Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ BÓKAÞATTUR: í svörtum kufli Þorsteinn Jónsson frá Hamri: í SVÖRTUM KUFLI. Ljóð. 58 bls. — Ásta Sigurðardóttir gerði forsiðu. — Helgafell. — Reykjavík 1958. Sá siður bókaútgefenda að setja á bækur sínar sleggjudóma um efni þeirra er orðinn dálítið hvimleiður, ekki sízt vegna þess að þeir láta jafnan undir höfuð leggjast að finna slíkum dómum stað. Maður gæti freistazt til að halda, að þetta væri gert til að taka af mönnum ómakið við að hugsa um það sem þeir lesa, og má það virðast vafasamur greiði við höfundinn. En kannski er það líka gert til að hjálpa rit- dómaranum í hans erfiða og van þakkláta starfi, og þá er það auðvitað sýnu afsakanlegra! Aftan á ljóðabókinni „í svört- um kufli“ eftir Þorstein Jónsson frá Hamri stendur m. a. þetta: „Þorsteinn fór mjög snemma að yrkja og er það meðal annars skýringin á því, hve góðum tök- um hann nær á yrkisefnum sín- um og hve handbragð hans er fágað“. Þorsteinn Jónsson frá Hamri. Þorsteinn Jónsson er að vísu innan við tvítugsaldur og verð- skuldar því virðingu okkar fyrir að koma svo ófeiminn fram fyrir alþjóð í þeim lofsverða ásetningi að hneyksla góðborgarana. En hann verður samt að sæta þeim afarkostum að mælast við önnur Ijóðskáld, þótt þau kunni að vera eldri og þroskaðri. Um ljóð Þorsteins má margt segja, bæði gott og illt, en fátt held ég sé fjær sanni en að hann hafi „fágað handbragð“ og nái „góðum tökum“ á yrkisefnum sínum (með örfáum undantekn- ingum), jafnvel þótt notuð sé hin algilda íslenzka formúla „miðað við aldur“. Höfundurinn er greinilega fálmandi, hefur hvorki náð tök- um á sjálfum sér né yrkisefnum sínum: hann er að leita, en hef- ur fundið fátt fjársjóða enn sem komið er. Þorsteinn segir okkur að hann vilji gera uppreisn, slíta af sér öll bönd, hneyksla náung- ann niður fyrir allar hellur. Þetta er allt bráðnauðsynlegt ungu skáldi. „En viljinn er í veiku gildi“, eins og þar stendur. Það er hreint ekki nóg að vilja valda hneykslun, hafa um það mörg orð og stór, já beinlínis segja lesandanum að hann eigi að hneykslast. Hann verður sjálf- ur að finna hneykslunarhelluna í ljóðunum. Þorsteinn hneykslar kannski mest á því sem sízt skyldi, nefni- lega sínu hrjúfa handbragði. Hon um er mjög ósýnt um hnitmiðun og skýra hugsun: „Þó vannst mér ganga / blindingjans betur en sýn / með tilliti til míns átján vetra aldurs“. Þetta ær harla kyn- leg íslenzka. Orðalagið er víða klaufalegt og líkingar hæpnar: „Skynjun vor brestur sem flís í fúnu limi“, „Við honum tekur auðnin auða“, „vöntun viljann ól“, „Mín löngun vefst og þreng- ist hring í hring / um náð sem næst þó hvergi", „þó blekki / und, sem blæðir í grun, vitund og vild / slá vímu í hjörtu. . . .“ Skáldinu er mikið í mun að vera „skáldlegur“ þ. e. a. s. nota hástemmd og langsótt orð, tala „skáldamál“. Við því er ekki annað að segja en það, að slíkt orðfæri krefst mikillar sjálfsóg- unar, því það hefur tilhneigingu til að verða voðfellt og slappt af því skáldið leitar ekki hins rétta nákvæma orðs, hinnar skýru sláandi líkingar, heldur verður málið eins konar dula sem dregin er yfir fálmandi hugsun. Skáldskapur má gjarna vera dulur og torræður. Það er oft til bóta, gefur ljóðum auðugra inni- hald, fjölskrúðugri tilvísanir og blæbrigði. En torræðið má ekki stafa af óskýrri hugsun skáldsins sjálfs. Þá er skáldskapurinn orð- inn sjálfsblekking og loddaraleik ur. Dæmi um slíkt eru