Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 2
2 MORCVNBT/4ÐIÐ Sunnudagur 9. marz 1958 Nýja orkuverið hefur ómetanlegt gildi fyrir framtíð Bolungarvíkur Rætt v/ð nokkra Bolvikinga um raf- magnið og Fossárvirkjunina BOLUNGARVÍK, 8. marz. — Fyrsti dagur hixxnar nýjn Fossár- viikjunar í Bolungarvík var bjartur og fagur. Sól skein í heiði, logn á jörð og al’ir í hátíðaskapi yfir hinni nýju virkjun. Boivík- ingar hafa háð harða baráttu til að ná þessum áfanga í rafmagns- málum sínum. M. a. byggðu þeir stíflu árið 1929 uppi á Reiðhjalia af eigin rammleik með geysilegum erfiðleikum og urðu svo að gefast upp við frekari framkvæmdir, sökum fjárskorts og skilnings- leysis stjórnvalda á verkinu. Barnaheimilið Glaunxbær eftir stækkunina Ávarp til Hafnfir&inga Allar hreppsnefndir og allir oddvitar hér hafa unnið ótrauð- lega að þessu marki. öllum Bolvíkingum er þó Ijóst að sá sem einna drýgstan þátt átti í þessu verki er þingmaður þeirra, Sigurður Bjarnason frá Vigur, sem oft þurfti að berjast gegn þeirri skoðun að Fossárvirkj- un væri óráð. Fyrir baráttu sína á Sigurður Bjarnason nú þakk- læti okkar allra Bolvikinga. Menn óskuðu hver öðrum gleðilegrar hátíðar Það var gaman að vera í Bol- ungarvík á þessum „rafmagns- degi“. Fánar blöktu við hún og hvar sem menn mættust buðu þeir hver öðrum gleðilega hátíð. Sól var úti og sól var inni. Só7 var íNsinni allra Bolvíkinga. Há- tíðahöldum vegna virkjunarinn- ar verður þó frestað til vors þeg- ar samgöngur batna. Fréttaritari blaðsins hitti nokkra menn og konur að máli og hér fer á eftir nokkuð af því sem á góma bar. Oddviti Hólshrepps, Jónatan Einarsson, var glaður yfir virkj- vminni. Hann sagði, að þakka bæri þeim framsýnu mönnuin, sem rutt hefðu veginn og stóðu fyrir því, að framkvæmdir voru hafnar fyrir nær 30 árum á Reið- hjalla. Fyrst kæmi í huga sér nafn Jóns F. Fannbergs, forstjóra í Reykjavík, þáverandi oddvita Hólshrepps, sem var frumkvöðull að verkinu, en allir aðrir odd- vitar og hreppsnefndir eftir hans dag hefðu og unið ötult starf þessu máli til framdráttar. f>á kvað hann verða að þakka fyrrverandi ríkisstjórn Ólafs Thors fyrir að hafa viðurkennt nauðsyn og rétt Bolvíkinga til þessara framkvæmda og einnig núverandi ríkisstjórn fyrir að efna fyrirheitið og halda virkj- unarframkvæmdum áfram. Síð- ast en ekki sízt kvaðzt oddvit- inn vilja flytja þingmanninum Sigurði Bjarnasyni þakkir fyrir ötula baráttu hans fyrir raf- magnsmálum Bolvíkinga. Kvað hann alla Bolvíkinga vita um þátt hans í þessum málum og kunna að meta starf hans. Hefur ómetanlegt gildi Oddvitinn kvað þýðingu þessara framkvæmda fyrir framtið Bol- ungarvíkur ómetanlega, fyrst og fremst fyrir heimilin sem nú njóta stöðugrar orku og mun ódýrari en áður og þá ekki siður fyrir allan iðnað í sambandi við atvinnuvegina ,en miklir mögu- leikar myndu nú skapast til auk- ins starfa á þessu sviði. Einnig myndi virkjunin verða til þess, að fólkið liti bjartari augum á framtíðina og festi hér betur ræt- ur, enda óhætt að fullyrða, að byggðarlag eins og Bolungarvik sem aflar tugmilljóna verðmæta í gjaldeyri