Morgunblaðið - 18.05.1958, Síða 8
8
MORCVNBT. AÐ1Ð
Sunnudagur 18. mal 195&
Ummœli Hannibals Valdemarssonar á Alþingi:
Alls ekki við því
að stjórnin geti
verkalýðsins
Frá' síðasta hluta fyrstu umræðu
um efnahagsmálafrumvarpið
að húast,
hætt hag
þarf að gera, er að gefa þjóð-
inni færi á að segja álit sitt á
ríkisstjórninni. Breytingar í at-
vinnu- og fjármálum eru örar
og dýrtíðin vex. Þessi stjórn mun
ekki leysa vandann, þjóðin þarf
að fá tækifæri til að segja sitt
álit.
Ákvæðin hjá A.S.f.
Hannibal Valdimarsson: Það er
aðalskylda hverrar ríkisstjórnar
að tryggja það, að atvinnuvegirn-
ir geti starfað og ríkisbúskapur-
inn verði hallalaus. Tillögurnar
í hinu nýja frumvarpi miða að
þessu tvennu. Þar er ekki meira
tekið en þarf og atvinnuvegirn-
ir ekki látnir fá meira en nauð-
synlegt er.
Sjálfstæðismenn hneyksluðust
fyrir nokkru á því, að ekki væri
við verkalýðshreyfinguna talað
um þessi mál. Það var þó gert,
þegar er frumv. lá fyrir fullmót-
að. Og nú hneykslast Sjálfstæðis-
menn á, að verið sé að flytja vald
ið frá Alþingi og forseta og leggja
það í hendur Alþýðusambands-
ins. Og sagt er, að verkalýðs-
hreyfingin hafi snúizt öndverð
gegn frumv. Þar vaða Sjálfstæð-
ismenn reyk.
A fundi efnahagsmálanefndar
og miðstjórnar Alþýðusambands-
ins kom fram tillaga um af-
greiðslu málsins frá 4 mönnum:
Eðvarði Sigurðssyni, Snorra Jóns
syni, Eggerti Þorsteinssyni og
Óskari Hallgrímssyni. Við hana
komu fram 3 breytingatillögur.
Ein var um að mótmæla ráð-
stöfununum. Hún fékk eitt atkv.,
önnur var um að undirstrika,
að þær væru í mótsögn við á-
kvarðanir síðasta Alþýðusam-
bandsþings. Sú tillaga fékk 2
atkvæði. Loks var tillaga um að
Framh. á bls. 14
í SÆR var sagt hér í blaðinu
frá umræðunum um efnahagsmál
in á Alþingi. Síðasta ræðan, sem
rakin var, var flutt af Ásgeiri
Sigurðssyni. í dag er sagt frá
annarri ræðu, sem flutt var síð-
ari hluta föstudags. Er það ræða
Angantýs Guðjónssonar. Hér á
eftir verður síðan rakinn síðasti
hluti fyrstu umræðu um frumv.
ríkisstjórnarinnar:
Tölum mótmælt
Lúðvík Jósefsson tók til máls
að ræðu Asgeirs Sigurðssonar
lokinni. Hann sagði að það væri
rétt að sjómenn hefðu staðið sam
einaðir í kaupkröfum sínum. Hitt
væri og lýðum ljóst, eins og hann
sagði, að Morgunblaðið hefði, með
æsingaskrifum róið undir kröfur
sjómanna.
Lúðvík svaraði ræðum þing-
manna Sjálfstæðisflokksins, er
töluðu á miðvikudaginn. Hann
sagði að Sjálfstæðismenn vildu
að sjávarútvegurinn stöðvaðist.
Hins vegar kvað hann samninga
við útvegsmenn hafa gengið vel
undanfarið svo að aidrei hefði
komið til stöðvunar. —
Lúðvík sagði að það væri fráleitt
að hinar nýju álögur næmu 790
miiljónum króna. Hitt væri rétt
ara að þær næmu 240 millj. kr.
Taldi hann nokkra liði, sem
valda aukningu. T.d. 50 millj. kr.
vegna almennrar kauphækkun-
ar, 50 millj. kr. vegna hækkana
á áður umsömdum bótum til sjáv
arútvegsins, 20 millj. kr. auknar
bætur til togaraflotans, 16—18
millj. kr. til að auka bætur á
Norðurlandssíld, 10 millj. kr. til
Fiskveiðisjóðs, 7 millj. kr. til líf-
eyrissjóðs togarasjómanna, 22
millj. kr. vegna krafna bænda
um nýja verðlagningu landbún-
aðarafurða og 11 millj. kr. til að
standa undir skattalækkun, sem
ráðgert væri að lögfesta.
