Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.1958, Blaðsíða 13
Sunnudagur 15. júní 1958 MORCVNBLAÐlb 13 n&r Þetta minnismerki hafa Rússar reist inni í miðri Beriínarborg, á sömu sióðum og Vilhjálmur II. hafði sín sigurgöng. Nú er þarna landsspilda, se m beint hefur verið afsöluð rússneska ríkinu og þar halda tveir rússneskir hermenn stöðugan vö rð, svo sem sjá má á hinni myndinni á síðunni. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 14. júní Valdataka de Ganlles Síðustu vikurnar hafa heims- blöðin skrifað meira um atburo- ina, er verið hafa að gerast í Frakklandi, en nokkuð annað. Eftir á kann svo að virðast sem valdataka de Gaulles hafi verið óhjákvæmileg. En fáum dögum áður en óeirðir Frakka í Alsír hófust töldu menn, sem árum saman höfðu fylgzt með frönsk- um stjórnmálum, að engar líkur væru til þess, að de Gaulle yrði kvaddur til að leysa vandann. Rík ástæða er til að staldra við og íhuga hvaða ástæður liggja til, að hann er nú engu að síður oröinn forsætisráðherra með meira valdi en fyrirrennarar hans í þeirri stöðu. Enginn efi er á því, að de Gaulle er með merkustu mönn- um, sem nú eru uppi. Með því að blaða í endurminningum hans sést, að hann er frábær rithöf- undur. Hann er og maður skarp- skyggn með víðan sjóndeildar- hring, haldinn bjargfastri trú á þýðingu sjálfs sín fyrir frönsku þjóðina. Þeim, sem utan við standa, kann raunar að virðast svo sem Frakkland hefði verið endurreist á sinum tíma hvort sem de Gaulle hefði farið úr landi í júní 1940 og hafið hreyf- ingu frjálsra Frakka, eða ekki. Því að það voru ekki frjálsir Frakkar, sem frelsuðu land sitt, heldur herafli Bandaríkjamanna og Breta. Þess vegna kann sum- um að þykja ofmælt þegar de Gaulle kemst einhvers staðar svo að orði, að skip, sem hafði hann innanborðs á stríðsárunum, hafi borið framtíð Frakklands. Gamalkunnur hugsunarháttur Hitt er vafalaust að de Gaulle átti ríkan þátt í því að bjarga sjálfsvirðingu Frakka á Stríðsár- unum. Það kann og að vera rétt, sem ýmsir segja nú, að de Gaulle hefði 1944 til 1946 verið í lófa lagið að taka sér alræðisvald í Frakklandi í stað þess að stofna fjórða lýðveldið eins og hann gerði. Sjálfur sagði de Gaulle ein- hvern daginn rétt áður en hann tók við völdum, að sá sem hróp- aði de Gaulle vildi Frakklandi vel. í sjálfu sér er ekki ástæða til að efa þetta. Lýðræðissinnar hljóta þó að telja, að maður geti viljað Frakklandi vel, þó að hann hrópi ekki de Gaulle. Lýð- ræðissinnar trúa á óhjákvæmi- leik og jafnvel gildi skoðana- ágreinings. Einræðismenn, hverju nafni sem nefnast, telja aftur á móti, að þeir einir hafi eða geti fundið hina réttu lausn, og það séu svikráð við þjóðina ef stað- ið sé á móti þeim. Þessi hugsunarháttur er þeim, er fylgdust með atburðarásinni í heimsmálunum fyrir síðari heims styrjöldina, alltof ferskur í minni til þess að ekki setji að þeim ugg, þegar maður , haldinn hon- um, er nú kvaddur til valda í einu þeirra stórvelda heimsins, sem hvað háværast hefur látið af lýðræðisást sinni. Einangraðir valdhafar Við mat á þessum atburðum öllum ber þó að hafa í huga, að de Gaulle hrifsaði ekki sjálfur völdin í sínar hendur. Hann var kvaddur til þeirra af forseta landsins og meirihluta þing- manna. Annað mál er það, að þingmeirihlutinn samþykkti þá kvaðningu nauðugur, enda varð hann jafnframt að gangast undir að ætla þinginu mun minni afskipti af stjórn málefna ríkis- ins en hingað til. Á þeirri þróun bera þingmennirnir sjálfir mikla ábyrgð. Sundurlyndi þeirra og úrræðaleysi var slíkt, að þegar til átti að