Morgunblaðið - 31.12.1957, Síða 17

Morgunblaðið - 31.12.1957, Síða 17
Þriðjudagur 31. des. 1957 MORGUN BLAÐIÐ 17 þyngri hlýtur skattbyrðin að verða á öllum almenningi þ. e. hluti atvinnurekstrarins í skatt- byrðinni minnkar á kostnað al- mennings. íslenzkt atvinnulíf er nú þann- ig uppbyggt, að mikill hluti þess er í höndum einkafyrirtsekja (einstaklingsfyrirtækja, sameign arfyrirtækja og hlutafélaga). Þess vegna er það glapræði að draga tillitslaust úr möguleikum þessara aðila til þess að inna af höndum það hlutverk, sem ríkj- andi skipun efnahagsmálanna beinlínis gerir ráð fyrir. Af slík- um ráðstöfunum hlýtur óhjá- kvæmilega að leiða samdrátt í efnahagslífinu, og þar með versn andi afkomu þjóðarinnar. Lagfæring á skattalöggjöfinni hið bráðasta er í dag eitt allra þýðingarmesta mál iðnaðarins og allra þeirra, sem við hann starfa og er raunar tómt mál að taia um verulegt átak á sviði iðnaðar- ins, á vegum annarra en hins opinbera, á meðan núverandi ástand ríkir í skattamálum. Tæknilegar framfarir Iðnaðarmólastofnun íslands hefur eins og undanfarin ár leit- ast við eftir mætti að kynna og ryðja braut tæknilegum nýjung- um í iðnaði. Stofnunin nýtur 750 þúsund króna framlags á fjárlög- um auk 150 þús. kr. vegna þát*- töku í kostnaði við leiðbeiningar- starfsemi á vegum Framleiðni- ráðs Evrópu og Tækniaðstoðar Bandaríkjastjórnar. Iðnaðarmála ráðherra setti stofnuninni nýjar starfsreglur á árinu, en hlutverk stofnunarinnar er í höfuðatriðum það sama eftir sem áður, „að efla framfarir í íslenzkum iðnaði og koma á hagkvæmari vinnu- brögðum í iðnaðarframleiðslu og vörudreifingu“. Einn aðalþátturinn í starfsemi stofnunarinnar frá upphafi hefur verið fólginn í tæknilegri aðstoð og upplýsingaþjónustu, auk við- skiptalegrar leiðbeiningarstarf- semi við iðnfyrirtæki. Afgreiðir stofnunin árlega milli 100 og 200 beiðnir af þessu tagi. í>á er Iðn- aðarmálastofnunin Alþingi og ríkisstjórn til ráðuneytis í ýmsum tæknilegum málum, sem iðnað- inn varða og hefur stofnunin veitt margs konar fyrirgreiðslu af þessu tagi á árinu. Þá hefur stofnunin í samvinnu við E. P. A. og ICA fengið marga erlenda sérfræðinga hingað til lands, sem hafa haldið námskeið með starfs- mönnum iðnfyrirtækja og fyrir- lestra um ýmis efni, sem lúta að aukinni og bættri framleiðslu í iðnaðinum. Einnig hefur stofn- unin haft milligöngu um kynms- ferðir ýmissa aðila til erlendra stofnana og fyrirtækja m. a. heimsóttu verksmiðjustjórar nokkurrra fatnaðarverksmiðja hliðstæð fyrirtæki í Danmörku og Noregi á vegum IMSI s.l. sumar og varð sú för þátttakendum mjög lærdóms- rík og komst einn þátttak- endanna svo að orði við heim- komuna „Ég tel að við getum mjög margt lært af frændum okkar á sviði verksmiðjurekst- urs og þeir eru fúsir að kenna okkur og fræða.“ Þrátt fyrir ýmsa erfiðieika, sem drepið hefur verið á hér að framan hefur iðnaðinum enn þok að nokkuð á leið á árinu sem er að líða. Iðnrekendur eru bjart- sýnismenn, sem láta erfiðleikana ekki á sig fá og þeir trúa á fram- tíð þessa atvinnuvegar, sem þeir hafa helgað starfskrafta sína. Ný framleiðsla hefur verið hafin á ýmsum sviðum og önnur fyrir- tæki hafa átt þess kost að bæta nokkuð við vélakostinn, en ekki er rúm til þess að rekja það frekar hér. Eins iðnaðarfyrirtæk- is ber þó að geta sérstaklega, en það er Sementsverksmiðjan á Akranesi, sem væntanlega tekur til starfa á miðju næsta ári. Hef- ur verið unnið af miklu kappi við byggingu verksmiðjunnar á árinu og eru margar af bygging- um verksmiðjunnar fuligerðar, en aðrar langt á veg komnar. Vélar til verksmiðjunnar eru að