Morgunblaðið - 19.06.1958, Qupperneq 20
VEDRIÐ
Sunnankaldi, skýjað. — Lítils-
háttar rigning með morgninum.
Jarlshof á Hjalflandi
Sjá grein á bls. 11.
135. tbl. — Fimmtudagur 19. júní 1958
Járniðnaðarmfínn, bifvélavirkjar,
blikksmiðir og skipasmiðir boða
verkfall 26. júní
í GÆR tilkynntu stjórn og
trúnaðarmannaráð Félags
járniðnaðarmanna í Reykja-
vík vinnuveitendum, að fé-
lagsmenn myndu hefja verk-
fall hinn 26. júní, ef ekki hef-
ur áður náðst samkomulag í
deilu þessara aðila Heimildin
til vinnustöðvunar var veitt á
félagsfundi s.l. sunnudag.
I gær tilkynntu einnig Fé-
lag bifvélavirkja, Félag blikk-
smiða og Félag skipasmiða, að
félagsmenn þeirra myndu
hefja verkfall sama dag, ef
samningar tækjust ekki milli
þeirra og atvinnurekenda.
Hafa þá alls 5 félög í Reykja-
vík boðað verkfall næstu daga.
□ oa
Þá er þess að geta, að deilum
vinnuveitenda og verkamanna-
félagsins Hlífar i Hafnarfriði, svo
og verkakvennafélaganna Fram-
Fyrsta síldin barst til
Siglufjarðar í gœrdag
SIGLUFIRÐI, 18. júní. — Fyrstu
síldinni sem berst hingað á síld-
vertíðinni á þessu ári var land-
að í dag. Var hún svo stór að
hægt var að salta nokkurn hluta
aflans, en hitt var fryst.
Það voru sex skip sem komu
með, alls um 1850 tunnur af sild
voru þau þessi: Álftanes frá Hafn
arfirði, sem mun fyrst íslenzkra
síldveiðiskipa hafa fengið síld á
vertíðinni. Var skipið með 350
tn. Faxaborg var með 300 tn.,
Víðir II Garði með 650, Faxavík
300, Guðmundur frá Sveins-
eyri með 150 tn. og Jón Kjartans
son með 100. í dag hófst söltun
á þremur söltunarstöðvum hér
á Siglufirði. Var það hjá Óla
Hinriksen, Óla Óskars og íshúsi
Óskars Halldórssonar. Fitumagn
síldarinnar, sem Álftanesið kom
með var 18,2% meðalvigt 377
gr. og lengd 35,7 cm. Fitumagn
síldarinnar úr Faxaborg var
19,4%. í morgun lóðaði skip á
nokkrar síldartorfur norður af
Siglufirði milli Kolbeinseyjar og
Strandagrunns. Logn og blíða er
hér i dag og mikið líf hefur færzt
í bæinn.
á strœtisvagns-
stjóra við akstur
FÓLSKULEG árás var gerð á
strætisvagnastjóra í fyrrinótt.
Maður nokkur ætlaði að taka sér
far með vagni ofan úr Hlíðum
niður í bæ, og hugðist greiða
fyrir farið með tíeyringi. Þegar
vagnstjórinn benti honum á að
hann þyrfti að greiða meira, sló
maðurinn hann í andlitið.
Siglufjarðarskarð
fært um helgina
SIGLUFIRÐI, 16. júní: — Gert
er ráð fyrir því, að (okið verði
snjóruðningi af fjallveginum yfir
Siglufjarðarskarð á morgun, en
tvær ýtur hafa unnið við þann
starfa síðan um mánaðamót maí
og júni. Er því óhætt að full-
yrða, að vegurinn verður fær öll
um bifreiðum um eða eftir næstu
helgi og jeppabifreiðum nú þeg-
ar. Hér er nú dimmt yfir og bræla
á miðunum. Fjöldi íslenzkra og
norskra síldveiðiskipa liggur í
Siglufjarðarhöfn. Nokkur skip
munu hafa verið á miðunum und
anfarna daga, en ekki er um
neina veiði að ræða. —Stefán.
Horft af hrúnni
AKUREYRI, 18. júní — Leik-
flokkur Þjóðleikhússins hefur
haft hér tvær sýningar á sjón-
leiknum Horft af brúnni, og hef-
ur leikurinn hlotið frábæra
dóma. Síðasta sýning leiksins er
annað kvöld, en héðan heldur
leikflokkurinn til Siglufjarðar og
hefur þar a. m. k. tvær sýningar,
20. og 21. þ, r». Þaðan fer leik-
flokkurinn til ísafjarðar með
Esju og mun hafa sýningar á sex
stöðum víðsvegar um Vestfirði.
Vagnstjórinn vildi ekki láta
árásarmanninn sleppa við svo
búið, og ætlaði að hafa hann með
sér niður í bæ. Er komið var
niður á Laugaveg sló náungi
þesi vagnstjórann enn honum að
óvörum þannig að hann missti
stjórn á bílnum svo hann lenti
þversum á götunni. Er bíllinn
var stanzaður opnaði árásarmað-
urinn hurðina og hljóp út.
