Morgunblaðið - 03.08.1958, Side 2
MORCvynr 4ðið
Sunnudagur 3. ágúst 1956
Sverrir Hermannsson, formaöur L. í. V.:
Nauðsyn breyttra starfshátta
stéttarfél aganna
1 RÚMLEGA 6 áratugi hefir það
tíðkazt hér á landi, að verzlunár
fólk fengi einn virkan frídag í
ágústbyrjun. Lengi framan af var
þessi frídagur 2. ágúst ár hvert,
en því var síðar bre/tt þannig,
að fyrsti mánudagur i ágúst var
ákveðinn frídagur verzlunar-
manna.
Upprunalega munu kaupr
menn sjálfir hafa átt hugmynd-
ina að þessum frídegi, og er hann
því dæmi um hagsbætur til
handa launþegum, gefnar af
vinnuveitendum ótilkvöddum.
Síðan hafa verzlunarmenn sjálf-
ir séð um að knýja fram hags-
bætur sér til handa og tekizt það
með þeim hætti að nú búa verzl-
unarmenn við svipuð kjör og aðr-
ar launastéttir þessa lands, þó
með nokkrum undantekningum á
þeim stöðum sem hin skipulögðu
samtök verzlunarmanna ná enn
ekki til, en úr því mun verða
bætt hið fyrsta.
Lengst af hefir ekki verið um
skipulögð heildarsamtök laun-
þega í verzlunarstétt að ræða hér
á landi. Meðan svo var ekki
unnu verzlunarfélögin hvert um
sig að hagsmunamálum sínum, og
var samtakaleysið þeim að sjálf-
sögðu mikill fjötur um fót.
Stærsta og sterkasta félagið var
Verzlunarmannafélag Reykjavík
ur, og náði það vissulega veru-
legum árangri í hagsmunabarátt-
unni, þrátt fyrir þá staðreynd, að
vinnuveitendur áttu aðild að fé-
laginu allt til ársins 1955, en fé-
lagið var stofnað 1891. Eftir að
vinnuveitendur gengu úr V.R.
náði félagið sér verulega á strik
í kjaramálum og má meðal ann-
ars nefna hina stórmiklu kjara-
bót, sem náðist með stofnun Líf-
eyrissjóðs verzlunarmanna.
Árið 1957 voru starfandi 9 fé-
lög skrifstofu- og verzlunarfólks
og tóku þau þá höndum saman að
frurnkvæði V.R. og stofnuðu
Landssamband ísl. verzlunar-
manna 1. júní 1957. Tilgangur
sambandsins er að efla samtök
verziunarmanna og hafa á hendi
forystu í sagsmunamálum þeirra.
Þessum tilgangi sínum hyggst
Landssambandið ná með því
meðal annars að gangast fyrir
stofnun nýrra félaga og styðja
þau eftir mætti, vinna að því að
fá fullkomna löggjöf um verzlun-
aratvinnu og halda uppi hvers
kyns fræðslustarfsemi fyrir skrif
stofu- og verzlunarfólk. í sam-
ræmi við þennan tilgang sinn
hefir sambandið starfað af full-
um krafti síðan það var stofnað.
Má meðal annars geta þess, að
siðan hafa verið stofnuð sex ný
félög verzlunarmanna og eru nú
staríandi í landinu 15 félög með
á fimmta þúsund félagsmenn inn
an vébanda sinna. Undirbúin hef-
ir verið stofnun tveggja félaga í
viðbót. Á þeim stöðum, þar sem
ekki eru starfandi verzlunar-
mannafélög eru verzlunarmenn
sérstaklega áminntir um að snúa
sér til Landssambandsins, sem
þegar í stað mun aðstoða þá við
stofnun félags, en starfandi stétt-
arfélag er skilyrði þess, að laun-
þegar nái fullum rétti sinum í
kjaramálum.
Flestöll félög verzlunarmanna
hafa haft lausa samninga síðan
1. júní s.l. og samningar enn ekki
tekizt við vinnuveitendur. Samn-
ingar mun þó fljótlega takast og
verzlunarmenn fá kjarabætur a
borð við það, sem önnur verka-
lýðsfélög hafa fengið að undan-
förnu.
Annars skal engin dul dregin
á það, að á undanförnum mánuð
um hefir furðu grár leikur verið
leikinn í kaupgjalds- og verðlags
málum. Nægir í því sambandi að
benda á það, að s.l. vor setti Al-
þingi lög um 5% hækkun kaup-
gjalds, en í þeim sama lagabálki
er álcveðið að nákvæmlega sama
upphæð skuli af launþegum aft-
ur tekin með skerðingu vísitöl-
unnar um 9 stig. Ennfremur hafa
verið drepið á nauðsyn endur-
bættra starfshátta og skipulags
verkalýðshreyfingarinnar, en því
má auðvitað ekki gleyma að sam
fara því verður að fara traust og
heilbrigð stjórn annarra þátta
þjóðmálanna, ella er lítils árang-
urs að vænta.
