Morgunblaðið - 09.03.1958, Side 20

Morgunblaðið - 09.03.1958, Side 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. marz 1958 nu uí reihcin di Eftir EDGÁR MITTEL HOLZER Þýðii.gs Sverrir Haraldsson 56 ö jz u CL I Gregory kinkaði kolli. „Ég hef mjög mikinn áhuga á öllu sem á skylt við sálsýki". Hann hikaði, ók sér til og bætti svo við. — „Ég hef dálítið sam- vizkubit af því, að tala við þig á þennan hátt. Gæti virzt miskunn arlaust — en það ætla ég mér ekki að vera. Þú ert einn af þeim náungum, sem vekja meðaumkun hjá manni. Heyrðu annars, er Ollie alltaf eitthvað að skaprauna þér?“ „Hún getur .stundum verið dá- lítið þreytandi '. „Ég veit það. Þú mátt ekki láta hana þreyta þig. Hún gerir þetta allt í sérstökum tilgangi". „Hvaða tilgangi?" „Hún er, sko að þjálfa og þroska hið skapandi ímyndunar- afl sitt. Olivia er mjög efnileg stúlka. Hún hefur óvenjulega auð ugt ímyndunarafl“. Gregory hafði ekkert við það að athuga. „Ég þykist vita, að þér þyki lifnaðarhættir okkar hér undar- legir?“ „Já, ekki get ég neitað því“, tautaði Gregory. Fleki, hlaðinn timbri, skreið nið ur fljótið. „Jafnundarlegir og okkur finn- ast þínir hættii-. Þú“, sagði Gar- vey — „ert gott dæmi um eymd og tómleika þessarar gervi-menn- ingar ykar. Líttu á sjálfan þig. Stjórnlaus, óhamingjusamur, trú- laus. Og sjáðu svo aftur á móti okkur. Við erum full af lífi og eldi. Við erum jákvæð í afstöðu okkar til lífsins, jafnvel þótt heim speki okkar hafi margt neikvætt í sér fólgið. Við ei-um hamingju- söm — og þegar ég segi hamingju söri, á ég við það, að við erum ekki þjökuð af neinni tilfinningu um heims-sök, eins og þið og við vitum hvað við viljum fá út úr lífinu. Við gerum ekki of mikið úr þýðingu homo sapiens á jörð- inni, svo að við höfum betri yfir- sýn yfir sjálf okkur, með tilliti til framkvæmda okkar. Við vilj- um ekki vera valdamikil og stjórna neinum öðrum, eða eiga stór landssvæði. Við viljum ein- ungis lifa og vera sæmilega ánægð með það, sem lífið veitir okkur-“. Hann sleit upp annað strá. „Þið sem heima eigið handan við skóg- inn hérna, takið lífið svo alvar- lega og metið mannlegt eðli svo hátt, að þið hafið engan tíma til þess að njóta lífsins. Mestur tími ykkar fer í það, að hefja ykkur sjálfa til skýjanna og bið eruð alltaf að reyna að sannfæra sjálfa ykkur um það, hversu miklu æðri þið séuð öllum baboons og chim- pönsum. Við þjáumst ekki af slíkri sjálfselsku. Við lítum ekki of alvarlegum augum á lífið, vegna þess að við vitum, að það hefur engan tilgang fram yfir líðandi stund. Þess vegna getum við kastað okkur út í það með slíkri einlægni og fjöri og notið allrar auðlegrar þess. En þið, handan við skóginn hérna, þið er- uð svo gersamlega á valdi ykkar eigin ímyndana, að þið hugsið ykk ur skapaða í mynd Guðs, sem þið hafið sjálfir búið til. Og þið látið ekki þar við sitja, heldur verðið þið lika að yfirgefa líkama ykk- ar, eftir dauðann og halda áfram að vera til á „æðra“ tilverusviði. Og svo verðið þið auðvitað