Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 2
MORCIJNBT. 4ÐIÐ Sunnudagur 15. júní 1958 Stefna stjórnarflokkanna leið- ir til fjárhagslegs og síðan menningarlegs ófarnaðar Frelsið getur verið glatað á morgun, ef við spyrnum ekki við fótum Frá landsmálafundum Sjálfstœðisflokksins 1 RÆÐUM sínum á stjórnmála- fundunum undanfarna daga hafa Sjálfstæðismenn lagt álierzlu á nauðsyn þess að skipt verði um stjórn á íslandi. Ríkisstjórnin lof aði miklu, en hefur svikið fyrr- heitin og misst traust þjóðarinn- ar. Þjóðin þarf nýja stjórn, sem segir þjóðinni sannleikann, nýtur tiltrúar hennar og vill og getur leyst vandamálin og treyst lífs- kjör þjóðarinnar. — Fréttir bár- ust í gær af fundunum, sem haidnir voru á föstudagskvöldið á Isafirði, Seyðisfirði og Blöndu- ósi. I gærkvöld átti Ólafur Thors, formaður flokksins, að tala á Breiðabliki á Snæfellsnesi ásamt Sigurði Ágústssyni alþingis- manni, þeir Magnús Jónsson og Jón Pálmason áttu að vera fram- sögumcnn á fundi á Hvamms- tanga og Ólafur Björnsson og Björn Ólafsson á fundi í Bolung muarvik. Fréttir af þessqim fund- um liggja ekki fyrir þar sem blaðið fer snemma í prentun á laugardögum. Leiðir til fjárhagslegs og síðan menningarlegs ófarnaðar Landsmálafundur Sjálfstæðis— flokksins á Blönduósi á föstu- dagskvöldið var vel sóttur og ræðumönnum vel tekið. Jón Pálmason alþingismaður talaði aðallega um efnahagsmálin, rakti þann óhappaferil, sem þau hefðu lent í í tíð vinstri stjórnar- innar og lýsti afleiðingum verð- bólgustefnunnar, einkum fyrir bændastéttina. Magnús Jónsson alþingismaður lagði aðaláherzlu á það, að kjósendur beittu dóm- greind sinni og létu ekki stjórn- málaleiðtogum haldast uppi að brjóta orð og eiða, sem þeir gefa fyrir kosningar. Rakti hann, hvernig vinstri stjórnin hefði brugðizt kjósendum sínum í öll- um stefnumálum. Aðrir ræfíumenn voru Her- mann Þórarinsson oddviti, Páll Kolka og Guðmundur Jónsson. Hermann lýsti öngþveitinu í efnahagsmálunum og þeim glund roða, sem landhelgismálinu hefði verið stefnt í. Kolka benti á, að því, sem hæfast er til að halda velli fjárhagslega, væri fórnað til að viðhalda margvíslegu vinnulífinu, — en sú stefna hlyti að leiða til fjárhagslegs og síð- an menningarlegs ófarnaðar, er stefndi íslenzku sjájfstæði í voða. Guðmundur Jónsson gerði sam- anburð á opinberum rekstri og einkarekstri. Stjórnarliðum var boðið orð- ið, en enginn gaf sig fram, enda voru fáir þeirra á fundinum. Hörmuleg vinnubrögð í land- helgismálinu Kjartan J. Jóhannsson, alþing ismaður ísfirðinga setti fundninn á ísafirði og kvaddi Matthías Bjarnason til fundarstjórnar. Síðan flutti þingmaðurinn ræðu. Fjallaði hann fyrst ýtarlega um landhelgismálið og undirbúning þess og harmaði málsmeðferð þá, sem stjórnarflokkarnir hafa við- haft. Þá ræddi Kjartan ýmis mál sem varða ísafjörð sérstaklega og voru til meðferðar á síðasta Alþingi. Þeirra á meðal eru sam- göngumálin, en ísafjörður er ekki í sambandi við aðalakvega- kerfi landsins, skipaferðir þang- að eru strjálli en var fyrir aldar- fjórðungi og allar flugsamgöng- ur byggjast á einni sjófiugvél. Næsti ræðumaður var Björn Ólafsson alþingismaður. Hann ræddi um stjórnarfarið, vinnu- brögð ríkisstjórnarinnar og þá hættu ,sem þjóðinni stafar af að hafa í ríkisstjórninni flokk, sem er bundinn sterkum pólitiskum böndum við erlent vald. Björn ræddi ennfremur taprekstur út- vegsins og landhelgismálið, og hin margvíslegu svik stjórnar- flokkanna við kjósendur í land- inu. 55% gengislækkun Ólafur Björnsson alþingismað- ur rakti