Morgunblaðið - 03.08.1958, Page 6

Morgunblaðið - 03.08.1958, Page 6
Mortcriynr 4ði Sunmidaffur 3 5«iíot 1958 „Þitt verðmæti gegnum lífið er fórnin rr Avarp Þórarins Björnssonar, skóla- meistara, flutt við skólaslit i Mennta- skólanum á Akureyri 17. júni s.l. AÐ lokum nokkur orð til ykkar, ungu stúdentar. Nú hafið þið fengið „reisu- passann“ eða stúdentsskírteinið ykkar og eruð eflaust glaðir, syngjandi glaðir, eins og aðrir þeir, sem héðan hafa farið á undan ykkur. Eg man ekki bet- ur en merKur maður og lífs- reyndur segði mér eitt sinn, að þrisvar hefði hann orðið glað- astur um ævina: þegar hann varð stúdent, þegar hann trú- lofaðist og þegar honum fædd- ist fyrsta barnið. Það er gott, að þið eigið eitthvað af þessu eftir enn, þó að öldin gerist nú bráð- lát og kunni verr en áður að njóta drauma og ljúfrar til- hlökkunar. En hér er langþráðu marki náð, og veikum mannanna börn- um virðist það nauðsyn að taka lífið í áföngum og eygja mark, sem ekki er of fjarri, svo að þeim endist kjarkur og þrek til að feta sig áfram á hrasgjörnum stigum lífsins. líkt og barnið, sem er að læra að ganga og sleppir sér fyrst milli stóls og bríkur. En stúdentsprófið hefir fleira til síns ágætis en markið eitt. Það hefir og að baki sér hina eggjandi dul hins óráðna. Þó að stúdentsprófi sé náð, verður ekki lengi staldrað við. Setja þarf nýtt mark, leggja nýja stefnu. Því kann vissulega að fylgja nokkur kvíði, en einnig ögrun áhættunnar. Þó að nú sé mikið talað um öryggi og margt gert til þess að tryggja sem bezt öryggi sem flestra, virðist manninum líka vera þörf áhættu. Án hennar verður lífið litlaust og leiðinlegt. Þið hafið mörg ykkar reynt það, að ekk- ert er gaman að renna sér í skíðabrekku, sem menn eru ör- uggir að standa. En brekkan má heldur ekki vera svo brött, að við séum vissir að detta. Hræðsl- an við að detta og vonin um að standa verða að blandast í hæfi- legu hlutfalli. Þá fyrst er gaman. Og sama er um lífsbrekkuna. Óvissan er eitt af kryddi lifsins. Það þekkið þið líka úr prófun- um, er það ekki? Hér er einn þjóðfélagsvandinn, sem við er að glíma: hæfileg blanda áhættu og öryggis. Áhættan má ekki vera svo mikil, að húm bugi kjarkinn og deyði vonina, en nægileg til að knýja á kraftana. Og öryggið má ekki vera svo mikið, að það svæfi kraftana, því að þannig verður enginn sæll. Öll viljum við standa í mannraunum. Ef engin er áhættan, grípa menn jafnvel heldui til alls konar ó- yndisúrræða til að skapa hana. Það er sennilega ein ástæðan til þess, að börn vel settra og vel efnaðra foreldra villast stund- um af þeirri öruggu braut, sem foreldrarnir virðast svo auðveld- lega geta stutt þau á. Eg ræð ykkur auðvitað ekki til slíkrar áhættu, ungu stúdentar, því að hún er af óheilbrigðum toga. En ég vil sízt letja ykkur þess að leggja á nýjar og ef til vill áhættusamar brautir, ef þið að- eins eruð þess albúin að leggja fram krafta ykkar og berjast til þrautar. Hitt er svo annað, að sumum henta betur ráðnari leiðir, og þá er ekki síður hyggi- legt að fylgja því eðli. Hér hljóta því vegir ykkar að skiptast, og er það raunar vel, þó að sökn- uður kunni að fylgja. Það er ein- mitt einn galli hinna lægri skóla, að þar er of lítið svigrúm fyrir ólíkt eðli nemendanna og mis- jafnar þarfir. Hér eftir verður valið frjálsara og vonandi, að þið finnið betur sjálf ykkur. Og hamingjan fylgi ykkur, hvaða stigu sem þið gangið. En áður en þið haldið héðan úr þessum gawila sal í síðasta sinn, vil ég aðeins drepa á tvennt. I vetur las ég grein eftir Albert Camus, þann er síðast hlaut bókmenntaverðlaun No- bels. Hann er, eins og að líkum lætur og góðum Frakka sæmir, mjög gáfaður og margt skiljandi og auk þess andlega