Morgunblaðið - 03.08.1958, Síða 10
10
MORCVNBT 4 Ð!Ð
Sunnudagur 3. ágúst 1958
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastióri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola. simi 33045
* Auglysingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 22480
Asknftargjald kr 35.00 á mánuði innaniands.
T lausasölu kr. 2.00 emtakið.
FRÍDAGUR VERZLUNARMANNA
ANN 2. ágúst 1874 var
haldin þjóðhátíðin svo-
nefnda í tilefni af 1000 ára
byggð íslands og þá flutti Kristján
konungur 9. okkur stjórnarskrána
— „frelsisskrána í föðurhendi" —
eins og hún var kölluð. 1 stjórnar
skránni fólust ýmsar réttarbætur
íslendingum til handa, einveldi
konungs í þeirri mynd, sem það
hafði verið, var þá úr sögunni og
öllum iandsmönnum fannst sem
nú rynni upp nýr tími aukins
frelsis. Síðar gerðu svo verzlunar
menn þennan dag að hátíðisdegi
sínum. Það er einmitt táknrænt
að verzlunarstéttin skyldi velja
þennan dag frelsisskrárinnar að
sérstökum minningardegi, því
frelsi og frjálsræði í viðskiptum
er það sem verzlunarmenn hafa
ætíð taiið að mestu varðaði til
þess að þeir gætu leyst hlutverk
sitt af hendi.
★
íslendingar eiga margs að minn-
ast frá liðnum tímum í sambandi
við verzlunina. Þeir hafa lifað
langa tima einokunar og ófrelsis
í þeim efnum. Vöruskortur svarf
oft að og fátt var þjóðinni meiri
fjötur um fót en óáran í viðskipt-
unum, sem þjakaði öldum saman.
Það er því eðlilegt að þjóðin fyndi
sárt til þess, hvernig ófrelsi og
hömlur leika þennan atvinriuveg.
Straumar viðskiptanna þurfa
að geta runnið án þess að vera
hindraðir af einum eða öðrum
stíflum, sem trufla þá. Verzlunin
er í eðli sínu alþjóðleg og snertir
hvert mannsbarn í hverju landi —
Sambandið á milli verzlunarstétt-
arinnar og viðskiptalandanna
þarf að vera sem greiðast og
sama er um tengslin við neytend-
urna. —
★
íslenzk verzlunarstétt er ekki
gömul. Verzlun landsmanna var
um langa hríð í höndum Dana og
afrakstur hennar rann til erlendra
aðila. íslendingum fannst þá jafn
an að verzlunarhættirnir væru
fremur miðaðir við hagsmuni ann
arra en þeirra sjálfra. Eftir að
verzlunin var gefin frjáls, eins og
það er kallað, reis smátt og smátt
upp innlend verzlunarstétt. En
hún átti við ramman reip að
draga. Innlent fjármagn var ekki
fyrir hendi, engin bankastofnun
var til í landinu og það er því
augljóst að samkeppnin við hina
erlendu verzlunarstétt hlaut að
verða örðug. En eftir því sem ár_
in iiðu óx verzlunarstéttinni fisk-
ur um hrygg og hún efldist, þó
hægt færi. Kaupmenn og verzlun
arsamtök bænda stóðu þar hlið við
hlið, en það var ekki fyrr en á þess
ari öld, sem fullur sigur var feng-
inn. Eitt stærsta sporið var stofn-
un innlendra heildverzlana, sem
loks gátu gert verzlunina óháða er
lendum heilderzlunum. Áður hafði
utanríkisverzlunin legið að lang-
mestu leyti tfl Dana en þar koip
að Islendingar tóku upp viðskipti
við miklu fleiri þjóðir og urðu
þannig þátttakendur í alþjóðlegri
verzlun. Þegar innlendar heild-
verzlanir voru stofnaðar komst
fyrst fyrir alvöru skriður á þá
þróun.
★
Síðan íslendingar tóku verzlun
ina í sínar hendur hefur margt
borið við í þeim efnum. Tvær stór
styrjaldir hafa skollið yfir, en á
kom í ijós hvers virði það er fyrir
verzlun landsmanna að innlendur
skipastóll skyldi vera risinn upp.
Verzlun og siglingar eru alitaf
nátengdar, en það var fyrst þegar
verzlunin varð innlend, að jarð-
vegur skapaðist til þess að koma
upp skipastól í landinu. En styrj-
aldirnar höfðu mikil áhrif á verzl
unina. Þau viðskiptasambönd, sem
landsmenn höfðu tengt, rofnuðu
að meira eða minna leyti og kom-
ust úr skorðum. Það munu fáir
aðrir en þeir, sem sjáifir „stóðu
í eidinum" geta gert sér í hugar-
lund, hvílíka erfiðleika styrjald-
irnar höfðu í för með sér fyrir
verzlunarstéttina. Nú var að
leita nýrra viðskiptasambanda í
stað þeirra gömlu og skipasam-
göngur trufluðust um árabil. —
Þetta var mikil eldraun fyrir hina
ungu verzlunarstétt, en hún vann
bug á erfiðleikunum og sú reynsla
sem hún fékk á þessum hörmung-
artímum varð henni erfiður en
góður skóli.
