Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 17
Sunnuríagur 9. marz 1958 MORGVNBLAÐIÐ 17 Þórður BenedikfssQu 60 ara Á morgun, mánudag verður Þórður Benediktsson íorseti SÍBS og framkvæmdastjóri vöru happdrættis þess 60 ára. Þórður er löngu þjóðkunnur maður og þá fyrst og fremst ,sem forvígismaður SÍBS í baráttu þess fyrir bættum hag berkla- sjúklinga. Snemma á starfsævinni reisti Þórður bú í Vestmannaeyjum og eftir nokkurra ára búsetu, hafði hann aflað sér slikra vinsælda bar, sökum mannkosta og for- ystuhæfileika að hann tók sæti á Alþingi árið 1942, sem upp- bóíarþíngmaður fyrir Vestmanna eyjakaupstað. Ekki urðu þó áhrif Þórðar á stjórn þjóðmála iang- vinn, því að á árinu 1943, var hann hrifinn úr sölum Alþingis til dvalar á sjúkrastofu á Vífils- staðahæli og þar hófust kynni okkar, Samtök berklasjúklinga voru þá fárra ára, fátæk og van- megnug, en með háleitar hug- sjónir, er þó sáust ekki úrræði til að gera að veruleika. Sjúkra- Stofa í>órðar varð brátt samastað- ur SÍBS manna. Þar var bolla- lagt um framtíðina, ráðum ráðið, og ferðast skýjum ofar. Fljótt varð okkur ljóst, að við höfðum fundið hugsjónamanninn, bjart- sýnismanninn, en einnig mann- inn, sem fær var um að ráða úr vanda. Hin stutta þingseta Þórð- ar hafði aflað honum vinahóps innan þingsalanna. Vitneskjan um þetta, ásamt þeim áhugaeldi, er þegar hafði kviknað í brjósti Þórðar um hag SÍBS varð þess valdandi, að sjúkur dreif hann sig upp úr rúminu á Vífilsstöð- um, til þaulsetu í baksölum þings ins, unz hann hafði með alkunnri þrautseigju, snilliog ljúfmennsku fengið því framgengt að lög um skattfrelsi á gjafir til SÍBS voru samþykkt í árslok 1943. Hvílíkt þrekvirki það var, að fá þessi lög samþykkt, sézt bezt á því, að þingnefnd sú, er um málið fjall- aði lagði eindregið til að það væri fellt. Er ég kom á stofu- gang til Þórðar kvöldið er nefnd in hafði mælt gegn frumvarpinu var ég hnugginn og taldi nú horfa illa mjög, En Þórður minn var nú aldeilis ekki svartsýnn. Hann sagði aðeins þá setningu sem í raun og veru er táknræn fyrir allt hans líf. „Ég trúi á hið góða í hverjum manni og ég skal hafa þetta í gegn“, og það varð. Þetta var fyrsta stórafrek Þórðar fyrir SÍBS og eftir þetta má segja, að hann hafi verið fyrsti óskráði og síðar skráði ráðunaut ur okkar og forvígismaður í öll- ur fjármálum og íjáröflunum. Aðalverkefni SÍBS hefur, eins og vitað er, verið bygging og rekstur V.A.R. Enda þótt vinar- hugur ráðamanna ríkis og al- mennings hafi gert okkur það starf mögulegt, þá er þó augljóst að mikil vinna, miklir örðugleik ar og allskonar basl liggur að baki því mikla starfi. 