verulegu leyti komnar til lands- ins og var uppsetning þeirra haf- in í sumar. Áætlað er að verk- smiðjan framleiði 75 þúsund tonn af sementi á ári og verður hún mikil lyftistöng fyrir bygg- ingar og mannvirkjagerð í land- inu auk þess, sem hún verður eitt stærsta iðnfyrirtæki lands- ins. Eigi mun endanlega ákveðið um rekstrarform verksmiðjunn- ar, en þess er að vænta að verk- smiðjan verði rekin á einkarekst- ursgrundvelli, en ríkið getur engu að síður verið eins stór aðili að verksmiðjurekstrinum og æskilegt verður talið. Nauðsyn nýrra iðngreina — stór- iðnaður Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um nauðsyn þess að gera atvinnulíf þjóðarinnar fjölbreyttara og efna hagsafkomuna þar með öruggari. Augu manna hafa æ betur opn- ast fyrir þeirri staðreynd, ótryggi legt er að byggja J/fsafkomu þjóðarinnar í eins ríkum mæli og verið hefur á atvinnuvegum sem svo mjög eru háðir duttlungum veðurfarsins. Rætt hefur verið um þátttöku erlends fjármagns í uppbyggingu fjölbreyttara at- vinnulífs í landinu, en ekkert raunhæft hefur verið aðhafst í málinu annað en það sem íslenzk ir vísindamenn hafa starfað að ransókum á náttúruauðlindum landsins og haft til þess naumar fjárveitingar. Ekki verður reynt að gera þessu þýðingarmikla framtíðarmáli þjóðarinnar nein skil hér, en lítillega verður rætt um þá þýðingu, sem vísindaleg rannsóknarstörf hafa fyrir upp- byggingu nýrra iðngreina og framvindu þeirra sem fyrir eru. Það sem íslenzkir vísindamenn fást einkum við nú í þessu efni auk athugana á virkjunarmögu- leikum óbeizlaðra vatnsfalla eru rannsóknir á hagnýtingu jarð- gufu í Námaskarði m. a. í sam- bandi við vinnslu verðmætra efna úr botnleir Mývatns og hagnýting auðlindanna í Krísu- vík til rafmagnsframleiðslu, salt- framleiðslu o. fl. Þá hafa á Al- þingi á þessu ári verið ræddir möguleikar á byggingu leirverk- smiðju að Búðardal, efnaiðnaðar verksmiðju í Hveragerði. sjóefna verksmiðju, járnbræðsluvers til hagnýtingar brotajórns og þang og þaraverksmiðju. Rannsóknir í þágu iðnuSarins Eitt af því, sem of lítill gaum- ur hefur verið gefinn hér á landi til þessa eru vísindalegar rannsóknir í þágu atvinnuveg- anna, en án þeirra er óhugsandi, að blómgast geti fyrirtæki, sem staðist geti s',.nkeppni hvað hag- kvæma framleiðsluhætti snertir eða innleiddar verði nýju.igar á sviði framleiðslunnar sjálfrar. — Þar sem lítið er um slíkar rannsóknir, má ávallt búast við því, að viðkomandi fyrirtæki eða atvinnuvegir verði aftur úr og á -æsta leiti við keppinautinn, sem nýtur hagræðisins af slífcri starf- semi. Vísindalegar rannsóknir verða æ snarari þáttur í tækni og fram- leiðsluþróuninni, og má segja, að öll meiri háttar framleiðsla, sem nú kemur á markaðinn í heimin- um hafi gengizt undir ítarlegar rannsóknir sérfræðinga og sé jafn vel til orðin fyrir þeirra tilverkn- að. — Framleiðslustarfsemin sjálf og þróunin þar er einnig í flestum tilfellum árangur rannsókna sér- fræðinga. — Stór iðnfyrirtæki er- lendis verja sífellt meiri fjármun- um til rannsóknarstarfs, en hlut- ur ýmissa annara þátta í fram- leiðslunni t. d. ófaglærðs vinnuafls fer jafnframt minnkandi. — Þessi stóru fyrirtæki hafa yfir voldug- um rannsóknarstofum að ráða og fjölda færustu sérfræðinga. — Smærri fyrirtæki hafa aftur á móti tilhneigingu til að bindast samtökum um þessi mál þar sem nægilega fuilkomnar rannsóknir eru rekstri þeirra ofviða, einnig ber töluvert á því meðal þróaðra iðnaðarþjóða, að einstaklingar setji á stofn rannsóknarstofur, er selja þjónustu sína ákveðnu verði og hefur slíkt fyrirkomulag oft gefist vel. — Hér