Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 16
16 MORC.VHBl AÐIÐ Surnudagur 15. Júní 1958 — Hvltasunnuferb Framh. af bls. 15 bjóða okkur afnot af. Bústaður- inn var góður, og það sem var skemmtilegast við hann var, að hann stóð við vatn og það þurfti að ferja bæði mannskap og far- angur yfir á bát, sem þarna var. Báturinn var hriplekur eftir að hafa staðið á þurru allan vetur- inn og var ekki laust við að sum- ir vöknuðu í fæturna. En í bú- staðnum var skjótlega brugðið upp eldi í arni, sem var í stof- unni. Það var skuggsýnt um kvöldið og ekki kveikt ljós. Og þarna flatmöguðum við okkur á gólfinu, sögðum maganðai drauga sögur eða kváðumst á og komu þá í ljós margir nýir skáldsnill- ingar, sem menn hafði ekki grun að að gætu verið svo skjótir að setja saman hinar „ágætustu" fer- skeytlur! Og svo var haldið heimleiðis daginn eftir. Er enginn vafi á því, að margir þeirra, sem tóku þátt í þessari ferð, hyggja gott til ferðastarfsemi Heimdallar, sem fyrirhuguð er í sumar, en þá verður tekin upp sú nýbreytni, að farnar verða ferðir „upp í fjöllin“, eins og sagt er, þ. e. fanð í útileguferðir á ýmsa fagra og þjóðkunna staði svo sem Þórs- mörk, Landmannalaugar og Kerl ingafjöll. Ferðin í Þórsmörk verð ur farin nú um þessa helgi. Aðrar ferðir verða svo auglýstar síðar, þegar þar að kemur, að þær verði farnar. - S.U.S. Frh. af bls. 15 ar séu í samræmi við málamiðl- un stjórnarflokkanna, skiljan- lega gremjist mönnum að borga hærra verð fyrir vöru en áður var. „En menn mega ekki drekkja kjarna málsins með ánægju sinni“. Hin skýra hugsun leynir sér ekki, og ekki skortir heldur skarpskyggnina: „Eðli efnahags- lífsins er í rauninni mjög einfalt, þótt mönnum virðist þessi mál vera ákaflega flókin", segir lög- fræðingurinn. En hvert er þá eðli efnahagslífsins? Ekki stendur svarið í lögfræðingnum, en nógu lengi stóð það í ríkisstjórninni. Hann hefði betur boðið aðstoð sína í vétur, þegar allt stóð fast. Raunar er mjög sennilegt, að hann hafi einmitt gert það, en líklega hefur bjargráðasérfræð- ingunum þótt þar tekið fram fyr ir hendur sér og fengið honum vísað út. Þá lýsir lögfræðingurinn van- þóknun sinni á „framkomu sumrá „stjórnarsinna“ við af- greiðslu mála í þinginu“. Eink- um hefur hann horn í síðu Áka Jakobssonar, kollega síns, og Em- ars Olgeirssonar, en er líka í nöp við þann þingmann, sem tók sæti annars kollega hans, Rannveígar Þorsteinsdóttur, á þingi seun- kvæmt hræðslubandalagssáttmál anum. Um þennan þingmann seg- ir hann: „Það tekur þvi naumast að minnast á þann þriðja — Egg- ert Þorsteinsson. sem var kosinn á þing fyrir Reykvíkinga vegna hæfileika sinna og vinsælda’*. Hvað lögfræðingurinn ungi á við með þessum orðum, er ekki gott að skilja. Eggert tók sæti á Al- þingi með þeim endemum, að Framsóknarmenn ættu ekki að minnast á það ógrátandi. Al- þjóð veit, að Haraldur Guðmunds son var eini þingmaðurinn, sem Alþýðuflokkurinn kom að í Sumarhús til sölu í Hraunholtslandi við Hafnarf jarðarveg, gult með grænu þaki. Upplýsingar á staðnum í dag sunnud. og næstu kvöld. TIL LEIGU tvær samliggjandi stofur og eldhús, aðgangur að baði á hæð í nýju húsi í Smáíbúða- hverfinu. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar ísíma 32303. FYRIRLIGGJANDI SKILTI: kARLAR - KQIIR Bílastöður bannadar. Gangið ek*' i á grasinu! Skiltagerðin Skólavörðustíg 8. T1 VOLl • Tl VOLI SPEGLASALURINN er spaugilegur TlVOLNTlVOLl ÍCELAND Vörumerkið „CELLOPHANE” Hér með tilkynnist, að framleiðslufyrirtækið British Cellophane Limited, Bath Road, Bridgwater, Somerset, Englandi, er skrásettur eigandi á íslandi að vörumerkinu: „ CELLOPHANE " sem er skrásett nr. 175/1947 fyrir arkir úr cellulose og celluloseumbúðir og innpökkunarpappír og nr. 164/1956, sem er skrásett fyrir cellulose pappír í örkum og rúllum, skorin stykki, ræmur undnar á kefli, poka og umslög, allt til umbúða og innpökkunar notkunar. Notkun orðsins „CELLOPHANE" um ofanskráðar vör- ur merkir, að þær séu framleiðsla