Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 16
10 MORGV1SBLAÐ1Ð Þrtðjudagur 31. Aes. 193T ÁSTAND OC HORFUR HJÁ VERK- SMIÐJUIÐNAÐINUM eftir Pétur Sœmundsen framkvœmda- stjóra Félags íslenzkra iðnrekenda NÚ Á TÍMUM þykja ítarlegar skýrslur um framleiðslu og af- komu helztu atvinnuvega sjálf- sögð nauðsyn og flestar menn- ingarþjóðir leggja ríka áherzlu á að safna slikum skýrslum og birta niðurstöður þeirra. Eftir því sem afskipti ríkisvaldsins af efnahagslífinu hafa aukizt, hafa slíkar skýrslur fengið meiri þýð- ingu, enda eru þaer nauðsynleg undirstaða undir þær ráðstafanir hins opinbera, sem snerta afkomu og þróun atvinnuveganna. Hér á landi birtir Hagstofa íslands reglulega skýrslur um sjávarútveg og landbúnað auk þeirra skýrslna, sem samtök þess ara atvinnuvega, Fiskifélagið, Búnaðarfélagið og framleiðslu- ráð landbúnaðarins, safna. Um innflutning og útflutning eru einnig birtar nákvæmar skýrslur. Um iðnaðinn gegnir því miður öðru máli, iðnaðarskýrslur hafa einungis komið einu sinni út hér á landi fyrir árið 1950, en sérstök mál varðandi iðnaðinn hafa af og til verið tekin til meðferðar af ýmsum opinberum stofnunum og stjórnskipuðum nefndum eftir því, sem þörfin hefur knúð mest á í það og það skiptið. Undan- farin ár hafa þær raddir orðið sífeilt háværari, sem hafa kraf- izt þess að úr þessu ófremdar- ástandi yrði tafarlaus bætt og hafa iðnrekendur verið þar fremstir í flokki. Um það verður ekki deilt að við svo búið má ekki standa, þegar iðnaðurinn er orðinn sá atvinnuveganna, sem veitir flestum landsmönnum framfæri, en mál þetta verður þó ekki leyst nema í samstarfi við iðnaðarframleiðendur sjálfa, en á það hefur því miður nokkuð skort að þeir hafi gefið nægilegan gaum að þeirri viðleitni, sem sýnd hefur verið í þá átt að koma hér á skýrslugerð. Af þessum ástæðum er miklum erfiðleikum bundið að gera grein fyrir afkomu iðnaðarins á árinu, sem er að líða, en reynt verður að drepa á helztu málefni iðnað- inum viðkomandi, en þó sneitt hjá iðnaði í sambandi við land- búnað og sjávarútveg, þar sem þeim greinum iðnaðarins verða gerð skil í yfirlitum um þá at- vinnuvegi. Fjáfestingarmál f>að er kunnara en frá þurfi að segja, að fjárfestingareftirlit und anfarins áratugs hefur valdið minnkun í iðnaðarfjárfestingu. Hafa iðnfyrirtækin átt í miklum erfiðleikum af þessum sökum og öll þróun og framfarir í iðnað- inum hafa orðið minni en ella. Reiknað hefur verið út að fjár- festing í öðrum iðnaði en, sem vinnur úr hráefnum iandbúnaðar ag sjávarútvegs, hafi einungis numið um 7% 1956 af heildar- fjárfestingunni í landinu, og er það miklu lægra hlutfall en þekk izt í nokkru öðru landi í Evrópu. Samkvæmt áætlun, sem gei'ð hef ur verið um fjárfestingu ársins 1957 er gert ráð fyrir um 85 millj. kr. fjárfestingu í iðnaðinum og má ætla að áður greint hlut- fall hafi heldur lækkað. Þess má ennfremur geta að meira en helm ingur áætlaðrar fjárfestingar í iðnaði þetta ár er vegna bygg- ingar sementsverksmiðjunnar. I skýrslu stjórnskipaðrar nefndar, sem fyrir skömmu rannsakaði húsnæðisþörf iðnaðarins, kemur fram að óskir um fjárfestingu í iðnaðarhúsnæðj nema um 131 millj. kr. eða um 50 millj. kr. hærri upphæð, en öll fjárfesting- arleyfi til þessa iðnaðar námu á árunum 1949—1956 og munu þó ekki öll kurl hafa komið til grafar í skýrslu þessari. Það hef- ur því ekki verið að ófyrirsynju, að