Þetta gerðist um kl. 1 um nótt-
ina, og var aðeins ein kona far-
þegi í strætisvagninum auk
mannsins. Vagnstjórinn telur
sig munu þekkja manninn, ef
ef hann sér hann aftur.
sóknar í Reykjavík og Framtíðar-
innar í Hafnarfirði hefur nú ver-
ið vísað til sáttasemjara eftir
árangurslausa fundi með aðilum.
=- Fundur hefur verið boðaður •
verkamannafél. Dagsbrún i
Reykjavík í kvöld til að ræða um
samningamál félagsins.
Ungverskra blaða-
manna minnzt
ÁÐUR en fundum á norræna blaðamótinu lauk í Alþingis-
húsinu í gær báru hinn fimm forsetar þess fram svo-
hljóðandi tillögu:
„Ellefta norræna blaðamótið, sem haldið er í Reykjavík,
lýsir yfir andstyggð og hryggð vegna aftöku tveggja ung-
verskra blaðamanna, Josep Szilagy og Miklos Gimes. Þeir
féllu sem fulltrúar hinna frjálsu blaða og frelsis lands síns.
Við heiðrum minningu þeirra“.
Ályktunin var samþykkt af öllum viðstöddum og risu
mótsfulltrúar úr sætum til að minnast hinna ungversku
blaðamanna.
Bjargráðin í framkvœmd
í GÆR tiíkynnti skrifstofa verð-
gæzlustjóra að kaffikílóið myndi
liæk'ka um eina krónu sextíu
aura. Halfpundið hækkar því úr
kr. 10.50 í kr. 10.90.
í gær kom líka til framkvæmda
hækkun á þvottaefni. Rinsó pakk-
inn hækkar úr kr. 7.90 í kr. 9.50.
Sparr, sem er sennilega mest not-
aða þvottaefni hér á landi, hækk-
ar úr kr. 3.75 í kr. 4.30 pakkinn.
Vim ræstiduft ha*kkar úr kr. 5.30
í kr. 6.70 pakkinn.
Þetta var um þvottaefnið. Þá
skal þess getið að lokum að pakk-
inn af Corn-tíakes hækkar úr kr.
6.55 í kr. 8.10.
Kristján Kristjáns
son skipstjóri
látinn
KRISTJÁN Kristjánsson, skip-
stjóri, lézt hér í Reykjavík sl.
mánudag eftir langvarandi veik-
indi, tæplega 65 ára gamall.
Kristján, sem ungur hóf sjó-
mennsku, varð togaraskipstjóri
árið 1927, er hann tók við skip-
stjórn á togara, sem hét Gull-
toppur, og síðar hlaut nafnið
Andri. Allt fram tii ársins 1953
var hann skipstjón á togurum,
sigldi t. d. stríðsárin öll á togur-
um frá Kveldúlfi.
Þegar nýsköpunartogararmr
komu til landsins, varð hann
skipstjóri á Akurey, og átti hlut
að stofnun hlutafélagsins
um það skip. Kristján varð að
fara í land árið 1953, en þá tók
heilsa hans að bila. Öll hans skip-
stjórnarár voru skip hans jafnan í
tölu hinna aflamestu í flot-
anum. Var Kristján mikili skip-
stjóri og aflamaður að sama
skapi.
Verður bíóunum lokað?
SVO alvarlegt ástand er nú orðið
í gjaldeyrismálunum að óvíst er
hvort kvikmyndahúsin hér í bæn-
um muni starfa í sumar. Bíóferð-
ir eru sem kunnugt er ein allra
ódýrasta skemmtun, sem almenn-
ingi býðst, og jafnframt sú vin-
sælasta. Hafa kvikmyndahúsaeig-
endur tilkynnt gjaldeyrisyfirvöld-
unum þá ákvörðun sína að loka
bíóum bæjarins áður en langt um
líður, fáist ekki viðunandi lausn.
Allt þetta ár hefur verið mikl-
um erfiðleikum bundið fyrir bíó-
in að fá nauðsynleg leyfi og hafa
leyfisveitingar fram til þessa ver-
ið óverulegar miðað við lágmax’ks-
þörf bíóanna. Er nú svo komið að
bíóeigendur munu ekki lengur
treysta sér til þess að reka við-
skipti sín við hina erlendu selj-
endur upp á þær spýtur að vera
eilíflega í niklum vanskilum, og
standa í nær vonlausu stapp' við
að fá nauðynlegan gjaldeyri til
kvikmynaakaupanna.
Fyrir nokkru hélt félag það,
sem öll bíóin hér í Reykjavík eru
aðilar að, fund. Þar var samþykkt
a tilkynna gjaldeyrisyfirvöldun-
um að við svo búið yrði ekki leng-
ur unað. Höfðu bíóeigendur gert
glögga grein fyrir málinu. Að lok
un. tilkynntu þeir, að ef ekki feng-
ist leiðrétting á gjaldeyrismálum
bíóanna, myndu eigendur neyðast
til að loka þeim hinn 1. júlí n.k.