árlega eigi fullkom- inn rétt á því, að íbúarnir búi við sambærileg kjör í þessum eín- um og aðrir landsmenn. Rætt við rafveitustjórann Frá oddvitanum lagði frétta- ritarinn leið sína á fund raf- veitustjórans Jóhanns Líndal. Hann sagði að stöðin reyndist afarvel og framleiddi auðveld- lega 450 kw og hafi vélarnar unnið jafnt og vel. Hann kvað stöðina verða sjálfvirka í fram- tíðinni, þannig, að henni yrði fjarstýrt frá Bolungarvík. Búið væi-i að tengja að mestu í Bol- ungarvík en endanlega yrði gengið frá innanbæjarkerfinu að sumri. Spennistöðvar kvað rafveitustjóri vera þrjár og hafi byggt þær Jón Friðgeir Einars- son, byggingarmeistari í Bolung- arvík. Ein er á Grundum, önnur á Holtum og sú þriðja á Drimlu og er sú stærst, þar sem aðal orkusvæðið, meðal annars frysti- hús og fiskimjölsverksmiðja eru á hennar svæði. Rafveitustjór- inn sagði að rafmagnsverð myndi lækka um þriðjung og yrði gjaldið 65 aurar fyrir kw-stund- ina, auk herbergjagjalda og mælaleigu. MikiII munur Húsmæðurnar í Bolungarvík eru ef til vill þær sem mestan muninn finna. — Fréttaritarinn talaði við Bene- diktu Guðmundsdóttur, konu Jóns Elíassonar formanns, sem lengi hefur búið hér. Hún hef- ur bæði kynnzt algjöru raf- magnsleysi, lélegu rafmagni og nú hinu nýja. Hún sagði, að mik- ill munur væri á þessu, meiri en húsmæður e. t. v. gerðu sér grein fyrir í fyrstu. Áður hefði t. d. ekki verið hægt að minnka raf- straum á hellum, án þess að hætti að sjóða í pottunum, en í gærmorgun hefði þetta verið á allt annan veg. Þá kraumaði lystilega í pottinum á hálfum straum. Fagnaði nún rafmagn- inu og kveðst hlakka til þess, að þurfa nú ekki lengur að búa við lélegt skammtað rafmagn. Steingrímur Hermanns- son tekur sæti í gufu- boranasfjórn Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn var lagt fram bréf atvinnumálaráðuneytisins. I því er spurzt fyrir um hvort bærinn geti fallizt á að Stein- grímur Hermannsson verkfræð- ingur, taki sæti í stjórn gufu- borana ríkisins og Reykjavíkur- bæjar, í stað Þorbjörns Sigur- geirssonar er óskað hefux að verða leystur frá því starfi. Bæj- arráð féllst á þetta. Vopnahlésnefndin í Kóreu kemur saman SEOUL, 8. marz. — Kommúnista stjórnin í Norður-Kóreu hefur beðið um fund vopnahlésnefndar Sameinuðu Þjóðanna í Kóreu á mánudaginn. samkvæmt tilkynn ingu yfirherstjórnar S.Þ. í Kóreu. Stjórnin kveðst vilja ræða um brot á vopnahléssamningunum. Hins vegar er talið fullvíst, að rætt verði um bandarísku orr- ustuþotuna sem skotin var niður nálægt hlutlausa svæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu á fimmtudaginn. Flugmaðurinn lenti í fallhlif sinni norðan við svæðið. Stjórnin í Suður- Kóreu og Bandaríkjastjórn hafa krafizt þess, að hann verði látinn laus þegar í stað. Önnur húsmóðir, Ósk Ólafs- dóttir, formaður kvenfélagsins Brautar, kona Halldórs Halldórs- sonar, fyrrum íshússtjóra, sagðist hafa flutzt tii Bolungarvíkur ett- ir að rafmagn komst hér á, en það hafi verið mjög af skorn- um skammti. Nýja rafmagnið væri allt annað. Það væri ein- hvern veginn bjartara og hlýrra. Ef til vill væri það