Lúðvík Jósefsson sagði, að í
febrúar, er hann ritaði gre.nar
sínar í Þjóðvi.ljann, hefði margt
verið ófyrirsjáanlegt af því, sem
nú er fram komið. Gæti veyið
eðlilegt að nú væri mikiu meiri
þörf fyrir fé, en þá. en hann
hefði talið að þá þyrfti 90 millj.
kr. í útflutnings- og ríkíssjóð.
Lúðvík sagði að Sjálfstæðis-
menn ættu auðveldlega að geta
myndað sér skoðun um, hvað
þyrfti að gera til að styrkja sjáv-
arútveginn, þeir hefðu fulltrúa í
flestum samtökum og stofnunum
sem snertu sjávarútveginn. Taldi
Lúðvík að meðan Sjálfstæðis-
menn bentu ekki á nýjar leiðir,
ættu þeir að sjá sóma sinn í að
styðja frumvarp stjórnarinnar.
Spurningar ítrekaðar
Gylfi Þ. Gislason flutti stutta
ræðu, kvað hann svör Ólafs
Björnssonar við þremur spurn-
ingum á miðvikudag hafa verið
ófullnægjandi. Þó þóttist hann
sjá af ræðu Ólafs að hann hlyti
að vera hrifinn af frumvarpi
stjórnarinnar, það gerði uppbóta
kerfið einfaldara og skapaði
samræmi milli innlends og er-
lends verðlags. Beindi Gylfi enn
3 nýjum spurningum til Ólafs:
Hvort frumvarp ríkisstjórnarinn
ar fæli í sér byrðar á þjóðina í
heild, hvort hann væri sammála
því að hér væri um að ræða 790
millj. kr. í nýjum sköttum og
hvort frumvarpið væri spor í átt-
ina til aukins jafnvægis í þjóðar-
búskapnum.
Þegar Gylfi lauk ræðu sinni
vantaði klukkuna 4 mín. í sjö og
var gefið matarhlé til kl. 9.
Flugfélögin í hættu
Fundur hófst aftur á tilsettum
tíma. Fyrst var afgreitt frumv.
fjármálaráðherra umáframhaldá
stöðvun tollafgreiðslna, en síðan
hófust umræður um efnahags-
málin aftur. Ingólfur Jónsson tók
til máls og sagði m.a.:
Tveir ráðherrar, þeir Eysteinn
Jónsson og Lúðvík Jósefsson hafa
vikið nokkuð að ræðu minni í
fyrrinótt, en málflutningur þeirra
hefur verið nokkuð blendinn og
rök þeirra einkennileg.
Eysteinn Jónsson vildi ekki
fallast á, að frumv. myndi skaða
atvinnuvegina, þvert á móti taldi
hann það þeim til mikilla hags-
bóta. í því sambandi nefndi hann
flug m.a. En hið rétta er þó, að
flugfélögin verða e. t. v. að hætta
starfsemi sinni, ef frumv. verður
samþykkt. Þeim er ætlað að
greiða 55% yfirfærslugjald af
vöxtum og afborgunum af lánum,
svo og af benzíni og varahlut-
um. Munu þessi útgjöld nema
miklu meiri upphæðum en félög-
in fá aftur í tekjur af seldum
gjaldeyri.
Manni, sem heldur þannig á
málum, þarf í rauninni ekki að
svara með mörgum orðum. En
fullyrðingar hans um áhrif frum-
varpsins á hag landbúnaðar eru
svipaðar: Hækka á vélarnar,
vegná þess, hve dýrt er orðið að
afla heyja, — og líklega líka
vegna þess, að vinnuafl er ófáan-
legt! Ráðherrann talaði líka um
góð áhrif frumv. á iðnaðinn. Iðn-
rekendur telja þó, að afleiðing-
arnar verði miklir erfiðleikar og
samdráttur.
Stjórnin hefur misst tökin
Málflutningur Lúðvíks Jósefs-
sonar var mjög í sama dúr. Hann
sagði, að Sjálfstæðismenn hefðu
kynnt undir verkföll. Þetta er
rángt og hefur áður verið hrak-
ið í umræðunum.
