Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 4
4 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. marz 1958 O EDDA 59683117 — 1 I.O.O.F. 3 ss 1393108—8% II f dag er 68. dagur ársins. Sunnudagur 9. murz. Miðgóa. Árdegisflæði kl. 7,46. Síðdegisflæði kl. 20,12. Slysavar&stofa Reykjavíkur 1 HeilsuverndarstöSinni er opin all- an sólarhiingmn. Lseknavörður L R (fyrir vitjanirl er á sama stað, frí kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki sími 24047. Ingólfsapótek, Iðunnarapótek og Reykjavíkur- apótek fylgja öll lokunartíma sölubúða. Garðsapótek, Holtsapó- tek, Apótek Austurbæjar og Vest urbæjar-apótek eru öll opin virka daga til kl. 8, nema á laugar dögum til kl. 4. Þessi apótek eru öll opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. K.óptu ogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl 13—16/ Sími 23100. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9 -21. Laugar daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og 19—21. Næturlæknir er Kristján Jó- hannesson. Kcflavíkur-apótek er opið alla Vii-ka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 13—16. Helgidaga kl. 13—16. Vegna smávægilegra mistaka verður læknavakt í Keflavík ekki birt framvegis. rítni □ Mímir 59583107 — 2. í hjónaband af séra Jóni Thorar- ensen, Þuríður Árnadóttir, Báru- götu 35 og Einar Magnússon bygg ingamaður, Hverfisgötu 59. Heim ili þeirra er á Bárugötu 35. SHÍHjónaefhi Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú María Leósdóttir, símstöðinni Selfossi og Eiríkur Hallgrímsson, Dalbæ, Gaulverja- bæjarhreppi. KBl Skipin Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Reykjavík á morgun austur um land í hring- ferð. — Esja er á leið frá Aust- fjörðum til Rvíkur. — Herðu- breið er á Austfjörðum. — Skjald breið fór frá Reykjavik í gær vestur um land til Akureyrar. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er á leið til Ítalíu. — Askja átti að fara í gær frá Cara- vellas áleiðis til Reykjavíkur. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell fór 7. þ.m. frá Reykjavík áleiðis til Stettin. - Arnarfell fór frá New York 3. þ.m. áleiðis til Reykjavíkur. - Jökulfell er í Reykjavík. — Dís- arfell fór 7. þ.m. frá Rostock á- leiðis til íslands. — Litlafell er í Rendsburg. — Helgafell er á Dal- vík. — Hamrafell fór 1. þ.m. frá Reykjavík áleiðis til BatumL ^Flugvélar Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: — Hrímfaxi er 153 Brúókaup Nýiega hafa verið gefin saman Óskar Gíslason sýnir kvikmynd 'sína „Síðasti bærinn í daln- um“ í Tjarnarbíói í dag kl. 3 e. h. Myndin hér að ofan er úr kvikmyndinni og sýnir hún tröllið og bóndann. væntanlegur til Rvíkur kl. 16:10 í dag frá Hamborg, Kaupm.höfn og Osló. Flugvélin fer til Lund- úna kl. 08:30 í fyrramálið. — Innanlandsflug í dag: til Akur- eyrar og Vestmannaeyja. Á morg un til Akureyrar, Fagurhólsmýr- ar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: Saga kom til Rvíkur kl. 07:00 í morgun frá New York. Fór til Osló, Gautab. og Kaupmh. kl. 08:30. — Hekla er væntanleg kl. 18:30 í dag frá Hamborg, Kaup- mannah. og Osló. Fer til New York kl. 20:00. ISPermavinir Mr. T. van Vliet, Prinsengracht 464 boven, Amsterdam. Holland. — Sem er framkvæmdastjóri pennavinaklúbbs, hefur beðið blaðið að birta nafn sitt og heim- ilisfang. Hann útvegar pennavini þeim sem það vilja víða um lönd. Þeir sem vilja komast í bréfavið- skipti í gegn um pennavinaklúbb hans, geta því skrifað beint til hans. HjFélagsstörf Starfsmannafélag Reykjavíkur- bæjar. — Allsherjaratkvæða- greiðsla til stjórnarkjörs fer fram í félaginu í dag. Áfengisvarnarnefnd kvenna held ur aðalfund í Aðalstræti 12, þriðjudaginn 11. marz kl. 20,30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kvik- niynd. Slysavarnadeildin Hraunprýði heldur kvöldvöku í kvöld kl. 8,30 í Bæjarbíói. Mæðrafélagið hefur félagsvist í kvöld að Kirkjubæ, kl. 8,30. UggAheit&samskot Hallgrímskirkja í Saurbæ, afh. Mbl.: N N kr. 100,00. Itfyndasaga fyrir börn HEIÐ4 49. Næsta morgun vaknar Heiða og get- ur fyrst í stað alls ekki áttað sig á, hvar hún er stödd. En svo man hún allt í einu eftir því, að hún er í Frankfurt. Hún flýtir sér að klæða sig, gengur út að glugg- anum og dregur þykku, rósóttu siiki- gluggatjöldin til hliðar, svo að hún geti horft út. En hún sá ekkert annað en vegg- ina og gluggana í húsunum hinum megin in við götuna. Engin fjöll voru í augsý.n og hvergi sáust blóm. „Ó, hvað það væri gaman að heyra þytinn í krónum greni- trjánna og sjá blómin opnast í sólskin- inu!