Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 24
Fólk í fréttunum bls. 10. JMmsgwttÞIðfrito 58. tbl. — Sunnudagur 9. marz 1958 Reykjavíkurbréf er á bls. 13. Unnt er að lœkka verðið á benzíni og olíu En verðlagsyfirvoldin og rikisstjórnin hafa sfadiö gegn lækkunum Þessar myndir eru teknar af timburgeymslu Slippsins, eftir að togarinn rakst á hann. Sýnir myndin til vinstri hvar stefn- iS kom á þakbrún norðurliliðar, en hin myndin sýnir hvernig suðurhliðin öll gekk til við höggið. (Ljósm. Mbl.) Togari rekst á timburgeymslu OLÍUFÉLÖGIN hafa tvisvar sinnum beint þeirri áskorun til Verðgæziustjóra að verðið á benzíni og olíum yrði lækkað. Ástæðan fyrir þessu er sú, að fiutningsgjöld lækkuðu á síðari ársins 1957 og auk þess lækkaði innkaupsverð á olíunum nokkuð. I>rátt fyrir þetta hafa verðalgs- yfirvöldin ekki viljað heimila ol- íufélögunum að lækka verðið og situr enn við það sama. Þetta mun vekja undrun margra. ★ í síðari hluta nómember-mán- aðar hafði komið í ljós, skv. út- reikningum olíufélaganna að grundvöllur var fyrir verðlækk- un. Hefði hún átt að koma til framkvæmda í byrjun desember skv. venjulegum reglum í þessu sambandi. Verðlagsstjóri aðhafð- ist ekkert þrátt fyrir þessi um- mæli, þar til 21. desember sl., að hann lækkaði verð á gasolíu um 7 aura pr. líter, en benzín- verðið var látið halda sér. Olíufélögin hafa síðan ítrekað þessi tilmæli um lækkun og hafa síðast gert tillögur um lækkun við síðustu mánaðamót. Hvað benzínverðinu viðvíkur, má telja að heildarlækkun hefði getað orðið um 15—20 auar pr. líter, þannig að útsöluverðið á benzínlíter ætti nú að vera komið niður í 2.10 í stað kr. 2,27. Álagning olíufélaganna. í byrjun ársins 1957 setti verð- lagsstjóri reglur um verðlag á olíuvörum, en þessar reglur voru ekki í samræmi við þann tilkostn að, sem olíufélögin hafa við dreif ingu varanna. Það var fyrst seinna á árinu, sem verðgæzlu- stjóri viðurkenndi sjónarmið olíu félaganna og leyfði nokkrar Verzlunorspari- sjóðurinn kuup- ir húseign Á AÐALFUNDI Verzlunarspari- sjóðsins í gærdag, skýrði for- maður sparisjóðsstjórnar, Þor- valdur Guðmundsson forstjóri, frá því að Verzlunarsparisjóður- inn hefði þá um daginn undirrit- að kaupsamning við eigendur fasteignarinnar Vesturgata 2 hér í bæ. (Natan & Olsen hf.) Er hér um að ræða tæplega 1300 ferm. lóð ásamt mannvirkjum á henni. Fundurinn fagnaði þessum kaupum og lýsti eindregnum stuðningi við þessar aðgerðir sparisjóðsstjórnar. Nánar verður sagt frá aðalfundinum i þriðju- dagsblaðinu. Fram fær íþróttasvæSi BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að úthluta Knattspyrnufél. Fram landssvæði til íþróttaiðkana og undir félagsheimili í Kringlu- mýrinni, beggja vegna Miklu- brautar, austan Kringlumýrar- vegar. Mörk svæðisins verða síðar ákveðin, um leið og sérupp dráttur af skipulagi svæðisins og næsta nágrenni við það. hækkanir. í sambandi við verð- breytinguna á benzíni og olíum, sem getið var um hér á undan, vegna lækkandi farmgjalda og innkaupaverðs hafa olíufélögin farið fram á að þeim yrði bætt að nokkru það tjón, sem þau hefðu beðið á fyrri hluta ársins vegna rangrar verðlagningar að þeirra áliti. Olíufélögin hafa ekki enn fengið svar við þessum til- mælum. í sambandi við þctta mál, virð ist vera augljóst, að rikisstjórnin kærir sig ekki um að neytendur fái að njóta þeirrar verðlækk- unar, sem orðið hefur, eins og skýrt er frá hér að ofan. Telja margir að ástæðan fyrir því, að verðlækkun hefur ekki enn kom izt til framkvæmda, sé sú, að fjár málaráðherrann hugsi sér að láta hana ekki koma til framkvæmda, Árni Jónsson endur- fekur söngskemml- un sína ÁRNI Jónsson söngvari, hélt