósk um fjölg- un starfsmanna við ríkisstofnun eða ráðningu í lausa stöðu, og skal þá hlutaðeigandi ráðuneyti senda beiðnina til trúnaðarmanna .... Er skipun, ráðning eða setn- ing í stöðuna ógild þar til tillög- ur þeirra hafa borizt. Tillaga skal gerð eigi síðar en hálfum mánuði eftir að erindi barst, nema hlutaðeigandi ráðherra samþykki lengri frest. Telji ráð- herra eigi fært að fara að tillög- unum, er hann eigi við þær bund inn, en skal þá senda fjárveit- inganefnd Alþingis rökstudda greinargerð". Þá er í frumvarpinu ákvæði um skyldu ráðuneyta og stofnana til að láta trúnaðarmönnum í té allar nauðsynlegar upplýsingar. SÉRA Gunnar Arnason flutti síð- asta erindi sitt um átrúnað þriggja íslenzkra höfuðskálda, eins og hann birtist í ljóðum leirra. Var það um Grím Thom- sen. Eins og hin fyrri tvö erindi, um Bjarna Thorarensen og Jónas Hallgrímsson, var þetta síðasta vandað að frágangi og fróðlegt. Þessi þrjú erindi eru með því bezta sem útvarpið hefur haft að bjóða nú í haust. Grímur Thom- sen var einhver mesti vitmaður er uppi var á öldinni sem leið og oft sagður ekki við eina fjölina felldur. Trú hans á Guð, alföður, virðist hafa verið ákveðin og bjargföst. Hann trúði og á Jesúm Krist, en ekki er alveg augljóst af kvæðum Gríms, hvernig þeirri trú hefur verið háttað. Ef til vill hefur hann trúað á endurlausn- ina fyrir fórnardauða Krists í anda Hallgríms Péturssonar. En eins og kunnugt er gaf Grímur Thomsen út (fyrir Bókmenntafé- lagið) kvæði Hallgríms, þar á meðal Passíusálmana. Ég get varla ímyndað mér, að nokkur sæmilega greindur maður, sem kynnist Passíusálmunum vel, geti komizt hjá því að hrífast af andagift og einlægni þessa stór brotna verks. Er ekki vafi á því að slikur gáfumaður er Grímur var hafi orðið gagntekinn af hinni miklu trúarvissu og spexi Hallgríms er hann komst í svo náin kynni við. En hann hef- ur auðvitað þekkt og kunnað sálmana frá bernsku, eins og öll gáfuð börn þeirrar tíðar. — Þökk sé séra Gunnari Árnasyni fyrir þessi þrjú ágætu erindi. ooOoo SUNNUDAGSÞÁTTURINN 21. desember — þeirra Páls Berg- þórssonar og Gests Þorgrímssori- ar — var vel við eigandi í byrjun jóla. Þátturinn er nefndur Um helgina og hefur verið nokkuð misjafn að gildi, en ætíð flutt eitthvað athyglisvert. Nú er dag farið að lengja og eru það mikil og góð tíðindi norður hér. Átti vel við að ljósið og koma þess væri gert að umtalsefni þennan sunnudag. Yar. smekklega og fagurlega frá þættinum gengið. Þar heyrði ég nefnt félag sem náin kynni við. En hann hef- aldrei heyrt það félag nefnt fyrr, en það var stofnað árið 1954 og vill efla og fegra ljóstækni á öll- um sviðum. Virðist félagið vera eitt þeirra er að gagni gætu kom- ið, en það verður ekki sagt um öll félög er nú spretta upp á þessari miklu félága-öld. ooOoo SVO komu jólin. Útvarpið flutti afar mikið af kirkjumúsik að venju. Mér fannst af bera organ- leikur dr. Páls Isólfssonar og fylltist fögnuðu af því að þjóð vor á slíkan snilling. Þarf ekki að fara um það fleiri orðum, nema hvað ég vil hvetja menn til að láta ekki hjá líða að hlusta á Pál, er hann lætur til sin heyra, því að ekki er líklegt að menn eigi kost á að hlusta á slík- an listamann, íslenzkan, um lang- an aldur, í orgelspili. Hann hefur þetta eitthvað, sem ekki verður með orðum tjáð, alveg sérstakt, listina af Guðs náð. ooOoo ANNARS var jólaútvarp svipað og venjulega. Messur margar og vafaluast ágætar. Ég hlustaði á tvær ræður, báðar ágætar. Aftur