taka vildi enginn hræra legg né lið þeim til vernd- ar. Stjórnmálaforingjarnir stóðu einangraðir með þjóð sinni og allur almenningur lét sig litlu eða engu skipta, þó að þeir væru sviptir völdum með vægast sagt varahugaverðu móti. Herinn, þetta æðsta tákn styrk- leika ríkisins, knúði þingið til að kveðja de Gaulle til valda, bein- línis gegn vilja og ætlun sjálfra þingmannanna. Afstaða hersins kann að sumu leyti að vera mannlega skiljanieg. A árunum eftir síðari heimsstyrjöldina hef- ur frönskum hermönnum hvað eftir annað verið falið að verja með ærnum blóðfórnum stöðvar, svo sem í Indó-Kína, er stjórn- málamennirnir sömdu síðan um að afsala. Nú hefur baráttan um Alsír staðið í mörg ár. Herinn óttaðist að þar ætti enn að leika sama leikinn. Engu að síður hljóta lýðræðisunnendur • hvar sem er að fordæma þá aðferð, sem franski herinn hafði hér. Hjuggu þ eir, er hlífa skyldu Það var ekki múgurinn í Alsir, sem úrslitum réði, heldur hótun- in um að senda hersveitirnar til heimalandsins. í lýðræðisþjóðfé- lagi er það grundvallarregla, að herforingjarnir eigi skilyrðis- laust að vera seldir undir vald ríkisstjórnarinnar. Forseti Frakk lands ætlaði og í fyrstu að fylgja þessu eftir, en orð hans voru að engu höfð. Ef þjóðfélagið sjálft hefði ekki verið feyskið, mundu borgararnir hafa séð hver hætta var á ferðum og snúizt til varn- ar. Hvorki lögregla né almenn- reisnaímannanna, ef ekki beinn frumkvöðull uppreisnarinnar. •— Með þessu varð þegar ljóst að hverju stefndi. Ríkisstjórnin sjálf hafði ekki dug til að halda uppi hinu löghelgaða skipulagi og almenningur var orðinn svo þreyttur á sífelldu valdabraski, og krit á milli þeirra, sem þó héldu áfram að vinna saman í einu eða öðru fornrii, að hann lét sig engu skipta hvað ofan á yrði. Vel má vera, að fyrir Frakk- land reynist farsælast, að de Gaulle komi nú til valda. Engin ástæða er til að efa, að hann sé mikilhæfasti Frakkinn, sem nú er uppi. Það er vafalaust rétt, sem ýmsir segja nú, að fásinna sé að jafna honum við Hitler og Mussolini. Þó að hann vilji sterka stjórn, er hugarfar hans allt annað en þessara tveggja látnu einræðisherra. Aðferðin við valdatöku hans er og mildari en var á ítalíu og í Þýzkalandi á sínum tíma. Þó er hér bita mun- ur en ekki fjár, og sannarlega er það ískyggilegt tímanna tákn, að í heimalandi byltingarinnar 1789 skuli slíkir atburðir gerast nær tveimur öldum síðar. Víti, sem ber að varast Ýmsir, ekki sízt Frakkar, hafa mjög haft á orði, að vegna feng- innar reynslu, yrði að draga lýð- ræðisást Þjóðverja í efa. Úrræða- leysi þýzkra stjórnmálamanna í kringum 1930 og óheppileg fram- koma Vesturveldanna gagnvart Þýzkalandi á þeim árum átti höfuðsökina á því að Hitler komst til valda fyrir aldarfjórð- ingur vildi veita lögmætri stjórn landsins né þjóðþingi þá vernd, sem lögin sögðu til um. Þess vegna varð þingmeirihlutinn þegar á reyndi, feginn að kveðja de Gaulle til valda í því skyni að koma í veg fyrir eitthvað enn- þá verra, að því er uppi var látið. SJ órnarinnar Uppgjöf ríkisstjórnarinnar lýsti sér strax í því, að þegar hún fékk aulcið vald til að bæla óró- ann niður, þorði hún ekki sjálf að beita því valdi í Alsír, heldur fékk það í hendur yfirhershöfð- ingjanum Salan, þó að vitað væri, að hann væri á bandi upp- ungi. En hann myndaði stjórn sína með samþykki forseta og ríkisþings. Ríkisþingið fékk hon- um m.a.s. með lögáskldum meiri- hluta sérstök völd. Eftir að hann hafði ráðið ríkjum í nokkur ár, skrifaði Winston Churchill, að enn væri ósýnt, hvort Hitler yrði einn farsælasti