Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 15. jún! 1958 Moncvvntiaðið 3 Séra Biarni Jónsson Þér er fooð/ð TiX þess að fá nokkra liugmynd um hvernig síldveiðiskipin eru búin út á síldarvertíðina við Norðuriand, er fróölegt að ganga vestur í bátahöí'nina við Grandagarð hér í Reykjavík. I»ar hefur verið mikið að starfa undanfarna daga við fjölda skipa, sem voru þar til viðgerðar og málunar og hafa tugir iðnaðarmanna verið að vinna í skipunum. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.). Ú r v eri nu -- Eftir Einar Sigurðsson- Togararnir Við Austur-Grænland, þar sem flest skipin halda sig um þessar mundir, var framan af vikunni hvöss austan- og norðaustanátt, svo hvöss, að skipin gátu ekki togað í 2 sólarhringa. A hetma- miðum var betra veður og þó all- hvasst. Síðari hluta vikunnar var hægviðri. Nokkuð af skipunum er svo við Reykjafjarðarál norð- austur af Horni, og skipin, sem veiða í salt, fyrir vestan Græn- land eins og áður. Afli var góður síðustu viku, sérstaklega hjá þeim skipum, sem voru við Austur-Grænland, þar sem þau fengu bæði þorsk og karfa. fs er enn yfir Vestfjarðamið- um. Fisklandanir: Hvalfell ........ 260 t. 12 daga Askur ........... 291 - 9 — Karlsefrri ... 315- 9 — Jón Þorláksson .. 60-14 —. saltfiskur .... 110 - Reykjavík Sjóveður var gott alla vikuna. Afli var tregur hjá hantltæra- bátunum, 200—300 kg. á færi yfir daginn. Einn bátur, Kristín, kom inn eftir 4ra daga útivist með 13 lestir af fiski, sem fengizt liafði á handfæri í Breiðubugtinni. Akranes Síðustu 5—6 reknetjabátarnir, sem voru með netin um borð, fóru út á sunnudaginn var og urðu ekki varir við síld, og þar með lauk reknetjaveiðinru að þessu sinni. Verið er nú að búa alla báta á síldveiðar, sem norður ætla Verða þeir einir 18. Bjarni Ólafsson kom frá Græn- landi í vikunni eftir 17 daga úti- vist með 220 lestir af isvörðum fiski, mest þorski. Keflavík Síldveiði í reknet var sama og engin siðustu viku, og eru nú flestallir búnir að taka netm úr bátunum, aðeins einir tveir bát- ar eru enn með þau um borð. Flestir bátar eru að verða til- búnir til norðurferðar. Vestmannaeyjar Sjór er nú lítið stundaður, að- eins af nokkrum handfærabátum og einum bát, sem rær með línu. Hjá handfærabátunum var afl inn ágætur síðustu viku, komst hjá Gamminum upp í 14 lestir yfir sólarhringinn. Var það allt ufsi. Runólfur rær með línu og afl- ar ágætlega, hefur komizt upp í 13 lestir í róðri. Er aflinn mest langa. . Flestir síldveiðibátarnir eru nú að verða tilbúnir til norðurferð ar, og einn er þegar farinn, Kap. Tundrið í norðurhöfum Landhelgismálið vekur heims- athygli. Það er því ekki furða, þótt íslendingar sjálfir fylgist af mikilli athygli með hverjum þætti í gangi málsins. Atburðir síðustu daga minna dálítið á annað deilumál, sem á döfinni var fyrir ekki ýkja löngu, átökin um Súez. Bretar og Frakkar töldu Egypta vera að brjóta samninga og alþjóðalög. Egyptar töldu hins vegar réttinn sín megin. Það þarf ekki að rekja gang þeirra mála lengra, til þess er mönnum hann í of fersku minni. Okkur íslendinga langar ekki til að ánetjast nokkurri þjóð. Við