Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 31. des. 1957 MORGUN BLAÐ1Ð 15 milljónir króna, frá Vestur- Þýzkalandi. Flest gögn varð- andi þetta mál liggja þó í stjórnarráðinu, en auk þess hafa Sjálfstæðismenn í hönd- um ýmist frumrit eða afnt þeirra. Hefur þegar verið birt nægjanlega mikið úr þeim, til að sanna hvort tveggja, að slíkt stórlán stóð fyrrverandi stjórn til boða, og að núver- andi ríkisstjórn er ótrúlega hirðulaus um hvort hún skýr- ir rétt eða -rangt frá mikils- varðandi málum. Hún virðist treysta því, að stuðningsmenn hennar trúi henni, hvað sem Sjálfstæðis- menn segja, og sómatilfinn- ingin sýnist ekki bögglast fyrir. Þetta athæfi hlýtur að bera með sér sinn eigin refsidóm. Líklegt verður að telja, að í öndverðu hafi stjórnin grip- ið til þess óyndisúrræðis til að breiða yfir vanmátt sinn, vantraust og vansæmd. Henni hafi þótt sinn hlutur eitthvað skárri, ef fyrrverandi stjórn hefði hvorki haft marga pálma né stóra í höndunum. Blandaður kór Þegar stjórnin í fyrrahaust seldi réttinn til að verja ís- land fyrir fjögurra milljón dollara lán, neitaði hún af- dráttarlaust, að nokkurt sam- band væri milli landvarnanna og lánsins. Um það sagði þó aðal-stjómarblaðið, að það væri undarleg tilviljun, að lán ið hefði fengizt, strax og búið hefði verið að falla frá að reka varnarliðið úr landi. En oft væru líka „tilviljanirnar bezt undirbúnar". En auk þess skýrði stjórn Bandaríkjanna frá því, að þetta lán væri veitt úr sjóði, sem forseti Bandaríkjanna réði yfir og lána mætti til landa, þar sem Bandaríkin ættu hagsmuna að gæta. Og enn eru til fleiri gögn um þessa sölu á réttin- um til að verja ísland. Verðfallin æra Skeði nú ekkert opinber- lega í lánamálunum annað en það, að ríkisstjómin lét sækja Sogslánið, sem fyrrverandi stjórn átti kost á, fyrr en þau leiðu tíðindi spurðust, að ríkisstjórnin hefði tekið sér í hönd betlistafinn, hafið hung- urgöngu og hafnað hjá Atl- antahafsbandalaginu—NATO og beiðst þess, að meðlima- þjóðir þess auruðu saman í lán handa „litla bróður“. Skyldi lánið vera „stærsta lán, sem ísland hefði nokkurn tíma tekið í einu“, eins og einn ráðherrann sagði í þing- ræðu. Hafði þó utanríkisráð- herrann skömmu áður sam- þykkt að NATO skyldi ekki hafa lánveitingar með hönd- um. í bili eru horfur frem- ur dapurlegar. Hafa segl ver- ið rifuð og er nú verið að puða við rúmar 7 milljómr dollara, í trausti þess, að þá upphæð vilji NATO-þjóðirn- ar borga, til þess að íslenzka stjórnin svíki ekki loforð sín að nýju í bili. Ekki mun þó enn að fullu frá því gengið. þó að ameríski hlutinn sé fenginn. Svo ekki er nú traustið út á við mikið. Þess er þá heldur ekki að vænta. Sölumaður deyi Rétt er að rifja upp, að 1949 gengu íslendingar í NATO og lýstu jafnframt yf- ir, að þeir vildu ekki hafa er- lendan her á íslandi á frið- artímum. 1951 fóru allir lýðræðis- flokkarnir fram á, að NATO tæki að sér varnir landsins, og hétu því jafnframt, að senda ekki varnarliðið úr landi, án undangengins sam- ráðs við NATO-þjóðirnar. Hinn 28. marz 1956, sviku núverandi stjórnarflokkar þetta heit, og samþykktu án samráðs við NATO-þjóðirnar, að varnarliðið skyldi hverfa úr landi. Eru svik þessi fram- in fyrir alþingiskosningar og í ávinningsskyni. Að afloknum kosningunum sviku stjórnarliðar svo fyrir- heit sín við kjósendurna, seldu réttinn til að verja land- ið og báru fyrir sig versnandi friðarhorfur í heiminum, enda þótt forystumenn NATO þjóðanna teldu allt óbreytt í þeim efnum. Þegar silfurpeningarnir voru uppétnir, var svo enn lagt í betliför til NATO. Sorglegri mynd af lands- sölu er víst ekki til. Það er seingert að þvo þennan smán- arblett af þjóðinni. Fyrsta sporið er, að íslendingar rísi upp gegn þessu athæfi undir kjörorðinu: „Sölumaður skal deyja“, — stjórnin skal víkja, — en hefji síðan sjálfstæðis- baráttuna að nýju, og þá fyrst og fremst baráttuna fyrir því, að endurreisa það traust, sem íslendingar höfðu áunnið sér meðal frjálsra þjóða. Deyr fé og fylgi Séu menn í vafa, að hér sér rétt frá sagt, efist menn um að verið sé að verzla með réttinn til að verja ættjörð- ina, er rétt að athuga þær staðreyndir, er við almenn- ingi blasa. 