Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 13
Sunnudagur 9. marz 1958 MORCVNBLAÐIÐ 13 Stjóru Iðju REYK JAVÍKU RBREF skyn, að Þjóðviljinn hafi af þvi spurnir, að vinstri sinnaðir Al- þýðuflokksmenn hafi stutt komm únista í þessum kosningum. Tím- inn segir og s. 1. fimmtudag, að samstarf Framsóknar og Alþýðu- flokksins í verkalýðsfélögunum hafi „strandað á því, að vissir ráðamenn Alþýðuflokksins hafa sett skilyrði eins og þau, að Sjálfstæðismenn yrðu gerðir að forustumönnum í félögunum, eins og Guðjón M. Sigurðsson í Iðju, og Guðni Árnason í Tré- smiðafélaginu. Þetta getur Fram- sóknarflokkurinn ekki fallizt á og þetta ætti Alþýðuflokkurinn ekki að sætta sig við, ef hann vill vera verkalýðsflokkur áfram". Alltaf er Framsókn söm við sig. Verkamenn á að svipta sjálf- sögðustu mannréttindum, ef þeir eru Sjálfstæðismenn. Það er mál fyrir sig. Þarna kemur og fram, að það hafi einungis verið „vissir ráðamenn Alþýðu- flokksins“, sem ekki vildu sam- þykkja slíka réttarskerðingu. Alþýðublaðið hefur ekkert sagt frá þvílíkum ágreiningi inn- an þess eigin flokks. En Tíminn er kunnugur í þeim herbúðum, hann á þar útsendara, sem áreið- anlega herma húsbændunum það, er þá fýsir að vita. Hverjir voru það, sem vildu fara að á þann veg, sem Tíminn segir, að allir Laugard. 8. marz Nær sjöfaldur munur Fyrirfram mátti ekki milli sjá, hver ofan á mundi verða í stjórn- arkosningunum í Iðju og Tré- smiðafélagi Reykjavíkur. í fyrra munaði 26 atkvæðum í öðru félag inu og 24 í hinu, eða 50 atkvæð- um samtals. Nú varð mundur- inn 347 atkvæði samtals, eða nær sjö sinnum meiri en i fyrra, þar af að vísu einungis 9 atkvæði I Trésmiðafélaginu en 338 í Iðju. Úrslit þessi eru að mörgu leyti lærdómsrík. Fólkið slreymir nú frá kommúnistum. Fylgishrun þeirra er meira en menn höfðu gert ráð fyrir. Hér kemur þó fleira til. í fyrra sömdu kommúnistar kjörskrárnar í félögum þessum. Stuðningsblað kommúnista, Tíminn, segir s. 1. miðvikudag: „Mjög auðvelt er fyrir ráðandi stjórn í Iðju að hagræða kjör- skránnni að vild, vegna hinna miklu tilfæringa fólks í og úr þessum starfsgreinum". Kommúnistar hafa ætíð notað sér þessa og aðra aðstöðu til „hagræðingar“ kjörskrám til hins ýtrasta. Þvílikar aðferðir eru ein meginuppistaðan í öllu starfi þeirra. Framsóknarmenn líta með auðsærri velþóknun á slílc vinnubrögð. Þau eru aftur á móti andstyggð í augum allra sannra lýðræðissinna. Þeirra megin- hugsun er, að allir, sem rétt eiga, skuli fá að njóta hans. Alveg eins og þeir vilja ekki þola, að sá sem er réttlaus, hrifsi hann til sín með rangindum. Gjör rétt, þol eigi órétt, er kenning, sem lýðræðissinnar eiga ekki einungis að hafa á hávegum í huga sín- um heldur fylgja dyggilega í verki. Þetta gei'ðu þeir nú með þeim árangri, að hundruð manna, sem áður höfðu eklci verið á kjörskrá nutu nú atkvæðisréttar. Ilamagangur Hcrmaiins Andstæðingar lýðræðissinna sáu skjótlega eftir að kosning- arnar voru hafnar, að barátta þeirra í Iðju mundi verða von- laus. Því ríkari áherzlu lögðu þeir á að vinna sigur í Trésmiða- félaginu. Það er mun fámennara félag en Iðja og þess vegna gátu bandamenn