1 því hefur samstarf okkar Þórðar ver- ið nánast. Það er raunveruleg gæfa fyrir hvern mann að eiga samstarfsmann á borð við Þórð Benediktsson.Mann, sem er þakk látur fyrir það, sem gert er, sem forsmáir örðugleikana, dregur aldrei úr, en leysir úr hverjum vanda nærri jafnskjótt og hann ber að höndum. Ég hef stundum verið að brjóta heilann um það, Þórður minn, hvernig þú færir að því, að halda bjartsýninni og Ijúfmennskunni á hverju sem gengur, en nú eftir langar og fjölmargar samveru- stundir á heimili þínu og konu þinnar, frú Önnu Benediktsson, skil ég, að á þínu heimili, þar sem ástúð, nærgætni og hugul- semi sitja í öndvegi, þar máist armæða hversdagsstritsins og bjartsýnin fær ein rúm. Kæri vinur, við íbúar Reykja- lundar, sem árum saman höfum daglega haft fyrir augum árang- ur þíns mikla starfs fyrir sam- tök okkar, við dáum þína snilli, atorku og hæfi'.eika. Við samfögn um þér á þessum tímamótum í lífi þínu. Samfögnum þér, sem eirmm hinna fáu er hefur séð sínar hugsjónir rætast, því þótt ísland sé ekki berklalaust í dag, þá hefir sú gerbreyting orðið á högum berklasjúklinga frá því, er þú hófst starf þitt fyrir SÍBS að segja má sigurinn unninn. Það er sagt að laun sigursins séu vonin um að fá að starfa áfram. Þau sigurlaun skulu þér þó veitt. Verkefni bíða óleyst og þú ert jafnan óðfús til átaka. í frumsaminni sögu eftir þig, er söguhetjan 10 ára drengur, fá- tækur, vanheill og ósköp mátt- laus í hnjáliðunum. Þú finnur til með drengnum, sem er svo lasinn og getur ekki leikið sér með hin- um börnunum. Fyrir jól þramm arðu upp snævi þakti hlíðina upp í kofann til hans, með glaðning. Sannarlega er starfsferill þinn ein ganga upp snæviþakta hlíð með glaðning handa þeim, sem eru svo ósköp máttlausir í hnjá- liðunum. Oddur Ólafsson. — Þórsmörk SKAK Í I i Framh. af bis. 11 niður á Krossáraura. Hann er að fara til þess að syngja morg- untíðir í Álfakirkju. Hann geng- ur hægt en jafnt og hefur brodd- staf í hendi. Það er 9° frost, sólskin og logn. Veðrið gæti ekki verið betra, segjum við hvort við annað. Og við klæðum okkur í peysur og förum út í þetta góða veður. Nokkrir ganga á Valahnúk, aðrir inn í Sleppugil og enn aðrir nið- ur með Krossá. Myndavélarnar eru óspart notaðar enda mynda- tökuskilyrði óvenjulega góð. Tíminn er fljótur að líða og fyrr en varir er komið fram á hádegi. Það á að leggja af stað frá Skagfjörðsskála kl. 1 og hjá þessu fólki er stundvísin í háveg- um höfð. Og kl. 1 eru allir lagðir af stað með pokana sína á bak- inu. Við skiljum þá eftir á skör- inni hjá Krossá því Jóhannes ætl- ar að bera farangurinn yfir ána svo við þurfum ekki að rogast með hann á bakinu inn í Sleppu- gil, en þar er ísspöng yfir ána og því hægt að komast yfir hana þar þurrum fótum. Bílstjóranir fóru nokkru fyrr en aðrir og dyttuðu ýmislegt að farartækjunum og kl. 2 eru allir tilbúnir og þá er lagt af stað í heimferðina. Jeppinn hans Guðmundar Jónassonar frá Völlum fylgist með okkur og voru þeir félagar hinir hjálplegustu. En ferðin nið- ureftir gengur ágætlega og kl. 6 erum við komin niður að Marka fljótsbrú. Þar er tekið benzín á bílana, járnköllum og haka skil- að til Eysteins. Og svo er haldið áfram með viðkomu á Hvolsvelli, þar sem við drekkum kaffi og eins mikið smurt brauð og við get um torgað. Og enn fer nóttin að og fölblá slæða leggst yfir landið, en roða blik hnígandi kvöldsólar í