Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 8
8
MORCVNBT4Ð1Ð
P mnudagur 15. júní 1958
.—..
, 'í'"‘ ’ '
Hið glæsilega tilraunabú Búnaðarsambands Suðu rlands að Laugardælum.
Ljósm. vig.
Bunaðarsamband Suðurlands 50 ára:
Landbúnaðarsýning
í tilefni afmælisins
Rabbað við framkvæmdastjóra sýningar-
innar og formann sambanasins
UM þessar mundir eða nánar til
tekið hinn 8. júní, eru hðin 50 ár
írá því að Búnaðarsamband Suð-
urlands var stofnað í Þjórsár-
túni. í tilefni þess efnir sam-
bandið til iandbúnaðarsýningar á
Selfossi, er hefjast mun 16. ágúst
næstkomandi.
Tíðindamaður blaðsins brá sér
austur þangað til þess að liitta
að máli forvígismenn bæoi sam-
bandsins og sýningarinnar.
Við hús Sláturfélags Suður-
lands norðan ölfusárbrúar var
mikið um að vera. Jarðýta bylti
um
um mónum í
málarar voru
Síðan verður
húsið skreytt,
og það girt.
kringum húsið,
að verki inni við.
svæðið urnhverfis
sáð í það grasfræi
ir af fyrirmyndarbýlum héraðs-
ms og sögustöðum. Einnig verða
sýndar ýmsar tegundir landbún-
aðarvéla. Fyrirhugað er að fjöl-
breytt skemmtiatriði verði í sam-
bandi við sýninguna, svo sem
dansleikir og fleira.
Eftir að hafa rætt við Einar
Þorsteinsson framkvæmdastjóra
sýningarinnar um allt fyrirkomu
lag þar, brugðum við okkur heim
til Dags Brynjólfssonar frá Gaul
verjabæ og áttum tal við hann
nokkra stund um starfsemi sam-
bandsins og sögu. Dagur er nú-
en verandi formaður þess og hefur
Iverið um fjölda ára.
Engin landbúnaðarsýning í 11 ár.
Landbúnaðarsýning hefur ekki
verið hér á landi síðan árið 1947
og má segja að lítils áhuga hafi
gætt í því efni hér á landi. Er-
lendis eru slíkar sýningar oft á
ári.
Að þessu sinni mun Búnaðar-
samband Suðurlands sýna búfé
alls konar. Þá mun og verða garð-
yrkjusýning, heimilisiðnaðarsýn-
ing, sem kvenfélögin á félags-
svæðinu sjá um.Sambandið mun
hafa sjálfstæða sýningardeild, þar
sem fram kemur ýmislegt í sam-
bandi við "semi þess.
Þar að au.U munu ýmis verzlun
ar og framleiðslufyrirtæki sýna
varning sinn og framleiðslu. Má
í því sambandi nefna að Mjólkur
bú Flóamanna sýnir framleiðslu-
vörur sínar og Sláturfélag Suð-
urlands ýmsan kjötvarning. —
Klemenz á Sámsstöðum mun
sýna ýmislegt frá tilraunabúinu
þar. Þá verður einnig ljósmynda-
sýning, þar sem fram koma my id
Nær yfir 3 sýslur.
Ástæðan til þess að ekki
reyndist kleift að halda upp á
afmæli Búnaðarsambands Suð-
urlands á þeim degi mánaðarins,
sem það var stofnað, er sú, að
þá eru annir mjög miklar hjá
bændum, sauðburði vart lokið og
vorverk í fullum gangi Enn-
fremur var sýningarsvæðið ekki
tilbúið og fyrirvari ekki nægur
til þess að ganga frá þvi eins
og þurfa þykir. Af þeim
sökum var sýningunni og öllum
frágangi í sambandi við afmælið
frestað þar til í ágúst.
Búnaðarsamband Suðurlands
nær yfir þrjár sýslur, Árnes-,
Rangárvalla- og Vestur-Skafta-
fellssýslum. Forvígismenn um
stofnun sambandsins voru þeir
bændahöfðingjarnir Siguvður
Guðmundsson á Selalæk, Guð-
mundur Þbrbjarnarson á Stóra-
Hofi og séra Ólafur Finnsson í
Kálfholti.
