Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 8
8 MORGUTSBLAÐÍÐ Sunnudagur 9. marz 1958 íslendingar fást mikið við ritstörf Ef til vill er það loftslagið, sem veldur þessu — eða hár himinn og víðáffumikið haf ÞAÐ er athyglisvert, hversu margir Islendingar fást við rit- störf af einhverju tagi. Annai' hver maður, sem á vegi ferða- mannsins verður, á annað hvort frænda eða frænku er fæst við ritstörf, ef hann gerir það ekki sjálfur, segir ungfrú Stella Panbó, kennari frá Perú. Hún hefir dvalizt hér á landi í rúm- lega fjóra mánuði ásamt hálf- systur sinni ungfrú Nana Valen- tine, sem er blaðakona. Ef til vill veldur loftslagið þessu. Það er svo hæfilega temprað, að menn eru jafnan vei fyrir kallaðir, bætir ungfiú Panbó við. Eða himinninn, sem er svo fallegur, og víðáttumikið .hafið. Systurnar segjast kunna vel við Island í vetrarbúningi. — Við fórum fyrir nokkru austur fyrir fjall og allt austur að Geysi, segir ungfrú Valentine. Ferðin var mjög skemmtileg, landslagið fagurt og litirnir dá- samlegir. tJtsýn yfir Þingvalla- vatn ísilagt var fögur. Eangt ferðalag að baki Áður en þær systur komu hingað, höfðu þær verið á ferða- lagi í nærri 15 mánuði. Þæi lögðu upp frá New York, fóru þaðan um Skotland, England Frakkland og Spán, síðan yfir Njörvasund til Marokkó og áfram yfir þvera Norður-Afríku og allt til Egyptalands. Þaðan héldu þær norður á bóginn um öll lönd- in fyrir botni Miðjarðarhafsins, frá Tyrklandi til Grikklands, Júgóslavíu, ítalíu, Sviss og Aust- urríkis. Síðan um alla Vestur- Evrópu, Norðurlöndin fjögur við Eystrasalt. Þess má geta, að þ&r fóru einnig um Lappahéruðin. Því næst aftur um Bretlandseyj- ar til Irlands og þaðan til ís- lands. Þær hafa unnið að því hér undanfarna mánuði að skrifa um þetta ferðalag, og hlýtur það að verða viðamikil ferðalýsing. Á ferðalaginu hafa þær tekið kvikmyndir. Ætlunin er að leitast við í bók- inni að lýsa skapgerðareinkenn- um og lifnaðarháttum fólksins og menningu þjóðanna. 0--4—o Og hvað segið þið um íslend- inga? Það er allt oákveðið ennþá! Fram til þessa hefir tíminn far- ið mikið í að vinna, svo að ekki hafa gefizt tómstundir til að ferð- ast um og kynna sér land og þjóð. Helzt ætluðum við að komast norður í land. Og svo er hægara sagt en gert að ætla sér að skrila um þjóð, sem á svo marga rú- höfunda! Ótrúlega margir tala spönsku Annars kom Island okkur eng- an veginn á óvart. Bæði höfðum við lesið okkur til um land og þjóð, og ýmislegt kemur kunnug- lega fyrir sjónir eftir að hafa ferðazt um hin Norðurlöndin. Jú, eitt kom mér á óvart, segir ungfrú Panbó. Ótrúlega margir kunna spönsku. Þær systur ættu ekki að vera í vandræðum með að koma fyrir sig orði, hvar sem er í heiminum. Þær tala spönsku, ítölsku, frönsku, ensku, dálítið í arabísku og ofurlítið í grísku. Engu hægt að leyna í Marokkó Eitt var það, sem t. d. kom okkur mjög á óvart í Marokkó: Þar er talað töluvert mikið af tungumálum. í því landi er senni- lega ómögulegt að halda nokkr- um hlut leyndum, og full ástæða til að gæta tungu sinnar á hvaða tungumáli, sem mælt er! segir ungfrú Panbó. Ætla