Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 6
e MOn'GVNM4Ð1Ð Sunnudagur 9. marz 1958 Fyrir hundrað árum ★ Englendingi bannað ab sjóöa nióur lax i Borgarfirði — Seldi bann til útflutnings — Fjárkláða- lækningar ganga vel FYRIR RÚMUM 100 árum, eða 6. marz 1858, segir Þjóðólfur m.a.: „Til dæmis upp á, hve vel og skynsamlega sumir íslendingar hafa varið fé sínu á undanförn- um góðárum, að minnsta kosti hér syðra, má geta þess, að árið 1857 voru hér leystar hjá amt- manninum í suðuramtinu 21 hjónavígslubréf, til þess að mega ganga fram hjá guðs húsi með lýsingar og hjónavígslu, og hafa hana fram í heimahúsum. Hvert vígsiúbréf kostar 16 rdl. og hafa menn hér syðra fleygt út 353 rdl. á einu ári fyrir þenna hinn mesta óþarfa er hugsast getur. Konungar og jarlar í útlöndum, er eiga dýrlegustu hallir, láta lýsa með börnum sínum í guðs húsi og láta gefa þau þar sam- an. En snauðir kotungar á ís- landi er einatt verða að láta gefa sig saman í lélegum og misjafnt þokkalegum heimakofum, ef kirkjunni er sleppt, leysa leyfis- bréf til þess að ganga fram hjá guðs húsi, fyrir fé, svo að mörg- um hundruðum ríkisdala skipt- ir á ári. i Með postskipinu, er nú kom, fréttist það, að stjórn vor hafi nú bannað Englendingnum Jóni Richie, er hingað kom í fyrra til að kaupa lax af Borgíirðingum og sauð hann þar niðri í lóðuðum blikkdósum til útflutnings — en til þess byggði hann þar hús í fyrra og eldstó og varði til þess og til laxakaupanna rúmum 5000 dala, — að hafa hér framvegis svo fellda vex-zlun, og hafi sekt- að hann fyrir um 20 rdl. Það mun áreiðanlegt, að stiptamtmaður vor hafi þó lagt það til við stjórn- ina, að Jón Richie og aðrir Bret- ar, er þannig vildu opna fyrir landsmönnum hér svo arðsaman og almennan atvinnuveg eins og má verða að laxveiðum hér á landi, fengi það afarkosta- og meinbugalaust". Um fjárkláðann segir blaðið: „Kláðalækningar hér syðra ganga að vísu misjafnt úr hendi, en heldur vel yfir höfuð að tala; sjúka féð hefur óvíða dregizt upp, viðast haldizt kláðalítið, og þrífst mætavel; sums staðar er féð alveg læknað og kláðalaust. Baðmeðulin, er bezt hafa reynzt, vanta nú, og hnekkir það fram- haldi lækninganna. Ölvusingar sumir og Selvogsmenn kvað vera þegar farnir að kaupa sér fjár- stofn austan úr Holtum. — Kláða nefndin hér í staðnum með bæj- arfógeta og dýralækni skoðaði 27. f.m. allar sjö kindur skólakenn- ara H. Kr. Kriðrikssonar, og reyndust allar læknaðar og alveg kláðalausar". LoIís segir frá þvi, að óveitt sé Garðar á Álftanesi, sem slegið hafi verið upp 3. marz: „Upp- gjafarprestinum í brauðinu, stift- próf. herra Árna er áskilið: þriðj ungur af öllum tekjum að frá skildum offrum og tekjum fyrir aukaverk, þriðjungur alls stað- arins, ef hann vill hafa þar sjálf- ur bú, og að auki afgjald af jörðinni Bakka“. RÁÐNING Á NAFNAÞRAUT Á BLS. 10. Lausnin er: 1) Rán, 2) Anasl- asia, 3) Inkar, 4) Nói, 5) Ho shima, 6) Edmund (Hillary), 7) Rokossovsky. — Endanleg ráðn- ing er því RAINIER. Ástæðulaust er að kynna hann frekar Sveinn, Konni og Rannveig hlusta á skemmtilega sögu hjá Baldri. (Ljósm. ÓL K. M.) Konni sefur í spa rifötunum KONNI býr við Skipaasund — hjá Baldri og konu hans, Sveini og Rannveigu. Þau Sveinn og Rannveig eru börnin hans Bald- urs — og í skólanum er Sveinn kallaður „bróðir hans Konna“, en Rannveig litla er enn ekki fai'in að ganga í skóla, því að hún er aðeins 6 ára, enn ekki eins stór og Konni, sem er reynd ar 11 ára. ★ í vikunni lagði fréttamaður Mbl. leið sína inn í Skipasund og- vildi svo vel til að Konni, Baldur og öll fjölskyldan voru heima. Enda þótt Konni væri ekki viðbúinn gestakomu, var hann hinn kurteisasti og afsak- aði meira að segja að hann var ekki í nýpressuðum buxum, því að venjulega lætur hann pressa skrifar úr daglega lífinu Góða mín og væna mín Fyrtin pennavinkona Vel- vakanda skrifar á