Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ
Austan og suðaustan kaldi
skúrir og bjart á milli
Reykjavíkurbréf
er á bls. 13.
133. tbl. — Sunnudagur 15. júní 1958
14. afmœlis lýÖveldisins
minnzt meÖ hátíöahöldum
Fjölhreytt dagskrá I Reykjav'ik
NÆSTKOMANDI þriðjudag er
Jþjóðhátíðardagur íslendinga, 17.
júní. Hátíðahöldin í Keykjavík
verða með svipuðu sniði og
undaníarin ár. Þó eru ýmsar nýj
ungar í dagskránni. Að þessu
sinni verður t.d. öllum hátíðlegri
atriðum kvölddagskrárinnar lok
ið kl. 9, en þá taka við léttari
skemmjiatriði.
Skrúðgöngur að Ausurvelli
hefjast frá þremur stöðum í bæn
um, frá Melaskólanum, Skóla-
vörðutorgi og Hlemmi. Lúðra-
sveitir ganga fyrir skrúðgöng-
unum og komið verður á Austur-
völl kl. 13.50.
í>á verður hátíðin sett af for-
manni Þjóðhátíðarnefndar, Ei-
riki Ásgeirssyni, og síðan gengið
í kirkju. Guðsþjónusta hefst í
Dómkirkjunni kl. 14.00, séra
Gunnar Árnason predikar og frú
Þuríður Pálsdóttir syngur ein-
söng.
Klukkan 14.30 leggur forseti
íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson,
blómsveig frá íslenzku þjóðinni
að minnisvarða Jóns Sigurðsson-
ar, og kl. 14.40 flytur forsætis-
ráðherra, Hermann Jónasson,
ræðu af svölum Alþingishússins.
Ávarp fjallkonunnar verður
klukkan 14.55. Fjallkonan verð-
ur að þessu sinni frú Helga Bach-
mann og mun hún lesa Ijóð eftir
Einar M. Jónsson, rithöfund. Á
milli verður sunginn þjóðsöngur
inn og fleiri ættjarðarsöngvar,
með undirleik yfir 100 manna
lúðrasveitar. í hljómsveitinni eru
5 lúðrasveitir, og er þetta í fyrsta
sinn sem báðar barnahljómsveit-
irnar leika með á Austurvelli.
Að hátíðahöldunum á Austur-
velli loknum, eða kl. 15.00, verð-
ur lagt af stað frá Alþingishúsinu
suður á íþróttavöll, en stað-
næmzt við leiði Jóns Sigurðsson-
ar, en forseti bæjarstjórnar legg-
ur blómsveig þar frá Reykvíking
um. Þar syngja Karlakórinn
Fóstbræður og Karlakór Reykja-
víkur.
Á íþróttavellinum flytur Gísli
Halldórsson, formaður Í.B.R.
ávarp. Þá verður skrúðganga
iþróttamanna og skáta, stúlkur
úr Ármanni og piltar úr ÍR sýna
fimleika, sýningar- og bænda-
glíma verður undir stjórn Lárus-
ar Salómonssonar og keppt verð-
ur í frjálsum íþróttum. Keppt
er um bikar þann, sem forseti ís-
lands gaf á þjóðhátíðardaginn
1954.
Samtímis fara fram skemmti-
atriði, pokahlaup og eggjahlaup,
en stundum áður hafa verið
þarna slík atriði af léttara tag-
inu.
Klukkan 16.00 hefst barna-
skemmtun á Arnarhóli og verður
þar margt til skemmtunar.
Lúðrasveitir barna leika, þá verð
ur leikþáttur. 12—14 ára börn
syngja einsöng og leika á har-
moniku Og syngja gamanvisur,
og Baldur og Konni skemmta.
Frá klukkan 15.00 verður
skemmtigarðurinn í Tívolí opinn
og aðgangur þar ókeypis. Klukk-
an 17.15 verður sýndur leikþátt-
ur og síðan leikur 12 ára drengur
á harmoniku.
Síðdegis í fyrra lék Sinfóníu-
hljómsveitin við Landssímahús-
ið, en nú verður í þess stað kór-
söngur á Arnarhóli kl. 17.15. Þar
syngja Karlakórinn Fóstbræður,
Söngkór kvennadeildar S.V.F.Í.
i Reykjavík, Karlakór Reykja-
víkur og norski karlakórinn
Aalesunds Mandssangforening.
