Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 22
22 MORGVISHL AÐIÐ Sunnudagur 15. júní 1958 | ^JJ.venjojóéin ocj heimiíié j „Þegar síldarfréttirnar fara að berast, mundi ég ekki eira nema á sjónum". segir Þórunn Benjaminsdóttir, alvanur sildarkokkur UM og upp úr helginni leggja fyrstu síldarbátarnir af stað á miðin, sumir með kvenmann inn- anborðs. Þar á meðal er Skipa- skagi frá Akranesi. Kokkurinn um borð heitir Þórunn Benja- mínsdóttir, og hún er enginn við- vaningur á sjónum. Þetta er fimmta sumarið hennar á sild. — Ég er ekki mikill sjómaður og í brælu er ég oft sjóveik, sagði Þórunn, þegar við náðum tali af henni í vikunni. En ég fer helzt ekki í koju. Mér finnst ég varla geta látið það sjást að ég sé svo mikill aumingi. Maður verður að standa í stöðu sinni. Auk þess hundleiðist mér þetta. En ég fer á síld vegna pening- anna. Ég byrjaði á sjónum með því að fara í einn og einn róður á vetrarvertíð og hafði upp úr því 500 krónur fyrir einn dag. Það er ekki svo lítið. Fyrst ætl- uðu þeir að borga mér minna af því að ég er kvenmaður, en ég um. Maður er fljótur að venjast þvi. — Og hvað hefurðu helzt í matinn? Sild? — Já stundum, síldarbollur og steikta síld. En það er mikið verk að taka beinin úr síldinni þegar um svona mikið magn er að ræða. Við tökum með okkur saltkjöt, en eftir langa útivist verðum við að borða fisk. Þá þýðir ekki að kvarta. Það verður ekki hlaupið í land eftir kjöti. Ef ég hef al- mennilega eldavél, baka ég mest af brauðinu sjálf. Bakarísbrauð er dýrt og leiðigjarnt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að áhöfnin borði það, enda er það metið við kokkinn ef hann vill baka. Um helgar baka ég oft tertu og stundum kleinur og þess háttar. Ef við komum með mik- inn afla í land, kaupi ég ávexti og í'jóma og reyni að gera áhöfninni einhvern dagamun. — Og hvenær leggið þið svo upp? — Um helgina. Við þurfum að fara til Sigló fyrst og taka nótina. Þeir eru ákveðnir í að vera komn ir á miðin um tuttugasta. Það væri hálfskammarlegt að láta Norðmennina taka fyi’stu síldina eins og í fyrra. E. Pá. Þórunn Benjamínsdóttir Stofnun Mntthíasaifélagsins hefur hlotið góðar undirtehtir Samtal við formann félagsins Martein Sigurðsson lét mig ekki og fékk þá karl- i FORMAÐUR Matthíasarféiagsins, mannskaup. Marteinn Sigurðsson, fulltrúi á Þó er oft skemmtilegt og glatt Akureyri, er staddur hér í bænum á hjalla um borð. Ef mikið veið- ist af síld, getur maður ekki sofið fyrir æsingi. Það er ómögulegt annað en vera á ferli og gefa kaffi, á hvaða tíma sólarhrings- ins sem er. Aftur á móti er drep- leiðinlegt að hanga yfir engu, þegar síldarlaust er. Kokkunnn þarf þó ekki að kvarta. Hann hefur nóg að gora. Oft hef ég verið ákveðin í að fara ekki aftur á sjóinn, en pegar fer að vora verður það úr að ég ræð mig á síldarbát. Ég mundi ekki hafa eirð i mínum beinum, þegar síldarfréttirnar fara að ber ast, ef ég væri ekki á sjónum. — Tala sjómennirnir ekki stundum um að drepa kokkinn, ef þeim líkar ekki maturinn? — O-o, maður reynir að svara fyrir sig, ef þeir eru eitthvað að ybba sig, þó það sé kannske ekki sérlega kvenlegt. Það þýðir ekki annað ex spjara sig og sýna þeim að kvenfólkið stendur karl- mönnum á sporði. Annars finnst mér gott að vinna með sjó- mönnum. Þeir eru ákaflega lið- legir og hjálpsamir. Ég hef enga ástæðu til að kvarta undan þeim. En karlmenn eru engu síður sjó- veikir en kvenfólk, og ekki bera þeir sig betur. — Þú