Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 10
10 MORGXJTSBLAÐIÐ Sunnudagur 9. marz 1958 Brezka blaðið Daily Mail skýrði frá því fyrir skömmu, að íslendingar hefðu verið ákveðnir í að taka vel á móti dægurlaga- söngkonunni Ölmu Cogan, er hún kom til íslands til að halda hljómleika. M. a. hafi þeir verið ákveðnir í að láta hana bragða ýmsa þjóðarrétti. í matarveizlu nokkurri lögðu gestgjafarnir hart að Ölmu að borða ríflega af einum réttinum. Alma gerið það og skildi ekk- ert eftiK á diskinum. „Þótti yður . þetta gott?“, spurðu gestgjafarnir ákafir. „Gómsætt", sagði Alma og sleikti út um. „Ágætt“, sögðu þeir. „Þetta var hákarl. Hann hefur legið í jörð í tvö ár og er orðinn vel kæstur. Við grófum hann yður til heiðurs . . .“. Aldraði enski heimspekin. ur- inn Bertrand Russel lítur ekki björtum aug- um á framtíð heimsins. Og hann dregur enga dul á, að það séu stjórn- málamennirn- ir, sem valda bölsýni hans. — Eins og ástandið er nú, sagði hann ný- lega, og ef svo heldur fram sem horfir í stjórnmálunum, eiu í mesta lagi 50% möguleikar r, að nokkur mannvera verði lif_ndi á jörðinni eftir 50 ár. „MINNEAPOLIS TRIBUNE“ skýrði nýlega svo frá, að Vestur- íslendingurinn Valdimar Björns- son hefði orðið hlutskarpastur í víðtækri skoðanakönnun í Minnesota um það, hver mundi efnilegastur til framboðs af hálfu republikana til fylkissjórakjörs, sem fram fer á næsta ári. Var skoðanakönnun þessi tvískipt. Annars vegar var leitað álits yf- irlýstra republikana, en háns vegar óháðra kjósenda — og varð Valdimar hlutskarpastur meðal beggja. Næstur Valdimari varð Ancher Nelsen, en hann var frambjóðandi republikana við siðasta fylkisstjórakjör. Þriðji hlutskarpasti var Stafford King, ríkisendurskoðandi. Úrslit skoðanakönnunarinnar voru annars sem hér segir: republ. óháðir Valdimar .. 38% 35% Nelsen .. .. 25 34 King 15 10 aðrir 15 11 óákveðnir .... 7 10 Hinn kunni enski leikritahöf- undur John Osborne er eins og kunnugt er einn af „reiðu. ungu mönnunum", sem miskunnar- laust deila á samtíð sina. Nú hefir hann reyndar aflað: sér svo mikilla vinsælda — og þess vegna auðgazt nokk- uð — að hon- wm -ætti að vera óhætt að draga ofurlítið úr ádeilu sinni og reiði. En langt er frá því, að hann sé sáttur við áhorfendurna, sem eyða pening- um sínum í að horfa á leikrit hans: — Að fara í leikhús er það, sem menn gera, eftir að hafa ký;t vömbina með góðum mat. Það jafngildir þvi að taka vænan skammt af meltingarpillum, sagði Osborne nýlega. Bráðlega verður leikið og sung ið í Mílanó tónverk, sem tvö undrabörn hafa unnið að. Allir kannast við litlu frönsku skáld- konuna Minou Drouet og ítalska tónlistarundrabarnið, Massimo Barbieri, sem er 11 ára að aldii. Hann samdi tónverkið, en Mipou Drouet, sem er 10 ára, samdi text ann. Massimo og Minou hittust árið 1957 í Mílanó og urðu ásátt um að vinna saman að tónverki og texta við það. Tónverkið heitir Mílanóvalsinn. Undanfarið hafa birzt á for- síðum blaða um heim allan n.ynd ir af dr. Vivian Fuehs, sem nú hefir unnið það afrek að fara þvert yfir 'Suðurskautslandið um suðurpólinn. Dr. Fuchs er á oil- um þessum myndum með mynd- arlegt skegg. Það er líka kunnugt, að al- skegg er að komast æ meira í tízku meðal æskumanna. Sú tízka breiðist alltaf meira út, þegar mikið birtist af myndum af heim skautaförum og fjallgöngumönn- um i blöðum. Þessi tizka er ekki mjög hag- kvæm fyrir þá, sem selja raf- magnsrakvélar og önnur rak- áhöld. Smásali nokkur í Lundún- um starði angurvær á fyrstu myndina, sem birtist af heim- skautaförunum tveim Fuchs og Hillary. Báðir voru með alskegg. Jæja, þar varð -maður enn einu sinni af nokkur hundruð pundum! varð smásalanum að orði. í fréttunum Bandariski varaforsetinn Ric- hard Nixon reyndi í ræðu, er hann hélt fyrir nokkru, að draga upp mynd af afstöðu margra til þess ■ ástands, sem nú ríkir í heiminum. Dæmisaga hans hljóðaði svo: — Níutíu og níu strútar höfðu stungið höfðinu í sand- inn. Einn