einn þeirra erlendu sérfræð- inga, sem fyrir skömmu kom hingað til lands á vegum Iðnað- armálastofnunarinnar sagði „Flestar verksmiðjur, sem ég heimsótti hér á landi búa við þröngan húsakost, mjög er erf- itt að framkvæma endurbætur, því hér ber allt að sama brunni — allt of lítið húsnæði. .. “ Þá hafa iðnaðaxfyrirtækin undan- farin ár hvergi nærri fengið nauð synleg leyfi til eðlilegrar endur- bóta og endurnýjunar á véla- kosti sínum og hefur enn setið við sama á þessu ári. Það er ekki hægt að gefa neina ákveðna reglu um það hve fjár- festingin skuli vera mikil í heild eða einstökum atvinnuvegum. Það er þó óumdeilt að undirstaða efnahagslegra framfara er fjár- festing í atvinnutækjum, sem skapa möguleika fyrir aukinni atvinnu og framleiðslu og þar með bættum lífskjörum. Sú stefna, sem rekin hefur verið í fjárfestingarmálum gagnvart iðn aðinum hefur því miður verið óraunsæ og valdið minni og óhag kvæmari framleiðslu og þar með minni þjóðartekjum. Gjaldeyrismál — verðlagsmál Frá því frílistinn var gefinn út á árinu 1950 og fram undir árslok 1955 þurftu iðnrekendur eigi að kvarta yfir verulegum erfið- leikum á því að fá gjaldeyri til kaupa á þeim hráefnum, sem voru á frílstanum. En þá brá út af þessari venju. Iðnrekendur urðu þess varir að beiðnir þeirra um yfirfærslur á gjaldeyri vegna hráefnakaupa voru eigi afgreidd- ar á venjulegan hátt heldur söfn- uðust fyrir í bönkunum. Erfið- leikar þessir héldu áfram á árinu 1956 og hafa enn vaxið á yfir- standandi ári. í sumar voru erf- iðleikar þessir orðnir svo alvar- legs eðlis, að F. f. I. sneri sér til iðnaðarmálaráðherra með tilmæl um um að hann hlutaðist til um að rekstur iðnfyrirtækjanna þyrfti eigi að truflast verulega vegna skorts á hráefnum. Tók hann málinu vel og rættist nokk- uð úr í bili, en sífelldir erfiðleik- ar steðja þó að fyrirtækjunum vegna erfiðleikum á yfirfærsium. Það er því enn sem fyrr krafa iðnaðarins, að gj aldeyrtebank- arnir láti hráefni til iðnaðar- framleiðslu njóta forgangs með yfirfærslur með sama hætti og brýnustu lífsnauðsynjar, sem flytja þarf til landsins. Bankarnir hafa að vísu eigi gjaldeyri til þess að fullnægja eftirspurninni, en þegar á það er litið að þeir hafa selt gjaldeyri á fyrstu 11 mánuðum ársins fyrir um 1.000 millj. króna til vörukaupa, þá virðist ekki réttlætanlegt að láta iðnfyrirtækin draga saman segl- in vegna hráefnaskorts, svo lítill hluti, sem hráefnakaup iðnaðar- ins eru af heildarinnflutningnum. Þegar frelsi var aukið í inn- flutningsverzluninni með til- komu frílistans, fylgdi aukið frjálsræði í verðlagsmálum í kjölfarið. Á miðju ári 1951 var gefið frjálst verðlag á flestum innfluttum vörum. Nokkrar vöru tegundir voru eingöngu háðar verðlagsákvæðum, ef þær voru framleiddar innanlands, og enn- fremur voru ýmsar þýðingar- miklar neyzlu- og rekstrarvörur háðar verðlagsákvæðum. Þessi skipan stóð að heita má óbreytt þangað til í ársbyrjun Pétur Sæmundsen 1956, en í lögunum um fram- leiðslusjóð var bannað að hækka nokkrar vörur, sem fluttar höfðu verið inn eða tollafgreiddar fyr- ir gildistöku laganna. Með bráða- birgðalögum frá 28. ágúst 1956 um festingu verðlags og kaup- gjalds var enn hert á verðfest- ingunni og bannað að hækka sölu verð á öllum vörum frá því, sem verið hafði 15. ágúst það ár, nema að fenginni undanþágu innflutn- ingsskrifstofunnar. í lögunum um útflutningssjóð