þessa leið: „17ÆRI Velvakandi. JV Við, sem þér ski'ifum, er- um alltaf að kvart undan ein- hverju, en þrátt fyrir nöldur okkar virðist fátt breytast til batnaðar. Afgreiðslufólkið er jafnsnúðugt og þóttalegt við við- skiptavinina, símastúlkurnar eru eins afundnar og áður og stræt- isvagnastjórarnir sýna ekki hæt- is hót meiri lipurð en verið hef- ur. Og svona er þetta á öllum sviðum. En þó langar mig til að koma ennþá einu atriði á fram- færi. Ég verð þrásinnis vör við það, að almenningur kann ekki al- gengar kurteisisreglur, þegar um símtöl er að ræða. Ég vinn t. d. við stóra stofnun hér 1 bænum og svara mikið í síma, þótt ég sé ekki við sjálfa símavörzluna. Fólk hringir og biður mig að greiða fyrir sér á einn eða annan hátt hvað ég geri eftir beztu getu. En ég kann ákaflega illa við hin góðlátlegu orð, sem margir virðast hafa tamið sér. — Þér sjáið um þetta, væna mín, — Ég treysti því þá, góða, — Skrifið þetta hjá yður, góða mín, — og svo framvegis. Þegar ég er kölluð góða eða væna af fólki, sem ég hef aldrei séð, fyllist ég ósjálfrátt kulda við viðkomandi persónu. Fullorðnu fólki geðjast yfirleitt ekki vel að þessi ávarpsorð séu notuð við það. Mér ekki heldur. Mér dytti aldrei í hug að tala þannig við nokkra manneskju og þar af leið- andi ætlast ég til að aðrir ávarpi mig með fullri virðingu. Þetta er leiðindaévani, sem allir ættu að venja sig af, ekki hvað sízt við bláókunnugt fólk. —Fyrtin" Litli kofinn. Leiklist arun n andi skrifar: „Ég veit, að Velvakandi er fróður um margt, og því vil ég bera upp við hann eftirfarandi spurningu: Veit Velvakandi hver eða hverjir það eru, sem í rauninni ráða leikritavali Þjóðleikhúss- ins? Það spyr maður mann þessarar sömu spurningar, en enginn get- ur svarað henni. Þeir, sem leik- list unna og vilja að heiður Þjóð- leikhússins sé og verði sem mest- ur, eru uggandi yfir hinu hrað- versnandi leikritavali leikhúss- ins. Síðasta verkefnið er „Litli kofinn“, og þykir mér það leik- rit sannarlega ekki samboðið þeirri menningarstofnun sem Þjóðleikhúsinu var í upphafi ætl að að vera. Og áreiðanlega er það engum sársaukalaust að þurfa að játa það, að þessi vet- ur hefur verið með þeim léiegri í starfssögu leikhússins. Þó ber að geta þess sem vel er gert. — Leikritin „Anna Frank“ og „Horft af brúnni“. eru úrvals leikrit og uppfærslan prýðileg. Þau leikrit eru samboðin Þjóð- .eikhúsinu. Heyrzt hefir að leikritið „Ulla Winbad“ hafi kol-fallið, en upp- setning á því var mjög dýr. Slík leiki-it valda leikhúsinu stór felldu fjárhagslegu tjóni, auk gremju leikhúsgesta yfir sliku vali. Er því ekki undarlegt, þó að menn spyrji hverjir ákveði hvaða leikrit séu tekin til sýn- inga í Þjóðleikhúsi íslendinga. Og eitt er víst, að síðasta leik- ritið er undir virðingu þess“. ★ Velvakanda finnst: 1) að bréfritari taki fulldjúpt í árinni, þegar hann segir, að leikritavalið fari hríðversnandi, — rétt eftir að hann er búinn að minnist á Önnu Frank og Horft af brúnni. Önnur viðfangs efni í vetur hafa verið Kirsu- berjagarðurinn, sem ekki hefur nú þótt neitt slor hingað til, Tosca og Cosi fan tutte — tvær ágætis óperur, Romanoff og Júlía, Úlla Winblad, Fríða og dýrið og nú Litli kofinn. I 2) að það sé stórskemmtilegt að bera saman ummæli leiklist- argagnrýnendanna um Litla kofann. Velvakandi hefur að vísu exki séð leikinn, en hann er á því, að þeir hafi rétt fyrir sér, sem ekki hneykslast að ráði, þó að ekki séu öll verk, sem Þjóð- leikhúsið sýnir, jafn barmafull af d.júpri vizku og sumir virðast vilja. af sér áðúr en hann fer í bæinn eða á von á gestum. Hann á nefni lega engin náttföt og sefur því alltaf í sparifötunum. ★ En svo við byrjum á sjálfu við talinu, þá kom það upp úr kaf- inu, að Konni er 11 ára um þess- ar mundir. í rauninni er hann enskur, en hefur fyrir löngu öðl- azt íslenzkan ríkisboi'gararétt. Enskunni