Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Þriðju'dagur 31. des. 1957 4 hópar ÍR-ínga fiara utan 1958 fiimm erl. filokkar sækja fiél. heiic Félagið hefur komizt í gott samband við félög í ýmsum londum Kscattspyrnuleikír i Keykiavák skipta hundruðum árlega Frá aðalfundi Knaftspyrnuráðsins ÞAÐ ER óhætt að segja, að stjórn ÍR sér meðlimum hinna ýmsu deilda félagsins fyrír nægum verkefnum. Sam- kvæmt fréttatilkyningu frá stjórn félagsins, munu fjórir flokkar íþróttamanna ÍR fara í keppnisferðir til útlandn næsta ár og félagið tekur á móti fimm flokkum. Skíðamenn og sundmenn Sund- og skíðadeildir ÍR hafa komizt í samband við félög í Noregi, þ. e. við sundfélagið „Speed“ og íþróttafél. „Ready“ en bæði þessi félög eru í Osló. Sundfélagið „Speed“ er eitt af beztu sundfélögum Noregs, en skriðsundsmaðurinn Nylenna og baksundsmaðurinn Petersen eru þekktustu kappar þess. Meining- in er að 3—4 meðlimir „Speed“ komi á sundmót ÍR í marz og að ÍR-ingar, líklega 8 talsins fari til Noregs á 40 ára afmælismót Speeds í ágúst. íþróttafélagið „Ready“ hefur margar íþróttir á stefnuskrá sinni m. a. frjálsíþróttir og handknatt- leik, en í skíðaíþróttum standa „Ready“-menn framarlega, m. a. eru 2 af þátttakendum Noregs í heimsmeistaramótinu úr „Ready“ — Jan Thorstensen og Marit Haraldsen. Sérstök nefnd innan skíðadeildar iR sér um þessi íþróttamannaskipti og vinn- ur hún að því, að 4—5 Norðmenn mæti á skíðamót ÍR í marz og að jafnmargir ÍR-ingar fari út í sama mánuði. Körfuknattleiksmenn Körfuknattleiksmenn ÍR kom- ust í samband við hið þekkta austur-þýzka félag, DHfK í Leipzig, en í því eru m. a. marg- ir af beztu frjálsíþróttamönnum A-Þýzkalands, t. d. Frost og Preussger, sem kepptu á afmælis- móti ÍR í sumar. í körfuknattleik er DHfK í 2. sæti í austur-þýzku meistarakeppninni. Körfuknatt- leiksmenn ÍR stefna að því að ar. Nú hefur borizt endanleg svar frá Varkaus og stand;: ÍR allar dyr opnar þar. Ac lokum kom svo boð frá DHfK uir að senda nokkra frjálsíþrótt'i menn á alþjóðlegt frjólsíþrótta mót í Leipzig. Stjórn ÍR verðu að sjálfsögðu að hafa samráð við stjórn FRÍ um þessi boð öll tii að forðast árekstra. Kvenaflokkur Í.R., sem í sumar sem leið tók þátt í alþjóðlegri fimleikahátíð í Lundúnum. Sýningar flokksins á mótinu vöktu mikla athygli. Stjórnandi flokksins er Sigríður Valgeirsdóttir. DHfK komi hingað í marz, en ÍR-ingar fari svo til Leipzig í maí. Frjálsíþróttamenn til Sví- þjóðar, Finnlands og A-Þýzkalands Frjálsíþróttamenn ÍR munu einnig standa í stórræðum í sum- ar. ÍR á boð inni hjá Bromma og fer flokkurinn frá ÍR utan í ágúst og mun dveljast í Svíþjóð um svipað leyti og Evrópumeist- aramótið verður. Þegar Vilhjálm- ur Einarsson keppti í Varkaus í Finnlandi í sumar hóf hann máis á því, hvort íþróttafélag Varkaus hefði áhuga á því að fá flokk ÍR til sín í félagakeppni næsta sum- Handknattleiksmenn frá Júgóslavíu - Þegar handknattleiksmenn ÍR voru í Vestur-Þýzkalandi á dög- unum var rætt um íþróttamanna- skipti við júgóslavneska félagið Zagrep og má búast við að