kommúnista, Fram- sóknarmenn, betur komið við sín- um alþekktu brögðum þar en í Iðju. Þeir lágu og vissulega ekki á liði sínu. Aðalfundur miðstjórn- ar Framsóknarflokksins stóð yfir á meðan á kosningunum stóð. Hefði því mátt ætla, að forystu- menn Framsóknar væru við bundnir þá dagana. Þeir létu það þó ekki aftra sér'frá því að taka virkan þátt í kosningunum. Mið- stjórnarmenn Framsóknar vissu ekki á hvoru Hermann hafði meiri hug, fundarstörfunum eða Gylfa töldu kommúnistar ekki mikinn feng í honum. Þeir gera sér ljóst, að af stjórnmálamönn- um eiga fáir minna fylgi að fagna í Reykjavík. Alveg sérstaklega er þó til þess tekið, hversu fylgis- snauður hann sé innan verkalýðs- hreyfingarinnar, enda mun leit- un á manni, sem í hugsunarhætti og framkvæmdum er verkalýðn- um fjarlægari en einmitt mennta- málaráðherrann. En nýta flest í nauðum skal, og úr því að mun- Alþýðuflokksmenn gera? „ætti“ að kosningunum í þessum tveimur verkalýðsfélögum. Mun og hafa staðizt á endum, að Hermann var endurkjörinn formaður Fram- sóknarflokksins í sömu svifum, og atkvæðagreiðslu var lokið í félögunum tveim. Atkvæða- greiðsla, sem enn staðfesti for- dæmingu almennings á ríkis- stjórninni og þó alveg sérstak- lega hinni persónulegu íhlutun forsætisráðherrans í verkalýðs- mál. 1I\ oruin megiii i ar Cylíi ? Eitt af því, sem Hermann mun I hafa lofað að leggja á borð með [ sér í viðureigninni um þessi tvö félög, var fylgi handbenda hans innan Alþýðuflokksins. Ber þar fyrstan að telja sjálfan mennta- málaráðherrann, Gylfa Þ. Gísla- son. Vegna vitaðs fylgisleysis Stjórn Trésmiðafélagsins urinn í fyrra var ekki meiri en svo, að 14 atkvæði gátu ráðið úrslitum í öðru félaginu og 12 í hinu, töldu kommúnistar að svik innan frá í Alþýðufl. mundu nú leiða þá til valda á ný. Hér skal engurn getum að því leilt, hvort fnenntamálaráðherrann hefur í þessum efnum brugðizt flokki sínum eða ekki. Uppljóstrun Þjóðviljans og Tímans En við hverja á Þjóðviljinn, þegar hann talar um „samfylk- ingu íhalds og hægri krata", í Trésmiðafélaginu og segir: „-------þáð hljóta þó að vera til 8 hægri sinnaðir Alþýðu- flokksmenn í hópi trésmiða í Reykjavík“. Með þessu er ótvírætt gefið í Vaxandi ófrjálslyndi Framsóknar Boðskapur Tímans nú sýnir vaxandi ófrjálslyndi og ofslæki Framsóknarmanna. Á Alþingi 1939 var það einmitt Hermann Jónasson, sem flutti tillögu þess efnis, að „— — — hið bráðasta verði gerðar nauðsynlegar breytingar á Alþýðusambandi fslands til þess að það verði óháð öllum stjórnmálaflokkum og tryggt verði að öllum meðlimum félaga sambandsins verði veitt jafn- rétti til allra trúnaðarstarfa inn- an viðkomandi félags án tillits til stjórnmálaskoðana — — —“. Þessi tillaga var flutt til leið- réttingar á þeirri óhæfu, sem þá hafði viðgengizt, að Alþýðu- flokksmenn einir hefðu full félagsréttindi þ. á. m. kjörgengi innan Alþýðusambandsins. Hið margumtalaða, svokallaða sam- starf Sjálfslæðismanna og komm únista í verkalýðshreyfingunni var fólgið í því og því einu, að engir aðrir en Alþýðuflokksmenn vildu una þessu ranglæti. Að lokum 'gekk sjálfur forsætisráð- herrann fram fyrir skjöldu til að knýja