Einsöngvari með Karlakór
Reykjavíkur verður Guðmundur
Jónsson og með Fóstbræðrum
syngja þeir Árni Jónsson og
Kristinn Hallsson.
lk Kvöldvaka á Arnarhóli
Kvöldvakan á Arnarhóli hefst
klukkan 20.00 með því að Lúðra-
sveit Reykjavikur leikur. Ritari
þjóðhátíðarnefndar, Ólafur Jóns-
son, setur samkomuna, borgar-
stjórinn í Reykjavík, Gunnar
Thoroddsen, flytur ræðu og þjóð-
kórinn syngur undir stjórn dr.
17. júní merkið, ísland í sól-
argeislum, teiknaði Þór
Sandholf, arkitekt.
Páls ísólfssonar, en Kristinn
Hallsson syngur einsöng.
Klukkan 21.00 hefjast léttari
atriði. Leikfélag Reykjavíkur
flytur skemmtiþætti, nokkrir
söngvarar úr Félagi ísl. einsöngv
ara syngja með hljómsveit
Björns R. Einarssonar og Brynj-
ólfur Jóhannesson syngur
gamanvísur.
Að lokum verður stiginn dans
á götunum til klukkan 2 eftir
miðnætti. í forföllum Erlendar
Ó. Péurssonar, sem á undanförn-
um árum hefur sett svip sinn á
þennan þátt hátíðahaldanna,
mun Guðmundur Jónsson taka
að sér hlutverk kynnisins. Hljóm
sveit Kristjáns Kristjánssonar
mun leika á Lækjatorgi, ein-
söngvarar verða Ragnar Bjarna-
son og Elly Vilhjálms. í Aðal-
stræti leikur hljómsveit Svavars
Gests, einsöngvari Didda Jóns.
Og á Lækjargötu J-H kvintett-
inn, einsöngvari Sigurður Ól-
afsson. Hljómsveit Björns R.
Einarssonar leikur til skiptis á
öllum dansstöðunum. Hátíða-
höldunum verður slitið frá
Lækjartorgi klukkan 2.
Minnismerkjasjóður
Meðan á hátíðahöldunum
stendur verður að venju seldur
á götunum bæklingur með dag-
skrá og ljóðum þeim sem sungin
verða, ásamt ávarpi fjallkonunn-
ar frá í fyrra eftir Helga Sveins-
son. Einnig verður selt 17. júní
merkið, sem Þór Sandholt arki-
tekt, hefur teiknað að þessu
sinni. Er það mynd af íslandi i
sólargeislum og talan 14 greypt
ofan í, en þetta er 14. afmæli lýð
veldisins. Merkin eru gerð í
Málmsteypu Ámunda Sigurðsson
ar og seld til ágóða fyrir minnis-
merkjasjóð, en fyrir fé úr hon-
um á að reisa minnismerki um
lýðveldisstofnunina. í þessum
sjóði eru nú 2—3 hundruð þús-
und krónur.
Þjóðhátíðarnefnd vill hvetja
alla til að koma vel og prúð-
mannlega fram á þjóðhátíðardag
inn. Bragur hátíðahaldanna hef-
ur farið batnandi frá ári til árs
að undanförnu og í fyrra var
prýðilegur blær yfir þeim.
Einnig hvetur nefndin konur til
að skrýðast þjóðbúningum þenn-
an dag. —
Stundum hefur komið fyrir að
krakkar hafi verið með húfu-
SKripi og þess háttar, en slíkt er
að sjálfsögðu ákaflega óviðfeld-
ið á þjóðhátíðardegi. Nefndin
hefur séð fyrir því að salerni
verði opin í Bankastræti, Mið-
bæjarskóla og Shellportinu þang
að til hátíðahöldum lýkur.
Meðan á hátíðahöldunum
stendur verða börn x óskilum
geymd að Hótel Heklu við
Lækjartorg. í fyrra bar talsvert
á því að foreldrar létu undir höf
uð leggjast að vitja týndra barna
sinna og olli það talsverðum
óþægindum. Þjóðhátíðarnefnd
vill því brýna það fyrir foreldr-
um að gæta vel barna sinna,
einkum meðan á barnaskemmtun
mni stendur.
