Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 1
20 siður 45 árgangur 179. tbl. — Sunnudagur 10. ágúst 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fundum frestað NEW YORK, 9. ágúst. — Hamm- arskjöld flutti ræðu á fundi Alls- herjarþingsins í gær og sagði m.a., að nauðsyn beri til að efla eftirlitssveitirnar í Líbanon. Þá kom hann fram með tillögu þess efnis, að Arabaríkin hæfu nána efnahagssamvinnu með stuðningi Sameinuðu þjóðanna. Þá var ákveðið, að þingið kæmi ekki saman til næsta fundar fyrr en á miðvikudaginn. Utanríkisráð- herrar fjölmargra ríkja eru nú á leiðinni til Netsr York, m.a. er vitað, að Gromyko og Selwyn Lloyd sækja fundinn. Bíða dóms BAGDAD, 9. ágúst. — Innan hálfs mánaðar hefjast í Bagdad réttarhöld í máli fjölmargra op- inberra starfsmanna og háttsettra stjórnmálamanna hins fallna kon ungsríkis. Herréttur mun fjalla um mál sakborninganna, sem margir hafa verið sakaðir um landráð — og verða dæmdir til fangavistar að sögn taismanna nýju stjórnarinnar. Þyngsti dóm- ur verður ævilangt fangelsi. Meðal þeirra, sem bxða dóms, eru fyrrum utanríkisráðherra og 10 aðrir ráðherrar úr stjórn Nuri es Said. Nil er svo komið, að við verðum nauðug viljug að játa, að dag er tekið að stytta og myrkrið farið að sækja að um síðkvöld og nætur. Einn af fréttamönnum Mbl. gekk suður með Xjörn í blíðu ágúströkkrinu ekki alls fyrir löngu, tyllti sér á stein á bakkan- um, opnaði myndavélina og gaf náttúrunni tvær mínútur til að fesía mynd sína á filmuna. Og hér sjáið þið Tjörnina, rafljósin, hús- in upp að Hólavelli og Landakoti og svo himininn — eins og hann lítur út, þegar flestir sofa. (Ljósm. vig.) Sigling Nautilus hefur geysi- áhrif á hernaðarsviðinu LONDON, 9. ágúst. — Nautilus, bandaríski kjarnorkukafbatur- inn, sem sigldi undir ísbreiðu Norðurheimskautsins, kemur txl Bretlands á þriðjudaginn. Verður skipi og skipshöfn fagnað mjög og mikill sómi sýndur. í Bret- Krúsjeff reynir að spilla fyrir AÞENU, 9. ágúst. — Er Kara- manlis, forsætisráðherra Grikk- lands, sat á fundi með Macmill- an í morgun, barst honum bréf frá Krúsjeff. Rússneski sendi- herrann í Aþenu kom í morgun í forsætisráðunsytið með bréfið og bað um áheyrn Karamanlis. En forsætisráðherrann yar önn- um kafinn — svo að Rússinn varð að afhenda bréfið fulltrúa ráð- herrans. í bréfi Krúsjeffs er rætt um ástandið við Miðjarðarhaf og vikið m. a. að Kýpur eins og vænta mátti, því að ólíklegt er, að Krúsj'eff hafi skrifað í öðrum tilgangi en að spilla fyrir við- ræðum þeirra Macmillans og Karamanlis, segir í fréttastofu- fregnum. landi eru menn á einu máii um það, að ferð Nautilus yfu heim- skautið sé merkasti , atburður siglingasögunnar. Öll brezku blöðin ræða málið mikið í dag og birta fregniná undir stærstu fyrir sögnum. Telja mörg biöðin, að þessi för hafi markað þáttaskil í kalda stríðinu. Enda þótt heim- skautsleiðin, undir ísnum, gæti orðið mikilvæg siglingaleið kaupsipa þegar tímar liðu fram, þá er þessi siglingaleið mun mik- ilvægari frá hernaðarlegu sjónar- miði, segja blöðin. Kafbátunnn Afleiðing sprengingar NOUMEA, Nýju Caledoniu 9. ág. — Útvarpstæki á Wallis-eyju eyðilögðust við síðustu kjarn- orkusprengingu Bandaríkja- manna, 2. ágúst sl. Bandaríkja- menn sprengdu kjarnorku- sprengjuna á Johnston eyju, sem er í 2.500 mílna fjarlægð