Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLABIÐ Sunnudagur 9. marz 1958 Frú Sólveig Magnúsdóttir frá Nesi í Grunnavík Sjötug á morgun: FRÚ SÓLVEIG Magnúsdóttir frá Nesi í Grunnavík á sjötugsaf- mæli á morgun, mánudaginn 10. marz. Hún er fædd á Snæfjöllum við ísafjarðardjúp, en fluttist barnung norður í Grunnavíkur- hrepp, þar sem hún átti síðan heima meginhluta ævi sinnar. jÞar giftist hún Kristjáni Jóns- syni frá Stað í Grunnavík og settu þau saman bú að Nesi og bjuggu þar allan sinn búskap. Jón var mesti dugnaðar- og ,myndarmaður. Stundaði hann bæði iandbúnað og sjómennsku eins og tíðkaðist þá almennt við Djúp og í Jökulfjörðum. Sólveig missti mann sinn árið 1934. Var henni það mikið áfall. Höfðu þau átt 6 börn, tvær dæt- ur og fjóra syni. Eru fimm barn- anna á lífi, ein dóttir, Jónína, sem er gift hér í Reykjavík og fjórir synir, Ólafur deildarstjóri í bif- reiðadeild Samvinnutrygginga í Reykjavík, Magnús rafvirki í Reykjavík, Jón skólastjóri á Vatnsleysuströnd og Sigfús toll- vörður í Keflavík. öll eru börn þeirra Kristjáns heitins og Sól- veigar mannvænlegt og drengi- legt fólk. Sólveig bjó rúman áratug í Nesi með yngsta syni sínum eft- ir að maður hennar lést. Þau hjónin höfðu á sínum tíma húsað býíi sitt vel að gömlum sið, en nú byggði Sólveig þar lítið ný- tísku steinhús. Sólveig í Nesi er ágætlega greind kona, vel lesin og fróð um þjóðleg fræði. Vinir henn- ar vestra minnast hennar sem gestrisinnar og mikilhæfrar hús- freyju, sem söknuður var að þeg- ar hún hvarf úr heimahögum. Frú Sólveig verður í dag stödd á Rauöalæk 35 í Reykjavík hjá Ólafi syni sínum. Þangað munu henni berast kveðjur og árnaðar- óskir frá vinum og frændum. — S.Bj. VerSur (harles lifli Prins af Walesi LUNDÚNUM — Hertoginn af Windsor hefur lagt niður tvo heiðurstitia, sem hann hefur bor- ið, og segja fréttamenn í London, að það muni greiða götu þess, að Charles litli prins taki við nafn- bót frænda síns og verði riefnd- ur Prinsinn af Wales. Charles' litli er nú níu ára gamall. — Kristinn Vilhjálmsson Á MORGUN vex-ður borinn til hinztu hvílu, Kristinn Vilhjálms- son bifreiðastjóri, sonur hjón- anna Ástríðar Bjarnadóttur og Vilhjálms Þórarinssonar, bif- reiðastjóra hjá Þrótti. Kristinn var fæddur 2. ágúst 1928. Hann andaðist 1. marz 1958, eftir stutta legu á Landa- kotsspítala. Alls staðar sem Kristinn heit- inn vann, ávann hann sér hylli allra, því hann var lipur og sam- vizkusamur og ávallt boðinn og búinn til hjálpar hvenær sem á þurfti að halda, enda þótt hann væri oft miður sín af þeim sjúk- leika, sem að lokum varð honum að bana. í veikindum sínum naut Krist- inn mikillar umhyggju og ástúðar sinnar elskulegu móður, sem gerði allt til þess að veita honum sem mestan styrk á hinum erfið- ustu stundum. Vinir þínir og samstarfsmeixn þakka þér allir. Kristinn fyrir samverustundirnar og geymum minninguna um sannan vin og góðan félaga'. Blessuð sé minning þín. K. G. — Utan úr heími Framh. af bls. 12 menn, að þeir geta verið mjög aðlaðandi." ★ ★ ★ Ég sneri mér nú, að aðferð Hit- chcocks við að skapa eftirvænt- ingu hjá áhorfendum. Hvernig myndir þú setja á svið atriði, þar sem sprenging ætti að verða? „Aðalatriðið er að láta áhorf- endux-na vita, hvar sprengjan er, en hins vegar ekki söguhetjurnar. T. d. sitjum við hér og erum að spjalla saman. Við þurfum ekki að tala um dauða eða neitt annað alvarlegs eðlis, því að vitneskjan um sprengjuna skapar eftirvænt- inguna hjá áhorfendunum. Ef áhorfendurnir vita ekki um sprengjuna, verður þeim reyndar illilega bilt við, þegar hún spiúng ur, en að bíða í eftirvæntingu í rúma hálfa klukkustund eða svo hefir miklu meiri áhrif.“ ★ ★ ★ „Ég hefi tekið eftir því, að þér látið áhorfendur um að geta sér til um endalok í sumum sjón- varpsþáttunum“ „Það er hi-eint ekki auðveit að sjá um 39 sjónvarpsþætti á ári, og hafa alltaf áhrifarik endalok. Því er stundum gripið til þess að láta áhorfendur um .endalok- in.