heiðarleg- ur, að því er mér virðist, vill hvorki blekkja né láta blekkj- ast, enda óháður og andlega frjáls. Eg hafði þessa grein einu sinni með mér i frönskutíma í máladeildinni í vetur og ætlaði að gera slíkt hið sama í stærð- fræðideildinni, en vannst ekki tími- til. Eg gaf ykkur úr henni nokkrar glefsur, og ég minnist þess með mikilli ánægju, hvað vel þið hlustuðuð, hve svipur ykkar var vakandi og lifandi. Eg held við ættum að gera meira að því en við gerum, kennarar, að fleygja svona aukatuggum í nemendur inn á milli staglsins og „utan dagskrár", þó að slíkt megi ekki fara sve langt, að úr verði los og leikaraskapur. I greininni talar Camus meðal annars um þann þjóðar-ávana eða öllu heldur óvana Frakka, ekki sízt þeirra, sem telja sig þjóna andans, að vilja sýna gáf- ur sínar með því að vera „á móti“. „étre contre“, eins og hann orðar það. Hann telur þetta miður farið enda sýna verkin merkin í Frakklandi. Sjálfur segist hann hafa verið sá ham- ingjumaður að hafa byrjað á því ungur að vera „með“, en ekki „móti“, sinn andiegi áhugi hafi byrjað í aðdáun, en ekki andúð. Hann telur það mikið happ. Þó að hann hafi alizt upp í fátækt, hafi hann aldrei fyllzt beiskju. Það þakkar hann sólinni og sjón- um í Afríku (en hann er vax- inn upp í Norður-Afríku), því að sólin og sjórinn kostuðu ekki neitt, segir hann. Og öfund seg- ist hann hafa sloppið við, en öf- undina kallar hann krabbamein Þórarinn Björnsson þjóðfélaga og kennisetninga. Og sannleikurinn er sá, að allt þetta: andlyndið, beiskjan og öfundin, er af sömu rót og neikvæðrar ættar. Þessi grálynda þrenning virðist vera misjafnlega ágeng við þjóðirnar. Engilsaxar virðast sleppa tiltölulega betur en aðr- ir. Frakkar hafa hins vegar orð- ið fyrir ásókn hennar, og við ís- lehdingar eru hvergi nærri laus- ir við hana, enda er ástand og stjórnarfar á ýmsan hátt ekki óáþekkt hjá þessum tveimur þjóðum, Frökkum og Islending- um. Andlyndið mun og hafa ver- ið nokkuð ríkt í Norðmönnum fyrir stríð, en þeir virðast hafa vaxið upp úr því við raunir styrjaldarinnar. Það sýnir, að andlyndið er raunar smárrar ættar, ef það hverfur á stórum og alvörumiklum stundum. Talið er, ni skólum hætti nokkuð til að vekja andlyndi, og þið hafið ekki alveg sloppið við það, stúdentar góðir. En það hefir ekki gefizt ykkur vel, og það hefir heldur ekki gefizt skólanum vel, og það mun hvergi vel gefast, því að það er í ætt við Niflheim og þokuna, sem byrgir sólina. Varið ykkur á and- lyndinu. Látið það ekki spilla sólarsýn ykkar. Og þá kem ég að síðasta atriði máls míns. Fyrir 30 árum var sú sögulega stund í þessum sal, að fyrstu stúdentarnir voru brautskráðir úr norðlenzkum skóla eftir meira en aldarhlé eða frá því að Hólaskóli var niður lagður 1802. Faðir og fóstri Mennta- skólans á Akureyri, Sigurður skólameistari, flutti þá eina af sínum viturlegu og drengilegu ræðum. Eg var þá í útlöndum og því ekki viðstaddur þá hátíð- legu athöfn, en nýlega las ég ræðuna. Skólameistari ræðir þar meðal annars hlutverk skólans og segir í því sambandi: „Tvenns verður að krefjast af hverri stofnun, er býr unga menn undir opinbera starfsemi og embættisnám: að þar sé, af megni, freistað að glæða í nem- öndum gagnhollan hug og rétt- gjarnan í garð þjóðfélags þeirra og temja þá við vandvirkni og nákvæmni 1 vinnubrögðum og þjónustu". Þegar ég hugleiði þessi orð míns horfna vinar og meistara, virðist mér, að þann hollhug, er hann ræðir hér um, hafi hann einkum reynt að rækta með því að vekja hjá nemöndum þegn- hollustu við skólann, við hið litla skóla-samfélag, er þeir lifðu í. Mun hann hafa gert það í þeirri von, að þeir, sem ungir vendust því að hugsa um annað og meira en sjálfa