suðri. „Að ofan helkaldar stjörnur stara“, hálfmáninn slifrar hjarnið og norðurljósin leiftra á him- inhvelfingunni. hteits. ÞAÐ sannaðist mjög áþreifanlega á nýafstöðnu skákþingi hve byrjanakunnáttan er nauðsynleg fyrir þá sem vilja klífa hæztu tindanna í íslenzka skákheimin- um. Þrautreyndir skákmeistarar eins og Jón Þorsteinsson, Guðm. Ágústsson, Benóný og Gilfer urðu að sætta sig við lægri sess, en tveir tiltölulega óreyndir bar- dagamenn. En það verður aðallega að skrif ast á reikning sem við getum nefnt „óvandvirkni í byrjunum“ Ég ætla nú lítillega að taka nokk ur dæmi frá skákþinginu, en eins og vonlegt er þá munu dæmi úr mínum eigin skákum vera í meiri hluta, þar sem tími minn til þess að fylgjast með skákum hinna keppendanna var mjög naumur. Spánski leikurinn í skákinni Ólafur Magnússon og Jón Þorsteinsson í síðustu um- ferð féllu leikar þannig. 1. e4, e5; 2. Rf3, RcG; 3 Bb5, a6; 4. Bxc6, dxc6; Lakara er bxc6 vegna 5. d4! 5. Rc3. Aðrir leikir valda svörtum ekki miklum erfiðleikum. T. d. 5. d4, exd4; 6. Dxd4, Dxd4; 7. Rxd4, Bd7 og svartur hefur ör- lítið betri horfur vegna biskupa- parsins. 5. — Bg4. Meginleiðin er hér 5. — f6; 6. d4, exd4; 7. Rxd4, Bc5 og svartur nær að jafna stöð- una með nákvæmri vörn. 6. h3, Bxf3. Keres álítur að betra sé að leika hér 6. — Bh5! t. d. 7. h4, Bg6 8. Rxe5, Bc5; með góðum sóknar- færum fyrir svartan. 7. Dxf3, Bc5; 8. d3, Re7; 9. 0-0, 0-0; 10. Be3, Dd6; 11. Hael, og hvítur hefur þungan þrýsting á kóngsvæng, og stendur þar af leiðandi betur. Marshall árásinni beitti ég í tveimur af skákum mínum, en í hvorugt skiptið var henni tekið syo ég fékk í báðum tilfellum betri stöðu, sem þó reyndist ákaflega erfitt að nýta. Hvítt: Sig. Gunnarsson. Svart: Ingi R. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0-0, Be7; 6. Hel, b5; 7. Bb3, 0-0; 8. c3, d5; Þetta er hin margumdeilda Marshall árás, sem býður upp á peðsfórn, en í staðinn koma sóknarmöguleikar á kóngsvæng. Ekki hefur ennþá tekizt að hrekja þessa fórn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 9. exd5, Rxd5; 10. d4. Þetta er bezta lausnin á vandamálinu. fyrir þá sem ekki eru öllum hnútum kunnugir. 10. — exd4; 11. Rxd4. Hvítur lend ir í erfiðleikum eftir 11. cxd4 vegna Bg4. 11. — Rxd4 12. Dxd4, Bb7; 13. Rd2 Eðlilegast, en tæp- ast eins sterkt og aðferð Jónasar Þorvaldssonar, sem hann beitti gegn mér síðar í mótinu. Sem sé 13. Hdl en við víkjum að því síðar. 13. — c5!; 14. De4. Hvítur á ekki annarra kosta völ. 14. — Bf6; 15. Rfl, Dd7; 16. Bc2, g6; 17. Df3, Bg7 og svartur stendur mun frjálsara. Skák mín við Jónas Þor valdsson tefldist eins fram til 13. leiks, er hann lék 13. Hdl, c6(?) Betra var hér c5! t. d. 14. De4, c4; 15. Bc2, g6; og hvítur lendir í erfiðleikum eftir He8 og Bc5 eða f6. 14. Bf4, Sterkara var 14. Bxd5, cxd5; 15. Be3 og reyna að leggja undir sig d4 reitinn. 14. — Bf6; 15. Dc5, Slæmt væri 15. Be5 vegna Bxe5 16. Dxe5, He8 og svartur hefur góða sóknarmöguleika. 