Morgunblaðið - 18.05.1958, Page 13

Morgunblaðið - 18.05.1958, Page 13
Sunnudagur 18. maí 1958 MORGUNBLAÐIÐ 13 REYKJAVIKURBREF Laugardagur 17. maí Hvernig ver bólg nar Það, þarf auðvitað ekki löngu máli að því að eyða, að ekki er unnt að leggja á þjóðina álögur, sem nema um 800 milljónum króna öðru vísi en með því að binda almenningi með þvi þung- ar byrðar. Verðbólgan hlýtur vafalaust mjög að aukast. Verð- lag fer stórkostlega hækkandi. Nú er yfirfærslugjaldið svo- nefnda hækkað úr 16% upp í 30% á öllum helztu neyzlu- og notavörum almennings og hækk- ar upp í 55% á öllum öðrum vörum. Þessi ráðstöfun, sem vita- skuld er ekki annað en stórfelld gengisfelling, hefur að sjálfsögðu áhrif til hækkunar á allt verð- lag og mun það koma í ljós jafn- óðum og nýjar vörur koma á markaðinn. Sú verðbólguþróun, sem nú er framundan er sízt af öllu í sam- ræmi við það, sem ríkisstjórnin og flokkar hennar lofuðu í önd- verðu. Þessir flokkar þykjast hafa haldið uppi „stöðvunar- stefnu“, sem svo er kölluð. Þetta er auðvitað tóm blekking. Verð- ið á vísitöluvörunum hefur ekki einu sinni verið stöðvað í tíð núverandi stjórnar og enn fer það hækkandi. Má til dæmis nefna að 1 kiló af hveiti kostaði kr. 3,16 út úr búð í miðjum júlí 1956 eða áður en ríkisstjórnin kom til valda en mun eftir bjarg- ráðin kosta kr. 3,70. Eitt kg. af molasykri kostaði á sama tíma 1956 kr. 5,39 ’en kostar kr. 7,25 eftir gengisfellinguna nú. Strá- sykur kostaði kr. 3,57 en mun nú koma til með að kosta kr. 4,89 kílóið. Þannig er þetta um vísitöluvörurnar. í ræðu Ingólfs Jónssonar, sem hann hélt á Alþingi á dögunum, og skýrt var frá hér í blaðinu í gær var getið um ýmsar verð- hækkanir og er óþarfi að endur- taka það hér. En ýmsir munu spyrja, hvernig verðið myndist, hvaða liðir það eru, sem mestu máli skipta í sambandi við verð vöru, hvernig vöruverðið „bólgn- ar“, eins og tekið er til orða. Það rná vitaskuld taka ýmis dæmi um þetta. Tökum t. d. lasting (fóður), sem er úr gervisilki. Hér er um almenna notavöru að ræða. Einn metri af þessari vöru kostar frá hinum erlenda fram- leiðanda, (fob-verð), kr. 7,18. Álögur þess opinbera, tollar, yfiríærslugjald, innflutnings- gjald o. s. frv. nemur kr. 19,96 á þennan eina metra. Flutnings- gjaid, vátrygging, uppskipun, bai'kakostnaður og þ. u. 1. nem- ur kr. 1,06 og álagning í heild- sölu kr. 2,95 á metrann. Þannig kostar þá metrinn af lastingn- um kr. 31,15, þegar hann kem- ur til smásalans en þá er eftir álagning hans. Af þessum kr. 31,15 tekur hið opinbera kr. 19,06, eins og áður er sagt. Dæmi má nefna um sendingu af bollapörum, sem kostar í inn- kaupi kr. 30 þús. Þegar hið opin- bera er búið að taka sitt og sömu kostnaðarliðir komnir á og nefndir voru hér að framan (vátrygging, flutningsgjald, bankakostnaður o. s. frv.) er kostnaðarverð þessarar sending- ar komið upp í 102 þúsund krón- ur. Hinar opinberu álögur nema um 63 þúsund krónum. Opin- beru álögurnar einar eru því meira en helmingi hærri en inn- kaupsverðið. Þegar svo söluskatt- ur í tolli, og álagning innflytj- enda er komin á vöruna nemur verð sendingarinnar um 125 þús. krónum. Við það bætist svo álagning í smásölu. Niðurstaðan er sú að eitt bollapar, sem í inn- kaupi kostar kr. 3,94 kostar kr. 20.53 út úr búð. Af þessu tekur hið opinbera bróðurpartinn þannig að í verðinu munar lang- mestu um það, sem lagt er á vöruna með