Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐlh Junnudagur 15. juni 195« — Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 13 höndum borið í öðrum ríkjum, en hugðu að slíkt mundi aldrei gerast í þeirra eigin heimkynn- um. Raunin varð því miður allt of víða önnur. Okkur íslendingum er hollt að hugleiða, að nú á aldarfjórðungs •bili hefur lýðræðið um sinn liðið undir lok, eða orðið fyrir alvar- iegu áfalli í tveimur mestu menn- ingarríkjum veraldar, Þýzkalandi og Frakklandi, hjá þeim þjóðum, sem um flest skara fram úr. Þeg- ar svo fer fyrir þeim, sem ágæt- astir eru. mega hinir minni hátt- ar sannarlega gæta sín. Við íslendingar teljum okkur vera örugga iýðræðisþjóð. Því ber samt ekki að neita. að veru- legir annmarkar eru á lýðræði okkar. Kjördæmaskipunin er með þeim hætti, að fjarri fer að Al- þingi sé rétt mynd þjóðarviljans í skjóii hinnar ranglátu kjör- dæmaskipunar hefur tiltekin valdaklíka náð óhóflegúm áhrif- um á stjórn málefna þjóðarinnar. Hún hrósar sér af því að hafa ráðið miklu eða mestu um stjórn ríkísins i meira en um 40 ára skeið, enda lengst af átt fulltrúa í ríkisstjórn á þessu árabili. Verð- ur og ekki um það villzt að mikið af spillingunni í íslenzku þjóðlifi á rætur sínar að rekja til for- réttindastöðu valdabraskaranna. A seinni árum bætist það við, að gerð hefur verið markviss til- raun til að svipta sjálft AJþingi úrslitaráðum í sumum veiga- mestu málum þjóðarinnaA Svo er látið sem fulltrúar stéttanna eigi að taka við af réttkjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Án sam- þykkis þessara stéttafulltrúa á sjálft löggjafarþingið í rauninni ekkert að geta að hafzt. Saraeigiiilcg óvirðing Alþingis og stétlar- íélaganna Annað mál er, að í framkvæmd hafa yfirlýsingarnar um þetta reynzt innantóm blekking. í stað þess að efla veg og áhrif stétta- féláganna hefur þessi aðferð reynzt skollaleikur harðsnúinnar valdaklíku Framsóknar og nokk- urra ævintýramanna, er gert hafa bandalag við hana til að hieiðra um sig í þjóðfélaginu.. Þar er hvorki farið að vilja verKalýðs, stéttarfélaga né meirihluta þjóð- arinnar. Valdabraskararnir semja sín á milli um lausn málannr. með endalausum hrossakaupum bak við tjöldin á meðan Alþingis- mönnum og fulltrúum stéttanna er í raun og veru haldið utan við það, sem er að gerast. Nauðugir viljugir eru þeir svo að lokum kúskaðir til að samþykkja það er valdabraskararnir hafa ákveð- ið í leynipukri sínu. Þjóðhátíðin fer í hönd Aldrei hefur lengra verið geng ið í þessum ósóma en nú síðustu vikurnar. Aldrei hefur óvirðingin við Alþingi og stéttafulltrúana reynzt meiri en einmitt S undir- búningi og afgreiðslu hinna stór- kostlegu álaga. sem valdabrask- ararnir voru allan síðasta vetur, og vormánuðina til, að semja um að leggja á þjóðina. Innbyrðis ósamkomulag, hatur og iUvilji valdamannanna hefur og aldrei orðið augljósari en nú. 'Samtímis því er haldið á einu mikilsverðasta málefni þjóðarinn ar, landhelgismálinu, með þeim hætti, að leikur sýnist vera gerð- ur að því að spilla samúð og stuðningi þeirra, sem við vegna legu landsins og aðstöðu allrar hljótum að hafa nánust samskipti við. Níðhöggvarnir eru ekki síð- ur að verki á íslandi nú en þeir voru í Þýzkalandi fyrir 1933 og síðustu mánuðina í Frakklandi. Lýðræði og þingræði hefur ekki siður verið óvirt á Islandi af þeim, er settir hafa verið til þess að gæta þess en í þessum tveim ágætu þjóðlöndum. íslendingar verða að læra af þeirri vá, sem hent hefur þessar forystuþjóðir álfunnar. Almenn- ingur verður sjálfur að hlutast til um með atkvæði sínu, að á- gallar lýðræðisins séu lagaðir áður en það er um