kannt kannske betur við sjómenn en landmenn? — Já, ég skemmti mér alltaf betur með sjómönnum, þó ég sé ekkert að setja út á þessa bless- aða landkrabba. — Og þá ætti þér að líka lífið um borð. — Já, en það er ekki hægt að skipta sér neitt af karlmönnum, þar sem einn kvenmaður er um borð með 10—12 sjómönnum. Ef um einhverja hrifningu er að ræða, þá verður það að bíða þangað til eftir vertíð. — Hvernig er aðbúnaðurinn um borð? — Á smærri bátunum sefur kokkurinn og eldar innan um sjómennina, en * stærri bátunum er kokkað aftur í og á þeim er kokkurinn í káetu með þremur öðrum, stýrimanni og vélamönn- um þessar mundir. Tíðindamáður Mbl. hitti Martein að máli og Marteinn Sigurðsson spurði hann um hið nýstofnaða félag. Leysti Marteinn greiðlega úr hverri spurningu og leyndi sér ekki brennandi áhugi hans á því verkefni, sem félagið hefur sett sér að hrinda í framkvæmd. — Hvað viltu segja mér um markmið félagsins? — Markmið félagsins er að koma upp Matthíasarhúsi á Ak- ureyri og safna þangað öllum munum, sem skáldið átti, einnig ritverkum hans og ýmsu öðru, sem ætti heima á slíku safni. — Hvernig hefur almenningur tekið málinu? — Stofnendur félagsins voru 40 talsins, allir búsettir á Akur- eyri. Hins vegar er öllum heimil innganga í félagið hvar sem þeir búa á landinu. Þeír sem ganga í félagið fyrir 1. júlí nk. eru stofn- félagar. Félagsstofnunin hefur fengið sérlega góðar undirtektir bæði í Reykjavík og á Akureyri og hafa allmargir gerzt félagar eftir að stofnfundur var haldinn. — Mun hið opinbera veita fé- laginu nokkurn styrk? — Akureyrarbær hefur þegar veitt félaginu 50 þúsund krónur, en einnig mun verða leitað til ríkisins um fjárframlög 1 þessu skyni. — Hvað haldið þið að muni kosta að koma Matthíasarsafninu upp? — Það er erfitt að segja á þessu stigi málsins. Fyrst liggur fyrij: að kaupa hús, sem skáldið bjó í, en séra Matthías bjó í tveimur hús- um á Akureyri. Fyrst í Aðalstræti 50, en síðar á Sigurhæðum. Því hefur ekki enn verið slegið föstu hvort þessara húsa verður keypt, en menn hneigjast yfirleitt að því að Matthíasarsafnið verði á Sigurhæðum. Félagstjórnin von- ast eftir að sem allra flestir vilji styðja félagið með því að gerast félagsmenn og greiða árgjaldið, sem er 100 krónur, því framgang- ur málsins er mjög undir því kom inn að margir leggist á eitt um að hrinda því áleiðis. — Hefir Matthíasarfélagið nokk uð fleira á prjónunum, en að koraa upp Matthíasarsafninu? — Ekki að svo stöddu. Félagið leggur allt kapp á að koma safn- inu upp og væri æskilegt að það tækist sem fyrst. Þegar því marki er náð, er ekki gert ráð fyrir frek ara starfi hjá félaginu, a. m. k. ekki nema þá í smáum stíl, sagði Marteinn að lokum. Það ætti að vera óþarfi að hvetja íslendinga til að neiðra verður sennilega ekki a annan minningu séra Matthíasar, en það SKAK NÚ á næstunni munu stúdentar héðan halda austur til Búlgaríu í hina árlegu skákkeppni „lieims- meistaramóts stúdenta í skák.“ Þátttakendur héðan eru Friðrik Olafsson, Ingvar Ásmundsson, Freysteinn Þorbergsson, Stefán Briem og Bragi Þorbergsson. Allir eru þessir menn þekktir hér úr skáklífinu í höfuðborginni, og má því búast við sæmilegum árangri. Friðrik Ólafsson mun halda á kandidatakeppnina í Júgó slavíu í ágústbyrjun, en honum til aðstoðar fer Ingvar Ásm. Á þessu móti fær Friðrik þá mestu eldskírn, sem hann hefur hlotið til þessa a skákferli sínum. Ég hef lítillega rannsakað kepp- endalistann í þessu móti, og vil ég skipta keppendum í tvo hópa, sem greinast svo í a og b. I 1. flokk a koma Smyslof, Bronstein, Tal. Petrosjan og. Reshewsky. Þessir menn hafa allir tekið þátt í slíkri keppni áður utan Tal og hafa þar að auki gífurlega þjálfun að baki. Þó vil ég setja ? við Reshewsky. Teljast verður nokkuð víst að einhver þessara manna hljóti efsta sætið. 