opinberum ráðstöf- unum. Til samanburðar má geta þess, að fyrir „bjargráðin“ nú, en eftir „jólagjöfina“, kostaði eitt bollapar kr. 16,43 út úr búð. Það mætti auðvitað endalaust færa fram slík dæmi um vörur af ólíkustu tegundum en niður- staðan er ætíð hin sama, að álög- ur að opinberri tilhlutan, koma verðinu til að „bólgna“ jafn stór- kostlega og raun er á. Dæmi fná nefna um niðursoðna ávexti. Sending af þeim, sem kostar í innkaupi kr. 23.310,00, kemst upp í hvorki meira né minna en kr. 139.796,00, þegar hið opinbera er búið að taka sitt og búið er að borga hina venjulegu kostnaðar- liði, svo sem flutningsgjöld, vá- tryggingu, uppskipun, tollstöðv- rekstur landsmanna berst nú í bökkum. Má nærri geta hvernig er með verzlun einkafyrirtækj- anna þegar svo er um hið „græna tréð“, samvinnurekstur, sem nýt- ur stórkostlegra fríðinda. Það er gamalt máltæki að „ólög fæðast heima“. Verðbólgan og dýrtíðin eru „innlendur iðn- aður“ og þar er hið opinbera stærsti iðnrekandinn. „Helztu ati iðin44 Þegar ríkisstjórnin og flokkar hennar lofuðu alhliða viðreisn efnahagsmálanna, þá sögðu þeir skýrt og skorinort, að áður en sú viðreisn færi fram og áður en ný skipan yrði fundin á þeim mál- um, yrði að fara fram rannsókn á þjóðarbúskapnum og var það argjald, akstur, bankakostnað kallað, að „úttekt" færi fram á sérfræðingsins Pollack, sem hing- að kom 1956 til rannsóknar á þjóðarbúskapnum. Átti starfsemi þessa manns að vera einn liður i hinni marglofuðu úttekt. í um- ræðunum á Alþingi á dögunum skýrði Hermann Jónasson frá því að hann hefði gert ráðstafanir til þess að „helztu atriðin" yrðu birt úr þeim athugunum, sem hafa far ið fram, og þar á meðal athugun Pollacks og sérfræðinganna, sem starfað hafa að undanförnu undir forustu Jónasar Haralz. Nú er sem sagt lofað, að „helztu atrið- in“ skuli birt. En nú er að því að gá, að ef úr þessari birtingu á annað borð verður, þá kemur hún ekki fyrr en eftir dúk og disk. Rannsóknirnar verða ekki birt- ar, fyrr en búið er að skella stærstu skattlagningu á þjóðina, sem þekkzt hefur í sögu hennar. Hér er því farið öfugt að við það stjórnarinnar. Þannig hefur þá farið um þessa hátíðlegu yfirlýs- ingu stjórnarflokkanna fyrir kosningarnar og loforð sjálfrar ríkisstjórnarinnar um að „kippa atvinnuvegunum upp úr'styrkja- feninu“, eins og það var kallað. En hverjum er svo um að kenna, að svona hefur farið? — Stjórnarflokkarnir ske.la skuld- inni þar hver á annan. Fram- sóknarmenn segja: Það var ómögulegt að finna nokkra skyn- samlega lausn, af því að komm- únistar vildu það ekki. Kommún- istar segja: Þetta er röng stefna, og hún var tekin af því að Fram- sóknarmenn kröfðust þess. Og- Alþýðublaðið segir í forustu- grein á fimmtudag: „Alþýðu- flokkurinn hefði að sjálfsögðu farið aðrar leiðir, ef hann hefði í upphafi markað brautina. En um það var ekki að ræða“. Þannig ganga klögumálin á sem ríkisstjórnin lofaði, því að VÍ*L Sjálfur formaður kommún fyrst átti úttektin að fara fram, og birtast, og síðan áttu ráðstaf- anirnar að koma. Sundíaugarnar fá tugþúsundir heimsókna á ári hverju. Þær hafa verið heilsubrunnur Reykvík- inga um árabil. Þar ríkir fjör og gleði — og mikil eru oft ærsl barnanna. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. o. s. frv. Af þessum 139.796,00 tekur hið opinbera 106.839,00. Leyfð álagning á þessa sendingu er 11.183,00, söluskattur nemur kr. 6.214,00 svo að verðið frá innflytjandanum er þá komið upp í kr. 157.193,00. Eftir er þá sú álagning, sem smásölunum er leyfð af verðlagsyfirvöldun- um og nemur 27% og verður þá smásöluverð sendingarinnar alls kr. 199.635,00. Hefur þá verðið bólgnað úr kr. 23.310,00 upp í tæplega 200 þúsund krónur! Þessi vara verður nú 46,2% dýrari en var áður, eftir að „bjargráðin" komu fram. Sama sending af ávöxtum hefði verið að smásölu- verði kr. 136.542,00 áður en „bjargráðin" komu til en eftir „jólagjöfina“. Þannig myndast þá verðið og er það almenningi til fróðleiks að sjá slík dæmi. Hingað til hefur verið reynt að telja fólki trú um að hið háa verðlag sé „kaupmönnum að kenna", eins og það er orðað en reynt að draga fjöður yfir álögur hins opinbera. Þeirri blekkingu er varla hægt að beita lengur. í því sambandi má minna á að fyrir fáum dögum var birtur rekstrarreikningur KRON, sem er eitt stærsta verzlunarfyrirtæki í Reykjavík, fyrir árið 1957. Tap- ið á rekstrinum hafði orðið um 1 milljón á árinu, en verzlunar- veltan nam um 42 millj. króna. Allur tilkostnaður innanlands er nú orðinn svo gífurlegur að sú álagning, sem leyfð er, hrekkur ekki til, eins og kaupfélagsstjóri KRON hélt fram í skýrslu sinni til félaganna. KRON er því miður sízt af öllu einsdæmi, því allur verzlunar- honum. Sú úttekt skyldi fara fram „fyrir opnum tjöldum’1, og þýddi það vitaskuld, eins og stjórnarflokkarnir líka sögðu, að öllum almenningi í landinu skyldi yerða gert ‘ljós.t, hverjar væru niðurstöður þessara rann- sókna. Fyrst, þegar rannsóknirn- ar lægju fyrir, væri svo unnt að koma fram með sjálfar viðreisn- artillögurnar en með þeim átti að brjóta blað í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þetta var það sem stóð næstefst á stefnuskrá Hræðslubandalagsins, það sem efst stóð var brottvikning varnar liðsins úr landinu, en allir vita, hvernig um það mál hefur farið. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að úttekt á þann hátt sem lofað var, hefur aldrei farið fram. Það hljómaði auðvit- að ekki illa í eyrum þjóðarinnar að nú skyldi henni gerð grein fyr- ir öllum þessum málum og í sam- ráði við hana skyldi svo hin nýja skipan gerð. Hermann Jónasson lýsti því fyrir kosningar með sterkum orðum, hve djúpt at- vinnuvegirnir væru sokknir í styrkj afenið, uppbæturnar ættu nú að hverfa burt og þjóðarbú- skapurinn verða nýr og betri. Nú eru tvö ár liðin síðan þessi hátíðlegu loforð voru gefin fyr- ir kosningarnar og það er al- kunnugt, að engin úttekt hefir farið fram, né heldur hún verið birt þjóðinni. Nokkru eftir að rík isstjórnin kom til valda, kvadai hún saman sérfx-æðinga, þar á meðal erinda, en öllu því, sem þessir menn létu frá sér fará, hef ur verið stungið undir stól. Sér- staklega var spurt eftir því, hverj ar hefðu verið tillögur erlenda Svo er það mjög athyglisvert, þegar Hermann Jónasson talar um „helztu atriðin" úr rannsókn- unum. Það er þá undir hans mati komið og hans manna, hvað eru „helztu atriðin“. Spurningin er þá, hvað verður birt og hverju verður stungið undir stól. Sam- kvæmt reynslunni af Hermanni Jónassyni og ríkisstjórn hans, er því sízt af öllu treystandi að sú bii'ting sem hann lofar verði á þann hátt að unnt sé að treysta henni. Það verður að segja það, eins og er, að Hermanni Jónas- syni og ríkisstjórn hans er yfir- leitt ekki treystandi til neins, eins og reynslan