að finna upp ýmsa annarlega hluti, svo sem siðfræði og guðrækni til þess að búa ykkur undir þetta annað líf. Skoðanir ykkar allar og samningar yfirleitt eru litaðir af siðfræði ykkar og guðrækni og því verðið þið að neita ykkur um flest það, sem veitir gaman og ánægju. Við hérna búum til goð- sagnir okkar og kennisetningar á hverjum degi og höfnum þeim jafnauðveldlega og við sköpum þær. En þið —- þið verðið að gera ykkur ánægða með hina gömlu, margnotuðu guði, sem forfeður ykkar þröngvuðu niður um kokið á ykkui'. Við — hver fjandinn! Fyrirgefðu. Ég held að það sé fló í buxunum mínum. Þetta hefst af því, að koma of nálægt þessari Ellen. Hengirúmið hennar er bók staflega fullt af flóm. Poop. — Hérna er helvítis bitvargurinn. Ég náði henni“. Hann kramdi flóna í sundur, milli fingranna. „Sjáðu bara. Risastór kven-fló. — Jæja, um hvað vorum við að tala, þegar kvikindið truflaði samtal- ið? .... Heyrðu annars, þreyti ég þig voðalega?" „Nei. Nei, alls ekki“, ^sagði Gregory. „Ég hef innilega samúð með þér. Ég skil , /llilega tilfinningar þínar. Heldurðu að þú verðir fær um að þola svona líf mikið leng- ur?“ Gregory brosti: — „Það er nú vandaniál, sem ég er ennþá að hugleiða". Garvey leit rannsakandi á hann: „Þegar ég sá þig fyrst úti í bátnum, var ég bæði hræddur og undrandi". „Hvers vegna?“ „Ja — þú varst fyrsti raunveru legi villimaðurinn sem ég átti að fá að sjá. Og ég vissi ekk! við hverju ég átti að búast. Ég var bæði feiminn og órór“. Gregory brosti. Garvey fór að hlæja, en varð svo skyndilega alvarlegur aftur. „Þú ert allur af þér genginn. Ég veit það. Og þér á eftir að versna mikið, ef þú tekur þér ekki eitt- hvað fyrir hendui' -— eitthvert skapandi starf. Skrifaðu nokkra einþáttunga og við skulum leika þá. Eða málaðu fáeinar myndir. Eða bjóðstu til að halda fyrir- lestra um listir £ Art Squad, eða eitthvað þessu líkt. Gerðu eitthvað annars ertu glataðui'. Og hvern- ig er það með kynferðismálin? Hefurðu ekki þörf fyrir kven- mann?“ Gregory varð órólegur. „Aha. Börnin ykkar? Þarna sérðu sjálfur hvernig menningar- leysi ykkar afhjúpar sig stöðugt. Hvað er það svo sem í kynferðis- málunum, sem veldur ykkur óró- leika? Ef þú værir í raun or veru siðmenntaður, myndirðu ekki líta á þau sem saurug og hneykslan- leg málefni. Það eru aðeins villi- menn, sem ge>'a náttúrlega hluti að einhvei-jum tabúum. Þannig er það með líkama þinn. Hvers vegna blygðastu þín fyrir það, ajtltvarpiö Sunnudagur 9. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Neskirkju (Px-estur Séra Jón Thorai'ensen. Organleik ai'i: Jón ísleifsson). 13,05 Erinda- flokkur útvai-psins um vísindi nú- tímans; VI: Fornminjafx'æðin (Þorkell Grímsson licensiat). — 14,00 Miðdegistónleikar (plötur), 15,00 Framhaldssaga í leikfoi'mi: „Amok“ eftir Stefán Zweig, í þýð ingu Þórarins Guðnasonar (Flosi Ólafsson flytur einn fyrsta kafl- ann). 15,30 Kaffitími: a) Magnús Pétursson og félagar hans leika. b) Létt lög af plötum. 