Morgunblaðið - 18.05.1958, Side 23

Morgunblaðið - 18.05.1958, Side 23
Sunnudagur 18. maí 1958 MORGUNBLAÐ ÍÐ 23 — Bjargfábin Framh. af bls. 14. braut og í jólagjöfinni. Sam- hvæmt þessu er það þá ekki fyrr en nú eftir nær 2ja ára valdatíff, sem vinstri stjórnin tekur loksins „rétta stefnu“. Að lokum vék Magnús Jónsson að ræðu þeirri, sem Hannibal hafði flutt þá um kvöldið. Hann rifjaði það upp, að Hannibal hefði sakað Ólaf Thors um að vera á móti aðstoð til sjávarút- vegsins, fyrir það eitt að hann hafði talið ýmsa annmarka vera á þessu frumvarpi. Þá væri alveg eins hægt að spyrja, hvort verka- lýðsforingjarnir, sem voru á móti því hafi sýnt með því að þeir væru á móti því að halda atvinnulifinu gangandi. Má þó nærri geta að svo er ekki, heldur efast þeir, eins og Ólafur Thors um það, að þetta frumvarp sé rétta leiðin tii að halda at- vinnuvegunum gangandi. Á mesta sökina Þegar Hannibal Valdimarsson talar fjálglega um að styðja at- vinnuvegina, vaknar hjá manni önnur spurhing. t>að er hvort hann hafi íhugað, hver eigi mésta sökina á þessum erfiðleikum. Og þá vaknar upp spurningin um það, hvort nokkur einn maður á meiri sök á þessu en einmitt Hannibal, þvi að enginn átti meiri þátt í hinu ógæfusamlega verk- falli 1955, þar sem ekkert var skeytt um burðarafl atvinnulífs- ins, verkaiýðsfélögih aðeins nýtt á pólitískan hátt, enda voru gerð ar svo óhóflegar kröfur, að sýnt var að þær voru til þess eins að koma atvinnulífinu út úr jafn- vægi. Verkalýðurinn veit það vel, að þetta verkfall var mesta óhappaverk í íslenzkum stjórn- málum. Hefði það ekki verið háð, stæðum við ekki í dag frammi fyrir þessu frumvarpi. Hvað era nauðsynjavörur? Þá sagði Hannibal að „á all- ar nauðsynjavörur" leggist að- eins 30% yfirfærslugjald. En á hve mikinn hluta innflutn- ingsins leggst þessi lægri gjald stigi. Sá innflutningur nemur 10 milljl kr. af 1400—-1500 millj. kr. heildarinnflutningi. Hljómar þetta ekki næsta ein- kennilega, að nauðsynjavör- urnar sén ekki stærri hluti af heildarinnflutningnmm. Gæti þjóðin þá látið sér nægja að flytja inn vörur fyrir þessar 70 milljón krónur, en loka fyrir innflutninginn á vörum fyrir svona 1400 milljón krón- ur, sem þá eru væntanlega ó- þarfar lúxusvörur!!! Nei! Þessar staðhæfingar hljóta ð vekja miklar efasemdir um oversu haldgóð er skipting inn- flutningsins í nauðsynjar og lúx- us, enda kom það fram hér í dag, að einn ráðherranna í vinstri stjórninni taldi nælonsokka lúxus fyrir konur. — Ég hef nú hingað til haldið að það væri nauðsyn- legt á okkar landi að vera í sokk- um. En það fer nú kannske að líða að því, ef þessi stjórn verð- ur áfram við völd, að þjóðin hafi ekki efni á að klæða sig í sokka. Hannibal sagði að lausn þess- ara efnahagsmála væri mjög ein- föld. Sé það rétt, yfir hverju var það þá sem ríkisstjórnin hefur setið nú langan tíma. Var stjórn- in máske ennþá einfaldari en vandamálin og átti þess vegna svona erfitt með að leysa þau? Breyttar skoðanir Þá vék Magnús Jónsson nokk- uð að hinni stórfurðulegu breyttu skoðun Hannibals og raunar fleiri vinstri-ráðherra, að vísi- talan sé aðeins til hags fyrir há- launamenn og þess vegna væri bezt að afnema hana. öðru vísi mér áður brá. Áður en þessir menn komust í ríkisstjórn lögðu þeir ríka áherzlu á vísitölukerfið og kölluðu skerðingar á vísitöl- unni árás á verkalýðinn. Það er að segja, ein skerðing vísitölunn- ar var þó ekki árás á verkalýð- inn. Það var skerðing hennar, sem vinstri stjórnin framkvæmdi rétt eftir að hún tók við völdum. Þannig er allur málflutn- ingur þessara manna, sagði Magnús Jónsson og kom með annað dæmi: — Þegar jafn- vægi hafði haldizt í efnahags- málunum í þrjú ár og verðlag haldizt óbreytt, þá taldi Hanni bal Valdimarsson að ástæða væri til fyrir verkalýðinn að fara i verkfall og kref jast allt að 70% kauphækkunar. En nú þegar hver