á landi hefur rannsóknar- starfsemin að mestu verið á opin- bera hendi annað hvort sem opin- ber fyrirtæki eins og t. d. Atvinnu deild háskólans eða hálfopinber eins og t. d. IMSI, rannsóknarstof ur Fiskifélagsins og nú síðast Kjarnfræðinefndin. — Einstök iðfyrirtæki á ýmsum sviðum hér á landi hafa að sjálf- sögðu ýmis konar runnsóknarstarf semi með höndum, sem varða framleiðslu þeirra, en víðast hvar mun vera reynt að komast af með að fullnægja algjörum lámarks- kröfum, enda rekstursmöguleikum íslenzkra fyrirtækja þannig hátt- aö, að lítið fé verður aflögu, þá er brýnustu útgjöldum daglegs reksturs hefur verið mætt. — Al- þingi og ríkisstjórn hafa lítinn áhuga á þessari hlið fi-amleiðslu- málanna með því að spara fram- lög til opinberra rannsóknarstof- ana og of lítinn skilning á því að ekki má svifta einkafyrirtæki öll- um tekjuafg. með rangri skatta- pólitík eða gera þeim ókledft að starfa eðlilega vegna hafta ýmiss konar, ef þau eiga sjálf að geta hlaupið í skarðið og staðið undir nauðsynlegustu rannsóknarstörf- um, sem flestir eru sammála um að sé undirstaða framþróunar og batnandi lífskjara. Eins og að ofan greinar hafa vísindalegar rannsóknir hérlend- is að mestu orðið til fyrir atbeina hins opinbera og eru reknar með opinberum f járframlögum. — Þessar stofnanir hafa allar unnið merkilegt brantryðjendastarf og hafa orðið lyftistöng ýmsum fram- kvæmdum og nýjungum í atvinnu- lífinu. — Á öðrum stað í greininni er nokkuð getið starfsemi I M S I. — Rann- sólcnarstofa Fiskifélagsins og At- vinnudeild háskólans hafa og innt af höndum merkilega starfsemi, sem haft hefur ómetanlegt gildi fyrir íslenzkan iðnað. Kjarnfræði- nefndinni undir forustu ágætra vísindamanna mun ætlað það hlut- verk að fylgjast með nýjungum á sviði atomvísinda og koma fram fyrir íslands hönd á erlendum vettvangi, þar sem slík málefni verða til umræðu og athugunar. Annmarkar ýmsir eru þó á því j fyrirkomulagi að opinberar rann- sóknarstofnanir beri meginþunga nauðsynlegra vísindalegra rann- sókna a. m. k. þar sem einka- rekstursformið ríkir á sviði efna- hagslífsins og hætta yerði á, að ýmis mikilsverð málefni, sem varða daglega framleiðslu fyrir- tækjanna verði látin sitja á hak- anum bæði vegna þess að sam- vinna rannsóknarstofnananna og framleiðslufyrirtækjanna er ekki nógu náin og hins að þær fyrr- nefndu telja sig ekki bundnar við slík vandamál og vill þá hin almennu vandamál verða útundan. Til fróðleiks verður hér á eftir drepið á það fyrirkomuTag, sem Norðmenn hafa komið á hjá sér og. telja verður til fyrirmyndar, þeg- ar fjármagn til rannsókna er af skornum skammti og fyrirtækin smá. — Árið 1950 var stofnsett í Noregi „Sentralinstitutt for in- dustriell forskning", sem óháð þjónustufyrirtæki fyrir iðnaðinn í heild. Hið opinbera og atvinnufyrir- tæki í einkaeigu báru sameigin- lega kostnaðinn við stofnsetning una og leggja fram árlega nægi- legt rekstursfé. — Þessir aðilar ásamt Oslóarháskóla, skipa yfir- stjórn stofnunarinnar. Aðalmark- mið hennar eru í þrennu lagi: 1) að vinna að rannsóknum fyrir norskan iðnað — bæði ein- stök fyrirtæki, samtök og opinber fyrirtæki. 