sína fyrstu söngskemmtun hér á þriðjudagskvöldið, fyrir fullu husi áheyrenda. Síðan end- urtók Árni söngskemmtun þessa, en blöðin höfðu lokið lofsorði á söng hans. Var einnig mjög góð aðsókn þá. Nú hafa Árna borizt áskoranir um að halda enn eina söngskemmtun. Hefur hann ákveðið að syngja í Gl. bíói kl. 7,15 á þx-iðjudagskvöld og mun Fritz Weisshappel leika undir, en söngski-áin verður hin sama og áður — Aðgöngumiðar verða seldir í bókabúðum Blöndals og Eymundssonar. Var fekin um úlniiðinn BREZKI sjóliðinn, sem slasaðist hér í Reykjavikurhöfn á föstudag inn um borð í brezka eftirlits- skipinu Russell, hafði orðið með höndina á milli fríholtsins og skipsins er það lagðist að bryggj- unni. Skaddaðist hönd hans svo, að ekki var hjá því komizt að taka hana af um úlnlið. EKKNASJÓÐUR íslands var stofnaður árið 1943. Það var sjó- mannskona, sem lét af hendi rakna eitt þúsund krónur af á- hættuþóknun mannsins síns, og var það stofnfé sjóðsins. S)ð- an hefir sjóðnum vaxið ásmegin með gjöfum, áheitum, sölu merkja og minningarspjalda, svo að nú eru í honum 113 þúsund 968 krónur. Prestar landsins hafa undanfarin ár tekið á móti gjöí- um til sjóðsins og selt merki. — Biskup íslands, herra Ásmundur Guðmundsson er formaður sjóðs- stjórnar og hefir unnið þessu málefni mikið. Enda þótt þegar hafi aflazt 'allmikið fé í sjóðinn, þarf þó enn stór átök til þess að hann komi að tilætluðum notum. Reykvíkingar eru löngu þekktir að rausn og höfðingsskap, þegar leitað er til þeirra um frjáls framlög til fátækra og bag- heldur hirða í ríkissjóðinn þann niismun, sem þarna er um að ræða. Árásir Þjóðviljans. Þjóðviljinn hefur xmdanfarna daga haldið uppi árásum á hend- ur olíufélögunum út af því, að verðið á olíum og benzíni hafi ekki verið lækkað, en þá er þess að gæta, að verðlagsstjóri og rík- isstjórnin hafa öll ráð um það, hvaða verðlag er ákveðið á olí- um og benzín á hverjum tíma. Það sem í Þjóðviljanum er hægt að lesa um þetta mál, er annað hvort rangsnúningur eða tilbún- ingur frá rótum. I N. Moncher | endurskoðandi, lézt í Kaup- mannahöfn fimmtud. 6. þ. m. Hann er mörgum kunnur hér á landi ,og þá sérstaklega Reyk- víkingum. Mancher starfrækti hér endurskoðunarskrifstofu á_ árunum 1921—1937 og var braut- ryðjandi þess konar starfsemi hér á landi. Er hann fluttist héðan, gerðist hann skrifstofustjóri í e idurskoðunarski ifstofum Kaup- J mannahafnarborgar og gegndi því stai’fi til dauðadags. UNDANFARNA daga hafa verið mjög miklar fjörur hér í Reykja- vík. Hafa menn vafalaust eftir þessu tekið. Út af fyrir sig er það ekki óvenjulegt, því þær eru yfirleitt mestar um þetta leyti árs. í gær skýrði sjómælingadeild vitamálanna Mbl. frá því, að föstudagurinn hefði orðið algjör „met-fjörudagur“. Hinar óvenju- miklu fjörur undanfarið munu orsakast að nokkru vegna hins mikla háþrýstisvæðis sem verið hefur yfir landinu og nágrenni þess einmitt þessa daga, þegar fjörur eru mestar á árinu. í húsi Vitamálastofnunarinnar er sjálfritandi fjarstýrður sjó- hæðarmælir, er mælir stöðugt flóðhæðina hér í Reykjavíkur- höfn. Hófust þessar mælingar ár- ið 1951. Á föstudaginn var því veitt eftirtekt að sjóhæðarmælirinn var kominn allverulega niður staddra. Við leitum því til ykkar enn á ný og væntum þess að sem flestir kaupi merki sjóðsins. Von ir standa til þess að úthlutað verði úr sjóðnum á þessu ári. Foreldrar eru beðnir að leyfa böi’num sínum að selja meikin á götum Reykjavíkur á morgun. Merkin verða afhent sunnudag- inn 9. marz kl. 9,30 f. h. í Sjálf- stæðishúsinu (í litla salnum). — Minningarspjöld eru seld á eftii- töldum stöðum: Hjá frú Guðnýju Gilsdóttui-, Freyjugötu 24, Holts