úr verði. Þá mun að öllu forfalla- lausu koma handknattleiksflokk- ur frá Júgóslavíu til Reykjavík- ur í nóvember 1958 og ÍR-ingar síðan fara til Júgóslavíu 1959. Að lokum má geta þess, að fimleikaflokkur kvenna úr ÍR fór til Lundúna í sumar á al- þjóðlegt fimleikamót kveníþrótta kennara, sem haldið er fjórða hvert ár. Flokkurinn stóð sig mjög vel, en alls sýndu flokkar frá 60 löndum. AÐALFUNDUR Knattspyrnu- ráðs Reykjavíkur var haldinn dagana 2‘8. nóv. og 12. des. sl. í Félagsheimili KR við Kapla- skjólsveg. Formaður ráðsins, Páll ! Guðnason flutti skýrslu síðasta árs. Kemur fram í henni hve 1 knattspyrnuíþróttin er umfangs Imikil í höfuðstaðnum. Á sumr- inu voru haldnir 43 leikir í meist | araflokksmótum, auk 5 lands- 1 leika, 9 leika gegn erlendum fé- lögum og 5 úrvalsliðsleika inn- lendra liða, alls 62 leikir meistara flokks, sem aðgangur var seldur að. Verða það að meðaltali 12 leikir á mánuði. í I. flokki fóru fram 18 mót- leikir, í 2. flokki 41, í 3. flokki A 35 leikir, 4. flokki A 33, 2. fl. B 14 leikir, 3. flokki B 9 og 4. flokki B 9, alls 202 leikir í mót- um, 19 landsleikir og úrvalsleik- ir og 38 leikir, sem félögin hafa leikið gegn innlendum félögum á ferðalögum og hér í Reykjavík og 13 leikir erlendis. Leikafjöldi Reykjavíkurfélaganna og ann- arra aðila í héraðinu var á síðasta sumri 272 og er það meiri leika- fjöldi en nokkru sinni áður. Á aðalfundinum var Sérráðs- dómur K.R.R. endurskipaður og eiga nú sæti í honum Hjörtur Hjartarson, Sveinn Helgason og Ari Jónsson. Þá voru gerðar tvær sam- þykktir í vallarmálum. Vegna vaxandi fjöldi leika í yngri flokknum verður að staðsetja m kinn hluta þeirra leika á æf- ingavöllum félaganna og vegna breyttra aldurstakmarkana í þess um flokkum fól þingið stjórn ráðsins að hefjast handa um að fá aukna aðstöðu fyrir þau mót. Á sl. sumri var hinn nýi leikvang ur í Laugardal tekinn í notkun og samþykkti fundurinn að færa þeim aðilum, sem unnu að þeim shriFar ur , daglega lifinu J Eitt á enda ár vors lífs er runnið .. “ og af því tilefni setjumst við niður og gerum upp rekstrarreikning lífsins á nýliðna árinu. Það ættum við að minnsta kosti að gera. Með því að setja okkur fyrir hugarsjónir afglöp okkar og dáðir (ef einhverjar eru) ættum við að verða færari um að haga breytni okkar skyn- samlega á því ári, sem nú er að hefjast. Hver veit nema okkur takist að lifa það allt, og okkur líður áreiðanlega mun betur um næstu áramót, ef við höfum verið batnandi menn á árinu 1958. Ef önnur áramót skyldu hins veg ar ekki eiga fyrir okkur að liggja, mun líka jafngott að fara að með gát. Uppgjörið verður þá í ann- arra höndum og ekki undan því komizt. Það er með öðrum orðum rétt, sem segir í versinu hans Brynjúlfs frá Minna-Núpi: „Þetta ár er frá oss farið, fæst ei aftur liðin tið. Hvernig höfum vér því varið? Vægi’ oss Drottins náðin blíð. Ævin líður árum með, ei vér getum fyrir séð, hvort vér önnur árslok sjáum. Að oss því i tímá gáum.