seinan og BARKASPORTBLUSSUR frá HERKÚLES Algför nýjung hérlendis ★ Kemd baðmull, litekta og hleypur minna en 1%. ★ Sérlega vönduð framleiðsla. ★ Stærðitr: 4—12 iryggja ríkinu örugga og þjóð- holla stjórn. Þjóðhátíðin, 17. júní fer nú í hönd og ætti þá hver einasti góður íslendingur að gera sér grein fyrir þeim hættum, sem nú steðja að góðum stjórnarhátt- um á íslandi. Bridge Eftirfarandi spil komu upp á nýafstöðnu landsmóti í bridge. í leiknum milli Harðar og Árna M. gaf þetta spil mörg stig fyrir Hörð. Suður gefur. Allir á hættu. A K 9 8 7 3 A 3 A 4 3 K 6 Enginn D G 9 6 5 K D G 7 2 9 7 5 D 4 K 10 4 6 5 Á D 10 8 3 2 Suður opnaði á 1 laufi (Eirsar Þorfinnsson). Vestur (Árni M.) 1 hjarta. Norður (Lárus Karls- son) sagði 2 spaða. Austur (Sig- urhjörtur P.) pass. Suður 3 iauf. Vestur pass. Norður 3 hjörtu. Austur pass. Suður 3 spaða. Vest- ur pass og Norður 6 spaða, sem Austur doblaði og eftir þetta dobl vann Lárus spilið a.iðveld- lega, eftir að hjarta kom út, en það tapast með tígli út. Hagnaðar vonin að dobla þennan samning vegur ekki upp á móti hævunni, sem það skapar að hægt sé að vinna spilið á því og sannast það hér, því í fyrsta trompslag svín- aði Lárus spaða 7 í gegnum Austur og fékk vörnin því aðeins 1 slag á tromp. TIL SÖLU Chevrolet '42 vörubifreið. Uppl. á verkstæð- inu við Vatnsnesveg í Kefla- vík, sími 665. — Bókabáttur Framhald af bls. 6. maður skýra mynd af andstæð- um pólum í skáldskap Þorsteins Jónssonar. Við lestur þessarar bókar kom mér í hug annað kornungt skáld, sem sendi frá sér fyrstu ljóða- bók á svipuðu reki og Þorsteinn, Jóhann Hjálmarsson. Ljóð hans voru ekki síður ungæðisleg en Ijóð Þorsteins, en þar var fleira um hreina tóna, skýrar myndir, enda virtist hann ekki eins buridinn af gömlum framandi formum og Þorsteinn er. Það gef- ur vísbendingu um vandamál hans, að prósakaflarnir skuli vera svo miklu tærari skáldskap- ur en sjálf ljóðin. Mundi það ekki vera vegna þess að formin sem hann velur Ijóðum sínum séu honum ofviða? Ég hef séð þess getið í ritdómi um bók Þorsteins, að hann skeri sig úr hópi yngri skáldanna fyrir þá sök, hve hann sé „íslenzkur“ að allri gerð, í bók hans „sé ósvikinn hreimur þess máls, er við lærðum af foreldrum okkar“. Ég veit ekki hvernig ber að skilja þessi orð, nema ritdómar- inn sé að gefa í skyn að mælt mál samtímans sé ekki íslenzkt og þeir einir yrki upp á íslenzku sem eiga tungutak Sigurðar Breiðfjörðs eða Bólu-Hjálmars. Þetta er sjónarmið sem gagns- laust er að deila um, en ég hef jafnan verið þeirrar skoðunar, að lifandi íslenzka sé fyrst og fremst það nrál sem talað er af fóllcinu á hverjum tíma. Menn sem kjósa að yrkja með tungu- taki annarrar aldar eru sjálfráð- rr um það, en hitt er fásinna að þeirra mál sé „íslenzkara" en mál þeirra skálda sem yrkja á lifandi máli síns tíma. Ég lít svo á, að það sé veikleiki en ekki styrkur Þorsteins Jónssonar hve gjarn hann er á að bregða fyrir sig hjárænulegu orðalagi: „trað flugstíg úr suðri“, „Ég sporna votur döggvuð lauf og lyng“, „leyndist neðan rauðans", „bráð- um spornar fákur hnigið gras“, „drottinn skynjar tár í mínu glasi“. „Og nóttin krýndi auga minn eið“ o. s. frv. Þorsteinn Jónsson frá Hamri stendur við upphaf skáldferils síns og á margar þrautir óleyst- ar, en hann á þor og hugkvæmni sem eiga eflaust eftir að færa honum marga sigra. Það sem hann skortir framar öðru er meiri sjálfsgagnrýni og vand- virkni. Sigurður A. Magnússon. G 19 b o z 8 7 2 10 9 8 G 4 Nýkomið úrval af telpn og drengjaskóm Sendum í póstkrofu HECTOR Laugaveg 11 — Laugaveg 81. t Fyrir 17. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.