Gengið á Helgafell
á Jónsmessunótt
FARFUGLAR efna um næstu
helgi til skemmtiferðar „út í
bláinn“ eins og venja þeirra hef-
ir verið einu sinni á hverju sumri.
Veit þá enginn fyrirfram hvert
haldið verður nema fararstjór-
inn.
Á mánudagskvöld munu Far-
fuglar svo gangast fyrir „jóns-
messunæturferð" á Helgafell
sunnan Hafnarfjarðar.
Framhaldssaga eftir
Stefan Zweig hefst í dag
FRAMHALDSSAGAN, sem hefst
í blaðinu í dag, heitir á frummál-
ing „Angst" og er eitt af kunn-
ari verkum hins fræga austur-
ríska rithöfundar Stefans
Zweigs.
Stefan Zweig fæddist í Vínar-
borg árið 1881 og hóf snemjna að
kynna sér bókmenntir, enda
mjög bráðþroska. Hann var ekki
nema 19 ára þegar hann kom
fyrst fram sem rithöfndur.
Zweig ferðaðist mikið og víða,
fór alla leið austur til Indlands
og var jafnan opinn fyrir öllum
áhrifum, eins og verk hans bera
vitni um. í fyrri heimsstyrjöld-
inni settist Zweig að í Sviss og
hóf harða baráttu gegn hernað-
arandanum. Þar hitti hann m.a.
Roamin Rolland sem varð ævi-
langur vinur hans og baráttufé-
lagi.
Rit hans „Jeremias" er mælsk
ur vottur um reynslu Zweigs
á styrjaldarárunum. Það vakti
heimsathygli. Eftir styrjöldina
settist hann að í Salzburg, en
varð að fara þaðan aftur árið
1934 sökum frelsisástar sinnar.
Settist hann nú að í London og
safnaði þar efni í hina heims-
frægu bók sína um Maríu Stúart,
sem kom út 1935. Árið 1938 fór
hann í fyrirlestrarför um Banda-
ríkin en settist að í New York
1940. Heimsstyrjöldin síðari
hafði djúptæk áhrif á hann og
hann missti að lokum trúna á
sigur vestrænnar menningar.
Þess vegna svipti hann sig lífi
ásamt seinni konu sinni 23. fe-
brúar 1942 á sveitasetri sínu ná-
lægt Rio de Janeiro í Brazilíu.
Reit hann Getulio Vargas for-
seta kveðjubréf þar sem hann
gerði grein fyrir þessu örþrifa-
ráði.
Stefan Zweig var mjög stór-
virkur rithöfundur, samdi jöfn-
um höndum ævisögur, skáldsög-
ur, smásögur, Ijóð, ritgerðir og
fræðibækur. Frægastur hefur
hann orðið fyrir ævisögur sínar,
sem sumar hverjar hafa komið út
í íslenzkum þýðingum, t.d. ævi-
sögur Maríu Antoinettú og Maríu
Stuart. Ein af sögum Zweigs
var lesin í útvarpið í vetur
„Amok“, og er sagan sem hefst
í dag í flokki hinna svonefndu
dularfullu skáldverka hans.
Prcstsvígsla í Dóm-
kirkjunni í dag
KLUKKAN 10 árdegis í dag fer
fram prestsvígsla í Dómkirkjunni.
Vígir biskup cand. theol. Kristján
Búason til prests í Ólafspresta-
kalli. Séra Harald Sigmar, próf-
essor, lýsir vígslu, en prófastarnir
séra Garðar Þorsteinsson og sera
Þorsteinn B. Gísiason þjona fyrir
altari. Auk þeirra er víglusvottur
séra Ingólfur Þorvaldsson. Hinn
nývígði prestur prédikar.
Klukkan 4 síðd. í dag setur
biskup prestastefnuna í Kapeilu
Háskólans.
Hafnarstjórn fær
ekki fjárfestinp-
arleyfi
STJÓRN Reykjavíkurhafnar sótti
til fjárfestingaryfirvaldanna um
leyfi til að byggja ofan á hið
mikla Hafnarhús. Nú hafa þessi
yfirvöld tilkynnt hafnarstjórn-
inni að leyfi verði eigi veitt í
þessu skyni.
Á fundi hafnarstjórnar, er
þetta var tilkynnt formlega, var
samþykkt að halda við uppsögn
á leiguhúsnæði því, sem tolL
stjóraembættið hefur til umráða
í Hafnarhúsinu og einnig upp-
sögn húsnæðis Skipaútgerðar
ríkisins, en þessum aðilum hafði
verið tilkynnt um uppsögnina í
marz-byrjun.
Hnppdrætti Sjólistæðisflokksins
DAGLEGA berast skrifstofu
happdrættisins skil frá hinum
ýmsu umboðsmönnum um
land allt. Þeir fáu, sem enn
hafa ekki greitt heimsenda
miða, eru livattir til að draga
það ekki lengur.
Skrifstofan í Sjálfstæðishús
inu er opin daglega frá kl. 9
f. h. til 5 e. h.
Dregið verður á þriðudag-
inn kemur, það er að segja á
Jónsmessunni.