2) að vinna að lausn ýmissa vandamála, sérstaks eðlis sem eru valin af stofnuninni sjálfri og. heyra meira framtíðinni til. 3) að mynda kjarna allsherjar- Vísindalegrar rannsóknarstarf- semi fyrir norskt atvinnulíf. Ætl- unin er að norsk atvinnusamtök komi smám saman á fót eigin rannsóknarstofum sem starfi í ná inni samvinnu við „Sentral in- stitutt") bæði hvað æfða sér- fræðinga og dýr rannsóknartæki i snertir. — 1 þessu fyrirkomulagi Norð- manna er margt athyglisvert — j sérstaklega að því er varða sam- .vinnu einkafyrirtækja og ríkisins og samband þessara aðila við stofnunina. — | Segja má, að nú sé tímabært að þessi mál verði endurskoðuð hér á landi og þátttaka atvinnufyrir- tækjanna sjálfra í rannsóknar- starfseminni efld. — Aðild að markaSssamslarfi Vestur-Evrópuríkjanna Islenzkir iðnrekendur hafa, að vonum, fylgzt með umræðum um fríverzlun Evrópu af miklum áhuga, enda er hér um merkilegt mál að ræða, =em mjög snertir af- komu iðnaðarins. 1 stuttu máli má segja, að þetta markaðssamstarf hafi í för með sér afnám tolla og hafta á viðskipti Evrópuþjóðanna sin í milli, sem koma á til fram- kvæmda á 12—15 árum. Á þeim tíma verða því atvinnurekendur að hafa tekið ákvörðun um hvort þeir telji framleiðslu sína geta staðið eina og óstudda eða hvort veruleg breyting verður að eiga sér stað á framleiðsluháttum eða hvort hætta verður rekstrinum. Afstaða íslenzkra iðnrekenda til fríverzlunarinnar hefur yfirleitt verið á einn veg, að þátttaka af okkar hálfu, sé óumflýjanleg. Jafnframt gera menn sér ljóst aS leysa þarf mjög mörg og mikil vandamál á ýmsum sviðum at- vinnulífsins. Hins vegar bendir margt til þess, að íslenzkur iðn- aður sé samkeppnisfærari en al- mennt hefur verið álitið og geti betur staðizt erlenda samkeppni en búizt hefur verið við. Auk þess álíta iðnrekendur og iðnaðarmenn að iðnaðurinn eða cinstakar greinar hans eigi eikki og þurfi ekki að vera baggi á þjóðarheild- inni. Það er vert að leiða hugann að því, í þessu sambandi, að undir- staða þess, að iðnaðurinn fái blómast hér jafnhliða öðrum at- vinnugreinum í frjálsri sam- keppni á hinum stóra Evrópu- markaði er, að aðlögunartímabil- ið verði notað til að bæta fyrir vanrækslu undanfarinna ára, og svo vel verði búið að fyrirtækjun- um, að þau geti iafnan fylgst með í tækniþróuninni og þurfi ekki að vinna upp tæknilegt forskot keppi- nautanna í þeim löndum, þar sem f járfesting miðast við arðbæri at- vinnuveganna og þar sem skatta- pólitík miðast við gjaldþol fyrir- tækjanna, en ekki rányrkju. LokaorS. Fólksf jölgunin í landinu er mik il og vaxandi. Á síðastliðnu ári fjölgaði landsmönnum um rúm 3.400 manns eða rúm 21.2 af þús- undi. Undanfarna áratugi hefur iðnaðurinn tekið við mestu af fólksfjölguninni og er fjölmenn- asti atvinnuvegur landsmanna. — Það hlýtur að vera hlutverk iðn- aðarins í æ ríkari mæli að taka við aukinni fólksfjölgun í landinu, en tii þess að svo megi verða verð ur iðnaðurinn að fá eðlileg vaxt- arskilyrði. Þjóðin. og þeir, sem hún felur forsjá mála sinna, verða að gera sér þetta Ijóst. Mesta áhugamál þjóðarinnar í dag er að þegar sé hafizt handa um skynsamlega hagnýtingu á náttúruauðævum landsins og að framkvæmdirnar miðist við það eitt, hvaða möguleika þær bera í skauti sínu til bættra lífskjara fyrir þjóðarheildina. Gleðilegt nýár. Tvo góSa beitingamenn sem geta farið á netjaveiðar síðar á vertíðinni, vantar á m.s. Álftanes strax. — Upplýsingar hjá skipstjóranum í síma 50881 eða hjá ÍSHIJS HAFNARFJARÐAR Kaupum hreinar léreflsfuskur Prentsmiðja yflorffuinbla&c ómá Samlagningavélar ASTRA og RHEINMETALL hinar heimsþekktu þýzku samlagningavélar fyrirliggjandi. Taka 9,999,999,999,99 og 99, 999, 999, 99 í útkomu. Kredit- saldó. Rheinmetall handknúin kr. 4316.00 Rheinmetall rafknúin — 6370.00 ASTRA rafknúin — 7200.00 Eigum ávallt fyrirliggjandi: Rheinmetall skrifstofuritvélar og ferðaritvélar, ennfremur ERIKA og Kolibri ferðaritvélar. n / ii .# Klapparstíg 26, BorgarfeBI M.sími ll372

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.