Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 1
24 siðnr II. norrœna bla&aníótið sett í Reykjavík morgun 45 erlendir fullfrúar sœkfa mötio 11. Norræna blaðamótið — Nor- disk Pressemöde — er að þessu sinni haldið í Reylcjavík dagana 16.—21. júní. Mót þessi eru haldin fjórða hvert ár til skiptis í höfuð- borgum Norðurlanda og var síð- asta mót haldið í Kaupmanna- höfn vorið 1954, en þar áður í Ósló vorið 1950. Á mótinu í Kaup mannahöfn voru um 150 fulltrú- ar frá Norðurlöndunum fimm, en að þessu sinni er þátttaka miklu minni, því að nú sækja mótið 45 erlendir fulltrúar og gestir og auk þess íslenzkir blaðamenn. Að venju sækja þetta mót fulltrúar blaðaútgefenda, framkvæmda- stjórar blaða, ritstjórar og blaða- menn og eru í hópi hinna er- lendu gesta ýmsir áhrifamiklir blaðamenn. Setning mótoni- Mótið verður sett við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu kl. 10 á mánudag að viðstöddum forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirs- syni, ráðherrum, sendiherrum Norðurlanda og fleiri gestum. Við það tækifæri flytur forsætis- ráðherra, Hermann Jónasson, ræðu. Þingfundir verða á mánu- dag, þriðjudagsmorgun og allan miðvikudag í Alþingishúsinu, en fundahöldum lýkur síðdegis á miðvikudag. Flutt verða fimm framsöguerindi á fundinum og síðan verða umræður um hvert erindi fyrir sig. Á þessum mótum er rætt um ýmis mál, sem varða blöðin og blaðaútgáfu og hlut- verk blaðanna í samfélginu, svo og ýmis sérgreinamál blaðanna og blaðamanna. Framsöguerindi Fyrsta framsöguerindi á þessu móti flytur Bjarni Benediktsson ritstjóri, fyrrv. utanríkisráð- herra, og nefnist það Blöðin og meiðyrðalöggjöfin. Annað fram- söguerindi flytur Carsten Nielsen ritstjóri, Danmörku, og nefnist það Vernd heimilda blaðamanns- ins. Þriðja framsöguerindið flyt- ur Gösta Söderlund, aðalritstjóri, Svíþjóð, og nefnist það Óháð rit- stjórn blaðanna. Fjórða framsögu erindið flytur Edmund Norén framkvæmdastjóri, Noregi, og nefnist það Neytendafræðsla og auglýsingar í frásagnarformi. Fimmta framsöguerindið flytur Kurt Heineman skrifstofustjóri, Finnlandi, og nefnist það Höf- undarréttur að blaðaefni. Ferðalög Að loknu þinghaldi fara þátt- takendur í kynnisferð til Borgar- fjarðar og heimsækja meðal ann- ars Sementsverksmiðju ríkisins og daginn eftir fara þeir að Sogi og til Þingvalla í boði bæjar- stjórnar Reykjavíkur. Á meðan mótið stendur í Reykjavík hafa forsetahjónin móttöku fyrir full- trúana og forsætisráðherra og frú hans hafa boð inni á mánudags- kvöldið. Blaðamannafélag íslands sér um mótshaldið hér á landi og hefur það notið mikilsverðrar að- stoðar ýmissa aðila svo sem ríkis- stjórnarinnar, bæjarstjórnar Reykjavíkur, Sementsverksmiðju ríkisins, Sambands ísl. samvinnu- félaga, Ferðaskrifstofu ríkisins, Landssambands íslenzkra útvegs- manna og fleiri. Stjórn íslandsdeildar Norræna blaðamannamótsins skipa þeir Sigurður Bjarnason ritstjóri, for- maður, Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi og Högni Torfason fréttamaður, en hann er fram- kvæmdastjóri mótsins. Móstjórnin hefur aðsetur í Al- þingishúsinu og er sími hennar þar 1 15 65. De Caulle og Sousfelle rœddust við í gœr Verður Soustelle