1. 1. nóvember skrifa komm únistar Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum og heimta að varnarliðið fari og íslendingar gangi úr NATO. 2. Að því loknu, fer for- maður kommúnista til Moskva, og tekur með sér for- mann Alþýðubandalagsins. Viðræður um lán fara þar án efa fram. Ef ekki til annars, þá til þess að skapa hinum stjórnarílokkunum betri að- stöðu til lántöku í NATO- ríkjunum handa þeirri stjórn, sem kommúnistar eiga sæti í, stjórninni sem Moskva vill hafa við völd á íslandi, stjórn- inni, sem óttast að horfalla án erlends fjármagns, en þorir ekki að taka lán í Moskvu af ótta við að þjóðin reki hana þá af höndum sér. 3. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn draga svar sitt fram yfir flokksþing kommúnista, eða í meira en mánuð. Strax að því loknu iiafnar Alþýðuflokkurinn kröf unni með „karlmannlegri einurð“ og Framsóknarflokk- urinn með loðmælum „milli- flokksins“. 4. Að unnu því afreki fara forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra til NATO-fundar, með bréfaskriftir þessar upp á vasann og segja: „Sjáið þið bræður. Á íslandi ráða komm únistar engu um utanríkis'- mál“. Fáist hvergi eyrir út á allt þetta er fyrirlitningin fyrir íslenzku stjórninni að verða meiri en meðaumkunin með „litla bróður“. Myndi þá stjórnin bæði félaus og fylg- islaus. Samvinnufélag „landsölumanna” í allri þessari hringiðu, er skrípaleikur kommúnista þátt ur fyrir sig. Heróp þeirra er: „Herinn tafarlaust burtu úr landinu“. Þeir gera félagasamþykktir, flokkssamþykktir og standa að almennum fundahöldum Áskorunum rignir niður: „Burt með herinn“. í stjórn- arráðinu er hins vegar ekkert vopnaglamur. Enginn hávaði um „herinn“, fremur en um útfærslu landhelginnar. Kommúnistar vita sem sé, að þeir eiga að vera í stjórn. Þeir mega rabba, rífast og hóta, en aldrei reiða til höggs, og sízt af öllu með ráðherra- stólunum. Það skauzt að vísu upp úr þeim í Þjóðviljanum nýverið, að þeirra væri mátt- urinn, því að þeir hefðu líf stjórnarinnar í hendi sér. Ár- ið 1946 hefðu þeir rofið sam- starf út af svipuðum „stefnu- málum“. En þetta var alveg óvart. Það skal ekki henda aftur. Moskva skipar: Verið í stjórn. Þá er að hlýða. En kjósendur þeirra, hvað segja þeir? Skilja þeir ekki, að forystumennirnir kalla þá á fund, til þess eins að skop- ast að þeim? Skilja þeir ekki, að krafan um samstöðu er ekkert nema áskorun um, að allir svíki það, sem þeir sjálf- ir eru búnir að svíkja? Eng- an hávaða, að minnsta kosti ekki í alvöru. Það má ekki braka, því að þá getur stóll- inn brotnað ,og það vill Moskva ekki. En er þetta ekki alltof langt gengið? Skilja ekki allir, að það er ekki aðeins Hannibal og Lúð- vík, sem samþykkt hafa á- framhaldandi dvöl varnarliðs- ins hér á landi, eins og blað utanríkisráðherra stöðugt staglast á, heldur er það nú orðið höfuðáhugamál ráða- klíku kommúnistanna ai- mennt, „að herinn sé hér á allra ábyrgð.“ Þeir hafa stofnað eins konar samvinnu- félag „landssölumanna" og reyna nú að smala öllum til þátttöku, því að viðskiptin séu arðvænleg. Forsætisráðherrann „helgar” sig Mörgum munu hafa komið mjög á óvart tíðindin um hin miklu sinnaskipti íslenzka forsætisráðherrans á NATO- fundinum í París. Sýnist hann hafa orðið gagntekinn hrifningu af forystumönnum annarra NATO-þjóða, hug- sjónum þeirra og fyrirætlun- um, er hann gefur út hina írægu yfirlýsingu, er hefst á þessum orðum: „Við fulltrúar hinna fimm- tán þjóða Atlantshafsbanda- lagsins virðum helgi þeirra mannréttinda, sem öllum þjóðúm eru tryggð með stjórnarskrám, lögum oi? venjum þjóðanna, helgum okkur sjálfa og þjóðir okkar reglum og takmarki Atlants- hafsbandalagsins.