Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. ágúst 1958 Frá samsætinu í félagsheimilinu í Bolungavík. (Vigfús Sigurgeirsson tók allar myndirnar) komulítið og samkoman öll hín árHfcgjulegasta. — Páll. Samkomugestir í héraðsskólanum í Reykjanesi. Heimsókn forsetahjónanna til N - ísafjaróarsýslu ÞÚFUM, 9. ágúst. — Sunnudag- inn 3. ágúst sl. kom forseti ís- lands herra Ásgeir Ásgeirsson og kona hans frú Dóra Þórallsdóttir í heimsókn til N-ísafjaiðarsýslu. Til móts við hann, fremst í Langadal, fór móttökunefndin en hana skipuðu Jóhann Gunnar Ólafsson sýslumaður, Einar Guð- finnsson útgerðarmaður. Bolunga vík og Páll Pálsson hreppstj, í Þúfum. Kona sýsiumanns, frú Ragna Haraiasdóttir var og með í förinni. Ennfremur komu til móts við forsetahjónin þarna í Langadal nokkrir af íbúum Naut- eyrarhrepps. Sýslumaður flutti þarna forsetahjónunum ávarp og bauð þau og fylgdarlið þeirra vel komið í héraðið. Um 70 manns Síðan var ekið af stað til Reykjaness. Við botn ísafjarðar var staðnæmzt örlitla stund en allmargt fólk úr Reykjarfjarðar- hreppi var þar komið og slóst í förina til Reykjaness. í Reykjanesi voru samtals um 70 manns úr héraðmu saman- komnir. Djúpbáturinn flutti þang að fólk úr ytri hreppum sýslunn- ar. — Var nú sezt að borðum í leikfimisal héraðsskólans. Jóhann Gunnar Ólafsson setti hófið og stjórnaði því en þessir menn aðrir fluttu ræður og ávörp: Sigurður Þórðarson, óðalsbóndi á Lauga- bóli, Bjarni Sigurðsson hrepps- stjóri í Vigur og Kristján Jónsson skólastjóri í Hnífsdal. Ræðumenn irnir röktu í stórum dráttum sögu héraðsins, ræddu um atvinnu- háttu o. fl. Af hálfu sveitarmanna Þá flutti Ásgeir Guðmundsson, hreppsstjóri í Æðey kvæði eftir Einar Benediktsson en síðan á- varpaði forsetahjónin þingmaður kjördæmisins, Sigurður Bjarna- son frá Vigur, en Páll Pálsson í Þúfum talaði af hálfu sveitar- manna. Frú Ragnheiður Hákonardótiir í Reykjarfirði færði forsetafrúnni fagran slifurbikar að gjöf írá Kvenfélagi Reykj arf j arðarhre pps og flutti henni frumort kvæði. Að lokum ávarpaðf forsetinn samkomugesti og þakkaði mót- tökurnar. — Á milli ræðuhalda var alménnur söngur undir stjórn Ragnars H. Ragnars, söngstj. frá ísafirði. f varðskipinu Þór Um kl. átta um kvöldið lagði forsetinn óg fylgdarlið hans af stað úr Reykjanesi með varðskip- inu Þór. Fylgdu honum aliir við- staddir til skips og voru forseta- hjónin hyllt með húrrahrópum að skilnaði. Var síðan sigit norð- ur á Hesteyrarfjörð og legið þar um nóttina þar til haldið var til Bolungavíkur daginn eftir. For- setinn bauð móttökunefndinni, svo og þingmanni héraðsins og konu hans að dveljast um borð í varðskipinu með sér um nóttina. Veður í Reykjanesi var ekki allskostar gott — kall en þó úr- Forsetafrúin með frú Ragn- heiði Hákonardóttur í Reykj- arfirði, er flutti henni frum- ort kvæði, og blómvasa að gjöf frá kvenfélagi sveitarinnar. vík til móts við forsetaskipið og flutti forsetahjónin og fylgdarlið þeirra í land. Fremst á brim- brjótnum höfðu skátar, bæði pilt- ar og stúlkur, myndað fánaborg. Boðin velkomin. Þegar forsetahjónín gengu á land, gengu til móts við þau lög- reglustjórinn í Bolungavík, Frið- rik Sigurbjörnsson og frú hans, Halldóra Helgadóttir og buðu þau velkomin til Bolungavíkur. Lítil stúlka, Heiðrún Sigurgeirs- dóttir, færði forsetafrúnni fagr- an blómvönd. Þessu næst flutti lögreglustjóri ávarp til forseta- hjónanna