Markaðir fyrir íslenzkar af-
urðir hafa lengi verið breytingum
undirorpnir og flutzt til frá landi
til iands, eins og aðstæður voru
hverju sinni. Þetta hefur valdið
hinum mestu erfiðleikum. En jafn
skjótt og einn markaður hefur lok
azt, hefur verið leitað eftir öðr-
um. Þessar sveiflur hafa reynt
mjög á verzlunarstéttina og gert
störf hennar ótryggara en ella
hefði verið. Þetta á bæði við um
útflutningsverzlun og innflutnings
verziun. Innfiytjendur hafa eðli-
lega orðið að haga sínum viðskipt-
um mjög eftir því, hvar markaði
er að finna fyrir íslenzkar útflutn
ingsvörur.
★
Þá hefur verzlunarstéttin mjög
þurft að etja við það böl, sem leið-
ir af innlendum höftum og hömi-
um. Að þv£ var vikið hér í upphafi,
að frjálsræði væri einmitt undir-
staða þess að verzlunarstéttin |
gæti leyst störf sín af hendi, á
sem hagkvæmastan hátt fyrir land
og lýð. En höftin og hömiurnar
hafa lengi sett svip sinn á verzl-
unina til stórtjóns fyrir þjóðar-
heildina. Margt af því, sem borið
hefur við í þessu efni hefur verið
af pólitískum toga spunnið en
ekki skapazt af nauðsyn. Verzl-
unarstéttin hefur lengi átt sér and
stæðinga, sem hafa viljað gera
henni sem erfiðast fyrir og til þess
er að rekja margt af því, sem
valdið hefur islenzkri .verzlun
einna mestum erfiðleikum á seinni
timum.
Það er staðreynd, sem alltof
mörgum sést yfir, að hagsmunir
verzlunarstéttarinnar og almenn-
ings eru tengdir órjúfandi bönd-
um. Verzlunarsaga landsins á
nóg dæmi um þetta. Ef verzlun-
inni vegnar illa, ef henni hnignar,
þá kemur það niður á allri þjóð-
arheildinni. Ef verzlunin fær að
vera í eðlilegum farvegi og er
óhindruð og frjáls, þá er það hag-
ur allrar þjóðarinnar. Lengi hef-
ur verið reynt að bera róg milli
verzlunarstéttarinnar og neyt-
enda og á hinn illvígasta 'iátt.
Þetta hefur oft borið alitof mik-
inn árangur. En verzlunarstéttin
og aimenningur, „sitja í sama
báti“. Skilningur á þessari stað-
reynd þarf að vera fyrir hendi, ef
vel á að fara.
UTAN UR HEIMI
Ítalía er að verða olíuveldi
Frakkar telja hagsmunum sínum ógnaS
ÍTALÍA er að verða olíuveldi.
Það er framar öllu einum manni
að þakka: Enrico Mattei, sem er
yfirmaður olíufélagsins Eni-
Agip, sem er í eigu ítalska ríkis-
ins.
Fyrir nokkru undirritaði hann
olíusamning við ríkisstjórnina í
Marokkó, sem veitir olíufélaginu
rétt til að nýta olíulindir í Suður-
Marokkó, á mörkum Saharaeyði-
merkurinnar og þess hluta
Marokkó, sem áður laut Spán-
verjum. Þessar framkvæmdir
Matteis ná til þess svæðis, þar
sem Frakkar töldu sig hafa einka-
rétt á að nýta olíulindir.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem
Mattei sýnir framkvæmdasemi í
því að nýta olíuauðæfi í löndum
Araba — og vafalaust er það
ekki í síðasta sinn, sem hann læt-
ur þar til sín taka. Hann lét
leita að olíu í Egyptalandi og
reiknar nú með að geta látið
framleiða um 2 milljónir lesta af
olíu á Sinaiskaga í ár. Fyrir rúmu
ári gerði hann olíusamning við
íransstjórn. Þetta var töluvert
áfall fyrir „gömlu“ olíufélögin.
Samningur þessi snerti olíusvæð-
in við Qum, hina fornhelgu borg
írans, sem liggur um 200 km
suður af Teheran. Samkvæmt
samningnum á íransstjórn að fá
70% af tekjunum af olíuvinnsl-
unni, en ítalska stjórnin 30%.