þróun efnahagsmálanna síðustu ár, minnti á jafnvægis- ráðstafanirnar 1950 og árangur þeirrá, sem var mikill allt þar til kommúnistar efndu til verk- fallanna miklu 1955. ólafur taldi „bjargráðin" nýsamþykktu ódul búna 55% gengislækkun og minnti á eiða kommúnista fyrir síðustu kosníngar um að standa aldrei að gengisfeilingu. Ólafur taldi brýna nauðsyn til bera að samræma erlent og innlent verð lag, svo að útflutningsframleiðsl an gæti staðizt án styrkja, setja heilsteypta bankalöggjöf og bæta skattkerfið í þágu atvinnu- rekstrar þjóðarinnar. Hann lagði að lokum áherzlu á, að efnahags- vandamálin væru rædd af raun- sæi og ábyrgðartilfinningu. Ásberg Sigurðsson tók til máls og fjallaði einkum um málefni Vestfirðinga. Taldi hann þá fá litla fyrirgreiðslu stjórnarvalda og gagnrýndi einkum ástandið í síma- og samgöngumálum. Matihías Bjarnason ræddi um áhrif „bjargráðanna" á útflutn- ingsframleiðsluna. Gagnrýndi hann, að gert er ráð fyrir að bæta hlut þeirrar framleiðslu- vöru, sem fer til jafnvirðiskaupa landa, samanborið við þá vöru, sem seld er fyrir harðan gjald- eyri. Björn Ólafsson svaraði að lok- um nokkrum fyrirspurnum fund armanna og lagði áherzlu á nauð syn þess að skapa vinnufrið, gera kjarasamninga til 2—3 ára, skrá rétt gengi, endurskoða vísitölukerfið og snúa algerlega við á eyðslubrautinni. Tvenns konár vinnubrögð Erlendur BjÖrnsson bæjarfó- geti var fundarstjóri á Seyðis- f j arðarf undinum. Gunnar Thoroddsen ræddi m.a. um utanríkismál og lagði áherzlu á, hver gæfa það var íslenzku þjóðinni, að á fyrsta áratug lýð- veldisins var lagður traustur grundvöllur að utanríkisstefnu íslendinga undir farsælli forystu ráðherranna Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Gengið var til vináttusamstarfs við aðrar þjóðir á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbanda- lagsins og þjóðinni áunnið traust, velvild og virðing. Hins vegar hefðu íslendingar beðið álits- hnekki við inngöngu kommúnista í stjórnina og af ýmsu framferði ríkisstjórnarinnar, sem nú situr. Þá ræddi ræðumaður, hve mik- Yfirmaður enska eftirlits skipaflofans staddur hér UNDANFARNA daga hefur legið hér við Faxagarð í Reykjavíkur- höfn brezka eftirlitsskipið HMS Wave. Skipherra þkss, Barry J. Anderson, er yfirmaður 10 skipa flotadeildar, sem hefur eftirlit og annast aðstoð við brezk fiski- skip, stór og smá, sunnan frá Erm arsundi og norður í Hvítahaf við Rússland. 21 stúdent brautskráður í gœr frá Laugarvatni í GÆRDAG fóru fram skólaslit Menntaskólans að Laugarvatni. Skólameistarinn Sveinn Þorðar- son, flutti ræðu um starf skól- ans á skólaári því sem nú er lokið. Höfðu verið í skólanum um 90 nemendur, er allir höfðu staðizt próf, en fimm áttu ólokið prófum. Þessu næst ræddi skólameist- arinn um byggingarmál skóians. Kvað hann góðar vonir nú standa til að skriður kæmist á bruðli í opinberum rekstri og at- það mál og að í sumar yrði byggt Tvímenningskeppni í bridge: Stefón Gnðjohnsen og Jóhnnn Jóhnnnsson hnfn forystn T VXMENNINGSMEISTAR AMÓT Xslands í bridge hófst í fyrra- kvöld og voru þá spiluð 30 spil af 96 spilum er spiluð eru í keppninni. — Keppendur eru 48 pör og var keppnin mjög jöfn og spennandi og framan af höfðu forustuna Jóhann Jónsson og Asmundur Pálsson, Rvík, en misstu hana aftur um það bil er 20 spil höfðu venð spiluð og voru þá ýmsir um hana. Að loknum 30 spilum höfðu þeir Jóhann Jóhannsson og Stef- án J. Guðjohnsen tekið forust- unna og voru með 847 stig (með- altal 690 stig). Annars var röð- in á næstu þessi: 2. Asbjörn Jónsson — Sigurður Helgason 833 stig. 3. Guðjón Tómasson — Róbert Sigmundsson 797 stig. 4. Guðlaugur Guðmundsson — Kristján Kristjánsson 794 stig. 5. Jóhann Jónsson — Asmund- ur Pálsson 792 stig. 6. Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir — Rannveig Þorsteinsdóttir 788 stig. 7. —8. Eiríkur Baldvinsson — Brandur Brynjólfsson 766 stig. 7.—8. Óli örn Ólafsson — Oiiver Kristófersson 766 stig. Öll þessi pör eru frá Reykja- vík, nema hið síðasttalda, það er frá Akranesi. 1 gær átti að spila 50 spil og í dag lýkur mótinu. I kvöld kl. 9 verður svo haldin árshátíð Bridgesambandsins og verður hún í Sjómannaskólanum. Fer þar fram verðlaunaafhending fyrir Firmakeppni, sem er ný lokið og íslandsmeistaramótið 1958. — andyrishús við skólabygginguna, skólastofum fjölgað og húsið múrhúðað að utan. Að þessu sinni brautskráði Menntaskólinn að Laugarvatni 20 stúdenta. Fengu 12 þeirra fyrstu einkunn, átta II. einkunn og einn þriðju einkunn. Einn lauk stúd entsprófi utanslcóla. Stærðfræði- deildarstúdentar eru 8, en mála deildar 13. — Hæsta einkunn á stúdentsprófi hlaut Svavar Sig- mundsson frá Hraungerði 8,82, en hann var í máladeild. Hæst stúdenta í stærðfræðideild var Sigrún Guðjónsdóttir, Syðstu- Fossum 8,46. Var hún eini kven- stúdentinn úr stærðfræðideild- inni. Er skólameistari hafði af- hent stúdentum prófskírteinin, kvaddi hann þá með ræðu. Stúd- entarnir ráðgera ferðalag til Þýzkalands, Danmerkur og Sví- þjóðar nú á næstunni. Svavar Sigmundsson frá Hraungerði, hlaut hæstu eink- unn yfir skólann allan. — Hæstur 1 I. bekk var Jóhann Skaftason, Hveragerði, 8.57. Hæstur í II. bekk máladeildar Magnús Pét- ursson, Selfossi, 8.72. Hæstur í II. bekk stærðfræðideildar Ey- steinn Pétursson, Hornafirði, 8.35. Hæstur í III. bekk málad. Alfreð Árnason, Syðri-Mörk, Eyjafjöllum, 8,79 og hæstur í III. bekk stærðfrd. Guðmundur Þor- steinsson, Skálpastöðum Lunda reykjadal, 8,44. Stallari meantaskólans í vetur var Arnór Karlsson Gýgjarhóls- koti í Biskupstungum, og færði skólameistari honum þakkir um Á föstudaginn bauð skipherr- ann blaðamönnum um borð í skrp sitt. Þetta er í fyrsta skipti, sem hann kemur til íslands. Kvaðst hann hafa átt viðræður við yfir- mann landhelgisgæziunnar hér, Pétur Sigurðsson, um ýmis mál er snerta gæzlustarfið hér við land. Þá sagði hann frá komu sinni og skipsmanna sinna til Eskifjaröar og Seyðisfjarðar, og kvaðst minnast með ánægju kynna af Eskfirðingum og Seyð- firðingum. Hann brá upp nokkrum skyndi myndum af fyrirkomuiagi og starfi hinna brezku eftirlitsskipa hér við land og á öðrum fiski- miðum við Noregsstrendur og Rússlands. Hér við land er starfið mestmegnis fólgið í aðstoð við biluð skip, sjúkrahjálp og öðrum þess háttar, svo og afskiptum af landhelgisbrotum brezkra tog- ara. Það mun ekki óeðlilegt að spurt sé, sagði skipherrann: Af hverju þurfið þið þá að hafa hér við land vopnð herskip. Því er til að svara, að það er ódýrasta fyrirkomulag- ið á þessu nauðsynlega starfi. Um leið er það þjálfun fyrir sjó- liðana, að sigla um hin norðlægu höf. Hann kvaðst ekki re-ðubúinn að svara spurningum varðandi út- víkkun fiskiveiðasvæðisins í 12 mílur. Ég er sjóliði, en ekki stjórn málamaður, sagði Anderson. sem er hinn vörplegasti maður, með iangan feril að baki sér á sjón- um. Eftir að hafa verið á brezk- um og norskum flutningaskipum gekk hann í brezka* sjóherinn 1936. í síðustu heimsstyrjöld var hann á herskipum í Miðjarðar- hafinu, á Kyrrahafinu og Atlants hafinu og ber hann mörg heið- ursmerki fyrir hetjulega fram- göngu. HMS Wave