og strax á eftir söng kirkjukórinn undir stjórn Sig- Framhald á bls. 19. Lögreglustjórinn í Bolungavík býður forsetahjónin velkom- in til kauptúnsins. sbrifar úr daglega lifinu Forsetahjónin ásamt gestum sínum og skipherranum á Þór um borð í varðskipinu. Um kynningu á hljómplötum YMSIR eru útvarpinu — eða útvarpsþulunum gramir fyrir það, hve þeim láist oft að kynna sómasamlega hljómplötur þær sem leiknar eru. Þarna er þó um að ræða ekki svo lítilvægan þátt í fræðslustarfsemi útvarps- ins — að hlustendur fái að vita sem gleggst deilj á þeirri tónlist sem þeir hlusta á. Á ég hér fyrst og fremst við vandaða tónlist, en sem betur fer eru margir meðal útvarpshlustenda sem meta slíka tónlist meir en dans- og dægur- lagagutlið sem ég hygg, að mörg- um þyki í seinni tíð helzt til stór þáttur í tónlistarflutningi útvarpsins. Mætti fækka SJÁLFSAGT er að lofa sjúkl- ingum og sjómönnum á hafi úti að hafa sinn óskalagaþátt einu sinni í viku — Hins vegar mætti hinum óskalagatímunum fækka — og öllum þeim fárán- legu kveðjum og rósamálsþulum, sem meiri hluti hlustenda er á- reiðanlega orðinn þrautleiður á. Ættu stjórnendur þessara þátta — enn meira en þeir gera nú—að stilla í hóf þessum kveðjusend- ingum. Fólkið, sem að þeim stendur ætti að geta gert sig á- nægt með að f á sín óskalög leikin, þótt það ekki geti um leið notað útvarpið til „bréfaskrifta" þótt „bréfin" kunni að vera ákaflega sniðug! Tónlistarfræðsla EN það var þetta með hljóm- plötukynninguna. Nú er það vitað mál, að hver plata er greini lega merkt. heiti, höfundur og flytjendur lagsins eða verksins hverju sinni. Hér virðist því helzt vera um að ræða kæruleysi eða leti þulsins, sem ekki hirðir um að skýra þessi atriði sem skyldi. Góð kynning á þeim tónverkum, sem útvarpið flytur er í senn tónlistarfræðsla, sem óþarft er að hafa af þeim sem áhuga hafa á þessum hlutum. — Og það er ekkj nóg að kynna plötuna áður en hún er leikin — heldur þarf líka að gera það á eftir, að minnsta kosti aðalatriðin: höf- und, nafn á verkinu og flytjend- ur. Sér eftir rauða horninu REYKVÍKINGUR skrifar: Að undanförnu hafa staðið yfir endurbætur og stækkun á Oddfellowhúsinu við Tjörnina, svo að það er nú sem „nýtt og betra hús“ — sýnu reisulegra og svipmeira en áður og sómir sér hið bezta þarna í hjarta bæjarins. — En það er eitt sem mig langar til að lýsa óánægju minni yfir: Hvers vegna var málað yfir rauða litinn á horni hússins — en þannig var það málað fyrst og mér fannst rauði liturinn fara einkar vel og setja skemmtilegan svip á húsið — og Umhverfið. Ef til vill var rauði liturinn ein- um of skær — ef hann hefði verið mildaður dálítið, hefði ég verið fullkomlega ánægður. — Reykvíkingur. BOLUNGAVÍK, föstudag. — EFTIR ieiðinlegt veður á sunnu- daginn rann mánudagurinn upp bjartur og fagur í Bolungavík. Þjóðhöfðingi Islands var væntan- legur. Hvarvetna var verið að reisa fánastengur og hefja fána. Stórum borða var komið fyrir þvert yfir Brimbrjótinn, sem á stóð: „Velkomin til Bolunga- víkur“. Lýðveldigmerkin voru til beggja handa. Rétt fyrir kl. 2 eftir hádegi sást til varðskips- ins Þórs, sem renndi inn á Bol- ungavík fánum skreyttur. Varð- skipið ristir svo djúpt, að það gat ekki lagst við bryggju og fór því s.v. Særún frá Bolunga Forsetahjónin ræða við Sigurð Þórðarson, bónda á Laugabóli í Reykjanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.