Nokkurrar svartsýni hefir að
undanförnu gætt um farsæla
framvindu þjóðmálanna og ekki
að ástæðulausu. Allar horfur eru
á þ-ví, að þjóðarbúskapnum verði
ekki komið á réttan kjöl, án þess
að skerða lífskjör almennings. Þá
munu launþegar vissulega bera
sinn hluta byrðanna, en hitt er
jafnvíst, að þeir, sem mestu
hafa úr að spila, verða að bera
þyngstu byrðarnar.
Ástæðulaust er þó alveg. að
örvænta um framtíðina og um-
fram allt megum við ekki missa
trúna á framtíð þessa lands. Með
þeirri ósk sendir Landssamband
ísl. verzlunarmanna verzlunar-
fólki kveðjur sínar og árnaðar-
óskir henni til handa og þjóðinni
allri.
Guðmundur H. Garðarsson, formaður V. R.:
Erfið verkefni krefjast skjótr-
ar úrlausnar
Sverrir Hermannsson
ýmis verkalýðsfélög samið um
kauphækkanir að undanförnu.
Þessum kauphækkunum hefir
öllum verið velt yfir þjóðina með
hvers kyns hækkun á vörum og
þjónustu. Þetta er að sjálfsögðu
hin versta svikamylla og slíkt
áframhald leiðir augljóslega til
hins mesta ófarnaðar fyrir laun-
þega og þjóðina í heild.
Til þess ber brýnni nauðsyn
en nokkru sinni fyrr að launþeg-
ar taki höndum saman og láti
fara fram nákvæma rannsókn á
efnahagsmálum af hinum fær-
ustu mönnum. Nákvæmar upp-
lýsingar og álit sérfræðinga í
þessum máium verður að liggja
fyrir á hverjum tíma og verka-
lýðsfélögin að haga sér sam-
kvæmt því, ef um ábyrga stefnu
í efnahagsmálum á að vera að
ræða af þeirra hálfu. Fastmótuð
og samræmd stefna launþegasam
takanna í þessum efnum hefir
enn sem komið er ekki verið fyr
ir hendi. Hver hagsmunahópur
um sig hefir á undanförnum ár-
um otað sínum tota í fullkomnu
tillitsleysi til hagsmuna heildar-
innar.. Þannig hefir oft á tíðum
náðst það sem fljótt á litið hefir
virzt veruleg kjarabót, en síðar
kemur í ljós að valdið hefir veru-
legri röskun í þjóðarbúskapnum,
launþegum til tjóns.
Verkalýðsfélögin eiga að hafa
forystu um að finna leiðir til
þess að það ástand skapist í efna
liagsmálum, að hægt sé að gera
samninga til lengri tíma, en
isamningar til langs tíma og
vinnufriður eru að dómi þrosk-
aðra lýðræðisþjóða undirstöðu-
atriði þess, að heilbrigt efna-
hagsástand skapist í þjóðfélag-
inu.
Það er ekki nóg, að
verkalýðsféiögin taki upp breytta
starfshætti í þessum málum held
ur er þýðingarmikið, að breyt-
ingar á skipulagi verkalýðssam-
takanna eigi sér stað, ef verulegs
árangurs er að vænta. Gallar nú-
Nú um verzlunarmannahelgina er
ástæða til að gera grein fyrir þvi,
hvernig horfir um afkomu og
kjarabaráttu verzlunarstéttarinn-
ar. Undanfarin 2 ár hefur verið
óhagstæð þróun í verzlun og við-
skiptum hér á landi, og hefur það
haft sín áhrif á kjör launþega í
verzlunarstétt. Að visu hafa nokkr
ar kjarabætur fengizt á þessu
tímabili, en betri árangri hefði
mátt ná, ef frjáls viðskipti og fullt
athafnafrelsi einstaklinganna
hefði fengið að njóta sín.
Á s.l. vori hlaut Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur að segja
upp samningum eins og önnur
stéttarfélög vegna þeirrar óvissu,
sem rikti í kaupgjalds- og verðlags
málum. Reyndist það ekki að ófyr-
irsynju, eins og síðar kom í ljós,
er efnahagsmálatillögur rikis-
stjórnarinnar voru samþykktar.
Höfðu þær stórfellda kjararýrn-
un í för með sér.