British Cellophane Limited, og notkun þess um sérhverjar aðrar vörur er því brot gegn rétti British Cellophane Limited. AÐVÖRUN Komið mun verða í veg íyrir slík réttarbrot með lög- sókn til verndar hagsmunum viðskiptavina og notenda, og eigenda ofangreinds vörumerkis. Sferkir — Fallegir Reykjavík. Prófessorinn í næsta sæti varð uppbótarþingmaður á framsóknaratkvæðum. Þegar Har aldur sagði af sér þingmennsku og gerðist sendiherra eins og Molotov siðar, var Rannveig Þor- steinsdóttir varamaður hans, hún var jú í framboði á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavík, en Fram- sóknarflokkurinn treysti sér eðli lega ekki að bjóða fram í höf- uðstaðnum, og er engin furða. En Rannveigu var meinað að taka sæti á þingi, hún varð að afsala sér þingmennsku tii að Eggert. Þorsteinsson fengi sæti — , vegr a hæfileika sinna og vinsælda". Hverjir voru hæfileikar Rann- veigar og hverjar vinsældir, fyrst hún varð að víkja? Nú snýr lögfræðingurinn sér að landhelgismálinu. Telur hann mjög vafasamt að ákveða með reglugerð forgangsrétt íslenzkra skipa til botnvörpuveiða innan 12 mílna landhelgi, vill heldur, að það verði gert með lögum. Síðan leyfir lögfræðingurinn sér að nefna snöru í hengds manns húsi: Kjördæmamálið. Virðist helzt eiga að dragá þá ályktun af orðum hans, að ný kosningalög myndu „kistuleggja" lýðveldið. Fyrir honum er sam- kvæmt því íslenzka lýðveldið og Framsóknarflokkur sambandsins eitt og hið sama. Þarna kemur lögfræðingurinn með nýyrði, sem rétt er að benda á til að sýna orðfimi hans og andagift: „Stjórn arandstöðuistar“. Svo hrifinn er hann af orðasmíð sinni, að i fyrir sögn næsta og síðasta kafla þanka brota sinna kemur hann með ann að nýyrðið, kaflinn heitir: „Fram koma stjórnaraðstöðuista t stjórnarandstöðu“. Er þar enn tuggin sú Eysteinstuggan, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekkert til málanna að leggja, á honum sitji ekki að koma með gagnrýni meðan hann kunni engin bjarg- ráð að gefa sjálfur. —. Það er ekki öllum gefin kokhreysti þessa unga lögfræðings með háa prófið, sem nú er í atvinnuleit á vetr- vangi Tímaæskunnar Hann segir, að eðli efnahagslífsins sé í raun- inni mjög einfalt, samt tók það ríkisstjórnina nokkra mánuði að hnoða saman bjargráðum sinurn með urmul sérfræðinga og allar nauðsynlegar upplýsingar kring um sig. Svo átti Sjalfstæðisflokk- urinn að leysa vandann á nokkr- um dögum án þess að hafa nein gögn í höndum önnur en grein- argerð bjargráðafrumvarpsins, svo áreiðanleg sem hún nú er. Stjórnarandstöðuistar og stjórn araðstöðuistar, hvað þýða þessi orð? Endingin -isti getur verið notuð um áhanganda einhverrar stefnu eða trúarbragða, sbr. só- síalisti eða marxisti. Ætti þá stjórnarandstöðuisti að vera sá, sem fylgir stjórnarandstöðunni, en stjórnaraðstöðuisti sá, sem fylgjandi er stjórnaraðstöðunni, stundum kallaður stjórnarsinni á íslenzku. Ef lögfræðingurinn vin ur okkar, leggur þann skilning í orðið, hlýtur fyrirsögn hans að hijóma hjákátlega, eftir að búið ei að þýða hana á íslenzku: Fram koma stjórnarsinna í stjórnarand stöðu. Hvað er það? Svarið er einfalt. Það er hin „ábyrga stjórnmálastefna", sem Alþýðubandalagið hefur að dómi lögfræðingsins tekið upp. Það er ekki „kröfupólitík forvera þess“, kommúnista undir nafninu Sam- einingarflokkur alþýðu — Sósíal istaflokkurinn, nei, það er kröfu- pólitík kommúnista undir nafn- inu Alþýðubandalagið, og heitir á máli lögfræðingsins „ábyrg stjórnmálastefna“. B. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS Arður til hluthafa Á aðalfundi íélagsins 7. þ.m., var samþykkt að greiða 10% — tíu af hundraði — í arð til hlut- hafa fyrir árið 1957. Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu fé- lagsins í Reykjavík, svo og hjá afgreiöslurnönnum félagsins um land allt. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS IVýkomið Spártskir og Tékkrseskir bamaskór ! i I Skósalan Laugaveg 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.