“ ★ Annars eyða menn gamlaárs- kvöldi víst sjaldnast í þungum þönkum um lífið, tilveruna og stöðu sjálfs sin í veröldinni. Sum ir eru heima, sjálfsagt flestir. Fjórir menn ræddu um það í spurningadálki Morgunblaðsins á sunnudaginn, hvernig þeir teldu síðasta kvöldi ársins bezt varið. Virtust allir vera þeirrar skoð- unar, að þá skyldi heima setið. Sumir minntust á góðan mat, jafnvel rauðvín, aðrir minntu menn á að gæta hófs þá sem endranær. Einn tók beinlíms fram, að hann væri á móti ára- mótadansleikum. Það er ég líka, en sumir eru á annarri skoðun og í flestum veitingahúsum eru miklar gleðihátíðir í kvöld. Ef að líkum lætur taka einhverjir pappaöskjur upp úr vösum sínum og draga gullbauga á fingur ást- kvenna sinna. En við, sem heima sitjum, hlustum á útvarpið og konur okkar og spilum við krakk ana. Um miðnætti er svo skropp- ið út fyrir, ef flugeldar eru fyrir hendi, og þeir sendir upp i ríki Spútniks. Annars er nefi klesst að rúðu og horft á rakettur ann- arra springa og dreifa marglitum ljósleiftrum um himininn. En ætli ærslin sem yfirleitt þykja svo vel við eiga á gamlaárskvöld, eigi sér ekki undirtón af alvar- legum toga. Verður mönnum ekki, hvað sem á gengur, hugsað til þess, að nú eru tímamót, ævi- stundirnar eyðast og lífið er í rauninni stóralvarlegt fyrirtæki? í gamla daga urðu stundum átök milli mennskra manna og huldufólks á nýjársnótt. Óhreinu Evubörnin gengu þá úr kletta- borgum sínum og ruddust í hús systkina sinna í mannheimum eða þau seiddu til sin menn og lokuðu inni í björgum. Þeir, sem þessu trúðu, hafa eins og við verið þeirrar skoðunar, að ára- mótin væru allt annað en hvers- dagsleg stund. Þau væru þvert á móti sá tími, er menn skyr.ja það, sem þeim er ella hulið. ★ Annars ætlaði ég ekki að hafa þeitta neitt langar lífernisleið- beiningar. Ég vona bara, að okk- ur komi dável saman á nýja árinu eins og því, sem brátt er á enda. Ég er að hugsa um að halda áfram baráttunni fyrir hug sjónamálum mínum, bæði stofn- un næturmatstofu í Reykjavík og afnámi bolsaáróðurs i list- sýningarsölum! Er þess mjög að vænta, að um næstu áramót geti ég hrósað frægum sigrum á þeim vettvöngum báðum. Svo verða dálkarnir að sjálfsögðu opnir fyr ir skynsamlega smápistla frá les- endum og vona ég að samvinna okkar verði góð og árangur af bréfskriftum ykkar mikill. Gleðilegt nýjár! framkvæmdum þakkir knatt- spyrnumanna. „Ársþing K.R.R. haldið í des. 1957 telur, að þörf sé mikilla úr- bóta í vallarmálum í bænum. — Hefir m.a. orðið að láta veruleg- an hluta leikanna í yngri flokk- unum fara fram á æfingavöllum félaganna til óhagræðis fyrir þau. Þar sem horfur eru á, að leikum fjölgi á næsta ári, þá vill þingið mega vænta skjótra aðgerða í máli þessu. Felur þingið stjórn K.R.R. að fylgja eftir aðgerðum í þessu skyni við vallarstjórn og aðra þá aðila, sem hlut eiga að máli“. „Aðalfundur K.R.R. haldinn 12. des. 1957 þakkar Laugardals- nefnd, borgarstjóra og bæjar- stjórn Reykjavíkur fyrir hinar þróttmiklu og hröðu aðgerðir, sem stuðluðu að því, að hægt var að taka íþróttasvæðið í Laugar- dal í notkun á sl. sumri. Sérstak- lega vill fundurinn bakka