“ Ég spyr hann, hvaðan hann fái hugmyndir eins og þær að láta fólk á flótta fela sig í líkfylgd eða hverfa í hóp manna, sem hlusta á ræðumenn tala af kassa í skemmtigörðum. „Ég horfi aðeins í kringum mig, þegar ég er á gangi og spyr sjálf- an mig, hvernig ég ætti að koma þessu fyrir í næsta skipti. Ein- hvern tíma ætla ég að láta sögu- hetjuna mína flýja inn í sjúkra hús, látast vera sjúkiing, leggjast niður á sjúkrabörur, sem síð- an er ekið inn í skurðstofuna, og áður en atriðinu lýkur, ætla ég að láta skera hann upp.“ ★ ★ ★ Hitchcock stóð upp: „Ég veit, að þú munt hafa mig afsakaðan, en ég er orðinn 15 mínútum of seinn til að líta á reynslukyik- myndir af nokkrum leikkonum í næstu kvikmyndina mína. Það kom sem sé í ljós, að stúlkan, sem ég hafði valið í aðalhlutverk- ið hafði gert samning við annan náunga, sem hefir enn lengra nef en ég — storkinn." Það eru þannig ými« atvik, sem jafnvel mikill kvikmyndaleik- stjóri, er hugsar fyrir hverri hreyfingu leikaranna fyrir fram- an kvikmyndavélina, getur ekki séð fyrir eða séð við. — Hafnfirbingar Framh. af bls. 2 barnaheimiiissjóðinn 12. marz og stuðla þannig að því, að mynd- arlegt og traust barnaheimili verði starfrækt á þeim stað, er hann sjálfur valdi sér að bústað og vann við að fegra og bæta, meðan heilsa og kraftar entust. Hafnfirðingar. Leggið gull í lófa framtíðarinnar. Eflið barna- heimilissjóðinn svo að hann megi sem bezt þjóna hlutverki sínu, að skapa hafnfirzkum börnum öruggan og traustan samastað á sumrin — og árið um kring, þeg- ar nauðsyn krefur. Stjórn barna- heimilissjóðs tekur á móti gjöf- um 12. marz. Margt smátt gexir eitt stórt. Ólafur Einarsson, héraðslæknir, Vilbergur Júlíusson, kennari, Hjörleifur Gumxarsson, forstjóri, Jóhann Þorsteinsson, kennari, Sólveig Eyjólfsdóttir, frú, Þórunn Helgadóttir, bæjarfulltr., Sigríður Sæland, ljósmóðir, Björney Hallgrímsdóttir, frú, Ingibjörg Jónsdóttir, frú, Kristinn J. Magnússon, málaram. 2 LESBOK BARNAh. 'A l.ESBÓK BARNANNA 9 Þá spyr Útgarða-Loki Þór, hvaða jþróttir hann vilji sýna þeim, jafn mikl- ar sögur og gangi af stór- virkjum hans. Þór sagði, að hann vill helzt þreyta drykkju við einhvern mann. Útgarða- Loki segir, að það megi vel vera, gengur inn í höllina og kallar á skutil- svein sinn. Skipar hann honum að taka vítishorn það, sem hirðmenn eru vanir að drekka af. Skutil sveinninn rétti Þór horn- ið. Þá mælti Útgarða-Loki: „Af horni þessu þykir þá vel drukkið, ef tæmt er í einum teyg, sumir tæma í tveim drykkjum, en eng inn er svo lítill drykkju- maður, að eigi ijúkist i þremur. Þór lítur á hornið og sýnist eigi mikið, og þó heldur langt, en hann er mjög þyrstur, tekur að drekka og svelgur allstór- um og hyggur að eigi skal hann þurfa að lúta oftar í hornið. En er hann mátti ekki lengur drekka, lítur hann í hornið aS sjá, hvað liði drykkinum, og sýnist honum þá lítill munur á vera, að nú sé lægra í horninu en áður. Útgarða-Loki mælti: „Vel er drukkið og þó eigx mikið. Eigi myndi ég trúa, ef mér væri frá sagt, að Ása-Þór myndi eigi meiri drykk drekka." Þá reiddist Þór og teyg- aði af horninu öðru sinni, og leizt honum lítið í því þvérra. Reyndi hann þá enn í þriðja sinn og sást þá helzt nokkur munur á orðinn. „Eigi ertu svo mikill drykkjumaður, sem vér hugðum“, segir Útgarða- Loki, „eða viltu freista fleiri leika?“ Þór svarar: „Hvaða leik viltu þá bjóða mér?