Ráðherrann sagði líka, að
margt hefði breytzt siðan hann
ritaði greinar sínar í Þjóðvilj-
ann í febrúar og taldi tekjuþörf
útflutningssjóðs og ríkissjóðs alls
90 millj. kr. Er það þá ekki vegna
þess, að stjórnin hefur nú alger-
lega misst tökin á efnahagsmál-
um landsins og þar gerast á
hverjum degi atburðir, sem leiða
þjóðina lengra út í fenið og kalla
á nýjar aðgerðir? Ráðherrarnir
vita, að breytingarnar gerast ört,
— þetta frumv. leggur á mikil
gjöld, en meira þarf að gera í
haust.
Og í hvaða átt er svo stefnt
með þessu frumv.? Forsætisráð-
herra talaði um framleiðsluvísi-
tölu í stað framfærsluvísitölu og
varð ekki skilinn á annan hátt en
þann, að hann boðaði gengisfell-
ingu. Sjávarútvegsmálaráðherra
og formaður Sósíalistaflokksins,
Einar Olgeirsson, telja-sig and-
víga gengislækkun, og a. m. k.
hinn síðarnefndi segist á móti
framleiðsluvísitölu. Þetta sýnir,
að stjórnin sem slík hefur ekki
stefnu, og af henni er því ekki
mikils að vænta. Hún vill tillögur
frá .Sjálfstæðismönnum, en til
lítils væri að ætlast til, að hún
framkvæmdi þær. Það, sem nú
Teiknuðu þau eimingartækin rétt?
„Ég er búlnn að læra
kássu al lögmálum”
—„Guð, Ástvaldur, ég er svo landsprófi, sem yfir 600 ungling-
hrædd um að falla — ég er að
deyja!“
— „Nei, er það? Bara að lesa,
vera ákveðin, þá hefurðu það.“
— „Ég er veik, é'g er svo
hrædd — heldurðu að mig langi
til þess að fara í landspróf í
þriðja sinn? Viltu kannski hafa
mig hér áfram?“
— „Ja, auðvitað hef ég ekkert
á móti því — en annars held ég,
að þú þurfir ekkert að óttast —,
ef þú verður dugleg.“
— „En Ástvaldur, hvernig
er það með náttúrufræðina, hvað
fékk ég — ha?“
— „Jamm, ég er nú lítið byrj-
aður af fara yfir það.“
— „Gerðu það, Ástvaldur —
3,5? — 4? — meira? — ha?“
— „Ég segi ekkert, veit ekkert
enn með vissu.“
— „Ó, Guð — Ástvaldur, ég er
svo hrædd — segðu mér bara svo-
lítið — ha?“
En Ástvaldi verður hvergi
þokað, hann er nefnilega náttúru-
fræðikennarinn. Stúlkan brosir
sínu blíðasta, rétt eins og lands-
prófið væri á enda, en Ástvaldur
lætur sig hvergi, enda þótt erfitt
sé að neita lítilli, bænheitri
stúlku um að segja henni, hvort
lýsing hennar á steinbítnum og
kólíbrífuglinum, á sveppum, þör-
ungum og fléttum falli þeim vísu
lærifeðrum í geð.
— „Jæja, þá það,“ segir hún,
„en ég er svakalega hrædd.“
Svo skokkar hún inn ganginn. ,.—
„Maður verður víst að fara að
laga sig eitthvað til eftir setuna,
öll úr skorðum eftir eðlisfræð-
ina,“ segir hún og dregur upp
greiðu. Hún er kominn á þann
aldurinn að þurfa alltaf að vera
að „laga sig til.“
— „Hálfgert kvikasilfursfiðr-
ildi — efnileg stúlka, en nennti
ekki að lesa í fyrra — og féll,“
segir Ástvaldur.
Já, þeir eru ekki svo fáir, sem
fallið hafa á þessu landsfræga
ar þreyta nú í vor viðs
vegar um land. Mikið hefur
verið rætt og ritað um lands-
prófið, margir eru því mót-
fallnir, telja það heimskulegt —
og sennilega þreytast menn
aldrei á að deila um raunveru-
legt gildi þess.