persónulegur ráðgjafi de Caulles í málefnum N-Aftíku? Poliliken: íslendingar selja traust sitl á Rússa Kaupmannahöfn, 14. júní. Einka skeyti til Mbl. — Danska blaðið Politiken segir í dag, að íslend- ingar færi fiskveiðilögsögu sína út í 12 mílur í því trausti, að Rússar séu af stjórnmálaástæö- um reiðubúnir að kaupa íslenzk- ar afurðir, ef Englendingar loka sinum markaði fyrir íslenzkum sjávarafurðum. Þetta myndi kom múnistum í ríkisstjórn íslands líka mjög vel. En hvað segir meiri hluti Alþingis, sem er fylgjandi aðild íslands að Atlantshafsbanda lapinu? spyr blaðið. Vafalaust vul leiðtogi þjóðveldisflokksins i Færeyjum, Erlendur Patursson, ao Færeyingar beiti sömu aðferð. Það er engin tilviljun, að danskir xommúnistar styðji málstað hans. —Páll. PARÍS, 14. júní. — Jacques Soustelle, fyrrverandi landstjóri í Alsír og núverandi stjórnmála- ráðgjafi yfiröryggisnefndarinnar þar, hóf árdegis í dag viðræður við de Gaulle forsætisráðherra í bústað hans í París. Soustelle kom til Parísar sl. fimmtudag samkvæmt beiðni de Gaulles. — Fundur þeirra Soustelles og de Gaulle stóð í tvær og hálfa klukkustund. □ ★ □ Er Soustelle yfirgaf bústað forsætisráðherrans spurðu blaða- menn hann, hvort hann myndi fá sæti í stjórn de Gaulles. Hann svaraði í styttingi: — Það er allt annað mál. Soustelle lagði samt áherzlu á, að hann myndi sitja annan fund með de Gaulle inn- an skamms og að hann myndi dveljast nokkra daga áfram í París. Skýrði Soustelle frá því, að hann hefði rætt ástandið i Alsir við de Gaulle. Beðið hafði verið eftir þessum fundi de Gaulles og Soustelles með mikilli eftirvæntingu. Yfir- öryggisnefndin hafði áður látið í ljós óánægju yfir, að Soustelle fékk ekki sæti í stjórn de Gaull- es, og á de Gaulle að hafa lofað öryggisnefndinni því, að Soust- elle yrði veitt áhrifamikið émb- ætti. Eru fréttamenn þeirrar skoð unar, að hann verði gerður að persónulegum ráðgjafa de Gaulles í málefnum Norður- Afríku. □ ★ □ Sendiherra Sovétríkjanna í París, Sergei Vinogradov, gekk á fund de Gaulles í morgun. Rædd- ust þeir við í stundarfjórðung og afhenti sendiherrann de Gaulle orðsendingu frá Krúsjeff. Sagði Vinogradov, að orðsendingin væri samhljóða orðsendingu þeirri. er Krúsjeff sendi nýlega brezka forsætisráðherranum Mac millan og Eisenhower Bandaríkja forseta. Fjallaði orðsendingin um fyrirhugaðan fund æðstu manna stórveldanna. Kvaðst sendiherr- ann einnig hafa flutt munnleg skilaboð frá stjórn sinni. Annars ræddum við sameiginleg hags- munamál Sovétríkjanna og Frakklands, sagði Vinogradov. — Er þetta í fyrsta sinn, sem Sovét- stjórnin hefir samband við de Gaulle, síðarfhann varð forsætis- ráðherra. Verður Massu amlmaður ALGEXRSBORG, 14. júní. — Reuter. — Búizt er við því, að Fallhlífarforinginn Jacques Massu verði innan skamms gerð- ur að amtmanni í héraðinu um- hverfis Algeirsborg. Er talið, að þetta sé einn þáttur í þeirri stefnu að koma borgaralegri stjórn í þeim 15 sýslum, sem Alsír er skipt í, i hendur liðsfor- ingja úr hernum. Þegar er 13 sýslum stjórnað af amtmönnum, er áður hafa verið liðsforingjar í hernum. Er það ætlun Raoul Salans, hershöfðingja, sem er persónulegur fulltrúi de Gaulles í Norður-Afríku að koma allri borgaralegri stjórn undir eftirlit hersins. Þessi brúðarkjóll er óneitanlega dálítið sérstæður. Kjóllinn var sýndur á tízkusýningu í Berlín. Hverjum venjulegum manni yrði sennilega órótt innanbrjósts, ef hann þyrfti að fylgja brúði sinni í slíkum klæðum að altarinu. Ef til vill félli slíkur klæðn- aður Austurlandabúum í geð, enda var kjóllinn á tízkusýning- arlistanum kallaður „Hugmynd frá Kaíró“. 