sólin, en sennilega aðeins rafmagnið frá Fossá. Að hugsa sér hvað litla Fossá getur. Ég var að strjúka þvott í dag, sagði Ósk og gekk það mun betur en áður. Ég er alveg himinlifandi. Mér finnst framtíð Bolunarvíkur breiða sig út fyrir hugskotssjónum mínum bjartari og fegurri en nokkru sinni fyrr. Engin skömmtun, aldrei slökkt á vélunum um næt- ur. Næg orka. Hvílík dásemd Fréttaritarinn talaði við marg- ar ungar húsmæður og allar höfðu þær sömu sögu að segja, sauð við minnsta straum, alli miklu bjartara, strokjárnið for helmingi færri umferðir yfir þvottinn og allt þar fram eftir götunum. í stuttu máli: Sólskin bæði úti og inni, og allir ákaflega glaðir yfir þvi, að þessi gamli draumur Bolvíkinga um rafvirkun á Reið- hjalla hefið ræzt. — Fréttaritari. DAMASKUS, 8. xnarz. — f dag undirritaði hið forna konungs- dæmi Jemen sáttmála við lxið unga sambandslýðveldi Sýrlands og Egyptalands, þar sem Jemen gerist aðili að því. Nasser forseti Arabalýðveldis- ins og Mohameð el Badr krón- prins í Jemen undirrituðu sátt- málann. Hin opinbera tilkynning um að Jemen ætlaði að ganga í Sameinaða Arabalýðveldið var gefin á sunnudaginn var. Samkvæmt sáttmálanum, sem var undirritaður í dag, verður sett upp „æðsta sambandsráð", en undir því verða sérstök ráð Njarðvíkingar ræða verzlunarmál sín ÞANN 26. febr. héldu nokkrir áhrifamenn í Ytri-Njarðvík fund og ræddu þar um verzlunarmál þorpsbúa, en eins og Njarðvík- ingum er kunnugt þurfa að verða miklar breytingar á þeim málum, ef viðunanlegt á að teljast. Niður staða þeirrar umræðu varð sú, að boða skyldi til almenns fund- ar og stofna félag, sem stæði að byggingu á verzlunarhúsi í Ytri-Njarðvík. Stofnfundur fé- lags þessa verður haldinn mánu- daginn 10. marz kl. 8,30 siðdegis í samkomuhúsi Njarðvíkur. Skólagarðarnir fá framfíðarsvæði Þá hefur skólagörðum Reykja- vikur verið ætlað framtíðar- svæði en þeir hafa sem kunnugt er verið starfræktir í ofanverðu Klambratúni. Samvinnunefnd skipulagsmála hefur fyrir skömmu mælt með þeirri till. garðyrkjustjóra að Skólagörðum Reykjavíkur verði ætlað svæði til frambúðar í Aldamótagörðun um, neðan Hringbrautar og svo fái þeir annað svæði sunnan Langholtsskóla meðfram Holta- vegi. Á þessar tillögur báðar hef- ur bæjarráð fallizt. EINS OG ÖLLUM Hafnfirðing- um er kunnugt, mynduðu líknar- og barnaverndarfélögin í bænum með sér samtök á sl. ári í þeim tilgangi að kaupa hús og starf- rækja sumardvalarheimili fyrir hafnfirzk börn, á aldrinum 6—8 ára. Með góðum og öflugum stuðn ingi bæjarbúa og bæjaryfirvalda, var myndaður barnaheimilissjóð ur, og tilnefndu fyrrnefnd félög og barnaverndarnefnd fulltrúa í stjórn sjóðsins. Fjársöfnun gekk þá svo vel, að keypt var húseign- in Glaumbær í landi Óttarsstaða, húsið stækkað verulega og marg- vísleg tæki keypt innan húss og utan. Barnaheimili var sett á sem fara með landvarnamál, efna hagsmál og menntamál. Egypzka blaðið „A1 Shaab”, sem er á snærum stjórnarinnar, sagði að í „æðsta sambandsráð- inu“ yrðu Nasser forseti og Ah- mad imam (konungur) í Jemen. Þeir mundu hafa úrslitavald um ákvarðanir hinna ráðanna. Samþykktin