sig, myndu síðar um ævi sýna sama hug í verkum sínum og þjónustu við samfélagið. Oft held ég, að vel hafi tekizt á umliðnum árum að rækta þennan hollustuhug við skólann. Þess hefi ég margsinnis orðið var. Hitt er vandara um að dæma, hvort sá hugur hefir nægilega fylgt mönnum á hinn víðari vettvang þjóðfélagsins á þessari margslungnu öld, sem er skrifar ur daqlega lifinu Svar til „Umrennings“. MÉR hefur borizt eftirfarandi bréf frá Ásgeiri Þór Ás- geirssyni umferðarverkfræðingi Reyk j a víkurbæ j ar: Fyrir nokkrum dögum birtist í dálkum yðar fyrirspurn frá manni, er kallar sig „Umrenn- ing“, um þýðingu röndóttra gang brauta (Zebraganga), sem máJ- aðar hafa verið á nokkrum stöð- um í miðbæ Reykjavíkur. Ég vil fyrst vekja athygli á gildandi skyldum ökumanna vegna gang- andi manna á merktum gang- brautum. í 48. gr. nýju umferðar- laganna í kaflanum um umferðar reglur, segir: „Ökumönnum ber að draga úr hraða, eða nema staðar, ef nauð- syn krefur, vegna fótgangandi vegfarenda á merktum gang- brautum." Þessa málsgrein ættu menn að íhuga vandlega. Af þessu leiðir auðvitað, að gangandi menn ættu að kappkosta að ganga sem mest innan merktra gang- brauta, þar sem þær eru fyrir hendi. Allur „krabbagangur" eða „skágangur" yfir fjölfarnar göt- ur eða gatnamót, þar sem völ er á merktum gangbrautum, er því mjög hæpinn, svo að ekki sé meira sagt. í 61. gr. umferðar- laganna segir: „Þar sem merkt er gangbraut yfir veg, skulu menn nota hana, er þeir ætla yfir veginn." Og ennfremur „gangandi menn skulu gæta vel að umferð, áður en farið er yfir veg.“ Af þessum orðum löggjafans er ljóst, að skyldur eru lagðar bæði á ökumenn og gangandi fólk, hvað merktar gangbrautir snert- ir. Ef t. d. nokkrir ganga saman í hóp á merktri gangbraut og bif- reið ryðst í gegn og slys verður. má ætla, að dómarinn líti at- ferli ökumanns ómildum aúgum og dæmi hann í sök. Tilgangurinn með merkingu gangbrauta er að fá sem flesta gangandi menn til þess að ganga yfir götu á fáum, vel merktum stöðum, en af þeirri ástæðu er hægt að gefa þeim meiri rétt en ella. Gangbrautir eru merktar með tveim hvítum, heilum linum, máluðum þvert á akbrautir. Stundum eru notaðar málmbólur eða önnur efni í þessu skyni. Englendingar urðu einna fyrstir til að bæta breiðum röndum milli línanna, og urðu þá svonefndar „Zebra“-gangbrautir til. Þessi háttur er víða hafður á í Evrópu nú. Slíkar röndóttar gangbrautir eru settar, þar sem óskað er að gera gangbrautir sérstaklega greinilegar vegna fjölda fótgang- enda, t. d. hjá skólum. Þeim fylgja ekki nein aukaréttindi fram yfir aðrar merktar gang- brautir, enda máist málning fljótt og betri efni reyndar líka. Síð- asta vetur var gerð tilraun með varanlegri merkingu á gangbraut neðst í Bankastræti. í vor var ekkert sjáanlegt af efninu í ak- brautinni. Aukin réttindi ein- hverrar sérstakrar tegundar gang brauta, myndi þýða, að merking in yrði að vera í fyrsta flokks lagi og sýnileg (snjóavetur!) allt árið. En röndótta merkingin gerir annað. Þar sem fjöldi fótgang- enda fér yfir götu á hverjum degi, treystir hún þau réttindi sem gangandi fólk hefur á merkt um akbrautum. Ökumenn greina gangbrautina lengra að og geta því dregið úr ökuhraðanum í tíma. Hin aukna merking gang- brautarinnar hvetur einnig gang- andi fólk til að halda sig innan gangbrautarinnar á þeim við- kvæma umferðarstað, þar sem hún hefur verið sett. Að lokum skal þess getið, að merking gangbrauta er ekki eins algeng í Bandaríkjunum og í Evrópu. Bandarískir ökumenn eru samt mjög tillitssamir gagn- vart gangandi fólki. Atburðurinn á Borginni IFYRRADAG ræddi ég hér í dálkunum um það sem fyrir mig kom á Hótel Borg á þriðju- dagskvöldið. Yfirþjónninn hefur