fram nauðsynlegar réttar- bætur. Þá var hann að vísu 1 betri félagsskap en nú. Dregur hver dám af sínum sessunaut. Nú eru Framsóknarmenn og kommúnistar þeirrar skoðunar að svipta eigi Sjálfstæðismenn, þ. e. hér um bil helming lands- fólksins, frumstæðustu mannrétt- indum. Tíminn segir, að það sé einungis „vissir ráðamenn Al- þýðuflokksins", sem ekki vilji taka þátt í þvílíku samsæri. Sann- leikurinn er sá, að hvað svo sem broddarnir í öllum þessum flokk- um ákveða, þá er íslenzkur al- menningur gersamlega andsnúinn slíku háttalagi og hefur á þvi fullkomna fyrirlitningu. Úrslit- in á sunnudaginn var sanna það ennþá einu sinni. Iðju-Björn boðaði sékn í kjaramálum Af Tímanum sést, að innan Framsóknar hefur verið hreyft gagnrýni á kommúnistasamvinnu flokksins. Þar er því gripið til þess ráðs s. 1. þriðjudag, þ. e. eftir ófarirnar, að skrökva því upp, að Sjálfstæðismenn hafi „haldið upp ábyrgðarlausastri iðju í verkalýðsfélögunum og reynt að ýta undir kaupkröf- ur og verkföll“. Af þessum sökum hafi Framsókn geng- ið til fylgilags við komm- únista; sem fylgt hafi „stór- um raunsærri og ábyrgari stefnu í verkalýðsmálum en áður“. Þetta er skrifað, þó að Tíminn viti ofur vel, að eitt aðalagn kommúnista bæði í Járnsmiða- félaginu og Iðju, — en í báðum þessum íélögum veitti Framsókn þeim eindreginn stuðning, — var 'það, að á þessu ári skyldi hafin ný sókn í kjaramálum. Kunnugir telja, að loforð Snorra Jónssonar um þetta hafi ráðið úrslitum í Járnsmiðafélaginu. Þau loforð liggja að visu ekki skriflega fyrir, en eru engu að síður kunnug hundruðum manna, Björn Bjarnason var hins vegar ekkert að hika við að setja skrif- lega fram fyrirætlanir sínar um þetta. Hinn 27. febrúar kom út blað, sem heitir Iðja. Þar er gerð þessi grein fyrir útgáfunni: „Útggfandi: Stuðningsmenn A-listans í Iðju. Ábyrgðarmaður: Björn Bjarnason. Prentsmiðja Þjóðviljans". Þessi framleiðsla Þjóðviija- prentsmiðjunnar var því gefin út af kommúnistum og Fram- sókn í sameiningu. Enda var það skrifað af báðum. Þar er m. a. grein eftir Einar Eysteins- son og er yfir henni stærðar fyr- irsögn á þessa leið: „Við Framsóknarmenn vinnum gegn íhaldinu í verkalýðsfélög- unum“. Ásamt Framsóknarmönnunum á Björn Bjarnason grein í blað- inu. Þar segir: „Heildarniðurstaðan er þó sú, að vart verður hjá því komizt, þegar á þessu ári að hefja sókn í kjaramálum iðnverkafólksins og veldur þá miklu, hverjir fara með stjórn í félaginu“. Þarna er berum orðum boðað að samfylking kommúnista og Framsóknar í Iðju eigi að hafa það aðalverkefni að hefja nýja „sókn í kjaramálum". Það er einmitt vegna þess að frambjóð- endurnir, þ. á. m. Framsóknar- fólkið, séu svo skeleggir í þeim málum, að nauðsynlegt á að vera að kjósa þá! Hér sannast enn, að einmitt sú ásökun, sem Tíminn æ ofan í æ hefur skrökvað upp á Sjálfstæðis menn, á við Framsóknarmenn sjálfa. Slík vinnubrögð eru í senn alþekkt úr starfi Framsóknar- manna hér á landi og einkenna undirróður kommúnista "hvar- vetna þar sem þeir láta á sér kræla. rrc • 1 ímmn íór blaðavillt í þessari sömu ósannindagrein Pramh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.