fram- kvstj. svæðisins, Gísla Halldórs- syni, fyrir hans stórbrotna þátt í framgangi málsins." Á fundinum voru nokkrir for- ustumenn félaganna sæmdir merki K.R.R.: Bjarni Bjarnason, Þrótti, var sæmdur stjórnarmerki ráðsins, Grímur Jónsson, Val, Gunnar Már Pétursson, Víking, Haraldur Snorrason, Þrótti, Haukur Óskarsson, Víking, Jó- hannes Bergsteinsson, Val, Jón Guðjónsson, Fram, Ólafur Þ. Guð mundsson, KR, Páll Guðnason, Val, Sigurbergur Elísson, Fram og Sigurgeir Guðmannsson, KR, voru sæmdir merkjum K.R.R. með lárviðarsveig. Formaður stjórnarinnar fyrir næsta ár var kosinn Ólafur Jóns- son, Víking, en með honum verða í stjórn: Haraldur Gíslason KR, Haraldur Snorrason, Þrótti, Jón Guðjónsson, Fram og Páll Guðna son, Val. Wesxemdi Irjáisáþrótta- áhuffi á Ækureyri 11. Meistaramót Akureyrar í frjálsum íþróttum var haldið á Akureyri 13.—21. sept. Frásögn af afrekum á mótinu hefur orðið útundan og skal nú lítillega úr bætt. Árangur og þátttaka í mót- inu var mun meiri en undanfar- in ár og er greinilega að lifna yfir frjálsíþróttalífi á Akureyri. KA hefur sigrað frá því mótið fyrst var haldið og hlaut nú 15 Akureyrarmeistara, en Þór 7. Akureyrarmeistarar 1957 urðu: 100 m hlaup: Björn Sveinsson KA 11,4. Leifur Tómasson hljóp á sama tíma. 200 m hlaup: Leifur Tómasson KA 23,0 sek. 400 m hlaup: Bragi Hjartarson Þór 55,3 sek. Reykjavíkurmót í róðri í fyrradag í FYRRADAG fór fram Re.ykja- vikurmeistarmótið í róðri 1957. Mótið átti að fara fram í haust, en var þá frestað. Aðeins eitt félag sendi sveitir til mótsins, Róðrarfélag Reykja- víkur, sem sendi tvær sveltir. Vegalengdin, sem róin var, var 2000 m. í hvorri sveit eru fjórir ræðarar og stýrimaður. Reykjavíkurmeistarar í róðri urðu: Gunnar Ólafsson, Jökull Sigurðsson, Hrafnkell Kárason, Garðar Steinarsson og Þráinn Kárason, sem var stýrimaður. Tími sveitarinnar var 9:10,8 mín. Hinn báturinn var nokkrum lengdum á eftir. Veður var gott þó kalt væri. 800 m hlaup: Skjöldur Jónsson KA 2:25,6 mín. 1500 m hlaup: Steinn Karlsson KA 4:38,4 mín. 110 m grhl.: Leifur Tómasson KA 16,6 sek. 400 m grhl.: Bragi Hjartarson Þór 64,7 sek. 4x100 m hlaup: Sveit KA 48,3 sek. 4x400 m: Sveit KA 3:49,5 mín. Hástökk: Leifur Tómasson KA 1,60 m. 4 aðrir stukku sömu hæð en Leifur stökk 1,62 í umstökki. Langstökk: Leifur Tómasson KA 5,91. Þrístökk: Páll Stefánsson Þór 12,71 m. Stangarstökk: Páll Stefáns- son Þór 3,10 (Eiríkur Sveinsson KA stökk sömu hæð). Kúluvarp: Eiríkur Sveinsson KA 11,76 m. Kringlukast: Kristinn Steins- son Þór 34,57 m. Spjótkast: Eiríkur Sveinsson KA 44,23. Fimmtarþraut: Ingimar Jóns- son KA 2,038 stig. Tugþraut: Ingimar Jónsson KA 3987 stig. Meistarar kvenna urðu: 80 m hlaup: Helga Haraldsd., KA 11,8. Kúluvarp: Helga Haraldsdótt- ir KA 7,15. Hástökk: Þórey Jónsdóttir Þór 1,20 m. Langstökk: Þórey Jónsdóttir, Þór 3,85 m. Heildarstigatala mótsins var: KA 162 stig, Þór 76 stig. Stig- hæsti einstaklingur varð Eiríkur Sveinsson KA 29% stig. Mótstj. var Haraldur Sigurðsson, gjald- keri, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.