1. fl. b) Gligoric, Averbach, Szabo, Pachmann, Matanovic, Friðrik, Larsen, Panno og B. Fisher. fjórir fyrstu í þessum flokki hafa mikla reynslu, en um framfarir er varla að ræða. En hinir eru ungir og vaxandi, enda gætu Matanovic, Larsen og Frið- rik jafnvel orðið mjög hættulegir fyrir 1. flokk a, ef þeir haga „stúderingum“ sínum í samræmi við skapgerð hættulegustu and- stæðinga sinna, og hafa sér til aðstoðar 2—3 keppnisvana menn. Aðrir þátttakendur í þessu móti skipta varla máli. Spánski leikurinn (opna afbrigðið) I. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, aC; 4. Ba4, Rf6; 5. o-o, Rxe4; Hér hefst „opna afbrigðið.“ Aðalkostir þess eru að svartur fær rúma stöðu, sem gefur hon- um tækifæri til að koma mönnum sínum fljótt á vettvang. Ókost- irnir eru aðallega fóignir í veik- ingu peðastöðunar. Dr M. Euwe og L. Szabo tefla þetta afbriði mest af núlifandi stórmeisturum. 6. d4! Bezti leikurinn. T. d. 6. Hel, Rc5; 7. Bxc6, bxc6; 8. Hxe5t, Re6! Með hinum gerða leik opnar hvít- ur mönnum sínum línur, og nær aftur peðinu, sem hann fórnaði, vegna þess að svarturá erfitt með að drepa á d4, vegna De2. 6. — b5; 7. Bb3, d5; 8. dxe5, Be6; 9. c3. Hér er einnig sterkt að leika 9. De2. (Moskva leikurinn) c3 er ætlað það hlutverk að koma Bb3 undan til c2 og einnig á c3 að styðja væntanlega riddaraflutn- inga til d4. 9. — Be7; 9. —■ Bc5 er einnig leikið hér. 10. Rbd2, o-o; II, Bc2, f5; 12. exf6, framhjáhlaup hátt betur gert en með stofn- un Matthíasarsafnsins. Það er undravert hve vel eitt heimili getur varðveitt minningu mik- ilmennis, sem þar hefur dvalizt. Má í því sambandi minna á heim- ili Runebergs í Borgá. Ef jafnvel tekst til með Matthíasarsafnið á Akureyri er vel farið. J. II. A. B C E F G H ABCDEFGH Staðan eftir 13. Rd2—b3 Rxf6; 13. Rb3. Hlutverki byrjun- arinnar er lokið, og miðtaflið tek- ur við. Ef við stöldrum við til þess að athuga útkomuna úr byrjuninni, þá sjáum við að hvít- ur hefur trausta stöðu með eng- um peðavetkteikum, en hann á eftir að koma Bcl á framfæri. Aftur á móti er svarta peðastaðan dálítið holótt. en svartur hefur komið út öllum léttu mönnunum. Hér kemur svo skák þar sem þessi staða kom upp. Hvítt: I. Boleslavsky. Svart; Dr. M. Euwe. Groningen 1946. 13. — Bg4; 14. Dd3, Bh5; 15. Rbd4, Rxd4; 16. Rxd4, Bg6; 17. De2, Bxc2; 18. Rc6, De8. Eini leikur- inn. eftir 18 — Dd6?; 19. Rxe7t, Kh8 og hvítur vinnur peð með 20. Rxd5. 19. Rxe7t, Kh8; 20. Dc2, Dxe7; 21. Bf4, Hae8; 22. a4, c5; 23. axb5, axb5; 24. Dd3, c4. Raunverulega þvingað, því að 24. — Db7?; 25. Bd6. 25. Dd4, De2; 26. Be3, Db2; 27. Hfbl? Slæmur fingurbrjótur. Sjálfsagt var 27. Habl. 27. — Ha8! Svartur vinnur nú annað peð. 28. Hdl, Hxal; 29. Hxal, Dxc3; 30. Bd4, Db4; 31. Hbl, Da4; 32. Dd2. Svartur hefur við nokkra erfiðleika að etja á meðan Bd4 er við lýði. 32. — Da6; 33. Í3, h6; 34. g4 Dr. Euwe vendir nú kvæði sínu í kross og snýr sér að kóngssókn. 34. _ De6; 35. h3, Rh7; 36. Dc3, Dg6; 37. Hxb5, Rg5; 38. Hxd5, Rxf3t; 39. Kg2, Df7; 40. Dxc4, Rxd4; 41. Dxd4, Dílt; gefið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.