viljum umfram allt varðveita sjálfstæði okkar, ekki aðeins í orði, heldur og á borði. Okkar fróma ósk er, að aðrar þjóðir viðurkenni rétt okkar til fiski- miðanna við strendur landsins, sem lífsafkoma þjóðarinnar bygg ist á. Og er það ekki það, sem koma skal, að hver þjóð hafi einkarétt til fiskveiða, ekki að- eins innan 12 mílna línunnar, heldur á öllu landgrunni sínu? Síldveiðarnar Meiri undirbúningur er nú undir síldveiðarnar norðanlands en nokkru sinni áður. Skipin verða vafalítið fleiri en í fyrra, eða á að gizka 250 skip, og veiði- tækin fullkomnari. Þannig verða mörg skip með nælonsíldarnæt- ur. Þegar það bætist svo við, að Noi'ðmenn verða nú fyrr og fleiri á miðunum en nokkru sinni áður, er viðbúið, að þröng geti orðið á þingi. Margar aðrar er- lendar þjóðir verða þarna fyrir utan Norðmenn, þótt þeir verði langflestir og stórvirkastir. Það er talið, að Norðmenn byrji strax með 100 skip, sem veiða í snyrpu, og láti 35 skip flytja síldina í norskar síldarbræðslur. Þar að auki verði 20 stór snyrpuskip, sem ætli sjálf að flytja síldina til Noregs. Aldrei hefur verið eins dýrt og nú að búa skipin á síldveiðar, einkum þegar um nýjar nætur er að ræða. Nælonnót kostar nú við 300 þúsund krónur, og hefur þá hækkað við 100 þúsund krón- f ÞESSUM mánuði eru liðin 50 ár frá því ég flutti fyrstu ræðu mína hér í Dómkirkjunni. Síra Jóhann bauð mér prédikunar- stólinn. Ég var bæði hræddur og feiminn, en langaði samt til þess að flytja ræðu. Þegar ég las guð- spjall dagsins, frásögnina um hina miklu kvöldmáltíð, eignað- ist ég nýjan kraft, og þó að ég væri feiminn og kvíðafullur, var gleðin í fylgd með kviðanum. — Hver var sú gleði? Að vera þjónn, sendur til þess að bjóða mönn- um til heilagrar hátíðar. Þessi gleði býr enn hjá mér. Það er sama guðspjallið í dag, eins og fyrir 50 árum. Það hefir veitt mér mikirin fögnuð, er menn hafa tekið boðinu, og oft hefi ég verið sorgbitinn, er boð- inu hefur verið hafnað. Á liðnum árum hefi ég séð marga samferðamenn kveðja þenna heimj og ég hefi séð þjón- ana, sem buðu mönnum til hátíð- ar í guðsríki, hverfa héðan. En Drottinn er hinn sami í gær og í dag. Þjónarnir eru um stund, en Drottirin er hér ávallt, og hann bíður í dyrunum til þess að bjóða menn velkomna, er þeir ganga inn í veizlusalinn. fylgir hirðuleysi, og menn fara á mis við hin dýrustu gæði. Með afsökunum og kæruieysi svipta menn sig hátíðargleðinni. En Guð heldur áfram að bjóða. Hve fagurt hlutverk að vera send ur af Guði með boðsbréf til mann anna. Þjónninn hefur góð skila- boð að flytja. Hann má ekki þreytast. Alltaf á hann að segja: Komið, því að allt er þegar til- búið. Hann má búast við afsökunum: Ég get ekki komið i dag, og ég verð að sofa út í fyrramálið. Ég vérð að gæta hinnar ítrustu var- kárni, og ég treysti mér ekki til að sitja lengi á hörðum kirkju- bekkjum. En þegar Drottinn kallar, hvernig get ég asfakað mig? Hann segir við mig: „Kom þú, eins og þú ert“. Ef þér er boðið í veglegt samsæti, getur vel ver- ið, að þú afsakir þig, af því, að þú átt ekki nógu fín föt. En Guð segir: „Kom þú. Ég skal sjá þér fyrir skartklæðum". En