3-4000 brezkir fallhlífar hermenn fluttir til Kýpur NÍKÓSÍA, 14. júní. Reuter-NTB. — Um hádegisbilið í dag komu 1000 brezkir fallhlífarhermenn til Kýpur. Voru þeir fluttir frá Bretlandi í 23 flugvélum. Á þessi liðsauki að aðstoða þá 10 þús. bi-ezka hermenn, sem fyrir eru á eynni, við að halda uppi lögum og reglu og koma í veg fyrir ný átök milli grískra og tyrkneskra manna. í blóðugum óeirðum á treysta Hússum STÆRSTA blað Færeyja, Dimmalætting, fjallaði ný- lega í ritstjórnargrein um við- brögð rússneska blaðsins Iz- vestia við þeirri ákvörðun færeyska lögþingsins að færa fiskveiðilögsögu Færeyja út í 12 mílur. Segir þar, að Fær- eyingar hafi varla ástæðu til að taka alvarlega yfirlýsingu Izvestia um rétt sérhvers lands til sinna eigin fiskimiða. Færeyska blaðið gerir þessa bitru athugasemd: Þegar þriggja mílna land- helgin var aukin nokkuð fyr- ir fjórum árum, voru Sovét- ríkin með sína 12 mílna fisk- veiðilögsögu mcðal þeirra fáu þjóða, er mótmæltu aukning- unni. Vonandi fá Islendingar traustari grundvöll til að byggja sína nýju fiskveiðilög- sögu á en blessun Sovétríkj- anna, sem auðvelt er að sjá, hvaða tilgangi þjónar. Finnski ríkiskassinn lómur einu sinni enn HELSINGFORS. — Finnski ríkis kassinn kvað nú vera svo til tóm- ur á ný. Er þetta í annað sinn á undanförnum 12 mánuðum, sem finnska stjórnin stendur uppi svo að segja slypp og snauð. Engir peningar eru fyrir hendi til að greiða ýmis útgjöld, og var því ákveðið að fá að láni sem svarar 150 millj. ísl. kr. úr eftirlauna- sjóði. Kýpur undanfarna viku hafa 14 Kýpurbúar verið drepnir og fjöl- margir særðir. Alls verða 3—4 þús. brezkir fallhlífarherm. flutt- ir til Kýpur, og er búizt við, að flutningunum verði lokið á há- degi á morgun. I morgun var útgöngubanni aflétt í Nikósíu. Menn þyrptust í verzlanir til að afla sér vista, en ekki mun hafa komið til neinna óeirða. Frá nokkrum þorpum á Kýpur bárust þær fregnir \ morgun, að grískir menn séu nú í óðaönn að undirbúa stofnun varnar- sveita af ótta við árásir tyrk- neskra manna á eynni. Leiðtogar EOKA-hreyfingarinnar hafa hvatt gríska menn til að vera á verði nótt og dag, svo að ekki verði ráðizt á heimili þeirra að þeim óviðbúnum. Gríski borgarstjórinn í hafnar- borginni Famagusta hvatti í gær- kvöldi grískumælandi menn til að mynda öflugt heimavarnar- lið. 1 morgun dreifðu EOKA- menn flugriti. Var því beint til landstjórans, Sir Hugh Foot. Var þar sagt, að týrkneskir lögreglu- menn stælu skotfærum úr skot- færageymslum lögreglunnar, og létu þeir síðan tyrkneska menn á eynni hafa skótfærin. í dag bannaði gríska stjórnin útifundi og kröfugóngur í Aþenu, en stúdentar hafa samt boðað til útifundar til að mótmæla „villi- mennsku Tyrkja á Kýpur“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.