“ 50. Ungfrú Rottenmeier hefir sagt kennaranum, sem á að kenna telpunum, frá vankunnáttu Heiðu. „Það liggur í augum uppi, að það er ómögulegt að kenna telpunum saman“, segir hún. „Ég verð því að skrifa herra Sesemann og íá hann til að senda barnið heim aftur“. En kennarinn er aðgætinn og rasar aldrei um ráð fram. „Við byrjum á stafrófinn,“ segir hann. „Og svo sjáum við, hvernig gengur“. Ungfrúin yfirgefur skólastofuna ákveðin í að losna við Ileiðu. Kennarinn opnar bókina og byrjar að kenna Heiðu að stafa. En Heiða hefir hugann ekki við stafrófið. 51. I miðri kennslustundinni stendur Heiða á fætur og þýtur út um dyrnar. Það kveður við mikill dynkur, og ung- frúin kemur hlaupandi inn í stofuna. — Bækurnar, ritföngin og borðdúkurinn liggja á gólfinu, og blekið flýtur yfir allt. „Það er auðvitað þessi slysarokkur, sem hefir gert þetta“, hrópar hún. Klara segir, að Heiða hafi dregið borðdúkinn með sér, þegar hún flýtti sér út til að horfa á eftir vögnunum á götunni. Ungfrú Rottenmeier verður hrædd og hrópar um leið og hún hleypur niður stigann: „Hún ætlar von- andi ekki að strjúka!" FERDIIVIAIMD Ósioair fiaiindeieftirlitsmargrísisis Sólhehnadrengurinn, afh. Mbl.: S Þ kr. 25,00; Panda 50,00. Ti^ Hallgrímskirkju í Saurbæ hefi ég móttekið 20 krónur, áheit frá G. B. — Matthías Þórðarson. Bágsladda konan, afh. Mbl.: — Þórhallur kr. 100,00. Spuming dagsins? TELJIÖ þér, að eiginmaðurinn ætti að hjálpa til við uppþvott- inn? Viidís Kristmannsdóttir, hús- frú: Nei, mér finnst að eiginmenn ættu ekki að hjálpa til við uppþvottinn nema þegar sérstaklega stendur á. Ekki neita ég því, að ósköp gott er að fá aðstoð. en samt sem áður tel ég. að eiginkonan ætti að annast húsverkin sjálf. Jón Júlíusson, menntaskólalcenn- ari: Tiginn Rómverji var eitt sinn spurður, hví hann kvæntist ekki, og gaf það svar, að hann vildi ekki með neinu móti verða kona konunnar sinnar. Hann hef- ur eflaust haft fyrir hugskots- sjónum einhvern uppvaskandi kvæntan vin sinn og fundizt lítið leggjast fyrir kappann, er be'tur ætti heima í fólkorrustu norður í Gallíu. Spurning dagsins virðist sanna að málið er raunhæft í dag: Að þvo eða ekki þvo upp. — Ég varð hálf foj við spurninguna, en fór að finna vin minn í næsta húsi um áttaleytið í gær kveldi til þess að bera saman bækur mínar við hans. Hann kom á móti mér í anddyrinu sönglandi og sveifl- andi viskustykki, baðst afsökun- ar á útganginum, svo væri mál með vexti — „hm, hm, að hann hefði verið að gera við lítilshátt- ar“. Frekar þurfti ekki vitnanna við. Ég álít ekki úrhendis að við eiginmenn látum nokkra aðstoð í té við uppþvottinn, ef þannig stendur í bólið, en aðalatriðið er að þræta fyrir það fram í rauðan dauðann, því enginn eiginmaður vill viðurkenna hin ævafornu sannindi, að þegar á allt er litið erum við konur eiginkvenna okk ar. Lillý Samúelsdóttir, húsfrú: Vissulega hafa eiginmenn gott af því að standa við uppþvottinn með konunni, ef þeir eru ekki bundnir við vinnu sína á þeim tímum. En samt finnst mér að eigin- konan ætti að hlífa þeim við uppþvotti nema þegar sér staklega stend- ur á. Ef þau vinna bæði úti — eða barnahrúgan er alveg að æra húsmóðurina — finnst mér gild ástæða til þess að kalla út vara- liðið — og sýna enga miskunn. Guðjón B. Ólafsson, verzlunar- ma'ður: Ekkert veit ég jafnþraut- leiðinlegt og að standa við upp- þvott óhreinna mataríláta. Samt — og kannske ein- mitt vegna þess — finnst mér að eiginmenn ættu að taka þátt í uppþvott inum stök« sinnum. þegar þeir hafa tíma til, en fyrir alla muni akki ,aá venja konurnar á stöðuga hjálp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.