til Færeyja og Grænlands Áður en þær halda aftur til New York, er ætlunin að fara til Færeyja og Grænlands. Og ferðalaginu er engan veginn lokið með því. Næsta sumar ætla þær að leggja upp í annað ferðalag um Alaska, þaðan um Berings- sund yfir til Síberíu, Rússlands og kommúnisku landanna í Ev- rópu og síðan aftur austur á bóg- inn um Vestur-, Mið-, Suður- og Austur-Asíu og suður til Ástralíu. Sennilega tekur þetta ferðalag eitt ár. Og að því búnu heíst þriðja ferðalagið um ríki Amer- íku. Og það er næstum eins og að vera kominn heim, segja syst- urnar. En takmarkið er að verða fyrstu konurnar til að sjá öll ríki veraldar, hvenær sem það tak- mark næst! Systurnar eru frá Lima, höfuð- borg Perú. Ungfrú Panbó stund- Árshótíð hiúhrunarnema verður haldin i Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 9. marz ki. 8,30. Ekemmtiatriði og dans. Aðgöngumiðar seldir i Sjálfstæðishúsinu kl. 5—7 og við innganginn. Áfengisvarnornefnd kvenna í Keykjavík og Hafnarfirði heldur aðalfund í Aðalstræti 18, þriðjudaginn 11. marz kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kvikmynd. — Fulltrúar fjölmennið. Stjórnin. aði nám við San Marcoháskólann í Lima, sem er fyrsti háskólinn er reistur var í Ameríku. Gömiu háskólabyggingarnar eru inni í borginni, en nú hefir verið reist nýtt háskólahverfi í grennd við borgina, og er það mjög fallegt og nýtízkulegt. Ungfrú Valentine stundaði nám í blaðamennsku við Kaþólska háskólann í Lima. Síðar nam hún við ríkisháskólann í Baton Rouge í Louisana í Banda. ríkjunum og loks við Hunter College í New York. Ópera um Ollanta og Atahuallpa Auk þeirra tungumála, sem áður eru nefnd talar ungfrú Panbó reiprennandi hinar fornu mállýzkur lands síns, Quechua og Aymara. Quechua er enn töluð í Perú einkum meðal fjallabúa og minnir eina helzt á arabísku, segir ungfrú Panbó. Aymara líkist öllu meir hebresku og er töluð syðst í Perú og í Boliýíu. Töluvert er til af bókmenntum á þessum mállýzkum, einkum kvæði, og ein ópera er til á Ferðalangarnir frá Perú. — Takmarkið er að verða fyrstu kon- urnar. sem heimsótt hafa öll ríki veraldar. orð á Quechua. Þótti fréttamann- inum tungumálið engan veginn árennilegt. 0—4—0 Utsýn yfir rústirnar á Machu Picchu. Hér bjuggu Inkar, og hér var vígi gott á klettasnösinni, sem gengur fram í dalinn. í hlíðunum gerðu Inkarnir hjalla, m. a. til að koma í veg fyrir, að jarðvegurinn skolaðist burt í rigningum. Machu Picchu er spölkorn frá Cuzco, höfuðborg Inkaríkisins. Quechuamáli. Heitir óperan Ollanta, og eru aðalpersónurnar Ollanta hershöfðingi og Atahu- allpa, sem var Inka, þ. e. kon- ungur. Annars er aðalefni óper- unnar ástarsaga. Frægasta kvæð- ið er söguljóð, sem heitir Suray Saurita, sem þýðir Landið. síð- ari tíma kvæði af þessu tagi hafa verið rituð á samblandi af QCechua og spönsku, sem nú er aðallega töluð í Perú. íslendingar bera Quechua ágætlega fram, segir ungfrú Panbó, sem síðan mælir nokkur Fyrstu ferðabók sína ætla systurnar að gefa út, er þær koma til New York. Bókin verður gef- in út á spönsku, ensku, ítölsku, frönsku og þýzku. Einnig eru líkindi