15. — He8; 16. Bg3, He2; 17. Rd2, Dd7; Sterkara er hér Db6 en 17. — Rxc3 strandar á 18. bxc3, Hxd2; 19. Bf4! og hvítur fær yfirburðastöðu fyrir peðið. Eftir Dd7 jafnaðist staðan fljótlega. ★ í 10. umferð féllu leikar þannig í skák Stefáns Briem og Jóns Þorsteinssonar. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0-0, b5; 6. Bb3, d6; 7. Rg5(?) Leikur- inn lítur mjög girnilega út, en ekki er allt gull sem glóir, því eftir nokkra leiki átti hvítur tap- aða stöðu, sem honum tókst þó að bjarga sér úr með riddara- fórn sem Jón svaraði ranglega. 7. — d5; 8. exd5, Rd4; 9. Hel, Bc5! Þrátt fyrir að Jón þekki ekki þetta afbrigði, þá finnur hann bezta leikinn fyrir svartan, 10. Hxe5t Hvítur á ekki annarra kosta völ. 10. — Kf8; 11. h3, Rd7; 12. Rxf7, Kxf7? Hvítt: Ingi R. Svart: Stefán Briem. ABCDEFGH Bxc6! og hvítur stendur betur. 9. Hel, Rd8; 10. d4, ReG; 11. BclV c5!; 12. Bfl Hvítt: Stefán Briem. Svart: Jón Þorsteinsson. ABCDEFGH I i fei i im l|§§ f§H §§i Byrjunin í þessari skák er sam nefnari fyrir flesta af meistara flokksmönnum okkar íslendinga. Með 6. leik sínum gefur Jón tækifæri á hættulegu af- brigði, sem hann kemst svo að raun um að hann kann ekki að svara á réttan hátt. Hefði ekki verið affærasælla að sneiða hjá þessu afbrigði og leika einfald- lega 6. — Be7? Á svona einföld- um atriðum flaskar fjöldinn allur af góðum skákmönnum. Tíminn eyðist og þeir finna sjaldnast lausn á vandamálinu, sem vonlegt er vegna hins takmarkaða um- hugsunartíma. Þessi ónákvæmni í byrjunum er þó bagalegust þeg- ar við heyjum keppni við erlenda skákmeistara, sem eyða miklu af æfingartíma sínum í rannsóknir á skákbyrjunum. 13. d6f, Rxb3; 14. Df3f!, Df6; Þvingað. Ef 14. — Rf6 þá 15. He7f, Kf8; 16. Dxb3 og vinnur. 15. Hf5, Rxal; 16. Hxf6f(?) Góður millileikur er hér 16. Dd5f. 16. — Rxf6; 17. Dxa8, Rxc2? Eins og áður getur var Jón þegar búinn með megnið af umhugsunartíma sínum, og missir hér af leið sem gefur hon- um fullkomlega jafna stöðu, sem sé 17. — Bxd6. Eftir hinn gerða leik stendur hvítur betur. P. S. Eftirfarandi athugasemd á að fylgja 12. — leik svarts. í staðin fyrir 12. — Kxf7 átti svart ur að leika 12. — Df6! með yfir burðastöðu. Fjögurra-riddara-Ieikur í skák minni við Guðmund Ágústsson féllu leikar þannig. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Rc3, Rc6; 4. Bb5, aG; Hér fer ég viljandi út í afbrigði sem er talið gefa svört- um heldur lakara tafl, því ég vissi að Guðmundur, var öllum hnútum kunnugur í hinum leið- unum. 5. Ba4, Sterkara er hér 5. Bxc6. Be7; 6. d3, d6; 7. h3(?) Leikurinn er ekki beinn afleikur, heldur alltof hægfara. Bezt var hér 7. Bxc6f. 7. — 0-0; 8. Be3, b5; 9. Bb3, Ra5; 10. 0-0, Bb7; 11. Re2, c5; 12. Rd2 Svartur hótaði c4. 12. — d5! og svartur fékk yfir- burðastöðu. — í skák minni við Stefán Briem fylgdu báðir aðilar lengi vel troðnum slóðum. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rf6. 3. Rc3, Rc6; 4. Bb5, Bb4; 5. 