Fyrsta verkefni sambandsins
var að hvetja menn til að rækta
og kenna þeim plægingar. Síðar
beitti það sér fyrir að kenna
mönnum meðferð sláttuvéla. —
Fyrsti ráðunautur sambandsins
var Jón Jónatansson. Eitt mesta
stórvirki, sem sambandið beitti
sér fyrir var Flóaáveitin. Var það
á sínum tíma eitt mesta afrek,
sem unnið hafði verið hér á landi
á sviði búnaðarmála. Þá urðu
bændur að veðsetja jarðir sínar
fyrir hinum mikla kostnaði er af
framkvæmdinni leiddi. Svo fram
sýnir voru forustumenn sam-
bandsiná á þeim tíma, að þeir
hugsuðu sér að í sambandi við
áveituna yrði heyvinnsluvél starf
rækt, eða eins konar heymjöls-
verksmiðja. Átti þá að mæla
heyið og sekkja og geyma til vetr
arins í sameiginlegu forðabúri.
En þetta komst aldrei á vegna
þess að fé fékkst ekki til fram-
kvæmda.
Þá lét búnanðarsambandið sig
mjög skipta afurðasölu bænda
og hafði á hana ýmis áhrif bæði
bein og óbein.
I heild má segja að sambandið
hafi haft meiri og minm afskipti
af öllum framfara- og menning-
armálum landbúnaðarins á sam-
bandssvæðinu.
Sambandið hefur á hendi um-
fangsmikla starfsemi.
Nú hefur sambandið í sinni
þjónustu 5 búfræðikandidata. —
Það rekur umfangsmikla tilrauna
stöð í Laugardælum með 150
nautgripi, 70 svín, 20 hross og
um 500 hænsni ásamt umíangs-
mikilli útungun. í Laugardælum
eru gerðar ýmiss konar beitar-
tilraunir og fleiri fóðurtilraunir.
Þá eru í framkvæmd og hafa
hafa verið gerðar ýmsar mjög
veigamiklar tilraunir á sviði bú-
fjárræktar. Þá rekur sambandið
kynbótastöð og sér um sæðingu
kúa í 5 hreppum, en til stendur
að þremur verði bætt við. Hef-
Hér verður landbúnaðarsýningin, sem hefst 16. ágúst.
Kynbótastöð Búnaðarsambands Suðurlands.
Núverandi stjórn Búnaðarsambands Suðurlands. Sitjandi frá
vinstri: Sigurjón Sigurðsson, Raftholti, Dagur Brynjólfsson frá
Gaulverjabæ, og Páll Diðriksson, Búrfelli. Standandi: Eggert
Ólafsson, Þorvaldseyri, og Sveinn Einarsson, Reyni.
ur kynbótastöð þessi 8 naut, þar
af eitt holdanaut, sem er í eigu
Búnaðarfélags íslands. Samband-
ið hefir auk þessa ýmsar fleiri
tilraunir á sambandssvæðinu.
Bústjóri í Laugardælum er Þór-
arinn Sigurjónsson.
Svo enn sé talið eitthvað af hin
um mörgu og mikilvægu verkefn
um sambandsins má nefna að
það gekkst fyrir fræðslunámskeið
um í Sandvík. Sóttu námskeið
þetta allmargir ungir menn af
sambandssvæðinu. Stóð það mán
aðartíma á vetri hverjum í fimm
vetur. Var þar kennd undirstaða
í búfræði.
Að loknu þessu stutta rabbi
um Búnaðarsamband Suðurlands
héldum við upp í Laugardæli til
þess að skoða hið glæsilega til-
raunabú. Ekki er tóm til að lýsa
því hér að sinni. Hitt er víst að
það hefur verið og verður mikil
lyftistöng ekki aðeins sunnlenzk
um bændum heldur íslenzkum
landbúnaði í heild.
Ekki er að efa að fróðlegt og
skemmtilegt verður að sjá land-
búnaðarsýningu Búnaðarsam-
bands Suðurlands í ágúst nk. Tii
hennar verður vandað svo sem
kostur er. Ekki er ótrúlegt að
bændur víðsvegar af landinu
taki sig saman og fari þangað
hópferðir sér til fróðleiks og
skemmtunar.
vig.
Frá vinstri: Einar Þorsteinsson,framkvæmdastjóri landbúnað-
arsýningarinnar, Dagur Brynjólfsson, formaður Búnaðarsam
bands Suðurlands, og Þórarinn Sigurjónsson, bústjóri í Lauí
ardælum.