Hér var raunverulega um bylt-
ingu að ræða með hliðsjón af
því, að flest olíufélög höfðu til
þessa samið um helmingaskipti.
Olíusvæðin við Qum fundust
1951, þegar Mossadegh réð enn
lögum og lofum í fran. Þar eru
framleiddar um 12 þús. lestir á
dag. ftalska olíufélagið áformar
að leggja um 2 þús. km langa
olíuleiðslu frá Qum gegnum íran
og Tyrkland til Alexandrette.
Ennfremur hefir félag Matteis
hafið samningaumleitanir við
nokkur lítil furstadæmi við
Persaflóa, en segja má, að þessi
furstadæmi liggi í útjaðri áhrifa-
svæðis Breta þar austur frá. Þar
að auki hefir Mattei farið á fjör-
urnar við stjórn Líbyu.
Mattei undirritaði olíusamn-
inginn við stjórn Marokkó,
skömmu áður en hinn nýi for-
sætisráðherra Ítalíu, Fanfani, fór
í heimsókn til Bandaríkjanna.
Vafalaust hefir þetta borið á
góma í viðræðum Fanfanis við
ráðamenn í Washington.
í leit sinni að nýjum mörkuð-
um og auknum atvinnumöguleik-
um hafa ítalir verið mjög ákafir
í að vingast við Arabalöndin. Er
ekki að efa, að Fanfani hefur
skýrt aðstöðu ítala rækilega í
Washington. Framtíðin mun leiða
í ljós,. hvernig ítölum gengur að
skýra málstað sinn fyrir Frökk-
um, sem telja ítali vera að
þrengja sér inn á franskt áhrifa-
svæði.
En Mattei situr áreiðanlega
ekki auðum höndum, og ítalir
halda „olíusókn“ sinni áfram í
Arabaríkj unum.
Furstinn ætlar að
náða lafði Docker
RAINIER fursti í Monacco, ætlar
að fyrirgefa Sir Bernhard og
lafði Docker og leyfa þeim að
heimsækja á ný ríki sitt, ef þau
Furstinn Lafðin
Bandarískur vísindamaður leggur til að
rannsakað verði magn geisla-
virkra eina í barnatönnum
LUNDÚNUM, 1. ágúst — Reuter.
Bahdarískur vísindamaður hefur
lagt til, að hafin verði söfnun á
barnatönnum um allan heim —
til að rannsaka, hvort auk-
izt hefði magn geislavirkra
efna í barnatönnum með nýtingu
kjarnorku bæði til friðsamlegra
þarfa og hernaðar. Vísindamaður
þessi, dr. Herman M. Kalckar,
starfar við bandaríska heilbngðis
málaráðuneytið. Tillaga hans uni
rannsókn á barnatönnum kom
fram í grein, er hann ritaði ný-
lega í The Science Journal Nat-
ure. Leggur hann til í greininni,
að opinberar heilbrigðisstofnanir
í öllum löndum gangist fyrir söfn
un barnatanna.
Ef það kæmi í Ijós, að geisla-
magn hefði aukizt í barnatönn-
um, kynni það að hafa mikil
áhrif bæði á stefnu einstakra
þjóða og alþjóðaviðhorf, segir
Kalckar í greininni. Dr. Kalckar
bendir á, að börn séu miklu næm
ari fyrir geislavirku stront’.um
en unglingar og fullorðið fólk.
koma á fund hans og biðja hann
afsökunar. Menn munu minnast
þess, að lafði Docker varð svo
móðguð yfir því að vera ekki
boðin í veizluna, sem haldin var
er prinsinn af Monacco var skýrð-
ur, að hún í veitingahúsi í
Monte Carlo fór lítilsvirðandi
orðum um furstann og fursta-
dæmið. Var henni þegar vísað úr
landi. Og lafði Docker hefir held-
ur ekki mátt koma til Riviera-
strandarinnar vegna gamals samn
ings milli Monacco og Frakk-
lands. Docker-fjölskyldan er nú
í skemmtisnekkju sinni í grennd
við Toulon, en hefir til þessa
ekki mátt stíga fæti sínum á land
á Rivieraströndinni. Sir Bern-
hard hefir því falið lögfræðingi
sínum að hefja samningaumleit-
anir við furstann.
Myndin sýnir leifarnar af bifreiðinni, sem sprengd var í loft upp, er forsætisráðherra Líbanons,
Sami el Solh, var sýnt banatilræði í grennd við Beirut sl. þriðjudag. Solh slapp ómeiddur, en
sex menn, er voru í bifreið spölkorn á undan bifreið forsætisráðherrans, fórust í sprengingunni.