hefur sýnt. Sú stjórn á ekkert traust skilið, að- eins vanti'aust. Dýp ra niður í „styrkjafeniðu ista, Einar Olgeirsson, lýsti yfir andstöðu sinni við. tillögur rikis- stjórnarinnar og kenndi Fram- sóknarmönnum um ófarirnar. — Sannleikurinn í málinu er auð- vitað sá, að ríkisstjórnin gat engar leiðir fundið, hún var ráð- laus og innan hennar togast á margvísleg öfl og hagsmunir, þannig að ekki er nokkur grund- völlur fyrir samkomulagi þar um eitt né annað til úrbóta. Þar er ekkert samkomulag né heldur ráð til þess að „brjóta blað í efnahagsmálunum“ og skapa nýja efnahagslega viðreisn. Það eina, sem samkomulag varð um, var að halda áfram því sama og áður, láta atvinnuvegina „sökkva dýpra og dýpra í styrkjafenið“ leggja á þyngstu álögui', sem nokkurn tímann hafa þekkzt. stofna til meiri verðbólgu í land- inu en þjóðin hefur áður þekkt. en allt miðar þetta að því að lama atvinnuvegina og hlýtur að lokum að enda í ömurlegu strandi. Furðulegar blekkingar AlþýSuhlaðsms í grein í Alþýðublaðinu k fimmtudag undir yfirski'iftinni: Vettvangur dagsins, er komið fram með hinar furðulegustu stað hæfingar í sambandi við, að sam- ráð hafi verið haft við stjórnar- andstöðuna í efnahagsmálum. — Segir þar, að ríkisstjórnin hafi „fyrir alllöngu látið stjórnarand- stöðunni í té meginlínurnar í því, sem hún taldi nauðsynlegt að gera til bjargar efnahagsmálun- um. Stjórnarandstaðan ræddi málin á sínum fundum og síðan tókst samvinna milli stjórnarinn- ar og hennar um afgreiðslu máls- ins, þó að stjórnarandstaðan sé andstæð aðferðum í ýmsum grein um, og skal ekki farið út í það í þetta sinn“. Hér virðist vera gerð eins konar tilraun til þess að blanda Sjálfstæðismönnum inn í þetta mál og láta líta svo út sem þeir hafi gert eitthvert samkomu- lag við stjórnarandstöðuna í efna- hagsmálunum. Með því á víst að reyna að velta ábyrgðinni að ein- hverju leyti yfir á stjórnarand- stöðuna eða Sjálfstæðisflokkinn. Lengra er víst tæplega hægt að komast í missögnum. Það sanna í málinu er, að stjórnarandstaðan hefur ekki enn þann dag í dag fengið að sjá álits gerðir eða tillögur þeirra sérfræð inga, sem undirbjuggu frumvarp- ið. Sjálfstæðisflokkurinn veit því Eins og vikið var að hér á und- an, hrópaði Hermann Jónasson og menn hans fyrir kosningarnar um að atvinnuvegirnir væru sokknir í styrkjafenið og að það ekkert um niðurstöður þeirra, yrði tafarlaust að breyta um nema að svo miklu leyti sem þær stefna, eða að „svikaleið niður- kunna að' hafa birzt í frumvarp- greiðslna skal tafarlaust stöðv- inu> en Þar er ekkert greint frá, uð“, eins og það var orðað í hin- hvað sé komið frá sérfræðingun- um hástemmdu yfirlýsingum. um °S hvað séu hugmyndir ríkis- Hvað hefur nú orðið úr þessu? Það er í rauninni óþarfi að varpa þessari spurningu fram, því allir vita svarið. Ríkisstjórnin hefur sífellt gengið lengra og lengra í því að hækka styrki og uppbæt- ur, þannig að atvinnuvegirnir hafa aldrei nokkurn tímann vcríð jafndjúpt sokknir í styrkjafenið eins og eft-ir tveggja ára setu rikis i stjórnarinnar sjálfrar. Stjórnar- flokkarnir hafa vitaskuld ekki haft nokkurt minnsta samráð við Sjálfstæðismenn um undirbúning þessa máls. Hvað því viðvíkur að stjórnarandstaðan eða Sjálfstæðis menn hafi íyrir alllöngu fengið að sjá „meginlínurnar" í efna- hagsmálatillögunum, þá er hér Framh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.