t. d. „In- spírasjón", „Byrði kastað" og „í fótspor skuggabaldurs“. Bókinni er skipt í sjö kafla og fyrir hverjum kafla er inngang- ur í óbundnu eða hálfbundnu máli. 1 hverjum kafla eru þrjú til fimm ljóð. Ekki er mér ljós merkingin í þessari kaflaskipt- ingu, en hitt er athyglisvert, að prósakaflarnir eru, þegar á allt er litið, beztu partar bókarinn- ar, þótt þeir séu raunar misjafn- ir að gæðum og ferskri hugsun. Beztu ljóðin eru í síðasta kafl- anum, „Nótt“, „Vísa“ og „Dýr“. Önnur frambærileg ljóð eru „Kvöldsýnir", „Skáld", „Nón“ og „Frelsi". í þessum ljóðum og nokkrum fleiri færist skáldið ekki of mikið í fang, en nær sterkum áhrifum með einföldum myndum, þótt orðalagið sé sums staðar helzti fornfálegt fyrir minn smekk. Meginvandamál Þorsteins Jóns sonar virðist mér vera það, að Sunnudagur 15. júní 1958 hann er að leitast við að yrkja á nýstárlegan og „nútímalegan“ hátt, en er fastbundinn þeim erfðum sem hann vill kasta frá sér. Hann yrkir ljóð sín undir stuðlum og rími, en þetta þvæl- ist dálítið fyrir honum af því efnið fellur ekki alltaf að form- inu, og þegar hann reynir hvað mest að vera frumlegur fer allt í handaskolum, eins og t. d. í ljóðinu „Tilvera“ sem er lítið meira en fáránleg smekkleysa. Sé það borið saman við „Nótt“, sem fjallar um svipað efni, fær Framh. á bls. 14 xtm Ljósmyndarinn hefur fengiff mikiff lof fyrir myn daíökuna og Tatyana fyrir fegurff. Einkum eru þaff augun sem heilla kvikmyndahúsgesti. Verdlaunamyndin frá Cannes í ÁR hreppti rússnesk kvikmynd í fýrsta sinn gullverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Lokaslagurinn stóð á milli rúss- nesku myndarinnar „Þegar trön- urnar fljúga hjá“ og sænsku myndarinnar „Nára livet“, sem Ingmar Bergman hefur gert. Og eins og kunnugt er, bar sú rúss- neska sigur úr býtum, en sú sænska fékk aukaverðlaun. „Þegar trönurnar fljúga hjá“, er látlaus og hrífandi saga skrifar úr , daglega lífínu J Heimastjórn Færeyja ÞESSA dagana er mikið rætt um landhelgismál Færey- inga, ekki síður en um fiskveiði- lögsöguna við ísland. Tilefnið er eins og allir vita samþykkt lög- þingsins frá 6. júní um 12 mílna fiskveiðilögsögu við eyjarnar, en Danir virðast telja nokkuð vafa- samt, að sú samþykkt hafi fullt gildi og vilja fá fulltrúa Færey- inga til Kaupmannahafnar til að ræða málið. Núgildandi ákvæði um heima- stjórn Færeyja voru sett með lögum, er Danakonungur undir- ritaði 23. marz 1948. Höfðu þau verið samþykkt bæði af lögþing- inu og ríkisdeginum danska. Þar segir, að Færeyjar hafi þjóðlega, sögulega og landfræðilega sér- stöðu. Síðan segir, að Færeyjar séu innan takmarka laganna sjálfs- stjórnarsamfélag í danska ríkinu, og taki lögþingið og landstjórmn, sem valin er af því, við því hlut- verki að setja reglui um færeysk sérmál skv. lögunum og stjórna þeim. Listi fylgir lögunum um þau mál, sem Færeyingar geta ákveð ið að taka í sínar hendur. Hann er of langur til að unnt sé að birta hann í heiid, en meðal sér- málanna eru: reglur um stjórn sérmála, sveitarstjórnarmál, heil- brigðismál, framfærslumál, skatt ar, skóla- og safnamál, hafna- og samgöngumál, raforkumál, land- búnaðarmál, fiskveiffar og fisk- friðun í landhelgi („pá territori- et“), o. fl. Síðan eru nefndir nokkrir mála- flokkar (kirkjumál, lögreglumál, útvarpsmál o. fl.), sem ræða á nánar um, áður en tekin er endan leg ákvörðun um, hvort þeir verða taldir til sérmála. Þá segir í lögunum: „Á þeim sviðum, sem heimastjórnin tekur til, hefur hún löggjafar og fram- kvæmdavald. Lög, sem lögþingið hefur samþykkt og formaður landsstjórnarinnar samþykktnefn ast lögþingslög.