hve vér íslendingar meg- um vera þakklátir, að þjónarnir fá tálmunarlaust leyfi til þess að kalla á menn, svo að þeir taki á móti blessun frá Guði. Biðjum I fyrir þjónunum, að þeir séu Guð vill, að allir taki boðinu. brennandi í andanum, ávallt Það er hið veglegasta boð, og vissulega hafði sá maður rétt að mæla, sem sagði við Jesúm: „Sæll er sá, sem etur brauð í guðsríki“. Mér er óskiljanlegt, að menn skuli afsaka sig, þegar þeim er boðinn hinn mesti fögnuður. Menn standa í biðröðum til þess að fá aðgöngumiða að stundar- gleði, en skeyta því engu, þó ur vegna nýja yfirfærslugjalds- | að Þeim se ætluð hin fullkomna ins. Það þarf ekki minna en 2000 Sleði- Þá verða menn sv<? var' mála afla til þess að borga aðeins verðhækkunina, þegar tekið er tillit tii þess, að skipshöfnin fær sinn hluta af aflaverðmætinu á móti útgerðarmanninum. Síðustu árin hefur síldin ver- ið mest á austursvæðinu, og hef- ur einatt verið mikill bagi að því, hve lítið hefur verið þar um síldarverksmiðjur. Nú er verið að bæta þó nokkuð úr því með byggingu verksmiðju á Vopna- firði og Neskaupstað. Verksmiðj- ur voru fyrir á Seyðisfirði, Eski- firði og Fáskrúðsfirði, fyrir utan svo að sjálfsögðu aðalverksmiðj- una á austursvæðinu, Raufar- hafnarverksmiðjuna. Auðveldar þessi verksmiðjukostur fyrir austan skipunum veiðina og ætti að gefa þeim meiri afla, ef síld- in hagar sér eins og áður. Allmikið hefur verið selt af síld fyrirfram, eða 262 þús. tn. Allir vita, hvílíkur herramanns- matur norðansíldin er, og verður að treysta því, að sala takist á viðbótarmagni, ef um mikla veiði verður að ræða, en það veit að sjálfsögðu enginn fyrirfram. Norðmenn hafa haldið því fram, að síldarleysistímabilin standi í 50—60 ár. Ekki hafa ís- lendingar viljað trúa á slíkar kenningar, því að alltaf hafa þeir verið að auka þátttökuna í veiðunum. Bjartsýni síldaráranna með verksmiðjubyggingar á von- andi eftir að koma okkur að góðu liði áður, en langt um líður, ef til vill strax í sumar. Það var sárgrætilegt að sjá á eftir Hær- ingi til Norðmanna, 8000 mála nýtízku verksmiðju fyrir 4V2 millj. króna. Hann hefði komið í góðar þarfir fyrir austan, og þá hefði ekki þurft a. m. k. í bili að hreyfa Dagverðareyrar- verksmiðjuna. Miklar vonir eru bundnar við síldarúthaldið fyrir norðan að þessu sinni eins og fyrri daginn. Mestu máli skiptir þetta auðvit- að fyrir þá, sem eru beinir þátt- takendur í veiðum og verkun, en miklu skiptir það hvert manns- barn í landinu, þjóðarbúið í heild. Aldrei hefur verið meiri þörf á miklum síldarafla en nú. reiðubúnir til þess að kalla á þá, sem eru fagnandi og búa sólar- megin, ávallt hlýðnir, er þeir eru sendir til þeirra, sem búa í baráttunnar heimkynnum. Guð blessi þá, sem flytja mönnunum orð lífsins. Hús Drottins er rúmgott. Það er óhætt að bjóða og kalla. Það er kallað á æskuna. Mörgum fermingarbörnum hefur verið boðið til hinnar fegurstu hátíð- kárir. Þá er allt til fyrirstöðu. Það er kallað á karla og kon- Gat ekki maðurinn, sem keypti akurinn, skoðað hann á öðrum tíma. Þurfti hann að nota veizlu tímann til þess. Auðvitað hafði sá, er keypt hafði