til, að hún verði þýdd á júgóslavnesku, tyrknesku og arabisku. Dýr þjónusta — ekki að sama skapi góð Er fréttamaðurinn spurði, hverju þær hefðu fyrst tekið eft- ir, sem miður færi meðal Íslend- inga, svöruðu þær því til, að íbúð til sölu Til sölu er lítil 5 herbergja íbúð á 1. hæð í húsi á góðum stað við Langholtsveg. Verð aðeins kr. 280 þúsund. Útborgun kr. 180 þúsund. Eftirstöðvar kaupverðsins eru hagstæð lán. Sér kynding. — íbúðin er í góðu standi. Upplýsingar gefnar í síma 34231. 79 rúmlesta vélskip til sölu. 1 skipinu er 204 ha. Ruston-dieselvél. — Ljósavél af Witte teg. 10—12 ha. Báturinn er allur nýlega yfirfarinn og standsettur. Hagkvæm kaup. Allar nánari upplýsingar gefur Landssamband íslenzkra útvegsmanna. fyrstu óþægindin, sem ferðalang- ar yrðu varir við, væri, hversu dýr öll afgreiðsla og þjónusla væri en ekki að sama skapi góð Annað var það, sem við tókum sérstaklega eftir: Landslagið minnir að vissu leyti á Perú. Hér eru hraunbreiður og fjöll eins og þar. Ánægjuleg íslandsdvöl Við höfum haft mikla ánægiu af íslandsdvöl okkar. Upphaf- lega ætluðum við að fara í febrú- ar, en það hefir dregizt á lang- inn, og sennilega verður ekkert úr brottför okkar, fyrr en í marzlok. Ja, það væri synd að segja, að við hefðum ekki tekið ástfóstri við eyjuna ykkar. 0—4—0 Þegar ferðalangarnlr höfðu kvatt með virktum, dró frétta- maðurinn fram landabréf og al. fræðiorðabækur og tók að rifja upp barnalærdóminn um Perú, miðstöð hins forna Inkaveldis. Perú liggur milli Ecuador og Chile á vesturströnd Suður- Ameríku. Þar búa um 6 millj. manna, en mikill hluti þeirra eiu Indíánar eða um 4 millj. Um 350 þús. Indíána lifa við sitt sér- staka þjóðskipulag, flestir eru Quechuarnir, en Inkarnir teljast til þeirrar kynkvíslar, og allstór hópur Aymara býr við Titicaca- vatnið syðst í landinu. Inkarikið Inkarnir komu til landsins á 13. öld og gerðu það að miðstöð ríkis síns. Ríki Inkanna var stærsta ríkið í Suður-Ameríku og mesta menningarríkið, er Ev- rópubúar komu þangað. Lá Inkaríkið milli fjalls og fjöru á vesturströndinni frá Quito í Ecua dor að Mauleánni í Chile. Ink- arnir áttu ekkert letur, svo að menning þeirra hefir eingöngu geymzt í fornleifum. Þess má þó geta, að skilaboð voru flutt með sérstöku hnútakerfi. Virki sín og hús reistu þeir úr stórum til höggnum steinum og gerðu strá- þak yfir. Höggmyndir, gull- og silfurmunir ásamt vefnaði í merkilega skærum litum hafa varðveitzt. Konungur þeirra var einvaldur, kallaður Inka og kon - inn af sólguðinum, sem Inkarnir dýrkuðu mest. Rústir — leifar af menningu Aymara Þegar Inkarnir lögðu undir sig Perú, kúguðu þeir þá ættflokka, er þar bjuggu fyrir, þ. á m. Ayni- ara, sem hafa verið nokkur menn ingarþjóð eins og geysimiklar rústir við Tiahuanaco og Titicaca- vatnið bera vott um. °—4—° Um 1530 lögðu Spánverjar Perú undir sig og réðu þar lög- um og lofum til ársins 1824, er Perúbúar brutust undan yfirrað- um þeirra. Stjórnmálasaga þeirra hefir síðan verið mjög viðburðarík og gengið á ýmsu eins og annars staðar í Suður- Ameríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.