vár framlengt bannið um hækk- un á söluverði, en í þeim sömu lögum, var auk hækkunar á inn- flutningsgjöldum hækkuð gjöld á innlendum iðnaðarvörum, sölu- skatturinn úr 6% í 9% og gjöld af innlendum tollvörutegundum voru hækkuð um 80%. í um- ræðunum um verðlagsmálin lögðu iðnrekendur áherzlu á að óraunhæf verðlagsákvæði um innlenda iðnaðarframleiðslu hlytu óhjákvæmilega að hafa í för með sér minnkandi fram- leiðslu í iðnaðinum. Var því beint til verðlagsyfirvaldanna að þau héldu á málum þessum af sann- girni og réttsýni og jafnframt bent á þau ákvæði verðlagslag- anna, sem segja að verðlags- ákvarðanir skuli miðast við þörf þeirra fyrirtækja, sem hafa vel skipulagðan og hagkvæman rekstur. Óskir iðnrekenda um sann- gjarna afgreiðslu verðlags- mála hafa því miður eigi ver- ið teknar til greina. Rökstuddir verðútreikningar iðnrekenda hafa legið vikum og mánuðum saman óafgreiddir hjá verðlags- skrifstofunni til mikils tjóns fyr- ir fyrirtækin og þegar leitað hef- ur verið eftir svari hefur skrif- stofan eigi viljað láta neitt uppi um hvenær svars væri að vænta, t. d. fékkst ekki staðfest verð á sumum vöa'um, sem eingöngu seljast á sumrin, fyrr en komið var fram á haust. Þegar verðútreikningarnir loks hafa fengizt staðfestir kemur í ljós, að verðið hefur verið skorið niður, að því er virðist af handa- hófi, og án þess að reynt sé að bera brigður á einstaka kostnað- arliði. Verst hafa framleiðendur þeirra vara, sem reiknaðar eru með vísitölunni, verið leiknir, en verðlagseftirlit er handhægt tæki til þess að halda vísitölunni niðri þó ekki hafi það bein áhrif á hið almenna verðlag. Þessi staðreynd verður mönnum sífellt ljósari, þrátt fyrir skefjalausan áróður með verðlagseftirliti. Lánsfjármál Til landbúnaðar og sjávarút- vegs hafa á undanförnum árum verið veittar hundruðir milljóna króna bæði sem beinir styrkjr og sem framlög til lánstofnana þessara aðila. Iðnaðurinn hefur í þessu efni algjörlega verið af- skiptur. Sést það bezt á því, að sú eina lánastofnun iðnaðarins, sem styrkt er af opinberu fé, iðnlánasjóður, nam eftir 20 ára starf einungis 4 millj. króna. Iðn- aðarsamtökin hafa á undanförn- um árum lagt ríka áherzlu á það að iðnaðarsjóður yrði efldur veru lega til þess að verða betur fær um að gegna upphaflegu hlut- verki sínu, að vera lyftistöng fyrir iðnaðarþróun í landinu. Sett var fram sú ósk að sjóðurinn fengi 5 millj. kr. framlag á fjár- lögum 1956. Á Alþingi kom einnig fram frumvarp þess efnis að iðnlánsjóður fengi helming af gjaldi af inn- lendum tollvörutegundum, en málalok urðu þau að iðnlána- sjóður fékk á fjárlögum 1.450 þús. og situr enn við svo búið. Eitt af þeim vandamálum, sem forráðamenn iðnfyrirtækjanna stöðugt verða að glíma við er skortur á lánsfé bæði rekstrarfé og til fjárfestingar. Eftir því sem verðbólgan eykst, þarf sífellt fleiri krónur til rekstrarins, en stighækkandi skattar valda því að sífellt minni hluti afrakstrar- ins kemur í hlut fyrirtækjanna. Þess vegna er háð stöðugt kapp- hlaup við verðbólguna um að útvega fleiri krónur til rekstrar- ins, svo hægt sé að nota í hon- um sömu raunveruleg verð- mæti. Þess vegna eru mörg fyrir- tæki, sem fyrir nokkrum árum störfuðu að verulegu leyti með eigin fjármagni, nú í stórfelldum erfiðleikum með lánsfé. Gömlu bankarnir hafa ekki haft aðstöðu til þess að hlaupa hér undir bagga með iðnaðinum nema að litlu