“ Þór blótaður Þá mælti Útgarða-Loki: „Það gera hér ungir svein ar, sem lítil iþrótt mun þykja, að þeir hefja upp af jörðu kött minn, og eig' myndi ég mælazt til slíks við Ása-Þór, ef ég vissi eigi, að þú ert minni fyrir þér, en ég hugði“. Því næst hljóp fram köttur einn grár á hallar- gólfið, og heldur mikill, en Þór gekk til og tók hendi sinni niður undir miðjan kviðinn og lyfti upp, en kötturinn beygði kenginn, svo sem Þór rétti upp höndina. En er Þór seildist svo langt, sem hann mátti lengst, þá létti kötturinn einum fæti, og fékk Þór eigi framið þennan leik meir. Þá mælti Útgarða-Loki: „Svp fór þessi leikur, sem mig varði. Kötturinn er heldur mikill, en Þór er lágur og lítill hjá stór- menni því, sem hér er með oss“. Þór mælti þá: „Svo lítinn sem þér kallið mig, þá gangi nú til einhver og fáist við mig. Nú er ég reiður". „Kallið hingað kerling- una Elli, fóstru mína, og fáist Þór við hana, ef hann vill“, sagði Útgarða- Loki. „Fellt hefur hún þá menn, er mér hafa lit- ist eigi ósterklegri, en Þór er“. Gekk þá í höllina kei-1- ing ein gömul. Þá mælti Útgarða-Loki, að hún skal taka fang við Ása-Þór. Svo fór glíma sú, að því harðara sem Þór sótti, því fastar stóð hún. Þá tók kerling að leita bragða og varð Þór þá laus á fóturn. Sviptingar voru allharðar og leið eigi á löngu, áður en Þór féll á hné öðrum fæti. Þá sagði Útgarða-Loki, að eigi þyrfti Þór fleirum mönnum fang að bjóða í hirð hans. Var þá liðið að nótt og gengu menn tii hvílu. Að morgni snemma býst Þór á brott úr borg- inni. Unir hann illa sinni ferð og þykist mikla sví- vírðihg fengið hafa í þessum skiptum. Útgarða- Loki fylgdi honum á xexð, og er þeir komu út fyrir borgina mælti hann: „Nú skal ég segja þér hið sanna, er þú ert kom- inn úr borginni, enda skaltu aldrei aftur í hana koma, ef ég má ráða. Sjón hverfingar hefi ég gert þér, þá er þú þreyttir leika í höll minni. Er þú drakkst af horn- inu og þótti seint ganga, varð það undur, að ég hefði aldrei trúað að orð- ið gæti. Annar endi horns ins var úti í hafi, en það sástu eigi, en nú er þú kemur til sævarins muntu sjá mega, hvern þurrð þú hefur drukkið á sænum. Það eru nú fjörur kall- aðar. Eigi var hitt minna, er þú lyftir kettinum og er þér satt að segja, að allir hræddust, er þú lyftir upp einum fætinum. Sá köttur var eigi sem þér sýnd- ist. Það var Miðgarðs- ormur sjálfur er liggur um jörðina. Hitt var og mikið und- ur um fangbrögðin, að þú stóðst svo lengi fyrir Elli kerlingu og féllst eigi nema á annað kné. Öll- um þeim, er gamlir verða, hefir hún til falls komið“. Þegar Þór heyrði tölu þessa greip hann til ham- arsins og bregður á loft, en er hann skal fram reiða, þá sér hann hvergi Útgarða-Loka. Snýr hann þá aftur og ætlaði að brjóta borgina, því hann var reiður mjög. Þá sér hann þar völlu fagra og víða, en enga borg. Ileldur hann við svo búið heim í Ásgarð. Ráðningar úr siöasta blaði Gátur: 1. Augað. 2. í eggskurn, 3. Uppblás- inn líknarbelgur. 4. Log- inn. 5. Hunangsflugur í einum hrosshaus. SKEMMTILEGT LEIKFANG Fáðu þér korkflögu eða annað' efni sem flýtur vel og tálgaðu úr því kringlu eins og stóran tappa. 1 hann stingur þú svo f jórum örmum með venjulegum flöskutöppum á endunum. Tapparn- ir verða allir að snúa eins, mjórri endinn fram, sá sverari aftur. í sverari enda tappanna gerir þú holu, nægilega stóra til að rúma eina kam- fórukúlu. Þegar þú hefur Iátið kamfórukúluna í holurnar, lokar þú þeim með kertavaxi. Á myndinni sérð þú greinilega, hvernig vélin er búin til. Til þess að gera hana fallegri reisir þú á henni tvær flaggstengur með fallega lit- uðum fánum. Þegar allt er tilbúið, setur þú vélina á vatn í baðkarinu eða þvottafati og þá mun hún snú- ast í hi-ing meðan nokkuð er eftir óuppleyst af kamfórukúlunum. Síðan getur þú sett nýjar kúlur í tappana. — STAFAÞRAUT H E H I L 0 D D R E I J tf N & R I U 8 Flatarþraut i 6. tbl. Krossgáta Lárétt: 1. kálfi, 2. hól, 5. arf, 7. asi, 8. urra. Lóðrétt: 1 kór, 2. álfar, 5. fáni, 4. hosu, 6. ísa. •A Skrítla — Veiztu hvað draumur ?r? — Já, bíó í svefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.