verðhækknnin og skattaálögurnar hafa rekið aðra, þá segir Hannibal, að verkalýðurinn bafi engan á- huga á kauphækkun! Öryggisleysi framundan Magnús Jónsson hélt áfram: — Ýmisleg einstök atriði þessa frum varps eru til bóta. En stærsti galli þess er að því virðist að- eins ætlað að lifa í 4—5 mán- uði. Enginn veit, hvaða lokatak- marki því er ætlað að ná. Af ræðum ráðherranna virðist sem alls ekki sé samkomulag um hver stefnan sé í raun og veru. Það er þessi þróun sem er uggvænleg. Frumvarpið felur í sér fullkomið öryggisleysi og ó- vissu, nema það eitt er víst að það spennir upp verðbólguna, svo að hætt er við að þessar 790 millj. króna, sem nú eru teknar í aukna skatta verði orðið alltof lítið, þegar líður á árið. Stjórnarsinnar hafa lýst þessu frumvarpi sem vegg. Ég er hrædd ur um að sá veggur standi ekki Íengi, heldur hrynji. Jafnvel er ég hræddur um að hann hrynji yfir ríkisstjórnina sjálfa, því að hún virðist treysta þessum bil- aða vegg svo takmarkalaust að hún situr undir honum. Hví ekki að brenna þetta frumvarp? Jón Pálmason flutti stutta ræðu til að andsvara Hannibal "'aldimarssyni. Hann kvað það rétt vera, að hann hataði vísi- töluna vegna verðhækkunarskrúf unnar. Hitt væri hins vegar of- mælt að hann hataði Eystein og Framsóknarflokkinn. Kvaðst Jón engan mann hata og þeim mun síður svo stóran hóp manna sem umræddan flokk. Hann ætti og marga persónulega vini innan hans. Hitt kvað hann annað mál, að hann hataði fjármálastefnu Ey- steins Jónssonar og hann hataði það, hvernig Framsóknarflokkur- inn hefði gengið á villigötum í slóð rangsýnna forustumanna sinna. Jón kvaðst hafa gert sér góðar vonir um það í þyrjun, að vinstri stjórnin myndi afnema vísitölu- skrúfuna. Þegar hún settist að völdum stöðvaði hún kaupgjald og vísitölu. Þá fór ég að gera mér vonir um, sagði Jón, að með Hannibal Valdimarssyni væri fenginn góður ráðherra, sem þyrði að spyrna við fótum. En þetta stóð ekki lengi. Ríkis- stjórnin hafði aðeins setið í 4 .mánuði þegar hún hækkaði skatta og tolla um 300—400 millj. krónur. Mér þótti vænt um það sem Hannibal sagði nú áðan, að verka lýðsfélögin vildu jafnvægi. Og þá fer. ég einmitt að skilja, hvers vegna verkalýðurinn er á móti þessu frumvarpi, því að með því er farið lengra út í hringavit- leysu verðbólgu en nokkru sinni áður. Þess vegna spyr ég: — Sé það vilji verkalýðsins að koma á jafnvægi og ef ráð- herrann vill afnema vísitölu- skrúfnna, — hví þá ekki að taka þetta ógæfufrumvarp ogj brenna það, reyna að! fleyta efnahagsmálunum á- | fram yfir sumarið, stöðva kaupg jald og verðlag og' sjá hvort ekki sé hægt að taka málið upp á skynsam- legri grundvelli t. d. í haust þegar fiundur launþegasamtak anna hefst? Hreykinn af verkfallinu Næstur talaði Hannibal Valdi- marsson. Hann mótmælti um- mælum Magnúsar Jónssonar um að verkafallið 1955 hefði verið verkalýðnum óhagstætt, og kvaðst ekki skammast sín fyrir að hafa staðið fyrir þvi. Hann minnti á að í verkfallinu 1952— 53 hefði verkalýðshreyfingin knú ið fram verðlækkanir. Það var ekki fyrr en póltískar ráðstafanir höfðu verið gerðar til kjararýrn- unar, sem verkalýðurinn hóf verkfallið í marz 1955. Þá fékkst 10—11% kauphækkun og stofnun atvinnuleysistryggingasjóðs. Hannibál ítrekaði enn sem fyrr að engar tillögur hefðu komið fram frá Sjálfstæðisffokknum um Iausn efnahagsmálanna. Allt sem þeir hefðu haft til málanna að leggja hefði verið neikvætt. Sagði hann að það væri ekki traustvekjandi, ef Sjálfstæðis- flokkurinn gerði ekkert til að bæta úr bölinu. Þjóðin muni þá dæma hann hart. Hverjir þóttust kunna töfrabrögð? í tilefni þessara síðustu um- mæla Hannibals gerði Magnús Jónsson að lokum stutta athuga- semd og sagði m. a.: Hannibal hafði áhyggjur út af sálarheill okkar Sjálfstæðis- manna og því hve þjóðin muni dæma okkur hart. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur út af Sjálfstæðisflokknum, — honum væri óhætt að takmarka sig við ríkisstjórnina, því að við berum ekki sams konar tilfinningar til hennar. Við berum engar sérstak- ar áhyggjur af því, þótt hún hafi glatað trausti þjóðarinnar. En gerir hann sér Ijóst, hvern- ig það lítur út í augum þjóðar- innar, að ráðherrarnir hafa stöð- ugt verið að óska eftir því að Sjálfstæðismenn komi með úr- bótatillögur? Nú vilja þeir, að Sjálfstæðisflokkurinn komi þeim til bjargar og leiði þá út úr eyðimörkinni. Við Sjálfstæðismenn höfum aldrei haldið því fram að við hefðum töfrabrögð til lausnar vandamálunum. Stjórnarflokk arnir hafa hins vegar haldið því fram að þeir byggju yfir slíkum ráðum. — Nú skulu þeir bara sýna þjóðinni töfra- brögðin. Við Sjálfstæðismenn munum ekki skorast undan að leysa vandamálin, þegar að því kemur að við verðum að taka við þrota- búi vinstri stjórnarinnar. Hitt er ekki nema vitleysa þegar stjórn- arflokkarnir halda því fram, að við eigum nú að gera breytingar- tillögur við einstakar greinar. Sannleikurinn er sá, að það þyrfti að umskapa allt frumvarp ríkis- stjórnarinnar frá rótum og skapa nýtt kerfi. Til þess gefa stjórnar- flokkarnir okkur stjórnarand- stæðingum 2—3 daga. Ég held að þjóðin sjái í gegnum þessi láta- læti ríkisstjórnarinnar. Klukkan var orðin langt geng- in tvö, þegar fyrstu umræðu um frumvarpið lauk. Var frum- varpið síðan samþykkt til 2. um- ræðu með 18 samhljóða atkvæða og til fjárhagsnefndar með 22 samhljóða atkvæðum. Kópavogsbúar Stúlka óskast til starfa í verksmiðjunni. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. iMlálviing hf. Tvœr sfúlkur helzt vanar verksmiðjusaumi óskast nú þegar. Verksmiðjan Hercules hf. Bræðrabcirgarstíg 7 Siglfirðingamót 1958 SIGEiFIROTNAGAMÓT verður haldið í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginu 20. þ.m. og hefst kl. 20,30. Dagskrá: Ávarp: Áki Jakobsson, alþm. Einsöngur: Þorsteinn Hannesson. óperusöngvarL Bæða: Jóu Kjartansson, forstj. Endurminningar frá Siglufirði: Sig. Björgúlfsson. Kveðjur frá Siglufirði. Leikþáttur: Áróra og Emilía. Gamanvísur: Baldur Hólmgeirsson. Dans. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðishúsinu n.k. mánudag og þriðjudag kl. 4—6 e.h. UNDIRBCNINGSNEFNDIN. Frænka okkar GUNNVÖR PÁLSDÖTTIR andaðist á Elliheimilinu Gmud þann 14. þ.m. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. maí kL 3,30 edi. Margrét og Geirþrúður Ásgeirsdætur. Maðurinn minn JÖN GUÐMUNDSSON skipstjóri, Iézt að Landakotsspítala aðfaranótt 17. þ.m. Fyrir mína hönd og bama hans. Aðalheiður Magnúsdóttir. MARlA SVEINSDÓTTIR dó 16/5. á Elliheimilinu Grund. Fyrir hönd aðstandenda. Hróbjartur O. Marteinsson. Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, ÖLAFUR BJARNASON verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. maí kl. 2. Bíóm vinsamlegast afþökkuð. Erna Erlendsdóttir og böm, Bjarni Ólafsson. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar CARL EMIL OLE MÖLLER JÓNSSON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. maí kl. 13.30. Hrefna Olafsdóttir og böra. Hjartkæri eiginmaður, faðir tengdafaðir og afi GUÐJÓN ÞORKELSSON vélstjóri, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði þriðjudaginn 20. maí kl. 2 e.h. Eginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. r Hjartanlega þökkum við öllum er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför móðir okkar og tengda- móðir MARGRETAR ÞORVARÐARDÓTTIR Elín Brynjólfsdóttir, Magnús Brynjólfsson, Guðný Guðmundsdóttir. Hjartanlega þökkum við þeim sem hjúkruðu og á annan hátt hjálpuðu okkar hjartkæra syni og stjúpsyni HALLDÖR JÓNASSYNT í hans löngu legu og heiðruðu útför nans með nærveru sinni, blómum og minningargjöfum. Guð blessi ykkur öll í Jesú nafni. Sigríður og Ahnar Normann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.