Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 23
Þrlðjucfagur 31. dfes. 1957 MORCUNBLAÐIÐ 23 Kapphlaupið að Suöurpólnum Hillary á 240 km eftir en óvíst um Fuch Sir Edmund Hillary Nú verður hljótf um bandaríska tunglið WASHINGTON 30. des. — Til- kynnt var í dag, að leynd yrði höfð á um það, þegar fyrsta bandaríska gervitunglinu yrði skotið á loft. Það mun gerast ein- hvern tíma í janúar mánuði. Verður það aðeins lítið tilrauna- tungl. Síðan búast Bandaríkja- menn til að skjóta á loft upp stærra tungli í marz. —NTB Dómar í iórdaníu AMMAN, Jórdaníu, 30. des. (Reu ter). — Herréttur í bænum Na- blus í Jórdaníu, dæmdi kommún- istaforingjana Mahmud Hildjasi í dag í 15 ára fangelsi. Hann var sakaður um undirróðursstarfsemi. 1 dag var annar maður dæmd- ur í Jerúsalem í 2 ára fangelsi fyrir að vera meðlimur í ólögleg- um leynisamtökum. Síðustu daga hafa herréttir í Jórdaníu dæmt 14 manns í fang- elsi fyrir ýmiss konar þátttöku í samsæri gegn ríkisstjórninni. WELLINGTON 30. des. — Fregnir frá Suðurskautsland- inu benda nú til þess að hinn nýsjálenzki leiðangur Sir Edmunds Hillarys muni verða á undan hinum brezka leið- angri Dr. Vivians Fuchs til Suðurpólsins. f dag skýröi Hillary frá því i radíósamtali, að hann væri nú aðeins um 240 km frá heimskautinu. Hefur leiðang- urinn því farið um 130 km á tveimur dögum. Á Hins vegar hefur ekki náðst radíósamband við leið- angur Fuchs siðan um miðja síðustu viku, en þá var hann 700 km frá Suðurheimskaut- inu. •fc Þessir tveir leiðangrar stefna að heimskautinu sinn úr hvorri átt og mun nú vera mikil keppni milli þeirra, hvor á undan verði. í radiósamtal- inu í dag skýrði Hillary frá því að kuldinn væri geigvæn- legur. Það væri mesta vanda- mál leiðangursmanna, rð halda vélum beltisbila sinna gangandi. Er Græntand að verða gultkista Dana? Þau komui viffc sogu Svör við getrauninni ábls 7 í blaði II. 1. Janet Jagan, forsætisráðherra frú Brezku Guyana. 2. Uyc Elircnburg, rússncskur rilliöfundur. 3. Abba Eban fulltrúi fsraels hjú S.Þ. — 4. Helen Keller. 5. Kishi forsælisráðherra Japan, 6. Nukrumah forsætisráðherra Ghana. 7. Maxwell Taylor herráðsfor- ingi Bandarikjanna. 8. Salvador Dali, listmálari. 9. Garcia forseti Filippseyja. 10. Anna Magnani kvik.nynda- leikkona. 11. Georgc F. Kennan, bandu rískur stjórnmálamaður. 12. Gronchi forseti ftaliu. 13. Malinovsky yfirmaður Rauða hersins. 14. Lauris Norstad yfirmaður NATO-herjanna. 15. Andrei Gromyko utanríkis- ráðherra Rússa. 16. Thorneycroft fjármálaráð herra Breta. 17. Piotr Kapitza kjarnorkusé.'- fræðingur Rússa. 18. Von Ficandt forsætisráð- lierra Finna. 19. Mohamcð V, Marokkosoldán 20. Bourgés-Maunoury, fyrrv. forsætisráðherra Frakka 21. Danny Kay kvikmynda- leikari. —— 22. Killian visindaráðunaulur Eiscnliowers. KAUPMANNAHOFN, 30. des. — Danir undirbúa nú mikinn leið- aangur til Skovfjord í Suður- Grænlandi og mun hann halda þangað, þegar sumar hefur geng- ið í garð. Leiðangri þessum er ætfað að athuga hversu mikið úraníum-magn er í fjöllunum þar norður frá. Eins og kunnugt er, þá er úraníum notað til þess að framleiða kjarnorku og eru sumir vísindamenn þeirrar skoð- unar, að við Skovfjord séu mjög auðugar námur. Niðurstöður af rannsóknunum ’eiga að liggja fyrir, áður en næsta ár er liðið. Auk danskra vísindamanna verða með í förinni sænskir námumenn og eiga þeir að hafa það hlutverk að bora um 70 metra inn í Narassaq-fjall, þar sem úraníum hefur fundizt á geiger mæla“.