nú hringt og þykir honum ákaf- lega leitt að slíkt skyldi koma fyrir og að hann skyldi ekki hafa verið við til að kippa þessu í lag. Sýnir þetta að veitingahús- ið hefur fullan hug á að gera gestum til hæfis, þó svona hafi tekizt til í þetta sinn. Kokkurinn, sem var á vakt þetta umrædda kvöld, vill líka taka það fram að hann hafi ekk- ert um matarpöntun vitað fyrr en eftir klukkan hálf tíu. en þá er vinnutíma hans lokið. Hvað gerðist frammi í salnum varðandi matarpöntun þessa er honum ó- kunnugt um. svo einkennilegt sambland fé- lagshyggju og sjálfshyggju. Eg hygg, að það sé ein af mótsetn- ingum nútímaþjóðfélags, að minnsta kosti hins íslenzka, að sú félagshyggja, sem kemur fram í ýmsum samtökum fólks- ins og margvíslegri lagasetningu og ráðstöfunum hins opinbera, elur sjálfshyggju einstakling- anna og grefur þannig undan sjálfri sér. Menn gleyma því, að sönn félagshyggja hlýtur og verður að eiga rætur í fórnar- lund eða því hugarþeli, sem get- ur látið á móti sér vegna ann- arra. Annars á félagshyggjan á hættu að snúast í skipulagða eigingirni, og ég fæ ekki betur séð en það sé einmitt þetta, sem hefir verið að gerast hér á landi, og þess vegna er vandi þjóðfé- lagsins orðinn svo harðsnúinn, að enginn virðist þess megnugur að leysa hann. Það eru ekki fyrst og fremst efnahagsvanda- mál, sem hér er við að stríða, eins og vant er að klifa á. Vand- inn er sálarlegs og siðferðislegs eðlis. Þjóðin er blátt áfram of eigingjörn. Við höfum vanizt á það síðustu árin og vanið æsk- una á það að láta of margt eftir sér. Ef slíkt skapaði ánægju, mætti segja, að nokkuð væri unnið. En það er ekki svo vel. Orðið ánægja er komið af nógur og merkir þægindakenndina, sem fylgir því að hafa nóg. En eigin- girnin fær aldrei nóg. Það er hennar eðli, og þess vegna getur hún ekki skapað ánægju. Þar þarf annað og meira. Einn gáfaðasti sonurinn, sem ísland hefir alið, Einar Bene- diktsson, segir í síðasta kvæðinu í síðustu bókinni sinni: „þitt verðmæti gegnum lífið er fórnin". Þó að Einari Benediktssyni kunni að hafa verið sumt annað betur gefið en fórnarlund, má ekki ætla, að þessi síðasti boð- skapur hans sé munnfleipur eitt. Til þess var hann of vandur að skáldvirðingu sinni. Ef til vill hefir hann og skynjað hér betur en ella, af því að hann hafði ekki of mikið af fórnareðli. Vöntunin skýrir gjarna bezt gildi hlut- anna. Fórnin er ein af þörfum mannssálarinnar. Lýðræðinu hættir til að gleyma því um of. Þess vegna erum við fátækir að verðmæti fórnarinnar, og þið ekki síður en aðrir, ungir stúd- entar. En ég óska ykkur þess að síðustu, að þið megið finna þau verðmæti, að þið megið eignast sjálf ykkur með því að gefa sjálf ykkur, ef ég má orða það svo, gefa sjálf ykkur góðu og nytsömu starfi, sem þið vinnið þjóðinni til far- sældar og sjálfum ykkur til gæfu. Svo þakka ég ykkur liðin ár og árna ykkur fararheilla út í vorbjartan daginn. Þórarinn Björnsson. 4rabar strjúka úr fangelsi í ísrael TEL AVIV, 1. ágúst —Reuter— Sextíu og sex Aröbum, sem setið hafa í fangelsi fyrir skemmdar- verkastarfsemi í ísrael, tókst í gærkvöldi að strjúka úr fangelsi í Norður-ísrael. Reynt var að sitja fyrir föngunum í Jezreel- dalnum, en það bar ekki árang- ur, og talið er, að fangarnir hafi farið yfir landamærin til Jórd- aníu. Áður en föngunum tókst að strjúka stofnuðu þeir til óeirða í fangelsinu, brutust inn í vopnabúr fangelsisins og tóku þar vélbyssur og handsprengjur. Ellefu fangar og tveir fangaverð- ir voru drepnir í óeirðum þess- um. Talið er, að föngunum hafi verið hjálpað til að flýja. Þetta er í fyrsta sinn, sem kemur til óeirða í fangelsi í hinu unga Ísraelsríki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.