Blaðamaður Morgunblaðsins
skrapp í höfuðvígi landsprófsins,
Gagnfræðaskólann við Vonar-
stræti, á föstudagsmorguninn, en
þar ræður ríkjum Ástráður Sig-
ursteindórsson — og var gliman
við eðlisfræðina rétt að hefjast.
Innsigluð sending frá landsprófs
nefnd var opnuð með viðhöfn
þrem mínútum fyrir níu — og,
þegar klukkan sló níu var send-
ingunni dreift meðal þeirra
mörgu, sem mættir voru til að
standa reikningsskil á því, hve
þeir höfðu fært sér eðlisfræði-
skræðurnar vel í nyt.
Um ellefuleytið fóru þau fyrstu
að tínast út — og við Ástvaldur
gerðum þeim fyrirsát í anddyr-
inu. En sá góði maður hafði ekk-
ert annað upp úr því en eilífar
spurningar um náttúrufræðina,
hún hafði verið mjög streaábin
að þessu sinni, en hann var samt
þögull sem gröfin — og vildi ekk
ert láta uppi. Og um síðir sá
hann það skynsamlegast að
hverfa af sjónarsviðinu, því að
þeim fór ört fjölgandi, sem voru
að „deyja úr hræðslu við nátt-
úrufræðina“ og' voru ekki viss
um, að þau hefðu lýst steinbítn-
um, eins og landsprófsnefnd kom
hann fyrir sjónir.
★ ★ ★
En innan um voru kotrosknir
strákar, og einn sagði:
— „Ætli maður hafi það ekki,
en maður getur bara ekkert
svindlað. Það er svo langt á milli
borðannna. Einn strákur, í öðrum
skóla, sem svindlar alltaf, skrifar
á miða ártöl og svoleiðis, áður en
hann fer í prófin. Þegar hann er
hræddur um, að þeir hafi séð til
hans — þá étur hann bara mið-
ann. Hér dettur engum í hug að
svindla maður græðir annart
sjaldnast á því.“
Sá stutti hafði greinilega ekki
hugmynd um, að hann var að
tala við blaðamann og var að af-
hjúpa vin sinn, miðagleypinn —-
og hann hélt áfram: — „Blessað.
ur, maður — ég er ekkert hrædd-
ur við að falla. Ég varð samt fyrir
vonbrigðum með eðlisfræðina, ég
var búinn að læra kássu af lög.
málum og teikningum, en prófið
var ósköp asnalegt — tóm dæmi
og vitleysa, næstum engin lögmál
—■ ég er hræddur um að stelp-
urnar væli undan þyí, þær kunna
ekkert í eðlisfræði,“ sagði hann
dálítið borginmannlega.
En stúlkurnar voru ekki jafn-
slæmar og sá stutti ætlaði. Að
vísu hrópaði ein í örvæntingu,
þegar hún varð þess vísari, að út
koman úr dæminu var ekki 2,4:
„Ég er fallin, ég er fallin“. En
það gerði líka maðurinn, sem var
að taka bílpróf og ók á kú — en
féll samt ekki.
Margar stúlknanna voru harð-
ánægðar með frammistöðuna. Að
vísu voru þær ekki allar vissar
um að hafa teiknað eimingartæk-
in rétt, en ef til vill höfðu þær
þá komið fram með nýja hug-
mynd um eimingu, sennilega
miklu einfaldari en þessa í bók-
inni.
— „Hvað skrifaðir þú annars
margar línur um spanstraum-
inn?“
„Tíu, ég hlýt að fá eitthvað fyr-
ir það — kannski einn fyrir
hverja línu, ha, ha!“
— „Guð ég vissi eiginlega ekki
hvað þessi spanstaumur var, ég
skrifaði ekkert — sknfaði bara
sendibréf til kennarans."
— „Þú lætur nú alltaf svona,
þykist aldrei hafa getað neitt, en
veizt allt. Heldurðu að maður
þekki þig ekld “
— „Ég er ekkert hrædd við
eðlisfræðina og söguna,“ sagði
önnur, „en náttúrufræðin var
hryllileg.“ Allir samþykktu þetta,
því að allir höfðu kannazt við
menn eins og Pál postula, Galilei
og Benjamín Franklín og líka
Karl Marx, en þó var einn ekki
í því hreina, hvort þessi Karl
hafði fundið Ameríku, eða eitt-
hvað annað.
h.j.h.