Fyrst allra stéttarfélaga setti
V. R. fram ákveðnar kxöfur, sem
bæði fólu í sér kauphækkanir og
lagfæringu á einstökum atriðum
fyrri kjarasamnings. Þegar á
frumstigi var málinu vísað til
sáttasemjara, sem hefur haldið
fundi með deiluaðilum. Samkomu
lag hefir enn ekki náðst, og er meg
inorsök þess framkoma stjórnar
Sambands íslenzkra samvinnufé.
laga, sem neitar aS viSurkenna
samningsrétt V. R. eins og ann-
arra stéttarfélaga, og taka þar með
virkan þátt í samnirgaviðræðum
við félagið ásamt samtökum ann-
arra vinnuveitenda á félagssvæði
V. R. Stjórn og samninganefnd fé-
lagsins leggja nú megináherzlu á,
aS samningar náist viS alla vinnu-
veitendur á félagssvæSinu, en sem
kunnugt er voru allir vinnuveitend
ur á sviði verzlunar og vörudreif-
ingar aðrir en S.Í.S. aðilar að
þeim samningi, sem sagt var upp
s. 1. vor. Sá samningur var gerð-
ur í júní 1957 og hafði V. R. ríka
ástæðu til að ætla, að stjórn S.l.S.
myndi undirrita hann síðar á því
ári. Var skipuð sérstök nefnd til
að ganga frá nokkrum formsatrið
um, sem ætla mátti, að auðveld-
lega mætti semja um. Þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir til að fá stjórn
S.l.S. til að undirrita amninginn,
hafði það ekki tekizt, er honum
var sagt upp.
Með tilliti til þessa er Verzlunar
mannafélagið nú staðráðið í að
knýja fram samninga við alla
vinnuveitendur á félagssvæði sínu
og láta ekki einu fyrirtæki, í þessu
tilfelli samvinnufyrirtæki, líðast
að viðurkenna ekki frumrétt hvers
----„------ — ---- - stéttarfélags, sem er samningsrétt
verandi skipulags skulu ekki j urinn. Hefur félagið þegar leitað
raktir hér, en í því sambandi stuðnings Alþýðusambands Is_
nægir að benda á, að engin heild '■ lands og Dagsbrúnar til að fá að-
arsamtök launþega eru til í þessu ' stoð í baráttunni við umrætt fyr-
landi, þar sem utan aðalsamtak- j irtæki, sem með afstöðu sinni leit
anna, ,AIþýðusambands íslands 1 ast við að kljúfa skrifstofu- og
standa fjölmenn launþegasam- verzlunarfólk í Reykjavík í tvær
tök. | fylkingar og veikja þar með sam-
í nágrannalöndum okkar, t.d. tök þess. A.S.f. og Dagsbrún hafa
í Noregi og Danmörku er þróun heiiið V. R. stuðningi í málinu. Er
ófremdarástand hafi ríkt um þau,
þar sem stór hluti launþega hef-
ur verið utan við Alþýðusamband
Gu&’ntundur H. Garðarsson.
Islands. Fyrir nokkrum árum
skrifaði fyrrverandi framkvæmda
stjóri fulltrúaráðs verkalýðsfélag
anna í Reykjavík, Þorsteinn Pét-
ursson, grein í Alþýðublaðið, þar
sem hann vakti athygli á, að end-
urskipuleggja þyrfti Alþýðusam-
band íslands þannig, að það sam-
— Alþýðublaðið
þessara mála miklu lengra á veg
komin og ætti að vera hægur
vandinn fyrir íslendinga að feta
í fótspor þeirra. Með því móti
myndi skapast miklum mun
traustari yfirstjórn verkalýðsmál
anna.
stöðugt unnið að lausn þess, og er
nú svo koniið, að afslaða stjóm-
ar S 1. S. mun ek'ki öllu lengur
verða lálin tefja að samið verði.
Eitt þeirra mála, sem nú eru
ofarlega á baugi, varðar skipu.
llag heildarsamtaka lai nþega. Und
Hér hefir með örfáum orðum anfarin ár má segja, að mikið
Framh. af bls. 1
horninu, þar sem nokkuð kveður
við annan tón. Þar segir greinar-
höfundur, að almenningur hafi
„þungar áhyggjur út af land-
helgismálinu". og sé þar í óvissu.
í áframhaldi af þessu segir svo
orðrétt:
„íslenzkir stjórnmálamenn eru
alltaf lafhræddir við almenning
og er það furðulegt hugleysi, því
að almenningur kann vel að meta
hugrekki og hreinskilni. Hann er
alltaf í vandræðum með menn,
sem aldrei þora að höggva á
hnút“.
Þessi greinarhöfundur Alþýðu-
blaðsins er ekki myrkur í máli.
Hann telur að íslenzkir stjórn-
málamenn segi almenningi of lít-
ið einmitt varðandí landhelgis-
málið og þar skorti hreinskilni.