í Þjóðhátíðarnefnd eru: Eirík-
ur Ásgeirsson, formaður, Bragi
Kristjánsson, Böðvar Pétursson,
Erlendur Ó. Pétursson, Jens Guð
björnsson, Jóhann Möller, Ólaf-
ur Jónsson og Ragnar Þorsteins-
son.
Vígsla semenfsverk-
smiðjunnar á Akra-
nesi
AKRANESI, 14. júní. — Hátíða-
bragur er á Akranesi í dag vegna
vígslu sementsverksmiðjunnar.
Létt er yfir fólkinu og fána-
stengur í tugatali gnæfa við loft
eftir endilöngum verksmiðju-
byggingunum. Fánarnir blakta
ákaflega í hvössum andvara og
boða á sínu máli alhliða við-
reisn í byggingum og mannvirkja
gerð íslendinga á ókomnum öld-
um. —Oddur.
Há skólafyr i r lestur
í dag klukkan 2
í DAG klukkan 2, flytur próf.
Falke Henschen fyrirlestur í 1.
kennslustofu háskólans, fyrir
lækna, stúdenta og almenning. —
Prófessorinn mun ræða um sjúk-
dóma og heilsufar í Egyptalandi
til forna.
Fyrirlesarinn var prófessor í
meinafræði Karolinske sjúkra-
húsið í ’Stokkhólmi, unz hann lét
af embætti fyrir nokkrum árum,
en þá bauðst honum embætti við
háskólann í Kairo og gegndi því
um skeið. Próf. Henschen er fyr-
ir löngu heimskunnur maður í
sinni fræðigrein
Fyrsta síldargangan kann að vera á næstu grösum. — Síldar-
skipin eru lögð af stað á miðin nyrðra. — Á allra vörum er
nú spurningin: — Hvernig ætli síldarvertíðin gangi í sumar?
Það er búizt við að tala síldarskipanna verði svipuð og í fyrra,
en þá voru þau um 230, þegar flest var. „Sigurður Pétur“,
sem eitt sinn hét Siglunes, er meðal þeirra síldarskipa, sem
nú hafa látið stálnótabáta leysa hina gömlu trébáta af hólmi.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.).
Menntaskólanum r Rvík sagt upp í dag
Tveir brœður urðu efstir
á stúdentsprófi við M.R.
í DAG klukkan 2 e.h. verður
Menntaskólanum í Reykjavík
sagt upp og 103 nemendur setja
upp stúdentshúfurnar, þar af 4
utanskólanemendur. í ár eru
tveir bræður, synir ísaks Jónsson
ar skólastjóra, duxar á stúdents-
prófi, Gylfi x stærðfræðideild
með einkunnina 9,24 og Andri í
máladeild með 9.09, en hvort
tveggja er ágætiseinkunn. Sá
þriðji við stúdentspróf er Björn
Ólafs úr 6. bekk X með 8.78.
Skólaárið, sem nú er á enda
er hið 112. í sogu skólans. í upp-
hafi vetrar voru nemendur 472,
þar af 174 stúlkur og 298 piltar,
og hafði fjölgað um 20 frá síðasta
ári. Er búizt við að nemendum
muni fjölga ört á næstú árum. í
máladeild voru 187 nemendur,
þar af 106 stúlkur, en í stærð-
fræðideild 131, þar af 22 stúlkur.
Nemendur sækja sýnilega æ meir
í stærðfræðideild. Flestir nem-
endur voru úr Reykjavík, eða 385,
66 voru úr kaupstöðum utan
Reykjavíkur, en 21 úr sveitum
landsins.
Við árspróf hlutu þessir hæst
ar einkunnir: Þorgeir Pálsson í
3. bekk G með 9,25, Þorsteinn
Vilhjálmsson í 4. bekk X með 9,05
Fjölbreytt hátíðahöld á
Akureyri 17. júní
Þar verður fánahylling. Formað-
ur hátíðarnefndar setur samkom-
una, og frú Björg Baldvinsdóttir
flytur ávarp fjallkonunnar, eftir
Rósberg G. Snædal, Magnús E.