hefur hann haldið vel við — og talar jafnvel dönsku í þokkabót. Þeir Baldur og Konni hafa víða komið fram á þessum 11 árum, langoftast fyrir íslendinga, en þó mjög oft fyrir Bandaríkjamenn, Breta og Dani — og nokkrum sinnum í Færeyj- um. Þar varð Baldur að notast við dönskuna, en Konni bjargaði sér vel í færeysku — að sögn hans sjálfs. ★ Þeir Baldur og Konni hafa oft komizt í hann krappann á ferð- um sínum og telur Baldur það eftirminnilegast, þegar Konna var stolið eitt sinn í Kaupmanna höfn. Það var sumarið 1948, við skemmtun þá í Dyrehavsbakk- en, segir Baldur. Ég kynntist dönskum búktalara, sem nefndi sig Charles. „Konni“ hans var gamall og ljótur og honum leizt vel á Konna minn. Samt grunaði mig ekki, að hann hefði það mikla ágirnd á Konna, að hann reyndi að stela honum — en raunin varð samt sú. Dag einn, þegar ég kom heim, var Konni horfinn. Varð ég þess vísari, að Charles hafði komið og sagzt eiga að sækja hann fyr- ir mig og farið burt með hann. Ég vildi ekki leita á náðir lögregl- unnar fyrr en í fulla hnefana — og tókst loksins að hafa upp á Charles, þar sem hann var að skemmta með Konna. Konni bar ekkert á móti sög- unni, ,en vildi sem minnst um þetta tala. Sagðist hann alltaf hafa verið fullfær um að sjá um sig sjálfur — og alltaf tæk- ist sér betur og betur upp, þeg- ar Baldur væri ekki nálægur. ★ — Og þér þykir alltaf jafn- vænt um Konna — Baldur? — Já, en stundum er mér þó hálfilla við hann. Persónul. hef ég miklu meiri áhuga á töfra- brögðum en búktali. Ég hef sýnt töfrabrögð síðan 1944 — og þykir það skemmtilegt. Og þegar ég er beðinn að skemmta vil ég oftast bjóða upp á ný töfrabrögð, en flestir vilja Konna. Stundum fýkur svo í mig vegna þessa, að ég mundi se»da Konna einan, ef honum væri treystandi til þess að fara úr strætisvagninum á réttum stað. — En nýtur Konni annars ekfci vinsælda meðal fjölskyldunnar? — Jú, nú orðið, svarar Bald- ur. Rannveig litla var lengi framan af mjög hrædd við hann, hún mátti ekki sjá hann — þá ætlaði hún alveg að aerast, —- hræddist jafnvel venjulegar leikbrúður. Þegar við Konni vor- um að æfa okkur, urðu vi8 aS fara í felur, eða þá að vi8 vor- um að dunda við þetta á kvöld- in, þegar Rannveig var sofnuS. Strákurinn — hann Sveinn —- hefur aldrei verið hræddur viS Konna. Hann hefur hins vegar miklu meiri áhuga á töfrabrögð- unum — og ég er vanur aS sýna honum öll brögð, sem ég æfi. Ef hann sér ekki við mér — ja, þá er mér óhætt. Hann er samt ekki í rónni fyrr en hann veit hvernig í öllu liggur, en þagmselskur or hann — jafnvel svo, aS hann hefur flúið undan strákunum i kring frekar en að segja hvernig ég fer að þessu. ¥• En Rannveig er ekki lengur hrædd við Konna, það er auð- séð, því að hún lítur hann mjög hýru auga. — Færðu ekki stundum aS leika við hann? — Nei, seg'r hún — feimin og var.dræðalega — pabbi segir, aS við megum ekki fxkta við hann. — Ja, ekki er það til fyrir- myndar — að eiga svona storan strák, — og geta ekki látið hann snúast fyrir sig. Hjálpar hann ekki mömmu þinni að leggja á borðið og sækja mjólkina? — Nei, — hann, hann er svo latur. — En hver er daglegastur aS fara að sofa á kvöldin? spyr Baldur. Rannveig verður dálítið vand ræðaleg og lítur undan — „Konni“. — Hvar sefur hann? — í töskunni sinni — undir dívaninum hans Sveins. Mörgæsir kvöddu dr. Fuchs LUNDÚNUM—f gær, fimmtudag, sigldi dr. Fuchs og leiðangurs- menn hans frá Smðurskautsland- inu til Nýja-Sjálands og er gert ráð fyrir, að þeir félagar komi þangað hinn 17. marz n. k. Verð- ur þá glæsileg móttökuhátíð þeim til heiðurs. Það var mjög kalt í Scottstöð- inni, þegar skipið sigldi úr höfn. Allir, sem vettlingi gátu valdið, komu að kveðja kappana og á ísbreiðunni stóð einnig fjöldl mörgæsa — „í kjól og hvítt“ -, sem horfði forvitnisaugwm á það, sem fram fór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.