leyti miðað við þörfina. Það var þess vegna mik- ið gæfuspor, að iðnaðarsamtök- in skyldu sameinast um stofnun Iðnaðarbankans, en bankinn hef- ur nú senn starfað í 5 ár. Enda þótt bankinn hafi eigi notið neinn ar fyrirgreiðslu um lánsfé til handa iðnaðinum frá Alþingi og Skattamál Undanfarin ár, hafa á hverju ársþingi iðnrekenda verið gerðar ítarlegar samþykktir um skatta- mál og þess krafist, að staðið væri við gefin loforð um endur- skoðun á skattgreiðslum fyrir- tækja. Einnig hafa Vinnuveit- endasamband íslands, Verzlunar ráð íslands, Samband smásölu- verzlana og Landssamband iðn- aðarmanna ásamt F. í. I. rætt þessi mál sameiginlega og gert sameiginlegar tillögur í skatta- málum, auk þeirra tillagna sem samtök þessi hafa gert hvert I sínu lagi. Aðalefni þeirra tillagna, sem fram hafa verið settar er: 1. Að samanlagðir skattar og útsvör fari aldrei fram úr ákveðnum hundraðshluta af skattskyldum tekjum fyrirtækj- anna, þannig að tryggt sé að þau geti safnað sér eigin fjármagni, til eðlilegrar aukningar á rekstr- inum og nauðsynlegra fram- kvæmda til þess að tryggja og auka atvinnustarfsemina í land- inu. 2. Að öll atvinnufyrirtækl, hvaða rekstrarformi, sem það lúta, og hverjir sem eru eigendur þeirra séu háð sömu reglum um skatta- og útsvarsálagningu. — Einnig þau fyrirtæki ríkis og bæj arfélaga, sem rekin eru í sam- keppni við annan atvinnurekstur. Öllum sem einhvern skilning hafa á skattamálum er Ijóst, að með sívaxandi verðbólgu hefur skattbyrði fyrirtækjanna vaxið ár frá ári og skattakerfið færst úr skorðum, vegna hinna stig- hækkandi skatta, þrátt fyrir óbreytta skattstiga. Þessari stað- reynd hefur margoft verið lýst á Alþingi, og verið skýlaust viðurkennd m. a. af núverandi fjármálaráðh. í stað þess að sýna lit á lagfæringum í þessu efnl bætti Alþingi á sl. vori gráu ofan á svart með samþykkt laga um svokallaðan stóreignaskatt, sem mun, ef ekki koma aðrar ráðstaf- anir til, valda verulegum eríið- leikum og samdrætti í starfsemi þeirra fyrirtækja, sem skattur- inn bitnar á. F. f. I. og önnur samtök atvinnuveganna sendu rökstudd mótmæli gegn frum- varpinu, sem ekki voru tekin til greina. Frá Sementsverksmiðjunni á Akranesi. ríkisstjórn, þrátt fyrir marggefin loforð, hefur bankinn þó reynst þess megnugur að leysa mikinn vanda fyrir iðnaðinn og stafar það fyrst og fremst af því að iðnrekendur og iðnaðarmenn hafa skipað sér um bankann og elft hann eftir mætti. Sparisjóðs- innistæður í bankanum nema nú um 60 milljónum króna og hafa aukizt um 10 milljónir króna á árinu. Nema heildarútlán bank- ans til iðnaðarins nú um 80 millj- ónum króna og má fullyrða að einungis lítill hluti þessa fjár- magns hafi fallið iðnaðinum í skaut, ef Iðnaðarbankans hefði ekki notið við. Jafnrétti í skattamálum milli allra fyrirtækja hefur þá grund- vallarþýðingu, að afkoma fyrir- tækjanna sýnir þá svo ekki verð- ur um villzt, hvaða reksrarform er þjóðfélagslega hagkvæmast í hverju tilfelli. Krafa samtakanna um að öll atvinnufyrirtæki skuli greiða skatta eftir sömu reglum er því krafa um að tryggja sem mest afköst í efnahagslífinu og þar með bezta afkomu þjóðar- heildarinnar. Einnig má benda á það, sem ekki síður snýr að al- menningi, að því meiri hluti at- vinnurekstrarins sem færist I hendur þeirra fyrirtækja, sem njóta skattfríðinda, þeim mun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.