Apóteki, Skrifstofu Biskups Is- lands, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Kapellunni í Foss- vogi, Barnaskólanum á Seltjax-n- arnesi og Bókaverzlun Þorvald- ar Bjarnasonar, Hafnarfirði. Við, sem vinnum að þessu máli, treystum því, að nú sem endra- nær bregðist Reykvíkingar vel við og leggist á eitt með að efla sjóðinn. Á FÖSTUDAGINN sigldi Hafn- arfjarðartogarinn Ágúst á timbur geymsluhús hér í höfninni og lask aðist það nokkuð. Skemmdir urðu ekki á togaranum. Togarinn Ágúst hafði fengið fyrir meðaltalið. Hann hélt áfram að lækka og komst að lokum 72 sentimetra niður fyrir meðaltal stórstraumsfjöru í Reykjavík. Á þessum mestu fjörum ársins hefði mátt búast við að hann færi um 46 sentim. niður fyrir meðaltalið. En nú setti hann sem sé nýtt „met“ og fór 27 sentim. neðar en áður voru til skýrslur um. Vilja skipia á Engey og Korpúlfssiöðum Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn, var lagt fram bréf frá landbúnaðarmálaráðu- neytinu. Þar tilk. ráðuneytið bæj aryfirvöldunum, að það vilji fara í jarðarskipti. Vill ráðuneytið gefa bænum kost á að fá Engey í skiptum fyrir jörðina Korpúlfs- staði, eftir mati og áskildu sam- þykki Alþingis. Á þessum bæjar- ráðsfundi var ekki fjallað um málið . Skákkeppni PATREKSFIRÐI, 8. marz. — í gærkvöldi var háð bridgekeppni á vegum Taflfél. Patrksfjarðar í samkomuhúsinu Skjaldborg. — Léku Vatneyringar á móti Geirs eyringum. Átta sveitir tóku þátt í keppninni og unnu Vatneyring- ar með tveimur og hálfum vinn ingi á móti einum og hálfum. —Karl. ÓSLÓ, 8. marz. — Ákveðið lief ir verið að ísland og Noregur heyi landskeppni í handknatt- leik á miðvikudaginn kemur. Samkvæmt upplýsingum frá Berlin til norska handknatt- leikssambandsins, er þess get- vír i skrúfuna úti á miðum. Var hann dreginn hingað til Reykja- víkur af öðrum ísafjarðartogar- togaranna. Hér átti Ágúst að fara beint í slipp til þess að láta taka vírinn. Var verið að undirbúa að taka skipið upp er óhappið vildi tiL Slitnaði þá trossa, sem var milli skuts á togaranum og dufls. Er hún slitnaði, kom þegar skriður á togarann. Stefndi hann á timb- urgeymslu Slippsins, sem stend- ur á uppsteyptum kjallara lítið eitt til hliðar við slippbrautina. Það tókst ekki að stöðva togar- ann, og hann gat að sjálfsögðu ekki beitt vélinni. Háflóð var, og „strandaði" togarinn er hann rakst á þakbrún hússins. Var það þungt högg, svo húsgrind geymslunnar gekk nokkuð til og brotnaði. Ekki tók togarinn niðri Það tókst að bjarga togaranum áður en honum slægi flötum fyr- ir Ægisgarð. Dráttarbátur hafn- arinnar Magni var nærstadd- ur er þetta gerðist, svo og einn af hafnsögumannsbátunum. Stórþjófnaður í fyrrinótt 1 FYRRINÓTT lagði innbrots- þjófur leið sína í tvær úra- cg skartgripaverzlanir hér í bænum I annarri þeirra var framinn stórþjófnaður. Var það í skart- gripaverzlun Magnúsar Asmunds sonar, Ingólfsstræti 3. Þar var stolið allmiklu af dömu- og herra úrum. Var talið að um 30 úr hefðu horfið, en þau munu vera eitthvað á milli 20 og 25 þús. kr. virði. Einnig var stolið eyrna- lokkum. Hin skartgripaverzlun- in er verzl. Guðmundar Andrés- sonar að Laugavegi 50. Þar var sýningarkassi, sem í voru skart- gripir og úr. — Virðist sem „styggð" hafi komið að þjófnum, því hann greip aðeins 5 arm- bönd á úr. ið, að íslenzka liðið, sem þátt tók í heimsmeistarakeppiunni í handknattleik þar, hafi kveð ið sig reiðubúið til að koma við í Noregi á heimleiöinni og Ieika þar landsleik við Norð- menn n.k. miðvikudag. —UTB. Söfnunardagur ekkna- sjéðs er í dag Meiri ijörur nú en hérhata á&urmœhst Landslelkt r vsð Noreg á handknattle«^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.