Þetta er í samræmi við það. sem
Morgunblaðið hefur haldið fram,
að nauðsynlegt sé að landhelgis-
málið sé vandlega skýrt fyrir al-
menningi og sýna ummæli grein-
arhöfundar ljóslega þá hættu,
sem stafar af þeirri launungu,
sem stjórnarflokkarnir hafa um
margt í sambandi við þetta mikla
mál og er til þess fallið að vekja
tortryggni og kvíða. Ef öll gögn
þessa mikla máls væru lögð á
borðið og stjórnarflokkarnir
gerðu hreint fyrir sínum dyrum,
væri ekki um að ræða þarxn kvíða
og tortryggni í sambandi við
landhelgismálið, sem Alþýðublað
ið talar um, ef allt er með felldu
um meðferð ríkisstjórnarinnar á
málinu.
Það er fullvíst, að það eru ekki
sízt deilur ríkistjórnarinnar inn-
byrðís um landhelgismálið, sem
valdið hafa þessum áhyggjum og
kvíða. Það er skýlaus skylda ríkis
stjórnarinnar að ganga hreint
fram fyrir þjóðina, eins og Morg-
unblaðið hefur krafizt, og bægja
allri tortryggni frá.
anstæði af sérgreinasamböndum,
svipað því, sem tíðka á hinum
Norðurlöndunum. Skrifaði hann
af þekkingu á þessum málum. Er
það tvímælalaust stærsta hags-
munamál allra launþega, að þetta
geti komizt í framkvæmd með
tilliti til heildarstefnunnar í hags-
munabaráttunni. Myndu sér-
greinasambönd fjalla um þau mál,
er einkum yarða viðkomandi stétt-
ir, en allsfierjarsamtökin myndu
hins vegar samræma sjónarmiðin
og koma fram f. h. launþega allra
í þýðingarmiklum, sameiginlegum
hagsmunamálum.
Eins og nú er háttað, eru sér-
greinasambönd þau, sent þegar
liafa verið stofnuð, ekki nægilega
sterk vegna ríkjandi skipulags í
A.S.Í. Meðan svo er hljóta sér-
greinasamböndin, sem eiga mik-
illa hagsmuna að gæta, að sækja
um upplöku í voldugustu samlök
launþega, Alþýðusamband Islands,
og tryggja þar með sína hags-
niuni og annarra launþega.
Fyrr á tímum var lögð áherzla
á það af hálfu forystumanna A.
S. 1., að sem flest launþegafélög
gerðust aðilar að sambandinu. —-
Var réttilega talið, að það myndi
styi'kja Alþýðusambandið. Hlýtur
það enn að vera stefna þeirra, sem
vilja A.S.Í. vel, að hin fjölmennu
samtök launþega í verziunarstétt
komi í raðir Alþýðusambandsins.
Verzlunarmenn stofnuðu, á s.I.
ári, sitt sérgreinarsamband, Lands
samband íslenzkra verzlunar-
manna. Hefur stjórn þess unnið
ötullega að stofnun verzlunar-
mannafélaga víðs vegar um land,
og mun hún væntanlega gegna trú
lega þeirri skyldu að auðvelda að
hagsmunum verzlunarfólks verði
vel borgið í framtíðinni.
Horfur eru á, að góður
árangur náist í þeirri kjarabar-
áttu, sem nú stendur yfir og er
þess að vænta nð verzlunarmanna-
félögum um land allt njóti góðs af
þeim samningum, sem V. R. nær
á næstunni.
Að lokum flyt ég íslenzkri verzl
unarstétt beztu árnaðaróskir í til-
efni hátíðar hennar.
Libanon
Framh. af bls. 1
og verða þá tæplega 12 þúsund
bandarískir hermenn í landinu.
Svo virðist sem stjórn forsætis-
ráðherrans Sami el Solh, sé i
þann veginn að rofna. Fjármála-
ráðherrann Pierre Edde sagði af
sér í gær, og orðrómur gengur
um, að aðrir ráðherrar hafi í
hyggju að fylgja fordæmi hans.
Joseph Shader tók í dag við em-
bætti fjármálaráðherra. Solh hef-
ir sjálfur lýst yfir því, að hann
muni segja af sér, er Chamoun
lætur af störfum. Kjörtímabil
Chamouns rennur út 23. sept.
n. k., en hann mun ef til vill
láta af embætti fyrr. Chamoun
hefir verið boðið í öpinbera heim
sókn til Bandaríkjanna. Ef hann
þiggur þetta boð, er ekki talið
ólíklegt, að uppreisnarmenn
myndu fallast á að leggja þegar
niður vopn, segir í Reutersskeyti.
★
Bandarískur hermaður var skot
inn til bana í dag í Beirut af
leyniskyttu uppreisnarmanna. Er
þetta fyrsti bandaríski hermað-
urinn, sem fellur fyrir skotum
uppreisnarmanna í Líbanon.