er nú í síðasta leið- angri sínum sem efirlitsskip, en það var byggt 1944. Það er rúm- lega 100 manna áhöfn á skipinu. Þegar ég kem hingað til Reykja- víkur næst, vonast ég til að vera kominn á nýrra og heppilegra skip, sem nú er verið að smíða í Bretlandi og er aðailega útbúið til að herja á kafbáta. H.M.S. Wave fer héðan á ið hefur áunnizt í landhelgismál- inu með setningu friðunarlag- anna 1948 og útfærslu landhelg- innar 1950 og 1952 og hvern árangur rækileg, rökviss og ó- þreytandi barátta Islendinga hef- ur borið. T. d. viðurkenna allar vestrænar þjóðir nú sérstöðu Is- lendinga, og Bretar, sem börðust fyrir skemmstu gegn 4 mílna landhelgi, buðu 6 mílna land- helgi á Genfarfundinum. Þannig verður að halda áfram að vinna, sagði ræðumaður, en ekki af ábyrgðarleysi eins og núverandi stjórn hefur gert. Aldrei má missa sjónar á því marki, að íslendingar fái einir yfirráð yfir öllu iandgrunninu. Ef slegið er slöku við .... Stjórnmálaviðhorfið í dag ein- kennist af því, að enginn stjórn- arflokkurinn telur sig í raun og veru bera ábyrgð á því, sem gert er — sagði Einar Sigurðsson út- gerðarmaður, í upphafi ræðu sinn ar. Hvernig getur nokkurt þjóð- félag staðizt til lengdar, ef eng- inn af þeim ábyrgu vill bera ábyrgð á nokkru, sem máli skipt- is? Eftir því sem stjórnarflokk- arnir eru fleiri, er hættan fyrir borgarana meiri í þessu efni. Ræðumaður fjallaði síðan um stjórnmálin á Austurlandi. Hann sagði, að járnaga flokksræðisins hefði verið beitt miskunnarlaust til að halda fólkinu í klóm Fram sóknar og kommúnista og notuð aðstaða í sambandi við atvinnu, verzlun og lánsfé. Andrumsloftið í þessum helfjötrum minnir helzt á það, sem er íyrir austan járntjald, sagði Einar Sigurðsson. Hann rakti síðar. nokkur iofotð stjórnarflokkanna og benti á, að efndirnar h*ía engar orðið.Hvatti hann til sameiningar gegn þeim öflum, er nú ráða í ríkisstjórn ís- lands. Það dýrmætasta, frelsið, getur verið horfið á morgun, ef slegið er slöku vtð, sagði hann að lokum. Ur röðum stjórnarsinna töluðu Björgvin Jónsson alþingismaður og Einar Jónsson í Miðnesi, en að ræðum þeirra loknum, töluðu Gunnar Thoroddsen og Erlend- ur Björnsson. 1700 lestu geim- skip til Mnrs ? STORRS, Connecticut. — AFP — Dr. Charles Waring, hinn visindalegiráðgjafi bandariska hermálaráðherrans, Wilbur Bruckers, sagði nýlega í ræðu, er hann hélt í Storrs, að vís- indadeildir hersins hefðu gert áætlanir um að senda 1700 lesta geimskip út í geiminn í áttina til Mars. Tólf manna áhöfn á að vera í geimskip- inu. Waring, sem er forseti efnafræðideildar Connectieut- háskóla, bætti því við, að ein- stök atriði þessarar áætlunar hefðu þegar verið rædd, þó að smíði geimskipsins væri cnn ekki hafin. Ég hcld, að horf- urnar á því, að geimskipið komist til Mars og heim aftur, séu allgóðar, sagði Waring. leið og hann þakkaði kennurum I morgun mánudag áleiðis til Fser- og nemendum samstarfið i vetur.'eyja. Skákkeppni vélsmiðjanna NÝLEGA er lokið árlegri skák- keppni vélsmiðjanna í Reykja- vík. Er keppt í fjögurra manna sveitum og urðu úrslit nú þannig. Landsmiðjan vann Héðinn 314 gegn Vz. Landsmiðjan vann Stál- smiðjuna með 3X4 gegn y2 og Héðinn vann Stálsmiðjuna 3 gegn 1. Sveit Landsmiðjunnar sem sigr aði skipa Arinbjörn Guðmunds- son, Jón Óli Ólason, Guðm. Ar- onsson, Birgir Bogason og Jón Þ. Bjömsson. Sveitin hlaut að launum bikar, er Landsmiöjan gaf. Unnu Landsmiðjumenn hann nú til eignar, en þeir hafa sigrað í keppni vélsmiðjanna þrisvar í röð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.