strút ur kom hlaup- andi eftir eyði- mörkinni til að slást í hóp þeirra. Hann horfði ringlaður í kringum sig og hrópaði síðan: — Já, en hvað í skrambanum hefir orð:ð af öllum hinum! Bandarískur víxlari, sem ný- lega lézt, lét m.a. eftir sig 73.341 ástarbréf, sem hann hafði skrifað ýmsum kviþmynda- leikkonum í Hollywood á undanförnum 20 árum. Flest bréf hafði hann skrifað Mar- lcne Dietrich, einhverri yndis legustu ömmu í heiminum. Bréf- in til hennar voru 1.857 að tölu. Unga franska skáldkonan Francoise Sagan hefir mörg járn í eldinum og hefir nú nýlega bætt einu við. Hún hefir komið á fót kvikmyndafélagi og ætlar sálf að verða framkvæmdastjóri þess. í félagi með henni eru leikstjór- inn Roger Vadim. sem setti á svið Sagan-ballettinn „Stefnu- mótið, sem fórst fyrir“, og leik- arinn Christian Marquand. Féiag inu hefir enn ekki verið geíið nafn, ætlunin mun vera að fram- leiða franskar kvikmyndir fyrir bandarískan markað. Dœgradvöl E F Þ I Ð finnið rétta ráðningu þessara 7 atriða, takið fyrsta staf- inn af hverri um sig — og raðið þeim upp í réttri röð, getið þið lesið úr því nafn erlends manns, sem oft hefur verið getið í heimsfréttunum að undanförnu: 1. Flugvél landhelgisgæzlunnar. 2. Dóttir síðasta Rússakeisara, sem sögð er hafa komizt und- an, er keisarafjölskyldan var myrt. 3. Annáluð menningarþjóð í S-Ameríku. 4. Forfaðir okkar allra. 5. Mikilvæg eyja, sem Banda- ríkjamenn gerðu mikla árás á og hófu þar með lokaátökin um yfirráð á Kyrrahafi í síð- ari heimstyrjöldinni. 6. Fornafn eins frægasta núlif- andi landkönnuðar og heim- skautafara. 7. Rússneskur herforingi, sem var landvarnarmálaráðherra í Póllandi þar til hann var rek- inn heim, er Gomulka brauzt til valda. Ráðningu er að finna á bls. 6. Allir kettir eru sérlega hrifnir af músum — og þess- ir kettir eru þar engin und- antekning. Þeir hafa hver og einn krækt sér í eina mús _ og eru að leika sér með' þær. En nú eru þeir hræddir um að þeir ruglist á músum og taki e. t. v. mús hver annars, því að allar eru þær eins að lit — og engar hindr- anir í vegi músanna. Þess vegna eruð þið bcðin að koma til hjálpar. Þetta er einföld þraut: Með þrem beinum línum getið þið skil- ið kettina þannig að, að að- eins einn sé í hverjum reit — og hann hafi eina mús hjá sér innan Iínunnar. Ráðning í næsta blaði. í næsta blaði verður sýnd rétta Ieiðin um þetta völ- undarhús. En þið ættuð að vera búin að finna hana áður. Hliðarkaffi og æskulýðsvika KFUM OG KFUK hafa nú starf- að hér í Reykjavik í allmarga áratugi. Hófst það með því, að sr. Friðrik Friðriksson, sem ný- kominn var frá Danmörku, fór að halda drengjafundi. Þótti það kynlegt tiltæki, og fékk sr. Frið- rik viðurnefnið „vitlausi stúd- entinn“. Nú hafa menn lært að meta starf þetta, og hafa ýmsar starfsgreinar félaganna náð mikl- um vinsældum, ekki sízt sumar- búðastarfið í Vatnaskógi og Vind- áshlíð, þar sem hundruð barna víðs vegar að af landinu dveljast á hverju ári. Er sífellt unnið að því að bæta allan aðbúnað til starfsins. „Hlíðarmeyjar“ selja í dag kaffi og kökur til ágóða fyrir sarfsemi sína *í Vindáshlíð, og verður það' framreitt í húsi fé laganna að Amtmannsstíg 2 B. Gefst mönnum kostur á að leggja góðu málefni lið um leið og þeir drekka síðdegiskaffið. Kaffisal- an hefst um nóbil. Hlé verður um kvöldmatarleytið, en kvöld- sopa verður hægt að fá upp úr hálf tíu. Annar vinsæll starfsliður fé- laganna eru æskulýðsvikur, sem haldnar hafa verið næstum ár- lega nú um alllangt skeið. Deildir félaganna í Laugarnesi hafa á- kveðið að efna til slíkrar viku, og hefst hún í kvöld, sunnudag, kl. 8,30. Eru allir velkomnir á samkomur þessar, Verður að jafnaði mikill söngur og hljóð- færasláttur á samkomunum, og tveir ræðumenn tala flest kvöld- in. í kvöld lala þeir Guðmundur Guðjónsson, bankaritari, og Gunn ar Sigurjónsson, cand. theol. Sam komurnar verða haldnar i Laug- arneskirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.