akneytin, mörg tækifæri til þess að reyna þau. Hann var búinn að kaupa þau. Hann missti ekki af kaupunum, þó að hann færi í veizluna. Eða hvað segir þú um manninn, sem svarar boðinu með þessari setn- ingu: „Ég er nýgiftur, og þess vegna get ég ekki komið“. Hann svarar blátt áfram neitandi og afsakar sig ekki. Honum mátti þó vera það ljóst, að konan var boðin með honum. Eitt var þessum mönnum sam- eiginlegt. Þeir vildu ekki. Þetta snerti þá ekki. Þeir voru kæru- lausir, hlutlausir. Það er þetta afskiptaleysi, sem er óvinur hins heilaga málefnis, þessu hlutleysi Rafmagns-veiðitæki I Sovétríkjunum hefur verið fundið upp rafmagnstæki til veiða á höfum úti. Tækið veiðir eingöngu stóran fisk og skilur eftir smáfiskinn. Tækið lamar fiskinn, sem er síðan sogaður með dælu upp í skipið. Færeyingar ekki eftirbátar Færeyingar binda miklar von- ir við veiðarnar í ár við Græn- land og Nýfundnaland. Senda þeir þangað 9 stóra togara, 30 stærri skip og 50 stóra vélbáta. Láta íslendingar byggja í Noregi? Norsk blöð skýra frá því, að vonir standi til, að norskar skipasmíðastöðvar byggi á næst- unni 10 fiskiskip fyrir íslendinga. £ „ÚR VERINU“ — kemur næst með haustinu. — ESKIFIRÐl, 13. júní. — Að und- aníornu hefur verið unnið að því að búa bátana hér á síldveiðar. Fjórir bátar munu stunda veiðar, og er einn þeirra þegar farinn. Er það m.b. Jón Kjartansson. — Gunnar. ur í umsvifum hins daglega lífs. Það er kallað á hina sjúku og sorgbitnu, það er hvíslað að þeim: „Þér er boðið“. Þjónninn nemur staðar hjá gamalmenninu og segir: „Þér er ekki gleymt. Guð bíður eftir þér“. Aldrei gleymi ég myndinni, er Joakim Skovgaard hefur málað. Myndin ber heitið: „Hin mikla kvöldmáltíð“. Þekur myndin veggina í Vébjargadómkirkju. Ég horfði lengi á þjónana, sem hjálpuðu fólkinu upp þrepin inn í gleðisalinn. Þetta er í dag líf og starf krist- innar kirkju. Boðskapurinn er hinn sami nú í dag eins og áður: „allt er tilbúið". Skilaboðin eru hin sömu: Komið. Rekum tómlætið burt. Svæfum oss ekki í kæruleysi og hlutleysi. Fylgjumst að inn í heimkynni guðsríkis. Segjum mönnum frá, hve yndislegt er að vera þar. • Seg þeim, hvað þú sjálfur reyndir, sjálfur veizt og þreifar á, um hans kærleik, um hans dæmi, um hans lífgun dauðum frá. Hvílík tign að vera sendur af Drottni, hvílík gleði að fá að verða samferða á fund Drottins. Oft nem ég staðar við þessi orð Matth. Jochumssonar: Lifðu Jesú —- sálum safna sólargrams und merkisstöng. Þetta er hin rétta aðferð: Að taka með fögnuði tilboði Drott- ins, er hann segir: „Fylg þú mér“, fara þá til mannanna og segja þeim frá hinu sælasta hnossi. Þá verður hægt að tala um lif- andi, starfandi kirkju. Þá verður eðlilegt að syngja: Hve. gleðileg verður sú guðsríkis öld. Það á ekki að slá þessu á frest. Þetta á að gerast hér. Þetta á að gerast nú. Fagnaðarboðskapur er oss flutt ur. Þessi gleðitíðindi eru ætluð þér. Þegar boðsbréf er sent oss, er ætlazt til að vér svörum. Ég flyt þér kveðjuna: „Þér er boðið.“ Ég bið þess, að þú svarir: Ég þakka. Ég kem. Þá fagnar þú áreiðanlega hinni sælustu stund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.