í fyrrnefndu fjalli fannst mikið af úraníum eða sem svarar 1200 grömmum í hverju tonni af málmi og má búast við því, að þarna séu um 500 tonn af úraníum í jörðu. Til samanburð- ar má geta þess, að þegar bezt lætur fá Svíar sem svarar 200— 300 grömm af úraníum úr tonni í sínum auðugustu námum. Meðal þeirra, sem rannsökuðu úraníum í Grænlandi í fyrra sumar var Niels Bohr prófessor. Hefur hann sagt, að ástæða sé til að ætla, að auðugar úraníum námur séu „í þessu stærsta amti Danmerkur", eins og komizt er að orði í fréttum. Eins og kunnugt er, þá eru allauðugar blý- og sinknámur Grænlandi. Hafa Danir selt þessa málma til Vestur-Þýzkalands og Belgíu fyrir 16—17 millj. d. kr., enda e_r hér um að ræða 23 þús. tonn. Áætlað er, að í Grænlandi megi vinna þessa málma fyrir um 130 millj. d. kr. Þá hafa einnig fundizt kol og nikkel á eynni. Spúlnik fer að brenna upp MOSKVA 30. des. — Tass-frétta stofan skýrir frá því að fyrra rússneska gervitunglið Spútnik I muni koma inn í gufuhvolf jarð- ar í byrjun janúar og brenna upp af núningshita. Fyrir nokkru kom hluti flugskeytisins, sem borið hafði Spútnik I, inn í gufu- hvolfið. Segja Rússar að sá hluti hafi fallið til jarðar í Alasaka. Gaillard i Framh. af bls Fleiri þátttakendur? Ef slík ráðstefna yrði haldin kvaðst Gaillard persónulega hlynntur því að í henni tækju aðeins þátt leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Frakklands og Sovétríkjanna. Þó gæti hann vel fallizt á það að forustumenn fleiri ríkja ættu aðild að henni, t.d. ef Rússar óskuðu þess, að fleiri kommúnistaríki ættu þar sína fulltrúa. Hann varaði þó við því að fjölgun þátttakenda í slíkri ráðstefnu yrði aðeins til að tefja fyrir og jafnvel hindra sam- komulag. Tvennt óskylt Hins vegar taldi Gaillard það óvarlegt að fresta ákvörðunum um uppsetningu flugskeytastöðva í Evrópu. Þær væru algerlega hernaðarlegt málefni og það væri Vestur-Evrópuþjóðum nauðsyn- legt að gera hið skjótasta ráð- stafanir til að tryggja öryggi sitt. Hér væri um sitt hvað að ræða og menn ættu að forðast að blanda saman flugskeytavanda málinu og hins vegar þörfinni á ráðstefnu milli austurs og vest- urs. Gaillard kvað frönsku ríkis- stjórnina ekki hafa tekið endan- lega ákvörðun um staðsetningu flugskeytastöðva og kjarnorku- vopna á franskri grund. Þó sagði hann að Frakkar myndu segja já við tilboði Eisenhowers, þó með nokkrum skilyrðum. Kaupum ú EIR og KOPAR rm,wm Sími 24406. GOLFSLIPUNIN Barmahlíð 33 Sími 13657 Þorvaldur Ari Arason, hdl. LÖGMANNSSKRIFSTOFA Skólavörðustig 38 «/© Páll Jóh-Jwrletfsson /»./. - Pósth 62! Simar 15416 og 15412 - Simnefnt. A*t RAGNAR JONSSON bæstarétturlögniaður. Laugaveg, 8. — Sími 17752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla. Kristián Guðlaugssot liæsti-réttarlögmaður. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Austurstræti 1. — Sími 13400 Þungavinnuvélar Sími 34-3-33 Hilmar Garðars liCu*adstlóiiislögniaÖur. Málflutmngsskrifstofa. Gamla-Bíó. IngólfsstrætL Maðurinn minn og faðir okkar SIGURÐUR M. WIIUM loftskeytamaður, sem andaðist 21. desember, verður jarð- settur föstudaginn 3. janúar frá Fossvogskirkju kl. 1.30 e.h. — Athöfninni verður útvarpað. Sína Wiium og börn. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar ELÍASAR JÓNSSONAR frá Hallbjarnareyri. Jensina Bjarnadóttir, Guðlaug Elíasdóttir, María Elíasdóttir. Móðir min HELGA GÍSLADOTTIR lézt að heimili sínu, Njarðargötu 1, Keflavík 29. þ.m. Fyrir mína hönd, syskina minna, tengdabarna og ann- arra aðstandenda. Helgi G. Eyjólfsson. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar SÓLBORGAR MAT IHÍASDÖTTUR frá Svalvogum í Dýrafirði, sem andaðist 25. des. að heim- ili dóttur minnar og systur okkar, fer fram frá Þingeyrar- kirkju 3. janúar. Þeim sem vildu minnast hinnéir látnu er vinsamlegast bent á Slysavarnafélag íslands. Þorvaldur Kristjánsson og börn. Jarðarför systur okkar INGIBJARGAR JÓHANNESDÓTTUR frá Útibleiksstöðum, sem andaðist 21. desember sl. fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 2 e.h. Jarðarförinni verður útvarpað. Blóm afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlega bent á Dvalarheimilissjóð kvennasambands V-Húnavatnssýslu. Salóme Jóhannesdóttir, Margrét Jóhannesdóttir. Jarðarför GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR, frá Vallá, fer fram að Brautarholti föstudaginn 3. janúar klukkan 1.30. — Ferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 12.30. Blóm og kransar afþakkað. Aðstanðendur. Móðir okkar RAGNHEIÐUR HELGA MAGNÚSDÓTTIR frá Hrófbergi, prestsekkja frá Stað í Steingrímsfirði lézt 24. þ.m. Magnús Hansson, Guðrún Hansdóttir. Móðursystir mín ÁSTRlÐUR VIGFÚSDÓTTIR ándaðist í sjúkrahúsinu Sólheimum sunnudag 29. þ. m. Þórunn Guðmundsdóttir. Útför hjartkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og bróðir MAGNÚSAR H. JÓNSSONAR prentara, frá Lambhóli, fer fram frá Neskirkju 3. janúar kl. 11 árdegis. — Athöfninni verður útvarpað. Sigurlína Ebenezersdóttir, dætur, tengdasynir og systkinl. Jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður GUÐJÓNS KR. JÓNSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. jan. kl. 3 e.h. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Ágústa Jónsdóttir, börn og tengdabörn. Kveðjuathöfn um eiginmann minn og föður okkar EIRlK MAGNÚSSON Stórholti 18, Reykjavík, sem andaðist 20. þ.m., fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. janúar kl. 10.30 f.h. Jarðsett verður að Gaulverjabæ laugardaginn 4. janúar kl. 1 e.h. — Blóm afbeðin. Þorkelína Sigrún Þorkelsdóttir og böm. Móðir okkar GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR Tjarnargötu 47, andaðist 28. desember sl. Dæturnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.