“ Er. athyglisvert, að Danakonungur skrifar ekki undir lögþingslögin. „Valdsvið færeyskra stjórnar- valda er háð þeim takmörkunum sem leiða af samningum og öðr- um þjóðréttarlegum réttindum og skyldum, eins og þær eru á hverjum tíma.“ Þá segir, að önnur mál sé farið með af dönskum stjórnarvöldum. Ef deila rís um valdsvið heima- stjórnarinnar, á að skipa nefnd 2 landsstjórnarfulltrúa, 2 ríkis- stjórnarfulltrúa og 3 hæstaréttar- dómara. Ef hinir 4 fyrstnefndu koma sér ekki saman, kveða hæstaréttardómararnir upp úr- skurð. Þá eru ákvæði um, að Færey- ingar skuli segja álit sitt á frum- vörpum, lögum og samningum, sem ekki heyra undir heimastjórn ina, en þó fjalla um færeysk mál- efni. Færeyingum er einnig veitt- ur réttur til að hafa fulltrúa í dönskum sendiráðum og samn- inganefndum og einnig segir, að útanríkisráðherrann geti gefið Færeyingum heimild til að semja beint við önnur ríki. Loks eru ýmis athyglisverð á- kvæði, sem því miður er ekki rúm til að rekja nákvæmlega. Þar segir m. a., að Færeyingar teljist þeir danskir ríkisborgarar, sem búsettir eru í eyjunum. Gilda um þá nokkrar sérreglur, m. a. um kosningarétt þeirra. Þess skal og getið á vegabréfum, að menn séu Færeyingar, — aftan við frá- sögn af því, að þeir séu danskir. Færeyska skal vera aðalmálið, en dönsku skulu menn læra „godt og omhyggeligt" og er hún jafnrétt- há færeysku. Færeyski fáninn er viðurkenndur. Færeyingum veitt ur réttur til að senda 2 menn á fólksþingið og sett er ákvæðj^um, að ríkisumboðsmaðurinn^kuli vera æðsti fulltrúi ríkism^fi’ær- eyjum. tveggja elskenda, sem aðeins fá að njótast skanlma stund, sögð með áhrifamiklum myndum, sem myndatökumaðurinn hefur feng- ið mikið lof fyrir. Ramminn ut- an urn myndina eru trönurnar sem sjást fljúga í upphafi mynd- arinnar og í lokin, og munu eiga að tákna það, að þrátt fyrir allt böl, haldi lífið áfram að ganga sinn vanagang. KVIKMYNDIR + í fyrstu benti fátt til þess að þessi rússneska mynd mundi vekja nokkra sérstaka athygli. Rússneskar myndir hafa litla athygli vakið siðan á dögum Ei- sensteins og Poudovkines (Film- ía hefur sýnt sumar af myndum þeirra). Stjórnandi myndarinn- ar, Kalatov, hafði ekki leyst af hendi nein stór afrek áður og enginn veitti því sérstaka at- hygli að litla, illa klædda rúss- neska stjarnan á kvikmyndahá- tíðinni, hefði sérlega falleg augu. Hún hvarf algerlega í skuggann af kvikmyndastjörnum á borð við Sophiu Loren og Mitzi Gaynor. En um leið og búið var að sýna myndina, var öllum ljóst að hér var um stórmynd að ræða, og að hér var á ferðinni rúss- nesk mynd, þar sem elskendurnir- kyssast i stað þess að framleiða traktora og þar sem stjórnmálin hafa orðið að víkja fyrir Ijóð- rænni túlkun. í fyrra vakti önnur rússnesk mynd athygli á kvik- myndahátíðinni í Cannes af sömu ástæðu. Sú hét „Fertugasti og fyrsti“. Aðalhlutverkin í myndinni eru leikin af Alexei Batalov (sem deyr í miðri myndinni á áhrifa- mikinn hátt á vígvellinum) og Tanyana Samoilova, sem „kom, sýndi sig og sigraði". Síðan kvik- myndahátíðinni lauk, hafa blöð um allan heim keppzt um að birta myndir af henni. Verfflaunamyndin „Þegar trönurnar fljúga hjá“ segir frá elsk- enclunum Veroniku (Tatyana Samoilova) og Boris (Alexei Batalov).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.