er nefnd „Stofn- skrá hinna sameinuðu Araba- ríkja“. Samkvæmt henni verður Jemen áfram sjálfstætt ríki á al- þjóðavettvangi og heldur sömu stjórn og áður, en herstyrkur landsins verður sameinaður herj um hinna sambandsríkjanna. Baudooin trúloíar sig á næstuimi BRÚSSEL, 7. marz. — Baudouin Belgíukonungur mun innan skamms tilkynna trúlofun sína Baudouin og prinsessunnar af Bourbon- Parma, sem er aðeins 19 ára gömul. — Frá þessu skýrði beig- ískt blað í dag. Trúlofunin verP- ur gerð heyrinkunn á fyrsta kon- unglega dansleiknum, sem hald- inn verður í Belgíu eftir stríð. Á þessum dansleik verða a. m. k. 20 prinsessur, segir blaðið. stofn og það rekið með ágætum árangri. Dvöldu í Glaumbæ sl sumar 25 börn lengri eða skemmri tíma. — Ekki tókst þó vegna fjárskort að ljúka viðbygg- ingu hússins, og ennfremur er nauðsynlegt að setja miðstöð í húsið, og ýmislegt fleira þarf að gera, svo að starfsemin á sumri komanda komizt í eðlilegt horf. Allt þetta kostar mikla peninga. Þess vegna hefur stjórn barna- heimilissjóðs ákveðið að hafa’ fj áröflunardag þann 12. marz n.k. Hefur hún valið til þessa fæð- ingardag Theodórs heitins Mat- hiesens, lækns. Verða þann dag seld merki til ágóða fyrir barna- heimilið í Glaumbæ, kaffisala í Alþýðuhúsinu, frá kl. 3 til mið- nættist, og ennfremur verður þá um kvöldið fjölbreytt kvöldvaka í Alþýðuhúsinu, sem kennarar og nemendur úr Flensborgarskól- anum sjá um. Loks verða svo vandaðar barnaskemmtanir á laugardaginn kemur, 15. marz í báðum kvikmyndahúsum bæjar- ins. Það er von stjórnar barna- heimilissjóðsins, að bæjarbúar minnist barnanna og starfsem- innar í Glaumbæ á miðvikudag- inn kemur, 12. marz, með því að kaupa merki dagsins, drekka síðdegiskaffið í Alþýðuhúsinu og fjöimenna á kvöldvökuna og í kvöidkaffið. Þá eru foreldrar beðnir um að leyfa börnunum að selja merki þennan dag og að lofa þeim að sækja barna- skemmtanirnar á laugardaginn kemur, en til þeirra hefur verið vandað sérstaklega. Húsmæður, sem hafa hug á að gefa kökur og kaffi, eru vinsamlegast beðnar að senda það í Alþýðuhúsið dag- inn áður eða þriðjudaginn 11. marz kl. 3—7. Það væri mikill sómi fyrir Hafn firðinga að minnast hins barn- góða, vinsæla læknis og ágæta mannvinar, Theodórs heitins Mathiesens, með því að styrkja Framh. á bls. 22 Brefar svara kæru Jemens NEW YORK, . marz. — Bretar hafa neitað ásökunum Jemens um árás brezkra hermanna á Jemen, e* kæra þess efnis var lögð fyrL Sameinuðu þjóðirnar. í svari sínu segja Bretar, að at- burðurinn, sem tilfærður er í kæru Jemens, hafði annað hvort aldrei átt sér stað eða átt upptöii sín í hinum tiðu árásum Jeniens búa á brezka verndarsvæðið Aaen. í svari Breta eru ítrekaðar fyrri tillögur um að merkja landa mærin greinilega og reyna síðan að friða þau. Þá er ennfremur á það bent, að stjórnarvöldin í Jem en hafi ekki aðeins verið hávær um þá ætlun sína að leggja Aden undir sig, heldur hafi þau lika átt sök á öllum skærum eða árekstrum, sem átt hafa sér stafl á landamærunum. g@m«gww í banda lætfp Massers lorseSa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.