Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.1958, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. ágúst 1958 Morgun nokkurn í byrjun ágúst var brezkur hermaður á gangi eftir fjölfarinni götu í Nikósía ásamt syni sínum, 2','z árs að aldri. í þessu hverfi borg- arinnar eru margir brezkir þegn ar búsettir og hefir jafnan verið talið, að þeir gætu verið þar ör- uggir um líf sitt. Er þeir feðgar höfðu gengið spölkorn eftir göt- unni, var hermaðurinn, Hamm- ond liðþjálfi, skotinn til bana aftan frá. Stefán litli kastaði sér óttasleginn niður í götuna og kall aði í sífelldu á föður sinn. Ensk kona kom hlaupandi á vettvang og tók drenginn í sína umsjá. Myndin sýnir ekkju Hammonds, sem er tvítug, ásamt Stefáni litla. Bandaríski utanríkisráðherr- ann Dulles er lögfræðingur að menntun. Hann vill þó ekki láta lögfræðileg vandamál í sam- bandi við geimferðir í framtíð- inni til sín taka. Komst hann svo að orði í við- tali fyrir skömmu, að hann hefði lært fræði sín löngu áður en geimferðir komu til sög- unnar og gæti því ekki gefið neinar yfirlýs- ingar á lögfræðilegum grundvelli um það, hvort Bandaríkin myndu krefjast sérstakra réttinda á tunglinu, ef Bandaríkjamenn yrðu fyrstir til þess að skjóta eldflaug til tunglsins. Ráðlagði utanríkisráðherrann blaðamönn- um að leita álits lögfræðings, sem væri yngri í faginu en hann sjálfur. Japanski krónprinsinn Akihito varð 18 ára fyrir sex árum, og síðan hefir staðið yfir sífelld leit að konuefni handa honum. En það er ekki svo 'auðvelt að finna stúlku, sem fullnægir öllum skilyrðum, sem sett eru. Vitan- lega verður blátt blóð að renna í æðum hennar, og aðstandendur hennar verða helzt að vera efn- aðir. Hirðmenn hafa samið lang an lista um úlit og hæfni þeirra stúlkna, sem koma til greina. Og rannsakað er nákvæmlega, hvort brjálsemi eða ósiðsamleg fram- koma hafa gert vart við sig í ætt þeirra. Krónprinsinn hefir einnig gert sínar athuganir. Þó að hann fái sennilega aðeins að velja milli þriggja eða fjögurra úrvals- stúlkna, hefir hann ótvírætt lát- ið ljós, hvers konar konuefni hann vilji: — Ég þoli ekki feitar stúlkur, og ég get alls ekki þolað stúlkur með digra fótleggi. Ég vil eign- ast lipurlega vaxna, tágranna stúlku, sem er hlýleg í viðmóti, gamansöm og hefir áhuga á íþróttum eins og ég. Hún verður að hafa gaman af tónlist og dansi, kunna að taka á móti gest um og framar öllu má hún ekki vera hávaxnari en ég (hann er 165 sm). Skömmu eftir að bók Henry Millers, Sexus, h'afði verið gefin út á ítölsku, skipuðu yfirvöldin svo fyrir, að eintök af bók- inni .mætti ekki lána frá bókasöfnum, fyrr en dóm- stóll hefði skor ið úr um, hvort bókin væri klámrit. Nú hefir ítalskur dómari lýst yfir því, að bókin sé „listaverk“, og fráleitt sé að flokka hana undir klámrit. Brezki kvikmyndaleikarinn Sir Laurence Olivier hefir rakað af sér skeggið, sem hann safnaði fyrir nokkru. Ástæðan fyrir því, að hann rakaði skeggið af sér er reyndar dapurleg. Skegg- inu safnaði hann, af því að hann ætlaði að láta kvikmynda leikrit Shakespears, Macbeth. Sjálfur lugðist hann t'ara með aðal- alutverkið. En pegar á reyndi, ;reysti ekkert svikmyndafé- lag sér til að standa undir kostnaðinum við gerð kvik- myndarinnar. Talið er, að kvikmyndin hefði kostað sem nemur 30 milljónum ísl. króna. Það kann að hljóma all undarlega, þegar höfð er hlið- sjón af frægð Oliviers á leiksvið- inu og á léreftinu, að síðustu kvikmyndirnar, sem hann hefir leikið aðalhlutverkin í, hafa tekizt illa fjárhagslega. Sunday Express skýrði nýlega frá því, að jafnvel tekjurnar af kvikmynd- inni Prinsinn og sýningarstúlk- an, þar sem Olivier lék á móti sjálfri Marilyn Monroe, myndu ekki vega upp á móti kostnaðin- um við gerð myndarinnar. Brezki forsætisráðherrann Har old Macmillan er 64 ára, og þrátt fyrir alla þá erfiðleika og vand- ræði, sem hann hefir glímt við undanfarið, virðist hann vera fullur af lífsþrótti og starfsþreki. Og hans nánustu ofbauð, er for- sætisráðherranum varð að orði, þegar sumarleyfi þingmanna hóf ust: Jæja, þá erum við komnir í sumarleyfi. Nú er loksins hægt að fara að gera eitthvað að gagni Sú var tíðin, að Soraya var keisaraynja í íran og Feisal H konungur í írak. Mynd þessi var tekin, er Feisal kom í opinbera heimsókn til Teheran í október s.l. ár. Soraya og konungurinn ganga til móts við íranskeisara í hásætissalnum í keisarahöllinni. Gengi lífsins er fallvalt. Nú er Feisal fallinn, og Soraya skilin við keisarann. í. s. I. LANDSLEIKURINN K. S. /. ÍSLAND — IRLAMD fer fram á morgun (mánudag) á íþróttaleikvanginum í Laugardal og hefst kl. 8. Dómari: Leif Gulliksen. Aðgötignmiðar seldir í dag í Aðgöngumiðasölu Melavallarins kl. 1—6 og á morgun á eftirtöldum stöðum: Bókaverzlun L. Blöndal, Vesturveri ki. 9—6, Bókaverzlun Helgafells, Laugav. 100 k. 9—6, og úr bifreiðum hjá Laugardalsleikvanginum frá kl. 6 á morgun. Kaupið miða í fctrsölunum og forðist biðraðir rétt fyrir leikbyrjun. Ferðir verða inn í Laugardal frá B.S.l. eftir kl. 6,30. NEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.