0-0, 0-0; 6. d3, Bxc3; 7. bxc3, d6; 8. Bg5, De7; Þessi leikur er kenndur við skákmeistarann Margen, og þykir varnarkerfi hans eitt það öruggasta í þessari byrjun. Aðrar leiðir eru hér 8. — Re7; 9. Rh4! betra en Bxf6; S. — Rg6; 10. Rxg6, fxg6; með meiri möguleikum fyrir hvítan 8. — d5; 9. exd5!, Dxd5; 10. c4, Dd6; 11. Keres álítur að 12. d5 gefi hvítum meiri möguleika, og bendir í því sambandi á að svartur fái mót- sókn á drottningarvæng eftir 12. Bfl, cxd4; 13. cxd4, Dc7; en mér er ekki fyllilega ljóst hvernig svartur heldur jöfnu tafli eftir 14. Bb2. T. d. Rd7, þá einfaldlega 15. g3 og hvítur hefur greinilega betri stöðu þar sem biskupum hans hafa nú opnast línur. Önn- ur leið fyrir svartan er 12.— Hd8; 13. De2, Rf4; 14. Dc4! og svartur lendir í erfiðleikum. 12. — Dc7?; 13. d5, Rd8; 14. Rli4!, Re8; 15. f4, f6? Betra var exf4. 16. f5 og hvít- ur hefur yfirburðastöðu. Ég læt svo þessum byrjunarhugleiðing- um lokið að sinni. ★ Þó að sigur ungu kynslóðarinn- ar væri mestur i meistarflokki á skákþingi Reykjavíkur að þessu sin'ni, þá gætti hans einnig í 1. og 2. flokki. Tíu ára gamall drengur að nafni Jón G. Hálfdánarson vann það einstæða afrek að kom- ast úr öðrum flokki og upp í fyrsta flokk, en hann mun vera yngsti 1. fl.maður okkar fyrr og síðar. Ég ætla að gefa mönnum færi á að kynnast með eigin aug- um hinum undraverða þroska er Jón litli hefur náð á skáksviðinu. Hvítt: Jón G. Hálfdánarson. Svart: Árni Jakobsson. Teflt í 2. umferð. Spánski leikurinn. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, RÍ6; 5. 0-0, b5; 6. Bb3, Be7; 7. Hel, 0-0; 8. c3, d6; 9. h3, Ra5; 10. Bc2, c5; 11. d4, Dc7; 12. Rbd2, Bb7; 13. Rfl, Hac8; Fram til þessa hafa báðir fylgt bókinni, en í síðasta leik sínum varð svörtum á skyssa. Betra var 13. — cxd4. 14. d5! Jón gerir alveg rétt í því að loka miðborðinu fyrir svört- um, því menn hans standa betur til sóknar á kóngsvæng. 14. — Rc4; Hér á Árni að hefj’a aðgerðir á drottningarvæng með 14. Hc8, Bc8, Rb7, c4, Rc5 og b4. 15. g4, Hfd8; 16. Rg3, Bf8(?) Betra var 16. — Re8, en svartur er þegar kominn í erfiðleika vegna' þess að hann hefur ekki hafið mótsókn á drottningarvæng. 17. Bg5!, Be7; Ekki 17. — Rxb2, vegna 18. Rh5 og kóngsstaða svarts er í molum. 18. b3, Rb6; 19. Dd2, Öllu sterk- ara var hér Rf5. 19. — Re8; 20. Bxe7, Dxe7; 21. Rf5, Dc7; Betra var Df8. 22. Kh2, Rd7?; Eftir þenn an leik þarf svartur ekki um sár að binda. 23. Re7t, Kf8; 24. Rxc8, Bxc8; 25. Hgl, Kg8; 26. a4! Jón opnar nú hrókum sínum línur. 26. — Rf8, 27. axb5, axb5; 28. Ha2, Bd7; 29. Hgal, Hb8; 30. b4, c4; 31. Rh4, Rg6; 32. Rxg6, hxg6; 33. Ha7, Dc8; 34. f4, f6; 35. fxe5, fxe5; 36. Df2, g5; 37. Kg2, Dd8; 38. De3, Kh7; 39. Hfl, Kg8; 40. Hf2, Kh7; 41. Hf7, Bc8; Jón hefur notfært sér vel skiptamunsvinn- inginn, og gerir nú út um skák- ina í næstu leikjum. 42. Hae7!, Kh6; 43. h4 og svartur gaf. IRJóh. 17/ leigu er sólrik og skemmtileg 5 herbergja íbúð í Hlíðunum ca. 130 m2). íbúðin er laus frá 14. maí nk. Tilboöum óskast skilað til blaðsins fyrir nk. fimmtu- dag merkt: „Mávahlíð •—8817“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.