Guðjónsson bæjarstjóri flytur
lýðveldisræðu, Þórir Sigurðsson,
nýbakaður stúdent frá Mennta-
skólanum flytur minni Jóns Sig-
urðssonar. Einnig verða íþrótta-
keppnir og knattspyrnukappleik-
ir milli eldri og yngri borgara.
Um kvöldið verður svo útisam
koma á Ráðhústorgi. Þar mun
lúðrasveit leika, ennfremur verð
ur upplestur, gamanvísur og
skemmtiþáttur. Þá munu og karla
kórar bæjarins syngja. Að lok-
um verður dansað á torginu til
klukkan 2 eftir miðnætti.
Kl. 9 um kvöldið verður barna
samkoma í Varðborg.
—vig.
AKUREYRI, 13. júní: — Fyrir-
huguo eru mikil hátiðahöld hér
á Akureyri 17. júní, svo sem
venja er til. Hátíðanefndin hef-
ur í möi’gu að snúast þessa dag-
ana með alls konar undirbúning.
Formaður nefndarxnnar er Jón
Ingimarsson, en samstarfsmenn
hans Hermann Stefánsso.i, Magn
ús Björnsson, Sveinn Tómasson,
Haraldur Sigurðsson íþróttakenn
ari og Jens Sumarliðason. Meðal
þess sem fyrirhugað er að fram
fari á hátíðardaginn, er þetta:
Kl. 9—10 f. h., ekur blómabíll
um bseinn, og kl. 10,30 vei’ður
hátíðarguðsþjónusta. Kl. 1 e. h.
safnast bæjarbúar saxhan á ráð-
hústorgi og lúðrasveit bæjarins
leikur. Kl. 2 hefst skrúðganga frá
Ráðhústorgi út á íþróttasvæðið
og hefst dagskrá þar kl. 2,30.
og Þorsteinn Gylfason í 3. bekk G
með 8,94.
Núverandi rektor Menntaskól-
ans, Kristinn Ármannsson, var
skipaður í embættið 17. júní í
fyrra og nokkrir kennarar bætt
ust í hópinn í vetur. Það voru
þeir Andrés Björnsson fulltrúi
og Gunnar Sveinsson, cand. mag.,
sem kenna íslenzku, Guðlaugur
Hannesson magister, sem kennir
náttúrufræði, Rúnar Bjarnason,
verkfræðingur og Stefán Sigur-
karlsson lyfjafræðingur, sem
kenna eðlis -og efnafræði, Stefán
Hermannsson verkfræðinemi, er
kennir stærðfræði og Valdimar
örnólfsson, sem kennir leikfimi.
Og í haust var og ráðinn nýr hús
vörður, Karl Kristjánsson'.
Félagslíf nemenda hefur vcrið
með allra fjörugasta og fjölþætt
asta móti í ár. T.d. var gengizt
fyrir listkynningum á verkum
Jónasar Hallgrímssonar og Árna
Thorsteinssonar. Og geta má þess
að r.emendum var í vetur í íyrsta
sinn gefinn kostur á að fá r.okkra
kennslu í vélritun í námskeiös-
formi. Það gafst svo vel og þátt-
taka var svo mikil, a.ð ætlunin
er að halda þessari kennslu á-
fram næsta vetur.
í yfirliti yfir starfsemi skólans
segir að nokkru fleiri nemendur
hafi fallið við 3. bekkjar próf en
í fyrra. Skýringin á þvx að svo
margir falla er m.a. sú, að þessi
skóli er ekki einungis almennur
menntaskóli ,heldur og ööium
þræði undirbúningsskóli undir
háskólanám bæði hérlend.s og
erlendis. Verður skólinn því að
fullnægja þeim kröfum, sem há-
skólarnir gera til stúdenta.. og
heimta meiri vinnu af nemendum
en þeir eiga að venjast í undir-
búningsskólunum, enda verður
jafnframt að taka tillit tii þess
að árlegur skólatími hér er mikl-
um mun skemmri en tíðkast í
öðrum löndum.
Doktorsvörn
Einarssonar
í GÆR klukkan 2 fór fram dokt
orsvörn í hátíðasal Háskóla Is-
lands. Friðrik Einarsson læknir
varði doktorsritgerð sína um
upphandleggsbrot. Andmælend-
ur voru þeir dr. Snorri Hall-
grímsson og dr. Bjarni Jónsson.