“ Minnast menn nú þess, er þessi sami maður barðist af alefli gegn þátttöku íslands í NATO. Og þykir breytingin mikil og gleðileg, þegar hann nú „helgar sig“ og „þjóð sína“ í ofanálag „Atlantshafsbanda- laginu, reglum þess og tak- marki.“ If- l •'1 Horfzt í augu við höfðingja Þá þóttu það ekki síður mikil tíðindi, sem forsætisráð- herrann flutti þjóð sinni í út- varpsspjalli á aðfangadag. Sagði hann þá frá því, að í París hefði hann skýrt helztu valdamönnum vestrænna þjóða frá því, að hann óskaði þess alls ekki, að herinn færi frá íslandi „að svo stöddu.“ Þegar forsætisráðherra, sem myndar stjórn beinlínis og fyrst og fremst til þess að reka „herinn“ úr landi, talaði þannig í fyrsta skipti þegar honum gafst færi á að skýra stefnu sína fyrir mikilmenn- um heimsins, er von að ís- lendingar spyrji hver ann- an, hvort heldur sé, að for- sætisráðherrann sé ekki eins upplitsdjarfur frammi fyrir erlendum höfðingjum sem ís lenzkum „almúga“ eða hitt, að fjárskortur valdi því, að hann sé farinn að óttast þrengingar og þyki þá betra að hafa her en vanta brauð. Glætan Þessi annáll er nú orðinn allt of langur og þó aðeins stiklað á því stærsta í íslenzk- um stjórnmálum, öðrum að venju eftir skilin atvinnumál- in og stórtíðindi utan lands- steinanna látin liggja í þagn- argildi. Myndin sem við blasir, sýnist ógæfusamleg, hvar sem á er litið. Öngþveiti í at- vinnu- og efnahagsmálum, vaxandi eyðsla og fjárþröng ríkissjóðs, þverrandi traust og álit út á við. Ofan á allt þetta. eru svo þeir, sem um stjórn- völinn halda, sjálfUm sér sundurþykkir, svo að ákvarð- anir um hin þýðingarmestu málin eru oftast teknar um seinan eða alls ekki. Eina ljósglætan er, að nú hefur þjóðin fengið að reyna vinstri stjórn og getur því byggt dóm sinn á reynslunm. Rehna þeir? Við Sjálfstæðismenn bíðum átekta. Okkur þykir ekki ósennilegt, að stjórnarliðar renni af hólmi, gefist hrein- lega upp við að leysa vand- ann, sem þeir hafa stofnað til. Við teljum það að því leyti miður farið, að okkur er ljós sú hofuðnauðsyn, að þjóðin fái til fullnustu skilið bölvun þess stjórnleysis, sem hún býr við, þreifi á úrræðaleysi vinstri stjórnarinnar. En við sjáum líka hvert stefnir og óttumst, að viðreisnin verði örðug, þótt efnahagur og álit þjóðarinnar sökkvi ekki dýpra en orðið er. Skyldan bíður Við vitum að vandinn leggst að lokum á okkur. Án tilhlökkunar munum við axla byrðina, þegar þar að kem- ur. Það er boðorð skyldunn- ar. En við heimtum dóm þjóð- arinnar áður. Við teljum ekki að okkur komið fyrr en þjóð- in kallar á okkur við nýjar kosningar. Hvenær? spyrja menn. Spyrjið, hvort Moskva meti meir að eiga útibú á íslandi til frambúðar eða hafa menn í ríkisstjórn í NATO-ríki, meðan þess er nokkur kostui. Kjósi Moskva hið síðara, munu kommúnistarnir sitja meðan sætt er, enda þótt fylgið hrynji af þeim. Una „her í landi“, fella gengið, svíkja áfram þá lægst laun- uðu, sætta sig við þátttöku ís- lands í tollabandalaginu eða fríverzlunarsvæðinu og yfir- leitt renna niður öllum öðr- um beizkum bitum. Og þá mun stjórnin lafa enn um skeið meðan erlent lánsfé heldur í henni líftórunni og þeir lægst launuðu, sem hald- ið hefur verið á klafanum, þola örlög sín. Ella er fall hennar mjög skammt undan. Heill landi og lýð Brautin fram undan er grýtt. Okkar bíður margur vandinn, sá mestur að kunna fótum okkar forráð. „Hvernig sem stríðið þá og þá er blandið —“ óskum við öll að íslenzku þjóðinni megi vel farnast um alla framtíð. Gleðilegt ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.