stjórnandi, sem Þýzkaland hefði haft eða völd hans snerust til ógæfu. Því miður fór á siðari veginn. Hörmungarnar, sem dundu yf- ir Þýzkaland, voru meiri en orð fá lýst. Þó að menn hafi lesið miklar lýsingar af eyðingu borga þar í landi, þá eru eyðileggingar- merkin nú, þrettán árum eftir stríðslokin, miklum mun meiri en nokkur skyldi ætla. Engu að síður hafa þar verið unnin ótrú- leg stórvirki. Endurbygging Þýzkalands ber vitni um dug og manndóm þýzku þjóðarinnar með sama hætti og eyðileggingin um skammsýni hennar, þegar þjóðin hélt, að hún leysti all- an vanda með því að fela framtíð sína í hendur einræðis- herra. Tveir lieiniar , Munurinn á frelsi og ófrelsi sést og hvergi betur en í Berlín. Það er eins og komið sé inn í annan heim, þegar horfið er úr Vestur-Berlín, þar sem frjálsir stjórnhættir ríkja, og inn fyrir endimörk kommúnista. M. a. s. skrautbyggingarnar, sem verka- lýður Austur-Berlínar var látinn sveitast við að byggja, þótt hann ætti við svo þröngan kost að búa, að leiddi, til uppreisnarinnar 17. júní 1953, eru svo lélega byggðar, að þeim liggur nú þegar við hruni. Hvergi má betur sjá en í Berlín nú, muninn á þeim af- rekum, sem unnin eru þar sem frjálsræði ríkir og niðurlæging- unni þar sem þvingunin ræð- ur. — Rússneskt landsvæði ^ Nokkru fyrir vestan takmörk hins kommúníska hluta Berlínar- borgar er sérstök landspilda sem samkvæmt Potsdam samningun- um tilheyrir sjálfu Rússlandi. Þessi spilda er einmitt á sömu slóðum og sigurgöngin, sem nafn- kunn voru áður fyrr og reist voru fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Þarna er nú veglegt minnismerki um sigur rússneska hersins og halda tveir rússneskir hermenn vörð um það dag og nótt. Minnismerki þetta, og hin rúss- neska landspilda inni í miðri Ber- línarborg, minna á hverjir það voru, sem að lokum högnuðust á sigri Hitlers yfir lýðræðinu. þýzka. Það voru valdamennirnir í Kreml, sem þar báru stærstan hlut frá borði áður en yfir lauk, og færðu veldi Rússa lertgra vest- ur á bóginn en það nokkru sinni áður hefur náð. Þó að ólíkum mönnum sé sam- an að jafna, telja sumir nú, að kommúnistar hyggi valdatöku de Gaulle í Frakklandi eigi síður líklega sér til framdráttar, þegar til lengdar lætur, en hrun lýð- ræðisins varð þeim á sínum tíma í Þýzkalandi. Auðvitað láta kommúnistar svo sem þeir séu eindregnir á' móti de Gaulle. En þeir vita ofur vel um ótta ýmissa við, að hann kunni að veikja sam heldni hinna vestrænu ríkja og jafnvel leita sérsamninga við Rússland. Sérstaklega telja þeir, að Öfgar bjóði oftast öfgum heim, og þess vegna sé við búið að þeg- ar Frakkar hafi fengið nóg af einræði de Gaulle, muni komm- únistum gefast hið gullr.a tæki- færi til að hrifsa völdin í Frakk- landi í sínar hendur. Víst ber að óska þess, að þetta fari á annan veg. En lýðræðis- sinnar mega aldrei gleyma því, að öll frávik frá lýðræði eru hættuleg. Mikið er til í því að lýðræðið er um sumt erfiðasta stjórnarformið. En það eitt er samboðið frjálsbornum mönnum. Framtíðarheill er ólíkt betur borgið með því að feta sig áfram eftir hinum erfiða stig frelsis og lýðræðis en að ofurselja sig yfir- i áðum einhvers foringja, sem nokkur hluti lýðsins hyggur í bili, að sé ofurmenni, en reynist að lokum háður mannlegum breyskleika eigi síður en aðrir. Þúsund ára ríki Hitlers stóð ekki full þrettán ár. Getur ekki gerzt liér? í upphafi síðari heimsstyrjald- arinnar voru það ýmsir í hir.um hlutlausu rikjum, er sáu að á- rásir og svik gat að vísu að Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.