á móti fór þáttur Ævars Kvarans fram hjá mér, en hann var á jóla- dag, 25. des. Held ég að fáir hafi hlustað það kvöld, margir eru þa við annan gleðskap og veizluhöld. Bókmenntakynning stúdenta frá 150 ára afmæli skáldsins var vafalaust ágæt, bæði erindi dr. Einars prófessors Ólafs Sveins- sonar, svo og upplestrarnir. Eg hafði heyrt þetta áður og hlust aði ekki nú. En alveg var sjálf- sagt að útvarpa þessum þætti,’ bæði til minningar um hið ágæta skáld, sem allir íslendingar elska og virða, og svo af því að hér var óvenjulega snjöll og vel sam- in ræða og vandaður upplestur úr ritum skáldsins. ooOoo Á LAUGARDAGINN 28. des. var endurtekið efni. Var það flutt af Þórði Björnssyni, útdráttur úr ferðasögu frá miðri 19. öld, er Ameríkumaður einn, Miles (ég hygg það sé skrifað svo, fram- borið Mæls) ritaði. Kvað Þórður hann muni verið hafa fyrsta ferðalang frá Bandaríkjunum er hingað hafi komið. Bar útlending ur þessi landsmönnum hér mjög gott orð, dáðist að gestrisni þeirra og alúðlegri framkomu. Hann ferðaðist austur fyrir fjai! og gisti meðal annarra Þórð sýslu mann, er tók honum afbragðsvel, svo og tvo presta. Þótti honum gott að heimsækja þessa embætt- ismenn og svo aðra Islendinga. Hér var hann í kirkju hjá séra bæði í Reykjavík og i sveitum. Ásmundi, er síðar fór að Breiða- bólstað. Af 1200 íbúum höfuð- staðarins voru aðeins 50 í kirkju og þótti hinum ameríska manni það lítið. Kennir hann það dönsk- um kaupmönnum, hér, segir þá siðspillandi og illa menn, sem ekkert hugsi um annað en græða fé af landsmönnum, drekka Og drabba og spila fjárhættuspil. — Þáttur þessi fór fram hjá mér er Þórður Björnsson flutti hann 6. des. og var mér ánægja að fá að heyra hann nú. ooOoo ÓSKAR Halldórsson, kennari, lauk við lestur hinnar ágætu sögu Nonna, Ævintýri úr eyjum. Það var 18. lestur og vona ég að börn og unglingar, já, einnig fuli- orðið fólk, hafi nlustað á lestur þessarar sögu. Bókin er snilldar- verk og öllum hollt á hann að hlýða. Lestur Óskars ágætur, sömuleiðis þýðing Freysteins Gunnarssonar, skólastjóra. Sjálf- sagt hafa margir, ungir og gaml- ir, lesið bókina, en það er nú svo, að mjög oft er gagn og gaman að hlusta á það sem maður hefur lesið, sé vel með efnið farið. Laugardagsleikritið 28. des., jólaleikrit útvarpsins, hét Jóla- þyrnar og bergflétta, eftir Winy- ard Browne. Leikstjóri, þýðandi og aðalleikari var Þorsteinn Ö. Stephensen. Aðrir leikendur úr fremsta flokki leikara. — Leikrit þetta er að mörgu leyti athyglis- vert og að flestu leyti vel með farið. Að vísu er margt öðru vísi um jólasiði í Englandi, þar sem þetta gerist, en hér, t. d. bíó á jólakvöldið o. s. frv. Lýst er fórn- fýsi ungrar prestsdóttur og margs konar fólk með margs konar skaplyndi kemur fram í leikritinu. Leiðinlegastur er unn- usti prestsdótturinnar, hann virð- ist mjög heimskur maður, en er þó ekki, að því er virðist, viljandi gert hjá höfundi. Hinn óviðfeldni hlátur, er hann rekur upp er hann fréttir í leikslok, að allt muni fara að óskum, er óþolandi. Annaðhvort höfundi eða leik- stjóra að kenna. Annars er, sem sagt, margt gott í þessu leikriti, rétt og vel athugað og flestir leikendur fara vel með hlutverk- in. — Þorsteinn Jónsson. Manecure Tek að mér handsnyrtingu, manecure. Pöntunum veitt móttaka frá kl. 10—2 í síma 10368. — Ragna Grönvold Brávallagötu 10. HILMAR FOSS lögg. ikjalaþýð. & dónit. Ilafnarstræti 11. — Sími 14824.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.