16,30 Fser- eysk guðsþjónusta: Séi-a Johan Nielsen pi'édikar (Hljóðr. I Þóra- höfn). 17,00 Gyðingalög: Kór og hljómsveit Benedicts Silbex'man syngja og leika (plötur). — 7,80 Barnatími (Baldur Pálmason). — 18.30 Hljómplötuklúbburinn —- (Gunnar Guðmundsson). 20,90 Hljómsveit Ríkisútvarpsins loik- ur. Stjói'nandi: Hans-Joaehim Wunderlich. 20,50 Upplestur: — Gerður Hjörleifsdóttir leikkona les kvæði eftir Jónas Guðlaugs- son. 21,00 Um helgina. — Umsjón armenn: Egill Jónsson og Gestur Þoi-gi'ímsson. 22,05 Danslög (pl.). 23.30 Dagskrárlok. Múnudagur 10. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Úr minni sveit (Jóhannes Davíðsson bóndi í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði). 18.30 Foxnsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Fiskimál: Landhelgisgæzlan; — söguleg drög (Pétur Sigurðsson forstjóri). 19,10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Um daginn og veginn (Andrés Ki'istjánsson blaðamað- ur). 20,50 Einsöngur: Nanna Eg- ilsdóttir syngur; Fritz Weisshap- pel leikur undir á píanó. — 21,10 Erindi: Spánska veikin 1918 (Páll Kolka héraðslæknir). 21,40 Skáld ið og ljóðið: Jón Óskar (Knútur Bruun stud. jui\ og Njörður Njarðvík stud. mag. sjá um þátt- inn). 22,10 Passíusálmur (31). —- 22,20 Úr heimi myndlistaiinnar (Bjöin Th. Björnsson listfræðing ur). 22,40 Kammeitónleikar eft- ir tvö nútímatónskáld (plötur). 23,25 Dagski'árlok. Þriðjudagur 11. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssaga barnanna: — „Hanna Dóra“ eftir Stefán Jóns- son; XI. — sögulok (Höfundur les). 18,55 Framburðai'kennsla í dönsku. 19,10 Þingfréttir. Tónleik ar. 20,30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: Æsir, Vanir og austræn goð, fyrra erindi (Hendiik Ottós- son fréttamaður). 21,00 Tónleik- ar (plötur). 21,30 Útvarpssagan: „Sólon lslandus“ eftir Davíð Stef ánsson frá Fagraskógi; XIII. — (Þorsteinn Ö. Stephensen). 22,10 Passíusálmur (32). 22,20 „Þriðju dagsþátturinn". — Jónas Jónas- son og Haukur Morthens stjórna þættinum. 23,20 Dagskrárlok. Fallegt úrval af heilsársfrökkum — Finnig kápur með skinni — MARKADURINN Laugaveg 89 'lí — orbiýCý merKL Fermingarúrin hafa margir talið hyggilegt að kaupa í fyrra lagi nú í ár. — Við höfum því nú þegar flutt inn birgðir okkar til vorsins og bjóðum yður að velja meðan úrvalið er sem bezt. — ðön Sipundsson Skúrt9rípoverzlun Laugavegi 33 Kvenundirfatnaður í mjög góðu úrvali. Amerískir nælonundirkjólar, tvöfaldir framan kr. 123.50 AHir tvöfaldir kr. 174.00 Svartir dacron og nælon for. 169.50 Millipils frá kr. 54.60 Perlonbuxur með skálmum og skálmalausar. Bókbandshnifur til sölu Hentugur fyrir heimabókband. - Tækifærisverð. - Sími 24502. I'M PRETTY WOOZY MYSEL.P ...MAYBE I'M GETTING SORT OF SNOW CRAZY...IVE KNOWN THAT TO HAPPEN/ __ Sennilega kemst ég ekki i mig. — Það er bersýnilegt, að, Ég er sjálfur heldur ekki til mikið lengra. Ég verð að hvíla ' Króka-Refur er með hitasótt. —1 stórræðanna. __—_—

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.