frá Wall iseyju. Atvikið er því mjög furðu legt, en gengið hefur verið úr skugga um það, að beint sam- band var milli sprengingarinnar og skemmda á útvarpstækjunum. getur flutt með sér fjarstýrð flug skeyti, langdræg skeyti, sem hægt er að skjóta neðan úr haf- djúpinu. Þessir kafandi flug skeytastöðvar komist nú nær landamærum Ráðstjórnarinnar en nokkrar aðrar — og ekki sé hægt að granda þeim nema frá öðrum kafbátum. Brezku blöðin hrósa Bandaríkjamönnum óspart fyrir afrekið, en sum eru sár og telja Breta nú orðna rislága á hafinu, sú var tíðin, að brezka heimsveldið átti fræknustu sæ- fara heims, segir eitt blaðanna — nú er öldin önnur. Rússar á Everesf MOSKVU, 9. ágúst — (Reuter). — Tilkynnt hefur verið í Moskvu að rússneskir fjallgöngugarpar muni reyna að klífa Everesttind- inn einhvern tíma á þessu ári. 1 tilkynningunni er vitnað í blaðið Tibilisi í Georgíu. Blaðið segir, að fjallgöngumennirnir æfi nú af fullum krafti undir þessa fjall- göngu. Skömmu áður en brezk- um leiðangri, undir stjórn Sir Johns Hunts, tókst að klífa tind- inn 1953, hafði rússneskur leið- angur reynt við hann, en varð að lúta í lægra haldi. Bretarnir urðu því fyrstir á tindinn og tókst að skáka Rússum, en hinir síðar- nefndu hafa alltaf haft mikinn hug á því að sigra Everest. Mikið flugslys LONDON 9. ágúst. — Viscount- flugvél frá Central African Air- lines fórst skammt frá Benghazi í Líbyu í dag. 54 farþegar voru með flugvélinni, en um hádegis- bilið höfðu engar áreiðanlegar fregnir borizt um það hvé margir hefðu látizt. Síðustu fregnir hermdu, að 31 farþegi væri lát- inn, en margir væru hættuiega slasaðir. Flugvélin var að koma frá Rhodesíu, á leið til London. Fregnir af slysinu eru óljósar, en þó mun víst, að flugvélin hafi rekizt á hæð sex km utan við flugvöllinn, þegar hún var að lenda. Samkvæmt síðari fregnum fór- ust 34 — og meðal þeirra, sem komust af, var áhöfnin, tveir flug menn og tvær flugþernur, og Sir Alfred Savage, fyrrum lands- stjóri í Brezku Guiana. — Næsti viðkomustaður flugvélarinnar á leiðinni til London átti að vera Rómaborg. Landamæraverðir Ungverja VÍN, 9. ágúst. — Austurríska stjórnin hefur borið fram mót- mæli við ungversku stjórnina vegna þess að landamæraverðir Ungverja hafa haft sig óvenju- mikið í frammi að undanförnu og skipzt hefur verið á skotum. Formósustjórnin óvænlega horfa m þykir FORMÓSU, 9. ágúst. — Mikil ókyrrð er nú á Formósu — og segja fréttamenn, að eitthvað óvenjulegt liggi í loftinu. Eru Formósubúar farnir að óttast mjög að kínverskir kommúnistar fari að láta til skarar skríða gegn þjóðernissinnum — og undanfarna daga hafa orrustu- flugvélar kommúnista hvað eftir annað flogið yfir strandvirki á Matsu — og í gær voru loftvarn armerki gefin þrisvar þar. Full- víst er talið, að kommúnistar hafi nú dregið saman mikið lið á meginlandinu andspænis Formósu. Fullyrða þjóðernissinn ar, að hér sé m.a. um að ræða 1,200 flugvélar, þar með taldar MIG orrustuflugvélar. í dag var tilkynnt á Formósu, að fólk skyldi búa sig undir að til tíðinda kynni að draga, og neyðarástandi yrði lýst. Banda- ríski sendiherrann sagði og í morgun, að ástandið væri nú orð- ið alvarlegt. Samkvæmt varnar- samningi Formósu og Bandaríkj- anna ábyrgjast Bandaríkjamenn öryggi eyjarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.